8 færslur fundust merktar „mýrdalshreppur“

Horft yfir vinnslusvæði Lavaconcept ofan af Fagradalshamri. Myndin er tekin á framkvæmdatíma þegar unnið var að jarðvinnu. Svæðið er rétt við þjóðveg 1 í lúpínubreiðu austan við Vík, Reynisdrangar sjást í fjarska.
Enn ein námuáformin – Vilja vinna sand við Hjörleifshöfða
Sömu íslensku aðilarnir og eiga aðkomu að áformaðri vikurvinnslu á Mýrdalssandi hafa kynnt áform um að taka sand úr fjörunni syðst á Kötlutanga, skola hann og sigta og flytja svo til Þorlákshafnar í skip. Vörubílar færu fullhlaðnir sex ferðir á dag.
10. desember 2022
Mikið vikurnám er áformað við Hafursey á Mýrdalssandi. Ef fyrirætlanir EP Power Minerals ganga eftir yrði efnið unnið úr námunni næstu hundrað árin eða svo.
Skýrslan uppfyllir ekki „eðlilega kröfu um valkostagreiningu“
Sveitarstjórn Mýrdalshrepps vill að EP Power Minerals, sem áformar námuvinnslu á Mýrdalssandi, skoði að skipa vikrinum upp af ströndinni við Vík. Sveitarstjórinn segir að eftir eigi að skoða hvernig höfn á þessum slóðum þyrfti að vera.
12. nóvember 2022
Vegakerfið á Suðurlandi er nú þegar dapurt segja Samtök ferðaþjónustunnar.
Stöðug umferð vörubíla „algjör andstæða“ við þá upplifun sem ferðamenn sækjast eftir
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna harðlega áform um vikurnám á Mýrdalssandi og þá miklu flutninga sem henni fylgja. Framkvæmdaaðili sé augljóslega ekki kunnugur staðháttum og sterkri stöðu ferðaþjónustu á svæðinu.
19. október 2022
Vík í Mýrdal.
Ályktanir um áhrif vikurnáms á Mýrdalssandi lýsa „miklu skilningsleysi“
Ef fara á í vikurnám á Mýrdalssandi ætti að flytja efnið stystu leið og í skip sunnan við námusvæðið en ekki til Þorlákshafnar, að mati sveitarstjórnar Mýrdalshrepps sem lýsir sig reiðubúna til viðræðna um hafnargerð.
14. október 2022
Vík í Mýrdal.
Sveitarfélagið sé vísvitandi að útiloka ákveðna valkosti
Sveitarstjórn Mýrdalshrepps slær nokkra valkosti á færslu hringvegarins út af borðinu með vísan til nýrra hverfa sem áformuð eru í Vík. Samtök íbúa segja stjórnina vísvitandi beita sér fyrir ákveðnum valkosti framkvæmdarinnar.
14. maí 2022
Hið mikla landbrot sem varð í fjörunni við Vík í Mýrdal í vetur er greinilegt á þessari mynd sem tekin var 17. mars.
Landrof við Vík yfir 50 metrar eftir veturinn – „Suðvestanáttin étur úr þessari fjöru“
Mikið landbrot hefur orðið í fjörunni við Vík í Mýrdal frá áramótum og stefnir Vegagerðin á að hækka flóðvarnargarða sem liggja meðfram Víkurþorpi. Hin óstöðuga strönd er meðal þess sem varað hefur verið við verði hringvegurinn færður niður að fjörunni.
13. maí 2022
Þeir valkostir sem verða til skoðunar í mati á umhverfisáhrifum ásamt athugunarsvæði. Nýi valkosturinn, 4b, er gula línan.
Bætt við valkosti án jarðganga vegna fjölda athugasemda
Vegagerðin hefur bætt við nýjum valkosti áformaðrar færslu hringvegarins í Mýrdal. Sá liggur samhliða núverandi vegi og norðan við Víkurþorp og gerir því ekki ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall.
10. janúar 2022
Austurhlíðar Hafurseyjar þar sem hún rís upp úr sandinum.
Þýskt fyrirtæki vill grafa eftir íslenskum vikri til sementsframleiðslu í Evrópu
Áformuð vinnsla þýsks fyrirtækis á vikri sem til varð í Kötlugosum myndi skapa störf í námunni á Mýrdalssandi og við flutninga. En efnið yrði allt flutt beint úr landi. Landvernd telur ástæðu til að óttast að fórnarkostnaður yrði mun meiri en ávinningur.
8. september 2021