Hinn hýri Hafnarfjörður

Ragnar Þór Pétursson
Hafnarfjordur.mi_.jpg
Auglýsing

Ungir jafn­að­ar­menn í Hafn­ar­firði standa á bak við þá til­lögu í bæj­ar­stjórn að stór­auka fræðslu um sam­kyn­hneigð í skóla­starf­inu. Það er alltaf ánægju­legt að sjá unga stjórn­mála­menn taka prinsippaf­stöðu með mann­rétt­ind­um. Í frétta­til­kynn­ingu frá Sam­fylk­ing­unni mátti skilja að til­lagan hefði verið sam­þykkt og að hún fæli m.a. í sér að nem­endur hefðu brátt aðgang að full­trúum frá Sam­tök­unum 78 í skól­anum og að þeir og kenn­arar fengju fræðslu – auk þess sem sam­tökin færu í náms­efn­is­gerð með bæn­um.

Miðað við mínar upp­lýs­ingar var frétta­til­kynn­ingin óná­kvæm. Bæj­ar­stjórnin ku hafa tekið vel í málið (þvert á flokkslín­ur, sem er ánægju­legt) en þaðan var því vísað til fræðslu­nefndar til frek­ari skoð­un­ar. Þetta er mik­il­vægt. Óháð því hve mál­efnið er göf­ugt, þá er ekki hægt að sam­þykkja það að stjórn­mála­menn geti stjórnað náms­efni, kennslu og kennslu­háttum að vild. Það er bara ekki boð­legt. Stjórn­mála­menn verða að virða ákveðin mörk um sjálf­stæði og fag­mennsku skól­anna.

Hinir kjörnu full­trúar eiga ekki að vera áhrifa­lausir um skóla­mál en þeirra er að marka stefnur í stórum dráttum og styðja við skóla­kerfið án þess að taka sér beint boð­vald yfir því.


Auglýsing

Við­eig­andi mál fyrir Hafn­ar­fjörð



Það er dálítið við­eig­andi að þetta mál hafi komið upp í Hafn­ar­firði. Hafn­ar­fjörður hefur eitt­hvert það mið­stýrð­asta skóla­kerfi sem finnst á Íslandi. Að mínu mati og margra ann­arra eru alltof margar ákvarð­anir um skóla­mál í Hafn­ar­firði teknar ofan frá. Kenn­urum í bænum hefur t.d. bein­línis verið sagt að ef þeir eigi í vand­ræðum með að sætta sig við ákveðin (um­deil­an­leg) atriði í skóla­stefn­unni þá sé þeim sjálf­sagt að finna sér annað sveit­ar­fé­lag til að kenna í – ef þeir vilji vera í Hafn­ar­firði skulu þeir gjöra svo vel og gera það sem fyrir þá er lagt. Slíkt er ekki heilla­væn­legt ef ætl­unin er að styðja við grósku­mikla skóla­þró­un. Þaðan af síður er æski­legt að opin boð­leið sé frá kjörnum full­trúum til starfs­ins í skól­un­um. Hinir kjörnu full­trúar eiga ekki að vera áhrifa­lausir um skóla­mál en þeirra er að marka stefnur í stórum dráttum og styðja við skóla­kerfið án þess að taka sér beint boð­vald yfir því.

Málið í Hafn­ar­firði hlýtur um leið að kall­ast á við mál Snorra Ósk­ars­sonar á Akur­eyri. Miðað við nýj­ustu upp­lýs­ingar telja þeir sem ráku hann að það hafi verið þess virði þrátt fyrir að það hafi verið ólög­legt því með því hefðu meiri hags­munir verið teknir fram yfir minni. Börnin ættu að njóta vafans. Með öðrum orð­um: þá má ímynda sér að hann sé skað­legur ein­hverjum börnum og þess vegna á ekki að taka séns­inn.

Það vildi ég að börn nytu vafans miklu oftar í skóla­kerf­inu. Ég kalla t.d. eftir því að menn meti hvort algeng­ustu kennslu­hættir og áherslur séu ævin­lega í sam­ræmi við það sem börnum er talið hollt. Mig grunar að röðin á högg­stokk­inn verði ansi löng ef hreinsa á út úr skólum allt það sem valdið getur sál­ar­ang­ist eða van­líð­an.

Öðru máli hefði gegnt hefði Snorri verið sak­aður um til­tekin afglöp í starfi. Um það gilda skýrar og ein­faldar regl­ur. Reglur sem eiga að byggja á hóf­semd og koma í veg fyrir spill­ingu. Það er nefni­lega algjör­lega ómögu­legt að sveit­ar­fé­lögin sjálf séu æðstu dóm­arar um það hvaða starfs­fólk er sam­boðið virð­ingu þeirra. Hvar lægju mörk­in? Myndum við vilja losna við kenn­ara sem hefði reynt að rífa bruna­slöngu af þing­verði? Mættu kenn­arar berj­ast fyrir lög­leið­ingu fíkni­efna? Eða syngja lög um að það sé gott að fá það í boss­ann?

Þar afhjúpaði sig hver fáráð­ur­inn á fætur öðrum sem hómó­fó­bískan asna sem heldur að hlut­skipti sam­kyn­hneigðra í líf­inu sé að vera kynóðir barn­a­níð­ingar á þermisstigi.


Hver fáráð­ur­inn á fætur öðrum afhjúpaði sig



Það er nefni­lega svo að ekk­ert svið mann­legrar breytni er laust við skörun við móðg­un­ar­girni ein­hverra. Allt getur mis­boðið ein­hverj­um. Málið í Hafn­ar­firði sýndi það einmitt glögg­lega þegar dreggjarnar á Útvarpi Sögu streymdu út í ljós­vak­ann og töl­uðu af slíku hyl­djúpu skiln­ings­leysi um mál­efni sam­kyn­hneigðra að Gylfi Ægis­son virkar hýr í sam­an­burð­in­um. Þar afhjúpaði sig hver fáráð­ur­inn á fætur öðrum sem hómó­fó­bískan asna sem heldur að hlut­skipti sam­kyn­hneigðra í líf­inu sé að vera kynóðir barn­a­níð­ingar á þermis­stigi. „Þarf ekki fræðslan um sam­kyn­hneigð að vera sýni­kennsla?“ spurði fleiri en einn.  Við­brögð sem þessi sýna svo ekki er um villst að ungu jafn­að­ar­menn­irnir í Hafn­ar­firði hafa full­kom­lega á réttu að standa þegar þeir telja þörf á því að auka fræðslu um hinseg­in­mál. Krafa um fræðslu verður aldrei að hræsn­is­lausu kæfð í fáfræði.

Ég vil samt aftur ítreka: Stjórn­mála­menn eiga ekki að hafa heim­ild til að stjórna því hvað er kennt og hvern­ig. Skólar eru bundnir af námskrá. Aðal­námskrá hefur reglu­gerðar­í­gildi. Eftir henni eiga skólar að fara. Þeir hafa um leið hið vanda­sama hlut­verk að útfæra aðal­námskrána með ýmsum hætti. Sú vinna á að byggja á fag­mennsku starfs­fólks skól­anna og lýð­ræð­is­legum vinnu­brögð­um. Lýð­ræð­is­leg vinnu­brögð eru ekki það að ein­hver vinni kosn­ingu og fái þá að ráða hvað allir aðrir gera. Það þarf að virða ýmis mörk. Það þarf ekki að benda á annað en að nákvæm­lega þessi mörk hafa oft og ítrekað orðið skóla­kerfum til bjargar þegar reynt er að sveigja skól­ana til fylgis við ákveðna hug­mynda­fræði eða skoð­an­ir. Mörk eru nefni­lega þannig að þau eru sett til höf­uðs hálf­vit­unum en hinir viti­bornu verða líka að virða þau. Ann­ars eru þau engin mörk.

Við viljum heldur ekki að bæj­ar­stjórn Akur­eyrar ákveði að allir skólar í bænum kenni ein­göngu norð­lenskan fram­burð og ljóð Dav­íðs Stefánssonar.

Það er vænt­an­lega þess vegna sem bæj­ar­stjórn vís­aði mál­inu áfram í stað þess að sam­þykkja það eins og haldið hefur verið fram. Nú á að reyna að finna því þann bún­ing sem skar­ast ekki á við eðli­leg vinnu­brögð. Við viljum ekki opna á það að í næsta mán­uði ákveði bæj­ar­stjórn Garða­bæjar að allir kenn­arar og öll börn skuli fá fjár­mála­fræðslu frá Lands­bank­anum og að í hverri ung­linga­deild skuli vera starf­andi þjón­ustu­full­trúi. Við viljum heldur ekki að bæj­ar­stjórn Akur­eyrar ákveði að allir skólar í bænum kenni ein­göngu norð­lenskan fram­burð og ljóð Dav­íðs Stef­áns­son­ar.

Sjálf­stæði og fjöl­breytni



Skólar þurfa að fá að þró­ast á eigin for­sendum og innan þess ramma sem þeim er ætl­að­ur. Til þess þurfa þeir úrræði og frelsi.  Það er eng­inn skortur á kröfum um fræðslu um sam­kyn­hneigð og hinseg­in­fræði í námskrá. Þar er kveðið mjög skýrt á um þessi mál. Skól­arnir eiga að kenna þetta. Það þarf enga bæj­ar­stjórn til.

En þá má velta fyrir sér hvort skól­arnir séu ekki að standa sig. Og ef svo, hvernig skyldi standa á því?

Jú, skóla­þróun bygg­ist á sjálf­stæði skóla og fjöl­breytni. Það er aldrei verið að gera allt í einu. Ef áhersla er lögð á hinseg­in­fræði þá er sjaldn­ast verið að skoða fötl­un­ar­fræði á með­an. Þannig virka hlut­irnir bara. Sum sveit­ar­fé­lög telja að skóla­þróun sé best þannig að ein skrif­stofa ákveði hvað allir skól­arnir gera. Þannig er það í Hafn­ar­firði. Nýlega var þar ákveðið að upp­lýs­inga­tækni­þróun í skóla­starfi krefð­ist þess að í allar stofur yrði settur skjáv­arpi (sem er lík­lega það tæki sem hrað­ast hverfur af skóla­þró­un­ar­svið­inu þessi miss­er­in). Miklu nær væri að leyfa skólum að setja sér sín eigin mark­mið og efla kenn­ara til að efla á end­anum börn og aðra með­limi skóla­sam­fé­lags­ins.

Það er eðli­legt að yngsti bæj­ar­stjórn­ar­full­trúi Hafn­ar­fjarð­ar­bæjar sé ekki alveg með það á hreinu hvernig best er að hrinda hug­sjónum sínum í fram­kvæmd og koma á æski­legri hreyf­ingu í kerf­inu.

Skólar eru í of mörgum til­fellum með svo bundnar hendur um starf­semi sína að skóla­þróun líður fyrir það. Þess vegna eru hinseg­in­fræði ekki á dag­skrá nógu víða. Og jafn­vel þótt þeim sé bætt inn mið­lægt og að ofan þá merkir það að eitt­hvað annað fellur út í stað­inn. Eitt­hvað sem eflaust er líka gríð­ar­lega mik­il­vægt.

Sam­tökin 78 hafa reynst afar öflug við fræðslu­starf­semi. Á sama tíma glíma þau við fjár­öfl­un­ar­vanda og skort á stoðum undir starf­sem­ina. Hafn­ar­fjarð­arbæ væri að mínu mati nær að styrkja sam­tökin beint til að sýna stuðn­ing sinn í verki og stuðla síðan að því að þeir skólar í sveit­ar­fé­lag­inu sem skara fram úr á þessu sviði jafn­rétt­is­fræðslu fái þá athygli og þann stuðn­ing sem þeir eiga skil­ið. Þeir skólar gefa þá til skóla­sam­fé­lags­ins en fá á móti eitt­hvað annað sem aðrir hafa þró­að. Þannig býr maður til öfl­ugt skóla­sam­fé­lag sem aðlag­ast breyti­legum veru­leika.

Það er eðli­legt að yngsti bæj­ar­stjórn­ar­full­trúi Hafn­ar­fjarð­ar­bæjar sé ekki alveg með það á hreinu hvernig best er að hrinda hug­sjónum sínum í fram­kvæmd og koma á æski­legri hreyf­ingu í kerf­inu. Það sem er kvíð­væn­legt er að henni eldri og reynd­ari bæj­ar­full­trúar um allt land virð­ast oft ekki vera með­vit­aðir um þessi mörk – eða bera að minnsta kosti tak­mark­aða virð­ingu fyrir þeim. Það er samt afar mik­il­vægt að þeir átti sig. Að ekki sé talað um að menn sjái að það er ótækt að gera lýð­ræð­is- og jafn­rétt­isum­bætur með póli­tísku vöðva­afli.

Höf­undur er kenn­ari.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None