14 færslur fundust merktar „bensínvakt“

Það er sannarlega ekki ókeypis að fylla bílinn af bensíni um þessar mundir þótt verðið hafa lækkað.
Lækkun á bensínlítranum á Íslandi miklu minni en lækkun á innkaupaverði olíufélaga
Olíufélögin hafa aldrei tekið fleiri krónur til sín af hverjum seldum lítra af bensíni. Skörp lækkun varð á bensínlítranum milli mánaða, þegar viðmiðunarverðið lækkaði um rúmlega sex krónur á lítra. Innkaupaverð olíufélaganna um tæplega 26 krónur.
17. desember 2022
Bensínlítrinn hækkað um sjö krónur á tveimur mánuðum og kostar nú 322 krónur
Bensínverð hefur hækkað um tæplega 21 prósent það sem af er ári. Ríkið tekur til sín tæplega helming af hverjum seldum lítra í allskyns gjöld. Til stendur að auka álögur á bifreiðaeigendur á næsta ári til að afla milljarða í nýjar tekjur.
20. nóvember 2022
Það er sannarlega ekki ókeypis að fylla bílinn af bensíni um þessar mundir.
Bensínlítrinn farinn að hækka aftur og hlutur olíufélaganna heldur áfram að aukast
Þrátt fyrir að líklegt innkaupaverð olíufélaga á bensíni hafi lækkað um tæpan þriðjung síðan í júní hefur viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi einungis lækkað um sex prósent. Það hefur hækkað um fimm krónur síðastliðinn mánuð.
15. október 2022
Það hefur verið dýrt að fylla á bíllinn á árinu 2022.
Hlutdeild olíufélaga í hverjum seldum lítra af bensíni hefur rúmlega tvöfaldast síðan í maí
Þrátt fyrir að líklegt innkaupaverð olíufélaga á bensíni hafi lækkað um þriðjung síðan í júní hefur viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi einungis lækkað um 7,5 prósent.
17. september 2022
Bensínlítrinn lækkaði í fyrsta sinn á þessu ári en hlutdeild olíufélaganna í hverjum seldum lítra eykst
Framan af ári voru olíufélögin ekki að velta miklum hækkunum á bensíni út í verðið sem neytendum var boðið upp á. Nú þegar heimsmarkaðsverð hefur lækkað umtalsvert eru félögin að sama skapi að velta lækkunum hægar út í verðlagið en tilefni er til.
15. ágúst 2022
Bensínverð stendur í stað milli mánaða, innkaupaverð lækkar en hlutur olíufélaga eykst
Sá sem greiddi 15 þúsund krónur á mánuði í bensínkostnað í maí 2020 þarf nú að punga út rúmlega 137 þúsund krónum til viðbótar á ári til að kaupa sama magn af eldsneyti. Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði skarpt milli mánaða en bensínlítrinn hækkaði samt.
23. júlí 2022
Hlutur olíufélaga í hverjum seldum lítra af bensíni hækkaði um 34 prósent milli mánaða
Innkaupaverð olíufélaga á eldsneyti lækkað um 20 prósent milli mánaða en viðmiðunarverð á hverjum seldum bensínlítra lækkað einungis um tvær krónur á sama tíma. Hlutur olíufélaga í hverjum seldum lítra hefur einungis einu sinni verið hærri á Íslandi.
18. desember 2021
Stærsta bensínstöðvarkeðja landsins er N1.
Hlutur olíufélaga í hverjum seldum lítra dregst saman – Hlutur ríkisins í hæstu hæðum
Innkaupaverð á bensínlítra hefur hækkað skarpt eftir að hafa náð sínum lægsta punkti í sögunni í apríl. Sá hlutur af hverjum seldum lítra sem lendir í vasa olíufélaganna hefur dregist saman um 40 prósent, en hlutur ríkisins vegna skattlagningar aukist.
20. júní 2020
Hlutur olíufélaga í hverjum seldum bensínlítra aldrei verið hærri
Á einum mánuði hefur líklegt innkaupaverð olíufélaga á bensínlítra lækkað um meira en 60 prósent. Sú lækkun, sem er tilkomin vegna hruns á olíuverði á heimsmarkaði, hefur ekki skilað sér til íslenskra neytenda.
15. apríl 2020
Heimsmarkaðsverð á olíu ekki lægra síðan 2002 – Verð á lítra hér lækkað um nokkrar krónur
Heimsmarkaðsverð á olíu hefur verið í frjálsu falli á síðustu vikum. Frá áramótum hefur það lækkað um 68 prósent. Á Íslandi hefur viðmiðunarverð á seldum bensínlítra lækkað um 3,4 prósent frá því um miðjan janúar.
31. mars 2020
Að fylla tankinn er einn af helstu útgjaldaliðum flestra heimila á Íslandi.
Bensínverð hefur lækkað þrjá mánuði í röð
Samkvæmt bensínvakt Kjarnans er bensínverð 8,4 prósent hærra en fyrir ári síðan. Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað mikið frá því í haust og gengi krónu gagnvart Bandaríkjadal lækkaði um 10,2 prósent í fyrra.
23. janúar 2019
Olíuverð hækkar og hefur áhrif á nánast allt á Íslandi
Efnahagur Íslands er hluti af alþjóðavæddum heimi viðskipta, þar sem olía er áhrifamesta hrávaran. Eftir mikið góðæri undanfarin ár gæti hröð verðhækkun á olíu vakið verðbólgudrauginn.
5. október 2018
Bensínverð hækkað um ellefu prósent á árinu
Verð á eldsneyti á Íslandi er í hæstu hæðum um þessar mundir. Hækkunarhrinan náði hámarki í júní og verðið hefur ekki verið hærra en það var þá í rúm þrjú ár.
27. ágúst 2018
Bensínverð ekki verið hærra í tæp þrjú ár
Bensínverð hefur hækkað um tæplega tíu prósent frá áramótum. Verðið hefur ekki verið hærra frá því í ágúst 2015. Ríkið tekur til sín 56,44 prósent af söluandvirði hvers lítra en hlutdeild olíufélaganna er 17,66 prósent.
20. maí 2018