Danir óhressir með viðbrögð drottningar eftir hryðjuverkin

h_51629582-1.jpg
Auglýsing

Nú eru tvær vikur liðnar frá hryðju­verk­unum í Kaup­manna­höfn og til­finn­inga-og ótta­öld­urnar sem þeim fylgdu farnar að lægja. Og eins og alltaf hér í Dan­mörku þarf að meta alla hluti: stóð lög­reglan sig í stykk­inu, var örygg­is­gæslan í lagi, sagði for­sæt­is­ráð­herr­ann réttu orðin á réttum stað og stundu og hvað með sjálfan þjóð­höfð­ingj­ann, Mar­gréti Þór­hildi?

Þessum spurn­ingum og ótal öðrum velta Danir fyrir sér þessa dag­ana og sýn­ist sitt hverj­um. Flestir eru sam­mála um að lög­reglan hafi staðið sig mjög vel, þegar til kast­anna kom, það er að segja eftir að til­ræðin áttu sér stað, og gert allt rétt.

Hins­vegar hafa vaknað margar spurn­ingar um þátt rann­sókn­ar­lög­regl­unn­ar. Hvernig gat það gerst að þar á bæ vissu menn um þennan unga ógæfu­mann, Omar El-Hussein, sem bent hafði verið á að væri eins og tif­andi tíma­sprengja, án þess að haf­ast að. Sér­stök rann­sókn, reyndar fleiri en ein, á sam­starfi rann­sókn­ar­lög­regl­unn­ar, fang­els­is­yf­ir­valda og dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins er hafin og Mette Fred­rik­sen dóms­mála­ráð­herra hefur sagt að allt verði gert, sem mögu­legt sé, til að bæta úr ágöllum sem rann­sókn­irnar kunni að leiða í ljós. Hvenær nið­ur­stöður liggja fyrir hefur ekki verið til­kynnt en dóms­mála­ráð­herr­ann hefur lagt áherslu á að vinn­unni verði hraðað svo sem kostur er.

Auglýsing

For­sæt­is­ráð­herr­ann stóð sig vel



Allir virð­ast á einu máli um að Helle Thorn­ing-Schmidt for­sæt­is­ráð­herra hafi staðið sig mjög vel í þessu lang erf­ið­asta máli (að mati hennar sjálfr­ar) sem til hennar kasta hefur komið síðan hún tók við emb­ætt­inu eftir kosn­ing­arnar í sept­em­ber 2011. Í við­tali við danskt dag­blað sagð­ist hún ekki geta líkt atburð­unum á Aust­ur­brú og við bæna­hús gyð­inga við neitt sem hún hefði upp­lif­að. „Þegar slíkir atburðir ger­ast ber þjóð­inni að standa saman og það tókst okk­ur,” sagði ráð­herr­ann í áður­nefndu við­tali.

En til hvers ætl­ast þjóðin af for­sæt­is­ráð­herr­anum á erf­iðum tímum ?

Þessa spurn­ingu lögðu tvö dönsk dag­blöð fyrir fólk á förnum vegi. Svörin voru öll á þá leið að for­sæt­is­ráð­herra lands­ins þyrfti að sýna styrk og vera þjóð sinni góð fyr­ir­mynd á erf­iðum tím­um.

Tókst Helle Thorn­ing þetta? var þá spurt.

Svarið við þess­ari spurn­ingu var nær ein­róma: Hún gerði allt rétt. Var mjög fljót að bregð­ast við, hún hefði komið á stað­ina þar sem ódæðin voru fram­in, hitt ætt­ingja hinna látnu, ávarpað þjóð­ina af miklum mynd­ug­leik, rætt við erlenda frétta­menn, tekið þátt í fjöl­mennri minn­ing­ar­at­höfn á Aust­ur­brú og verið við­stödd útför þeirra sem lét­ust í til­ræð­un­um. Allt þetta hefði hún leyst af hendi eins og best varð á kos­ið, sam­einað þjóð­ina í sorg og trega.

Helle Thorning Danir virð­ast almennt ánægðir með hvernig for­sæt­is­ráð­herra lands­ins brást við voða­verk­unum í Kaup­manna­höfn á dög­un­um.

 

En hvað með drottn­ing­una?



Meiri­hluti Dana hefur í ára­tugi verið stoltur af Mar­gréti Þór­hildi sem ríkt hefur í Dana­veldi í 43 ár. Af og til hafa heyrst raddir sem segja að það sé úrelt og ólýð­ræð­is­legt fyr­ir­komu­lag að vera með þetta kónga­fólk. Þær raddir hafa þó ætíð verið í miklum minni­hluta. Drottn­ingin hefur notið vin­sælda meðal þegna sinna og þykir hafa staðið sig vel í sínu starfi. Danir voru hins­vegar lengi að taka bónda henn­ar, fransk­mann­inn Hen­rik, í sátt. Fundu honum meðal ann­ars til for­áttu að hann tal­aði ekki almenni­lega dönsku.

Martröð Mar­grétar



Þetta var for­síðu­fyr­ir­sögn á einu dönsku dag­blað­anna, rituð stórum stöf­um, með heims­styrj­ald­ar­letri, eins og það er stundum kall­að.

Blaðið segir að drottn­ingin vilji örugg­lega gleyma sem fyrst dög­unum eftir hryðju­verk­in.

Í langri umfjöllun blaðs­ins um Mar­gréti Þór­hildi og hennar fólk er drottn­ingin harð­lega gagn­rýnd fyrir við­brögð henn­ar, eða rétt­ara sagt skort á þeim í kjöl­far hryðju­verk­anna hér í Kaup­manna­höfn. Fram kemur í blað­inu að burt­séð frá stuttri til­kynn­ingu frá drottn­ing­unni sem hún sendi frá sér seint á sunnu­deg­inum eftir að til­ræðin voru framin hafi danska þjóðin hvorki heyrt hósta né stunu frá þjóð­höfð­ingj­an­um. Hins­vegar hafi hún og Hin­rik tekið á móti hol­lenskum frétta­mönnum á Amal­íu­borg nokkrum dögum eftir til­ræð­in.

Tals­maður hirð­ar­innar sagði að þessi frétta­manna­fundur hafi löngu verið ákveð­inn og tengd­ist heim­sókn hol­lensku kónga­fjöl­skyld­unnar til Dan­merkur sem fyr­ir­huguð er á næst­unni. Ekki var þó minnst einu orði á heim­sókn­ina á þessum fundi, ein­göngu rætt um til­ræðin nokkrum dögum fyrr. Það að þjóð­höfð­ing­inn skyldi ekki ávarpa þjóð sína en þess í stað tala við erlenda frétta­menn fór væg­ast sagt ekki vel í Dani. Einn frétta­skýr­andi sagði að drottn­ingin gæti kom­ist í sjón­varp og útvarp með nán­ast engum fyr­ir­vara og það væri með öllu óskilj­an­legt að hún skyldi ekki hafa talað beint við þjóð­ina, sjaldan hefði þörfin á því verið brýnni „en þessu klúðr­aði drottn­ing­in,“ sagði frétta­skýr­and­inn. Enn verra hefði þó verið að hún skyldi ekki vera við­stödd minn­ing­ar­stund­ina á Aust­ur­brú en senda krón­prins­inn í stað­inn. „Þarna urðu Mar­gréti á alvar­leg mis­tök,“ sagði áður­nefndur frétta­skýrandi og bætti við að aldrei á valda­tíma hennar hefði verið brýnni þörf á að hún gengi í takt við þjóð­ina.

Hin­rik og kónga­komp­lex­inn



Fyrir rúmum ára­tug lýsti Hen­rik drottn­ing­ar­maður margoft, í við­töl­um, óánægju sinni með það að hann skyldi ekki bera kon­ungs­tign. Hann stæði ekki jafn­fætis konu sinni, alltaf tveimur skrefum á eft­ir, eins og hann orð­aði það. Margir gerðu grín að þessu tali, fjöl­miðlar köll­uðu þetta síð­búna mið­aldra krísu (Hen­rik var þá rétt að verða sjö­tug­ur) og sögðu að þetta hlyti að ganga yfir. Það reynd­ist rétt til get­ið, Hen­rik stein­hætti að tala um kon­ungs­tign­ina. Þangað til nú.

Á áður­nefndum frétta­manna­fundi með hol­lensku frétta­mönn­unum fór drottn­ing­ar­mað­ur­inn allt í einu að tala um þetta: af hverju hann væri ekki kóng­ur. Þetta fannst Dönum ekki einu sinni fyndið heldur bein­línis hall­æris­legt og alls óvið­eig­andi. Ekki síst í ljósi hörm­ung­ar­at­burð­anna fáum dögum fyrr. Drottn­ingin sat eins og stein­gerv­ingur á meðan bóndi hennar tal­aði. Danskir fjöl­miðla­menn töldu sig greina að hún hefði ekki verið sátt við eig­in­mann­inn og lík­lega látið hann heyra það yfir kvöld­skatt­inum þar sem engir heyrðu til.

Hefur þetta áhrif á vin­sældir kon­ungs­fjöl­skyld­unn­ar?



Ekki telja danskir frétta­skýrendur það. Segja sem svo að þótt drottn­ingin hafi ekki gert hlut­ina rétt að þessu sinni standi hún og fjöl­skyldan traustum fótum og skipi svo ríkan sess í hugum lands­manna að margt og mikið þurfi til að breyta því. En þessir dag­ar, sem drottn­ingin og fjöl­skylda hennar vilja lík­lega gleyma sem fyrst hafi örugg­lega orðið íbúum Amal­íu­borgar lexía sem þeir gleymi ekki á næst­unni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None