61 færslur fundust merktar „kauphöll“

Stærsta nýskráning síðasta árs var Alvotech, sem nú er verðmætasta félagið í Kauphöllinni.
14 félög lækkuðu í virði en fjöldi einstaklinga sem á hlutabréf þrefaldaðist á þremur árum
Þau félög sem skráð voru á Aðalmarkað Kauphallar Íslands í upphafi árs 2022 lækkuðu samanlagt mikið í virði í fyrra, eða um á fimmta hundrað milljarða króna. Nýskráningar gerðu það hins vegar að verkum að heildarvirði skráðra félaga hélst svipað.
4. janúar 2023
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Virði Alvotech aukist 142 milljarða á 16 dögum – Félagið orðið verðmætast í Kauphöllinni
Í kjölfar þess að Alvotech var skráð á First North markaðinn í sumar hríðféll virði félagsins. Eftir að félagið færði sig yfir á Aðalmarkaðinn hefur það hins vegar tekið nánast fordæmalaust stökk upp á við. Virðið jókst um 50 prósent á 16 dögum.
24. desember 2022
Róbert Wessman, verðandi forstjóri og stjórnarformaður Alvotech, og Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands.
Markaðsvirði Alvotech jókst um 68 milljarða króna á tveimur dögum
Í desember var tilkynnt um forstjóraskipti hjá Alvotech og að lyf félagsins væri komið í sölu í 16 Evrópulöndum og Kanada. Alvotech, sem tapaði 28 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins, var svo fært á Aðalmarkaðinn í vikunni.
11. desember 2022
Markaðsvirði veðsettra hlutabréfa lækkaði um 86 milljarða á hálfu ári
Virði þeirra hlutabréfa sem veðsett eru fyrir lánum hefur lækkað um 29,4 prósent síðan í lok mars. Um er að ræða langskörpustu lækkun á sex mánaða tímabili frá því að hlutabréfamarkaðurinn var endurreistur eftir hrun.
10. október 2022
Þrjú félög voru skráð á markað í sumar. Þeirra stærst er Alvotech, sem var skráð á First North markaðinn í júní. Hér sést Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður félagsins, hringja inn fyrstu viðskipti með bréfin.
Virði skráðra félaga í Kauphöllinni lækkað um 254 milljarða króna á tveimur mánuðum
Það sem af er ári hefur Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkað um 28,3 prósent. Hún hækkaði um rúmlega 20 prósent árið 2020 og 33 prósent í fyrra. Leiðrétting er að eiga sér stað á virði skráðra félaga.
4. október 2022
Freyja Vilborg Þórarinsdóttir
Ný kynslóð fjárfesta: Aukin áhersla á jafnrétti og fjölbreytileika
22. september 2022
Freyja Vilborg Þórarinsdóttir
Kynjajafnrétti: Bridge klúbbur forystu kvenna á kauphallarmarkaði
14. september 2022
Ásta S. Fjeldsted hefur tekið við sem forstjóri Festi.
Ásta tekur við sem forstjóri Festi
Ásta Sigríður Fjeldsted er nýr forstjóri Festi, sem er eitt stærsta verslunar- og þjónustufyrirtæki landsins. Frá þessu var greint í tilkynningu til Kauphallar í dag. Ásta sinnir starfi framkvæmdastjóra Krónunnar einnig þar til ráðið hefur verið í starfið
7. september 2022
Þrjú félög voru skráð á markað í sumar. Þeirra stærst er Alvotech, sem var skráð á First North markaðinn í júní. Hér sést Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður félagsins, hringja inn fyrstu viðskipti með bréfin.
Virði skráðra félaga í Kauphöll Íslands jókst um 115 milljarða króna í júlí
Alls hefur virði hlutabréfa í 15 skráðum félögum hækkað það sem af er ári en lækkað hjá 14 félögum. Eftir mikla dýfu á fyrstu fimm mánuðum ársins hefur markaðurinn tekið við sér og úrvalsvísitalan hækkaði um 7,9 prósent í júlí.
3. ágúst 2022
Baldur Thorlacius
Nasdaq First North – Vaxtarmarkaður
20. september 2021
Markaðsvirði Eimskips hefur hækkað um 53 milljarða króna á einu ári
Þrátt fyrir að Eimskip hafi gert upp risavaxna sekt vegna samkeppnisbrots á öðrum ársfjórðungi þá vænkaðist hagur félagsins verulega. Tekjur hækkuðu mikið og fjármagnskostnaður dróst saman. Hlutabréf í félaginu hafa margfaldast í verði á einu ári.
21. ágúst 2021
Síðasta stóra skráning á Aðalmarkað Kauphallar Íslands var skráning Íslandsbanka í sumar. Bankastjóri hans, Birna Einarsdóttir, hringdi inn fyrstu viðskipti.
Efsta tíundin átti 85 prósent verðbréfa í eigu einstaklinga í lok síðasta árs
Á áratug hefur heildarvirði verðbréfa í eigu landsmanna aukist um 253,2 milljarða króna. Af því heildarvirði hefur 88 prósent runnið til tíu prósent ríkustu landsmanna. Á síðastliðnu einu og hálfu ári hefur virði hlutabréfa rúmlega tvöfaldast.
15. ágúst 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
23. júní 2021
Baldur Thorlacius
Áfram gakk og ekkert rugl
22. júní 2021
Síldarvinnslan verður eina skráða félagið á Íslandi sem er með höfuðstöðvar á landsbyggðinni.
Nýir hluthafar keyptu fyrir 29,7 milljarða króna í Síldarvinnslunni
Miðað við það sem fékkst fyrir 29,3 prósent hlut í Síldarvinnslunni er markaðsvirði félagsins 101,3 milljarðar króna. Samherji og Kjálkanes fá yfir tólf milljarða króna hvort fyrir hluti sem þau seldu.
13. maí 2021
Gunnþór Ingvarsson er forstjóri Síldarvinnslunnar.
Síldarvinnslan hagnaðist um 5,3 milljarða í fyrra og er metin á næstum 100 milljarða
Síldarvinnslan verður skráð á markað í næsta mánuði. Hún er metin á allt að 99 milljarða króna og hluthafar sem munu selja fá allt að 29 milljarða króna. Stærstu eigendur hennar, Samherji og Kjálkanes, eru taldir líklegastir til að selja.
28. apríl 2021
Jón Sigurðsson er á meðal stærstu eigenda Stoða og settist í stól forstjóra félagsins fyrr í þessum mánuði.
Eigið fé Stoða í lok síðasta árs var 32 milljarðar – Hefur meira en tvöfaldast á fjórum árum
Stoðir er stærsti eigandi Símans og Kviku og stærsti íslenski einkafjárfestirinn í Arion banka. Félagið hagnaðist um 7,6 milljarða króna í fyrra og eigi fé þess hefur aukist um 18,5 milljarða króna á fjórum árum.
28. apríl 2021
Jón Ásgeir Jóhannesson er stjórnarformaður Skeljungs.
Skeljungur tilkynnir um áhugasama kaupendur að P/F Magn
Þegar Strengur gerði yfirtökutilboð í Skeljung fyrir áramót miðuðu áætlanir fjárfestahópsins við að selja ýmsar eignir út úr félaginu til að borga fyrir skuldsetta yfirtöku. Færeyskt dótturfélag er nú í söluferli.
15. apríl 2021
Samkeppniseftirlitið telur vísbendingar um yfirráð Samherja yfir Síldarvinnslunni
Að mati Samkeppniseftirlitsins eru veruleg tengsl milli stórra hluthafa í Síldarvinnslunni. Þrír af fimm stjórnarmönnum í Síldarvinnslunni eru skipaðir af eða tengdir þeim eigendum. Um er að ræða Samherja og Kjálkanes.
1. apríl 2021
Heiðar Guðjónsson er forstjóri Sýnar.
Sýn selur fjarskiptainnviði fyrir meira en sex milljarða króna
Erlendir fjárfestar hafa eignast fjarskiptainnviði hérlendis sem áður voru í eigu Sýnar. Áhugi er á að kaupa sömu innviði af hinum stóru fjarskiptafyrirtækjunum.
1. apríl 2021
Hlutabréfaverð skaust upp á sama tíma og afkoma flestra félaga varð verri
Úrvalsvísitala íslensku Kauphallarinnar hefur hækkað um 80 prósent á einu ári. Alls jókst markaðsvirði 17 af þeim 19 félögum sem skráð eru í hana í fyrra. Samt skiluðu 14 af þessum 19 félögum verri afkomu en á síðasta ári en þau gerðu 2020.
23. mars 2021
Baldvin Þorsteinsson, forstjóri Samherja í Evrópu og einn aðaleigenda Samherja hf., er stjórnarformaður Eimskips.
Gildi telur starfsreglur stjórnar Eimskips færa stjórnarformanni „heldur mikið vald“
Lífeyrissjóður sem er þriðji stærsti eigandi Eimskips vill láta breyta starfsreglum stjórnar félagsins þannig að stjórnarformaðurinn Baldvin Þorsteinsson geti ekki kallað inn varamenn að eigin frumkvæði og án sérstakrar ástæðu.
16. mars 2021
Meðallaun forstjóra í Kauphöll Íslands voru 4,8 milljónir á mánuði
Sá forstjóri í Kauphöll Íslands sem hafði hæstu mánaðarlaunin fékk 13,5 milljónir króna greiddar á mánuði. Það eru rúmlega tvöföld mánaðarlaun þess sem kemur á næst á eftir. Fleiri karlar sem heita Árni stýra skráðum félögum á Íslandi en konur.
16. mars 2021
Síldarvinnslan gæti verið nálægt 100 milljarða króna virði
Stefnt er að því að Síldarvinnslan, eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, verði skráð á hlutabréfamarkað fyrir mitt þetta ár.
10. febrúar 2021
Rúmlega þriðjungur allra viðskipta í Kauphöll í janúar var með bréf í Icelandair Group
Hlutabréfaviðskiptum í Kauphöll Ísland fjölgaði um 64 prósent milli janúarmánaðar og sama mánaðar í fyrra. Um þriðjungur af veltunni var vegna viðskipta með bréf í Arion banka en langflest viðskipti voru með bréf í Icelandair Group.
5. febrúar 2021
Gunnþór Ingvarsson er forstjóri Síldarvinnslunnar.
Síldarvinnslan stefnir á skráningu í Kauphöll Íslands
Síldarvinnslan ætlar að verða annað útgerðarfyrirtækið sem skráð verður í Kauphöll Íslands. Samherji á tæplega helminginn í Síldarvinnslunni.
4. febrúar 2021
Markaðsvirði veðsettra hlutabréfa í Kauphöll Íslands 183 milljarðar króna
Tölur um veðsetningu hlutabréfa benda til þess að veðköll hafi verið framkvæmd á síðasta ári þegar markaðurinn tók dýfu. Hann jafnaði sig hins vegar þegar leið á árið og markaðsvirði veðsettra hlutabréfa hefur hlutfallslega ekki verið lægra frá júlí 2018.
25. janúar 2021
Guðmundur Kristjánsson er aðaleigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur og stjórnarmaður í Brimi. Hann var auk þess forstjóri Brims þar til í lok apríl 2020.
Brim áminnt opinberlega af Kauphöll fyrir að upplýsa ekki um viðskipti tengdra aðila
Brim upplýsti ekki um að félagið hefði keypt eignarhlut í grænlenskri útgerð af stærsta eiganda sínum. Viðurlaganefnd Kauphallar Íslands hefur áminnt félagið fyrir það og telur brotið alvarlegt.
5. janúar 2021
Strengur ætlar að borga fyrir yfirtökuna á Skeljungi með því að selja eignirnar
Tveir kerfislega mikilvægir bankar, Íslandsbanki og Arion banki, ætla að fjármagna yfirtöku Strengs á Skeljungi verði yfirtökutilboði félagsins tekið. Strengur ætlar sér að selja eignir Skeljungs til að endurgreiða bönkunum og afskrá félagið.
16. desember 2020
Á meðal þeirra eigna sem Heimavellir eru nýjar íbúðir á Hlíðarendasvæðinu í Reykjavík.
Síðasti dagur Heimavalla í Kauphöllinni verður 11. september
Rúmum tveimur árum eftir að Heimavellir voru skráðir í íslensku Kauphöllina er félagið á leið út úr henni. Þegar næstu viku lýkur munu Heimavellir vera í einkaeigu og skráðum félögum á Íslandi fækka um eitt.
4. september 2020
Kórónuveiran sýkir Kauphöllina
Gengi nær allra félaga sem skráð eru á íslenskan hlutabréfamarkað hefur lækkað mikið það sem af er ári, og sérstaklega síðastliðinn mánuð. Um er að ræða mesta samdrátt frá því í hruninu.
2. apríl 2020
Baldur Thorlacius
Ekkert rugl
27. mars 2020
Kauphöllin grípur til aðgerða vegna „óvenjulegra aðstæðna á markaði“
Búist er við miklum óróa á íslenska hlutabréfamarkaðnum þegar hann opnar. Kauphöllin hefur þegar gripið til aðgerða.
12. mars 2020
Allar tölur áfram rauðar á Íslandi og markaðir út um allan heim í frjálsu falli
Markaðsvirði íslenskra hlutabréfa hélt áfram að dragast saman í dag og alls lækkaði úrvalsvísitalan um 3,5 prósent. Það er í takti við þróun annars staðar í heiminum.
9. mars 2020
Rauður dagur í kauphöllinni – Icelandair féll um tæp níu prósent
Heildarvirði félaga sem skráð eru á íslenskan hlutabréfamarkað dróst saman um tugi milljarða í dag.
24. febrúar 2020
Heimavellir eiga meðal annars húsnæði sem hefur verið í byggingu á Hlíðarendasvæðinu.
Norskt leigufélag komið með yfir tíu prósent í Heimavöllum
Norska leigufélagið Fredensborg er að koma sér fyrir á íslenskum fasteignamarkaði. Það keypti í dag 10,22 prósent hlut í stærsta leigufélagi landsins á almennum leigumarkaði.
20. janúar 2020
Heimavellir voru skráðir í Kauphöll Íslands vorið 2018.
Norskt félag kaupir rúmlega sjö prósent í Heimavöllum fyrir tæpan milljarð
Virði bréfa í Heimavöllum, sem hefur vart haggast mánuðum saman, tók kipp í morgun þegar greint var frá því að norskt leigufélag hefði keypt stóran hlut í félaginu. Kaupverðið var í kringum milljarð króna.
20. janúar 2020
Hagnaður VÍS verður um hálfum milljarði króna meiri en áður var gert ráð fyrir
Hlutabréf í VÍS hækkuðu skarpt í fyrstu viðskiptum í morgun í kjölfar tilkynningar um allt að 22 prósent meiri hagnað á síðasta ári en áður var búist við.
17. janúar 2020
Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel. Félagið er það langverðmætasta sem skráð er í íslensku Kauphöllina og hækkaði mikið á árinu sem var að líða.
Marel hækkaði um 66 prósent í fyrra – Icelandair lækkaði um 21 prósent
Markaðsvirði hlutabréfa í íslensku Kauphöllinni var 30 prósent hærra í lok liðins árs en ári áður. Velta jókst um rúman fimmtung milli ára en langmest var verslað með bréf í Marel annars vegar og Arion banka hins vegar. Icelandair lækkaði mest.
2. janúar 2020
Arion banki ræðst í kostnaðarsamar aðgerðir til að laga rekstur Valitor
Arion banki bókfærði 600 milljóna króna kostnað vegna endurskipulagningar á Valitor á síðasta ársfjórðungi. Félagið hefur verið í miklum taprekstri og fjárfestingar í vörulínum ekki staðið undir væntingum.
1. janúar 2020
Baldur Thorlacius
Stoltur sjóðsfélagi
19. desember 2019
Marel og Össur draga vagninn í ávöxtun hlutabréfa Gildis
Hagnaður Gildis af bréfum sjóðsins í Marel og Össur nam 16,9 milljörðum króna á fyrstu tíu mánuðum ársins 2019. Ef sú hlutabréfaeign er undanskilin var samtals tap á eign sjóðsins á bréfum í hinum 16 félögunum sem hann átti í á Íslandi.
22. nóvember 2019
Nýr veruleiki á markaði
Ýmsir óttast að ládeyða á íslenskum hlutabréfamarkaði sé komin til að vera, ef fjárfestingar glæðast ekki með meiri áhuga fjárfesta. Sé litið til baka þá kunna fjármagnshöftin að hafa verið áhrifameiri fyrir efnahagslífið en margir áttuðu sig á.
25. október 2019
Bjarni Ármannsson er forstjóri Iceland Seafood.
Bréf í Iceland Seafood skráð á markað á þriðjudag
Iceland Seafood verður tuttugasta félagið á Aðalmarkaði Kauphallar Íslands þegar bréf í félaginu verða tekin til viðskipta eftir helgi.
23. október 2019
Baldur Thorlacius
Vangaveltur um veltu
23. október 2019
Magnús Harðarson skipaður nýr forstjóri Kauphallarinnar
Magnús Harðarsson tekur við af bróður sínum Páli sem forstjóri Nasdaq Iceland.
15. október 2019
Vilhjálmur dregur framboð sitt til stjórnar Eimskips til baka – Óskar sjálfkjörinn
Búið er að leysa úr þrátefli sem skapaðist á síðasta aðalfundi Eimskip, þar sem ekki tókst að kjósa löglega stjórn. Frambjóðandi sem naut stuðnings lífeyrissjóða hefur dregið framboð sitt til baka og frambjóðandi á vegum Samherja er sjálfkjörinn.
23. apríl 2019
Ekki tókst að kjósa lögmæta stjórn Eimskips
Ekki tókst að kjósa lögmæta stjórn Eimskips á aðalfundi félagsins í gær. Lífeyrissjóðirnir studdu tvo karlkyns frambjóðendur en Samherji, stærsti einstaki hluthafinn, aðra tvo karla. Niðurstaðan uppfyllti ekki skilyrði um kynjakvóta.
29. mars 2019
Icelandair hækkar hratt í fyrstu viðskiptum – Flestir aðrir lækka
Gjaldþrot WOW air hefur mikil áhrif á íslenskan hlutabréfamarkað. Icelandair Group, stærsti samkeppnisaðili WOW air, hefur rokið upp í virði en flest önnur félög, sem sum hver verða beint eða óbeint fyrir ahrifum af þroti WOW air, lækka.
28. mars 2019
Baldur Thorlacius
Þegar markaðurinn misskilur
28. febrúar 2019
Aukinn áhugi smærri vaxtarfyrirtækja á því að skrá sig á íslenskan markað
Forstjóri Kauphallar Íslands segir að breytingar hafi orðið á markaði eftir að höftum var lyft. Erlent fjármagn hafi streymt inn um tíma og fyrirtæki nota sér markaðinn til að afla tug milljarða króna til að kaupa önnur.
27. nóvember 2018
Icelandair ber sjálft ábyrgð á að veita nægjanlegar upplýsingar
Páll Harðarson segir að það hafi ekki komið til greina að stöðva viðskipti með bréf í Icelandair lengur en gert var. Það sé staðlað verklag að fara yfir öll viðskipti sem eigi sér stað í aðdraganda mikilla tíðinda.
25. nóvember 2018
Lífeyrissjóðirnir of stórir eigendur á hlutabréfamarkaði
Forstjóri Kauphallar Íslands vill að skattalegir hvatar verði innleiddir til að auka áhuga almennings á því að fjárfesta í hlutabréfum. Eigendahópur skráðra fyrirtækja sé of einsleitur eins og er.
24. nóvember 2018
Stjórn HB Granda samþykkir kaup á Ögurvík á 12,3 milljarða
Stjórn HB Granda, eina skráða sjávarútvegsfyrirtækis landsins, hefur samþykkt að kaupa Ögurvík af Brim. Eigandi Brim, og þar með seljandi Ögurvíkur, er stærsti eigandi og forstjóri HB Granda.
14. september 2018
Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air.
Hlutabréf í Icelandair rjúka upp – Ástæðan er óvissan um framtíð WOW air
Hlutabréf í nær öllum félögum í íslensku kauphöllinni hafa fallið í verði það sem af er degi. Helsta undantekningin þar er Icelandair sem hefur rokið upp. Talið að ástæðan sé yfirvofandi tíðindi af stöðu WOW air.
11. september 2018
Baldur Thorlacius
Góður gangur íslensks hlutabréfamarkaðar
17. ágúst 2018
Höfuðstöðvar Marels.
Marel kaupir fyrir 1,8 milljarða í eigin bréfum
Marel keypti eigin bréf í fyrirtækinu fyrir tæpa tvo milljarða króna í dag.
15. ágúst 2018
Forstjóri fyrirtækisins telur 7,8 milljarða kaup fyrirtækisins á Solo Seafood gera því kleift á að vera á aðalmarkaði
Iceland Seafood stefnir á aðalmarkað
Fyrirtækið Iceland Seafood hyggst kanna möguleikann á skráningu á aðalmarkað Kauphallarinnar. Forstjóri fyrirtækisins segir nýlega stækkun þess gefa því möguleika á að eiga heima þar.
2. ágúst 2018
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja
Samherji keypti 25,3% í Eimskip
Systurfélag Samherja keypti öll bréf bandaríska fjárfestingasjóðsins Yucaipa í gærkvöldi. Með því eignast félagið rúman fjórðungshlut í Eimskipum.
19. júlí 2018
Baldur Thorlacius
Hugsum First North markaðinn upp á nýtt
21. júní 2018
Búið að skrá sig fyrir öllu sem er til sölu í útboði á hlutum í Arion banka
Allt að 40 prósent hlutur í Arion banka er til sölu í útboði sem lýkur í dag. Fjárfestar hafa skráð sig fyrir öllum þeim hlut. Að mestu er um erlenda sjóði að ræða.
13. júní 2018