Auglýsing

Stærsta dag­blað lands­ins, Frétta­blað­ið, er borið frítt út í 90 þús­und ein­tökum á hverjum degi. Þótt lestur blaðs­ins hafi hríð­fallið und­an­farin ár er enn um að ræða einn áhrifa­mesta fjöl­miðil lands­ins. Og und­an­farna daga hefur hann afvega­leitt les­endur sína. Vís­vit­andi.

Blaðið heldur því ítrekað fram, líkt og um stað­reynd sé að ræða, að í sím­tali sem var hluti af máls­gögnum í Al Than­i-­mál­inu hafi ekki verið að ræða um Ólaf Ólafs­son, sem hlaut fjög­urra og hálfs árs fang­elsi í mál­inu. Það er bein­línis rangt, því aug­ljós­lega er verið að ræða hann og engan annan í hluta sím­tals­ins. Þar er verið að tala um hvernig Al Thani snún­ing­ur­inn skuli vera teikn­aður upp og meðal ann­ars rætt um þann bita kök­unnar sem Ólafur Ólafs­son átti að fá út úr hon­um. Um þetta er hægt að lesa í dómi Hæsta­réttar og um þetta er eng­inn vafi. Það getur síðan vel verið að hluti sím­tals­ins snú­ist um annan Óla. Það skiptir engu máli.

Ekki deilt um hvað gerð­ist

Þeir sem þekkja Al Than­i-­málið vel, og ég hef skrifað um það frá því á haust­dögum 2008, vita nefni­lega að það hefur í raun aldrei verið deilt um hvað menn­irn­ir, sem dæmdir voru til þungrar refs­ingar í mál­inu, gerðu. Þeir neita því ekki einu sinni sjálf­ir. Það er bara deilt um hvort það hafi verið ólög­legt. Hvort um glæpi hafi ver­ið að ræða eða bara sið­lausa, óábyrga og full­komn­lega skeyt­inga­lausa hegðun sem lögin næðu ekki utan um.

Auglýsing

Nú liggur nið­ur­staða Hæsta­réttar fyr­ir. Í þeirri nið­ur­stöðu er tekin afstaða gagn­vart þessum gjörn­ing­um. Hún er ítar­leg, byggir á gríð­ar­legu magni gagna og vitn­is­burða og er skýr. Menn­irnir fjórir eru sekir um það sem Hæsti­réttur kallar alvar­leg­ustu efna­hags­brot Íslands­sög­unn­ar. Og það er alveg kýr­skýrt að þeir voru ekki dæmdir í fang­elsi á grund­velli eins sím­tals.

Það liggur fyrir að menn­irnir sem dæmdir voru í fang­elsi, og fólkið í kringum þá, eru ósáttir við það að þurfa að sitja inni. Það er skilj­an­legt, enda frels­is­svipt­ing hræði­legt hlut­skipti. En rétt­ar­ríkið hvílir á hug­mynd­inni um að athöfnum fylgi ábyrgð og sam­fé­lags­sátt­mál­inn er þannig að svona séu menn látnir axla hana.

Öld pen­inga þar sem eig­endur þeirra bera ekki ábyrgð

Það sem er nýtt, á þess­ari öld pen­ing­anna, er að hinir sterk­efn­uðu dæmdu menn, fólkið í kringum þá, og ótrú­lega vel borg­uðu lög­menn­irnir þeirra eru að teygja sig mun lengra í að berj­ast gegn end­an­legri nið­ur­stöðu dóm­stóla en áður hefur sést.

Nið­ur­stöður dóma Hæsta­réttar hafa oft verið tor­tryggðar áður, en aldrei hefur verið reynt jafn skipu­lega að grafa undan dóms­kerf­inu eftir að hrun­málin svoköll­uðu voru tekin til með­ferðar innan þess. Sá hóp­ur, sem í krafti aðgengis að pen­ingum setti íslenskt hag­kerfi á hlið­ina og olli var­an­legum skaða á þjóð­arsál­inni með víta­verðu athæfi sínu, er nefni­lega þeirrar skoð­unar að athöfnum þeirra eigi ekki að fylgja ábyrgð.

Fréttir með til­gang

Rit­stjóri Frétta­blaðs­ins segir í leið­ara í dag að dag­blaðið segi fréttir og að þessar ásak­anir séu frétt­ir. Það er rétt hjá henni að bréf eig­in­konu Ólafs Ólafs­sonar og ásak­anir um að sér­stakur sak­sókn­ari sé að ljúga í Aur­um-­mál­inu eru frétt­næmar, og það er engin að gera athuga­semdir við að þær fréttir séu sagð­ar. Það sem er víta­vert er hvernig frétt­irnar eru sagð­ar. Skrif Frétta­blaðs­ins byggj­ast ekki á því að upp­lýsa les­end­ur. Þar eru hlut­irnir settir grímu­laust fram á afvega­leið­andi hátt til að leiða les­endur að ákveð­inni hug­mynd um að rétt­ar­kerfið sé rotið og hafi brotið gróf­lega á mann­rétt­indum manna sem hafa verið dæmdir sek­ir.

Í frétta­flutn­ingi sínum af mál­inu hafa miðlar 365 rætt við eft­ir­far­andi sér­fræð­inga til að gefa frétt­inni vængi: Bjarn­freð Ólafs­son (sem var til rann­sóknar í Al Than­i-­mál­inu, kom að gerð flétt­unn­ar, var skatta­ráð­gjafi Ólafs Ólafs­sonar og stjórn­ar­maður í Kaup­þing­i), Brynjar Níels­son (sem var lög­maður grun­aðs manns í Al Than­i-­mál­inu sem var á end­anum ekki ákærður og hefur tjáð sig ítrekað opin­ber­lega um að honum þyki nið­ur­staða dóm­stóla í mál­inu röng), Þórólfur Jóns­son (fyrrum fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tækja­ráð­gjafar Kaup­þings og lög­maður Ólafs Ólafs­son­ar), Jón Steinar Gunn­laugs­son (sem vann grein­ar­gerð fyrir Ólaf Ólafs­son þar sem Al Than­i-­dóm­ur­inn er rengd­ur) og Ragnar H. Hall (fyrrum verj­andi Ólafs Ólafs­son­ar). Allir þessir menn eru auð­vitað frjálsir af skoð­unum sínum og mega tjá þær að vild. En sam­hengið og tengslin skipta máli þegar skoð­anir þeirra eru not­aðar sem and­lag frétta.

Það stendur yfir veg­ferð um að mál Ólafs Ólafs­sonar verði tekið upp að nýju á grund­velli sím­tals, og Frétta­blaðið er þátt­tak­andi í þeirri veg­ferð. Það er ekki hlut­verk fjöl­miðla að taka þátt í slíkum veg­ferð­um. Þá eru þeir hættir að gera gagn og farnir að vera ógn.

Bein­harðir hags­munir

Undir liggja bein­harðir hags­mun­ir. Hags­munir þeirra sem eru undir í hrun­mál­un­um. Einn þeirra er Jón Ásgeir Jóhann­es­son, sá sem ræður mestu innan 365 miðla óháð því hvernig eign­ar­haldið er skráð. Þetta vita allir sem þar hafa unn­ið. Og það vita það líka allir sem hafa unnið fréttir um hrun­tengd mál fyrir 365 miðla að Jón Ásgeir hefur oft reynt að beita eig­enda­vald­inu til að hafa áhrif á frétta­skrif af sér eða tengdum aðil­um. Þetta er ekki slúður eða sögur frá þriðja aðila. Ég hef upp­lifað þetta margoft sjálf­ur.

Á meðan ég starf­aði á Frétta­blað­inu fór hann meira að segja fram á það við þáver­andi rit­stjóra minn að ég yrði rek­inn fyrir að skrifa full­kom­lega sanna og lög­lega frétt. Hann gerði engar athuga­semdir við sann­leiks­gildi frétt­ar­inn­ar, heldur fannst hún óþægi­leg og vildi ekki að fjöl­miðl­arnir sínir skrif­uðu slíkar fréttir um sig. Í þessum aðstæðum reyndi mjög á að hafa sterkan rit­stjóra sem stóð í lapp­irnar gagn­vart þess­ari mis­beit­ingu. Afleið­ingar þess urðu þær að við­kom­andi rit­stjóri var þynntur út með nið­ur­lægj­andi hætti og á end­anum hrak­inn úr starfi.

Hæsti­réttur er að taka fyrir mál tengt Jóni Ásgeiri á mánu­dag. Áhuga Frétta­blaðs­ins á að grafa undan trú­verð­ug­leika dóm­stól­anna verður alltaf að skoða í því sam­hengi. Sá afvega­leið­andi frétta­flutn­ingur sem átt hefur sér stað und­an­farna daga er alvar­leg­asta mis­notkun á fjöl­miðli sem átt hefur sér stað síðan að Frétta­blaðið birti ákær­urnar í Baugs­mál­inu með við­hengi sak­born­inga máls­ins, og þá eig­enda blaðs­ins, þar sem þeir  „út­skýrðu“ fyrir les­endum af hverju ákæran væri steypa. Í raun hefðu þeir ekk­ert brotið af sér heldur væri verið að brjóta á þeim.

Þá, líkt og nú, er verið að nota fjöl­miðil til að blekkja les­endur til að horfa á afmörkuð auka­at­riði í stað þess að sjá heild­ar­mynd­ina. Þetta er gert annað hvort með ein­beittum vilja eða af algjöru skiln­ings­leysi gagn­vart því hversu alvar­leg mis­notkun fjöl­miðla með þessum hætti er. Hvort sem er hræð­ir.

Það er sann­ar­lega varð­hundur að gelta. En hann er ekki að gelta fyrir lýð­ræðið eða sann­leik­ann. Hann er að gelta fyrir ákveðna og afmark­aða hags­muni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None