Að eiga auðlind sem aðrir græða á

Auglýsing

Kvóta­kerfið hefur verið við lýði á Íslandi frá árinu 1984. Það öðl­að­ist laga­legt gildi þegar ég var þriggja ára og eins mán­aðar gam­all. Sam­kvæmt því fá útgerðir úthlutað ákveðnu magni af kvóta í mis­mun­andi fiski­teg­undum á grund­velli veiði­reynslu. Árið 1990 var gert heim­ild að fram­selja kvóta. Þá var ég tíu ára. Þótt skýrt sé kveðið um það í fyrstu grein laga um stjórn fisk­veiða að nytja­stofnar á Íslands­miðum séu sam­eign íslensku þjóð­ar­innar máttu þeir sem fengu úthlutað kvóta án þess að greiða fyrir hann, selja hann til hæst­bjóð­anda og hirða ágóð­ann. Fjöl­margir ákváðu að gera þetta og því hefur kvót­inn safn­ast á færri og færri hendur und­an­farna ára­tugi.

Kvóta­kerfið er skyn­sam­legt kerfi. Um það eru flestir sam­mála. Það kemur í veg fyrir að við göngum um of á þá tak­mörk­uðu auð­lind sem fisk­ur­inn í sjónum er, og getum þar af leið­andi nýtt hana á sjálf­bæran hátt. Úthlutun kvót­ans, og síðar leyfi­legt fram­sal hans, er hins vegar það mál sem rif­ist hefur verið mest um á Íslandi á meðan að ég hef verið til, en í dag er ég 34 ára gam­all. Og ef ekki verður ráð­ist í end­an­legt sátt­ar­ferli þá verður rif­ist um þetta þangað til að ég verð kom­inn undir græna torfu. Og jafn­vel miklu leng­ur.

Þjóðin á en ræður ekki yfir



Það sem situr í flestu venju­legu fólki er að þótt þjóðin eigi fisk­veiði­auð­lind­ina í orði þá virð­ist hún ekki gera það á borði. Stór­út­gerð­ir, sem hagn­ast sam­an­lagt um tug­millj­arða króna á ári, halda eftir þorra þess hagn­að­ar. Og eig­endur þeirra stór­út­gerða hafa orðið ævin­týra­lega ríkir fyrir vik­ið.

Það er engin krafa uppi um að útgerð­irnar sem veiða og verka sjáv­ar­auð­lind­ina af miklum mynda­skap, og skapa um leið fjöl­mörg störf og útflutn­ings­tekjur fyrir íslenskt þjóð­ar­bú, haldi ekki eftir neinum ágóða. Krafan er ein­fald­lega að ágóð­anum af auð­lind­inni verði skipt jafn­ara á milli þeirra sem eiga hana og þeirra sem nýta hana. Því í dag fá eig­end­urnir miklu minna í sinn hlut en not­end­urn­ir.

Auglýsing

Þetta væri kannski ekki jafn umdeilt kerfi ef eign­ar­hald útgerð­anna væri dreifð­ara. Ef þær væru allar skráðar á markað og líf­eyr­is­sjóður og almenn­ingur ætti hlut í þeim. En tvær hendur duga til að telja upp stærstu eig­endur flestra útgerð­ar­fyr­ir­tækj­anna. Þann litla hóp ein­stak­linga sem græðir nokkra millj­arða króna á ári hver á nýt­ingu henn­ar.

Kannski er þjóðin bara fífl



Það er vart umdeil­an­legt að langstærsti hluti þjóð­ar­innar er á þeirri skoðun að þessi skipt­ing arðs af auð­lind sem á að vera í hennar eigu, en fámennur hópur tekur að mestu til sín, sé ósann­gjörn og ófor­svar­an­leg. Samt breyt­ist í raun ekk­ert, að öðru leyti en það að byrjað var að rukka mjög hóf­legt veiði­gjald sem rennur að hluta í að borga fyrir þá þjón­ustu sem ríkið heldur úti fyrir sjáv­ar­út­veg­inn og kvóta­kerf­ið.

Það er mjög sér­kenni­leg staða. Að þjóð sem á sam­kvæmt lögum eitt­hvað er ítrekað hindruð í því að nýta þá eign með þeim hætti sem hún vill. Í vegi fyrir því standa ann­ars vegar hinn fámenni og ofsa­ríki hópur eig­enda útgerða, sem vill eðli­lega halda áfram að græða rosa­lega, og hins vegar stjórn­mála­menn. Útgerð­ar­menn­irnir hafa getað notað alla þessa pen­inga sem veið­arnar hafa fært þeim til að kaupa upp aðrar eignir í sam­fé­lag­inu. Olíu­fé­lög, stærstu heild­versl­an­irn­ar, fjöl­miðla, fyr­ir­tæki í orku­tengdum iðn­aði, ýmis­konar hluta- og skulda­bréf, fast­eignir osfr. Völd þessa fólks í íslensku sam­fé­lagi eru orðin nán­ast óhugn­ar­leg og áhrifin eftir því.

Hvað stjórn­mála­menn­irnir fá út úr því að standa gegn þjóð­ar­vilj­anum er hins vegar erf­ið­ara að greina. Kannski eiga ein­hverjir þeirra fjá­hags­lega hags­muni und­ir. Kannski treysta ein­hverjir á stuðn­ing útgerð­ar­innar til að halda stöðu sinni. Kannski finnst þeim bara þjóðin sem vill breyt­ingar vera fífl sem viti ekki hvað sé þeim fyrir bestu. Það þjónar í raun og veru engum til­gangi að giska á hvað valdi. Svona er þetta.

Á þjóðin í raun auð­lind­ina?



Nú er enn og aftur hlaup­inn ofsi í umræður um fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­ið, þegar verið er að úthluta stór­út­gerðum tug­millj­arða króna virði af mak­ríl til sex ára. Sú úthlutun byggir á veiði­reynslu sem skap­ast hefur eftir að kvót­anum var úthlutað end­ur­gjalds­laust til útgerða árum sam­an.

Yfir 30 þús­und manns hafa skrifað undir áskorun um að setja það mál í þjóð­ar­at­kvæði. Ljóst er að ef málið kemst í gegnum þingið þá verður mjög áhuga­vert að sjá hvort Ólafur Ragnar Gríms­son, for­seti Íslands, skrifi undir lög­in. Í aðdrag­anda síð­ustu kosn­inga sagði hann að fá mál hent­uðu betur í þjóð­ar­at­kvæði en það hvernig farið væri með sam­eig­in­lega fisk­veiði­auð­lind þjóð­ar­inn­ar.

Og það má með sanni segja að það sé gjá milli þjóð­ar­innar ann­ars vegar og ákveð­inna þing­manna, útgerða og hags­muna­sam­taka þeirra hins vegar í þessum mál­um. Eina leiðin til að brúa þessa gjá er að leiða fram þjóð­ar­vilj­ann í mál­inu með þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Nóg hefur verið tek­ist á um málið og ljóst að það verður ekki kom­ist að nið­ur­stöðu í því án þess að fara þessa leið.

Stjórn­mála­menn hljóta að treysta lög­legum eig­endum fisk­veiði­auð­lind­ar­innar til að ákveða sjálfir hvernig haga eigi skipt­ingu á þeim arði sem hún skap­ar. Ef eig­andi hefur ekki ákvörð­un­ar­rétt yfir eign þá er hann ekki raun­veru­legur eig­andi henn­ar.

Þá er líka heið­ar­legra að segja það beint út.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None