7 færslur fundust merktar „héraðssaksóknari“

Rannsókn á Skeljungsmálinu og Procar-málinu lokið og þau komin til saksóknara
Umfangsmikil rannsókn á meintum stórfelldum efnahagsbrotum sem talið er að hafi verið framin þegar olíu­fé­lagið Skelj­ungur og tengd félög voru keypt og seld á árunum 2008 til 2013, er lokið.
16. desember 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, spurði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um fjárheimildir til eftirlits með spillingu í þinginu í dag.
Katrín sannfærð um að héraðssaksóknari sé að sinna rannsókn á Samherja af fullri alvöru
Katrín Jakobsdóttir segist hafa mikla trú á embætti héraðssaksóknara og að það hafi skýrar yfirlýsingar stjórnvalda um að það fái þá fjármuni sem þurfi til að ljúka rannsókn á Samherja.
10. maí 2021
Ráðuneytið lét héraðssaksóknara vita af eigendabreytingum hjá Samherja
Samherji sendi upphaflega tilkynningu um eignarhald erlends aðila í félaginu á rangan ráðherra, Kristján Þór Júlíusson. Erlendi aðilinn, Baldvin Þorsteinsson, á 20,5 prósent beinan hlut í Samherja.
19. júní 2020
Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari.
Héraðssaksóknari nær ekki að óbreyttu að sinna málum sem bíða rannsóknar
Alls bíða um 100 mál rannsóknar hjá embætti héraðssaksóknara. Þar af eru um 60 skattamál. Núverandi starfsmannafjöldi dugar ekki til að sinna þeim rannsóknarverkefnum. Hann vantar fleiri starfsmenn til að geta sinnt fleiri stórum rannsóknarverkefnum.
26. nóvember 2019
Ólafur Þór Hauksson er héraðssaksóknari. Peningaþvættisskrifstofan var færð til embættis hans sumarið 2015.
Umfjöllun leiddi til aukningar á tilkynningum um peningaþvætti
Alls móttók peningaþvættisskrifstofa héraðssaksóknara 655 tilkynningar um peningaþvætti á árinu 2016. Á fyrstu átta mánuðum ársins 2018 urðu þær rúmlega 800 talsins.
6. janúar 2019
Júlíus Vífill viðurkenndi skattalagabrot, en þau eru fyrnd
Við rannsókn á meintum skattalagabrotum Júlíusar Vífils Ingvarssonar, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, viðurkenndi hann að hafa ekki gefið umtalsverðar tekjur upp til skatts. Hann átti um tíma 131 til 146 milljónir á aflandsreikningi.
28. ágúst 2018
Fyrrverandi borgarfulltrúi ákærður fyrir peningaþvætti
Frá árinu 2016 hafa yfirvöld rannsakað hvort að Júlíus Vífill Ingvarsson hafi gerst brotlegur við skattalög eða sekur um peningþvætti, vegna eigna sem hann geymir í aflandsfélagi. Júlíus Vífill hefur ávallt neitað sök en nú liggur ákæra fyrir í málinu.
17. ágúst 2018