Náttúrupassinn: Öflugt verkfæri til góðra verka

Þorsteinn Svavar McKinstry
14520556196-d8a5c5e5a3-z.jpg
Auglýsing

Umræðan um nátt­úrupassa­frum­varpið og nátt­úrupass­ann hefur verið fyr­ir­ferða­mikil í fjöl­miðlum og sam­fé­lags­miðlum und­an­far­ið. Flestir virð­ast nokkuð sam­mála um nauð­syn þess að bregð­ast við auknu álagi á ferða­manna­staði og nátt­úru lands­ins. Sömu­leiðis eru flestir sam­mála um að afla þarf tekna og veita fé til þessa mála­flokks. En þegar kemur að leiðum og úrræðum sýn­ist sitt hverjum sem eðli­legt er. Margir hafa bent á að allir aðrir kostir en nátt­úrupass­inn væri betri. Ekki hefur þó enn tak­ist að sýna fram á að ein­hver annar val­kostur en nátt­úrupass­inn sé betri þegar allt er vegið og met­ið. Í raun má taka mikið af rökum gegn nátt­úrupass­anum og snúa þeim upp á flesta hina val­kost­ina enda engin leiðin galla­laus frekar en nátt­úrupass­inn. Mik­il­væg­ast er að bregð­ast við hér og nú því málið þolir ekki frek­ari bið.

Það verður ekki bæði sleppt og haldið



Þetta er fyrst og fremst spurn­ingin um hver á að borga. Viljum við ein greiða fyrir upp­bygg­ingu inn­við­anna og þjón­ust­una með sköttum okkar eða viljum við að þungi kostn­að­ar­ins lendi á ferða­mönn­un­um. Ef við viljum ekki ómaka gesti okkar með smá­gjaldi til verndar nátt­úr­unni og upp­bygg­ingu ferða­manna­staða og svæða þurfum við að ákveða hvaðan pen­ing­arnir eiga að koma. Lík­leg­ast vilja hvorki almenn­ingur í land­inu né stjórn­völd hækka skatta til að standa straum af þessu. Þá blasir við að skera þarf niður í sam­neysl­unni. Hvar á þá helst að skera nið­ur; heil­brigð­is­kerf­inu, mennta­kerf­inu, vega­mál­um, byggða­málum eða land­bún­aði. Þessu er lík­leg­ast auðsvar­að: Nátt­úrupass­inn er gegn­sæ, sann­gjörn og hóf­lega verð­lögð leið til að leysa þessi verk­efni.

Hvað hefur nátt­úrupass­inn fram yfir aðrar leið­ir?



Nátt­úrupass­inn eykur vit­und þeirra er taka þátt í honum um nátt­úru­vernd. Vegna þess að hann er sýni­legur ferða­mönnum sem upp­lifa hann sem öfl­ugt verk­færi og örygg­is­net fyrir nátt­úru- og menn­ing­arminjar jafn­framt því að stuðla að eðli­legri nýt­ingu sam­hliða vernd­un. Þannig getur hann opnað lokuð svæði með bættri aðkomu og aðstöðu og unnið gegn hnignun staða með réttum en oft kostn­að­ar­sömum fyr­ir­byggj­andi aðgerð­um.

Hvað annað mælir sér­stak­lega með nátt­úrupass­an­um?



Nátt­úrupass­inn sem seldur er á net­inu getur boðið upp á verð­mætt sam­band við ferða­mann­inn og myndar öfl­ugan gagna­banka um þá sem heim­sækja land­ið.

Nátt­úrupass­inn á net­inu getur boðið upp á við­bót­ar­þjón­ustu, upp­lýs­ingar og auka tekju­mögu­leika fyrir tengda hags­muna­að­ila s.s. nátt­úru­vernd­ar­sam­tök hvers­kon­ar, úti­vi­star­fé­lög, félög um sér­stök nátt­úru- eða ferða­tengd verk­efni.

Þá mætti vel hugsa sér ein­hverja menn­ing­ar­lega eða afþrey­ing­ar­tengda við­bót­ar­þjón­ustu selda með nátt­úrupass­an­um. Þannig gætu fyr­ir­tæki í ferða­þjón­ustu etv. keypt sér línu í e.k. vöru­lista þar sem fyr­ir­tæki geta fal­boðið þjón­ustu sína.

Auglýsing

Nátt­úrupass­inn sem seldur er á net­inu eða í sjálf­sölum hverfur ekki inn í og hækkar verð á flugi eða gist­ingu. En sýnt hefur verið fram á að þessir tveir þættir hafa mikil áhrif á verð­teygni þ.e. jafn­vel lít­il­lega hækkað verð á flugi og gist­ingu getur haft mikil áhrif á val á ákvörð­un­ar­stað og þar með gert Ísland minna eft­ir­sótt.

Frjáls för manna um land



Nátt­úrpass­inn hefur engin heft­andi áhrif á lög og hefðir um frjálsa för manna um land. Þvert á móti má sjá fyrir sér að áður lokuð svæði opn­ist vegna stuðn­ings frá nátt­úrupassa­sjóði. Þetta gætu verið við­kvæm svæði - í eigu ein­stak­linga, sveita­fé­laga eða ríkis - þar sem hefur vantað aðstöðu og vegna lít­illa eða engra fjár­hags­legra- eða ann­arra hags­muna og ekki þótt verj­andi að opna aðgang að eða ekki verið áhugi fyrir heim­sóknum ferða­manna. Ekki þyrftir að vera neitt feimn­is­mál að ein­hverjir starfs­menn eða eft­ir­lits­menn væru á vegum nátt­úrupass­ans. Hóf­legur sýni­leiki eft­ir­lits­manna væri af hinu góða og í sam­ræmi við mark­mið verk­efn­is­ins sem er að vernda Íslenska nátt­úru á sama tíma og aðgangur og öryggi ferða­manna er tryggt.

Eft­ir­lits­menn með pass­anum væri í raun óþarfir ef nátt­úrupass­inn yrði með­höndl­aður líkt og ESTA gjaldið í BNA. Engum dettur í hug að birt­ast í toll­hliði í BNA án þess að hafa gengið frá ESTA gjald­inu á net­inu. Þá þekki ég engan sem hætt hefur við ferð til BNA vegna ESTA gjalds­ins. Eftir að hafa gengið í gegnum landa­mærin inn í BNA spyr engin um ESTA stað­fest­ing­una enda búið að fram­vísa henni við landa­mær­in. Þetta gæti auð­veld­lega verið með áþekku sniði hér heima. Til að gera til­gang pass­ans áþreyf­an­legri fyrir þá er ekki sjá gagn­semi upp­bygg­ingar og vernd­unar á ferða­manna­stöðum má t.d. láta hann virka sem lykil að sal­ern­is­að­stöðu ferða­manna með ein­földum strik­a­merkja­les­ara.

Aðgangs­gjald - gón­gjald - aðstöðu­gjald



Nátt­úrupass­inn er ekki gón­gjald. Ekki er verið að rukka ferða­menn fyrir að skoða eitt eða neitt heldur er nátt­úrupass­anum ætlað að standa straum af kostn­aði sem af hlýst vegna umferðar ferða­manna um svo­kall­aða ferða­manna­staði og svæði. Þá er verið að tala um göngu­stíga, útsýnis­palla, sal­erni, nest­is­að­stöðu, upp­lýs­inga­búnað og hvað annað er nauð­syn­legt getur talist til að taka á móti ferða­mönnum á öruggan og ánægju­legan hátt þannig að upp­lifun þeirra verði í sam­ræmi við vænt­ingar að minsta kosti og spilli ekki nátt­úr­unni. Ef haft er í huga að fjöldi erlendra ferða­manna hefur þre­fald­ast á s.l. 10 árum og í raun farið langt fram úr björt­ustu vonum og spám um vöxt er vel skilj­an­legt að inn­viðir anni ekki þessum aukna fjölda. Við­halda þarf og bæta núver­andi ferða­manna­staði og finna þarf nýja spenn­andi og aðlað­andi við­komu­staði til að dreyfa þessum fjölda. Allt kostar þetta pen­inga. Bent hefur verið á að þetta eigi að vera inni­falið í flug­far­gjaldi, gist­ingu, tekið af virð­is­auka­skatti eða ein­fald­lega greitt af rík­inu en þar með bæru Íslend­ingar þungan af kostn­að­in­um.

Aðrir kostir sem vissu­lega gætu fylgt öðrum útfærslum á nátt­úrupassa­hug­mynd­inni



Til að allrar sann­girni sé gætt má auð­vitað segja að allt sem nátt­úrupass­anum er ætlað að gera megi gera með öðrum leið­um. Það gerir þær þó ekk­ert endi­lega betri eða nátt­úrupass­ann verri. Mest er deilt um nafnið og aðferð­ina við að inn­heimta gjaldið en minna um það sem er aðal­at­rið­ið: Hvernig ætlum við að verja þessum fjámun­um. Mik­il­væg­asta nýj­ungin er án efa 100% fjár­mögnun fram­kvæmda fyrir þátt­tak­endur í nátt­úrupassa­kerf­inu. borin saman við núver­andi kerfi sem byggir á mót­fram­lagi sem er flestum ofviða enda oft litlir eða engir tekju­mögu­leikar á móti.

100% fjár­mögn­unin gerir aðild að nátt­úrupass­anum aðlað­andi fyrir jafnt einka­að­ila sem sveita­fé­lög og ríki. Gerir það að verkum að engir aðrir hags­munir þurfa að hanga á spýt­unni en getur þó full­kom­lega gengið með fjöl­breyttri þjón­ustu og versl­un.

Hvað mælir gegn gistin­átta- og flug­gjalda­leið­inni?



Verð á flugi og gist­ingu hækkar aug­ljós­lega en án auð­sýni­legrar ástæðu og hefur áhrif á ákvörðun þegar verð á flugi og gist­ingu eru borin saman milli áfanga­staða.

Aðgerðin er ósýni­leg. Ef við ætlum að verja miklum fjár­munum til verndar nátt­úru- og menn­ing­arminjum viljum við að þeir sem greiða fyrir slíkt viti af því. Það gerir okkur heim­sókn­ar­vænni í augum margra þar sem við verndum okkar nátt­úru með hjálp gest­anna okkar - allir eru þannig þátt­tak­endur í upp­byggi­legu og jákvæðu verk­efni. Gleymum því ekki að u.þ.b. 80% ferða­manna segj­ast heim­sækja Ísland vegna nátt­úr­unn­ar.

Nátt­úrupass­inn - Sýni­legt gjald fyrir sýni­leg verk­efni



Nátt­úrupass­inn er raun­veru­legt, áþreif­an­legt verk­efni sem eðli síns vegna á að vera sýni­legt en ekki ein­hver lymsku­lega fal­inn skatt­ur. Verk­efni sem Íslend­ingar ættu stoltir að taka þátt í. Erlendir gestir okkar munu örugg­lega glaðir ganga til liðs við okkur til verndar nátt­úr­unni og þeim menn­ing­arminjum sem þar kunna að leyn­ast. Sam­eig­in­lega getum við öll gert Ísland að þeim stað sem við getum stolt tekið á móti gestum af þeirri gest­risni sem við viljum verða þekkt fyrir án þess að nátt­úran bíði óbæt­an­legan skaða af.

Höf­undur er leið­sögu­maður ferða­manna og á sæti í stjórn Félags leið­sögu­manna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None