6 færslur fundust merktar „ekon“

Ásgeir Brynjar Torfason er doktor í fjármálum.
Seðlabankarnir í stríðsham
Doktor í fjármálum segir að samhæfð frysting rússneskra eigna í mörgum helstu seðlabönkum heims hafi náð „að færa vígvöllinn inn á svið reikningsskila, lögfræði og bókhalds inni í seðlabönkunum“. Hann ræddi þessi mál í hlaðvarpsþættinum Ekon.
7. september 2022
Ásta Dís Óladóttir hefur rannsakað kynjahalla í ráðningum forstjóra skráðra félaga á Íslandi.
Kynjakvóti í framkvæmdastjórnum gæti leiðrétt kynjahalla í ráðningum forstjóra
Konur sitja ekki við sama borð og karlar í ráðningarferli forstjóra skráðra fyrirtækja að mati Ástu Dísar Óladóttur. Hún spyr hvort ekki þurfi að auglýsa stöðurnar í stað þess að láta ráðningarfyrirtæki sjá um ráðningarferlið að stóru leyti.
18. júní 2022
Einhver fylgni er á milli efnahagslegrar velferðar fólks og stærðar hagkerfa. Þar með er þó ekki öll sagan sögð.
Efnahagslega velferð hægt að mæla með fleiru en hagvexti
Mælingar á hagvexti sýna ekki nógu vel hvaða áhrif umsvif í atvinnulífi, verslun og viðskiptum hafa á efnahagslega velferð þjóðarinnar. Í nýjasta þætti Ekon segir David Cook nýdoktor framfarastuðul geta reynst betra tól til að meta efnahagslega velferð.
7. júní 2022
Ekon er viðtalsþáttur um hagfræðileg málefni sem gefinn er út á Hlaðvarpi Kjarnans.
Óáþreifanlegur kostnaður þess að verða fyrir ofbeldi nemur milljónum á ári
Emil Dagsson ræðir við Hjördísi Harðardóttur um rannsókn á óáþreifanlegum kostnaði ofbeldis í nýjasta þætti Ekon. Hjördís telur rannsóknir á borð við þessa gefa stjórnvöldum betri tól til þess að bæta forvarnir í slíkum málaflokkum.
23. ágúst 2021
Greiðslumiðlun tæplega þrefalt dýrari hér heldur en á öðrum Norðurlöndum
Emil Dagsson ræðir við Guðmund Kr. Tómasson um greiðslumiðlun á Íslandi í nýjasta þætti Ekon. Samkvæmt Guðmundi borga Íslendingar mun meira fyrir greiðslumiðlun heldur en íbúar annara Norðurlanda.
19. júlí 2021
Arnaldur Sölvi Kristjánsson, hagfræðingur hjá ASÍ, og Emil Dagsson, doktorsnemi í hagfræði við HÍ.
Er fjármagnstekjuskattur alltaf óhagkvæmur?
Emil Dagsson ræðir við Arnald Sölva Kristjánsson um hagkvæma skattheimtu í Ekon, nýjum viðtalsþætti um hagfræðileg málefni. Samkvæmt honum er ekki auðséð að viðtekin viðhorf um að skattur á fjármagn sé óhagkvæmur standist í öllum tilvikum.
5. júlí 2021