Ísland endurmeti stöðuna - Bjarga má þúsundum manna

Auglýsing

Upp­lýs­ing­arnar sem nú liggja fyrir um stöðu flótta­manna frá Sýr­landi og stríðs­hrjáðum svæðum í nágrenni eru slá­andi. Vand­inn er yfir­þyrm­andi og óhjá­kvæmi­legt að öll þróuð ríki heims­ins, ekki síst þau sem búa við vel­meg­un, end­ur­meti stöðu sína og leggi fram hjálp­ar­hönd.

Sænski pró­fess­or­inn Hans Ros­l­ing, sem kom til Íslands fyrr á árinu, fjallar um stöðu mála með áhrifa­miklu mynd­bandi sem nálg­ast má á inter­net­inu. Þar staðan útskýrð, og í því sést meðal ann­ars að aðeins lítið brot vand­ans er sýni­legt í Evr­ópu­ríkj­um, meðal ann­ars með miklum straumi fólks yfir Mið­jarð­ar­haf­ið.

https://www.youtu­be.com/watch?v=0_QrI­ap­iNOw

Auglýsing

Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands, er í hópi þeirra stjórn­mála­manna sem hefur sagt að vand­inn sem snýr að þessu fólki sem nú flýr hörm­ungar í millj­ón­a­tali sé lang­sam­lega stærsta mál sem hún hefur staðið frammi fyrir sem þjóð­ar­leið­togi í Evr­ópu. Öll önnur vanda­mál eru smán­ar­vanda­mál sem varla tekur því að eyða orku í.

Eftir að hafa lesið nýj­ustu skýrslu frá teymi Sam­ein­uðu þjóð­anna sem fylgist með gangi mála í Sýr­landi, þá getur maður ekki annað en þrýst á yf­ir­völd um að bregð­ast taf­ar­laust við stöðu mála og hjálpa til.

Millj­ónir manna ­þjást nú alla daga, meðal ann­ars vegna þess að stjórn­mála­menn og alþjóða­stofn­anir hafa ekki komið upp nægi­lega skil­virkri keðju neyð­ar- og hjálp­ar­starfs. Í henni skiptir mestu að allir séu til­búnir að leggja eitt­hvað af mörk­um, eins hratt og kostur er. Í þessu til­viki, þurfa allir að leggja mjög mikið af mörk­um, ann­ars munu millj­ónir manna drep­ast.

Eins og oft þegar að kemur að svona stórum vanda­mál­um, þá er oft erfitt að koma fram með lausnir eða mæla með réttu hversu stór hjálp­ar­höndin getur verið hjá hverri þjóð.

Það ætti að gefa ein­hverja vís­bend­ingu um hvernig þetta mál horfir við alþjóða­sam­fé­lag­inuu í augna­blik­inu að þjóðir heims­ins, meðal ann­ars í Evr­ópu, hafa verið hvattar til þess að setja upp flótta­manna­búðir vítt og breitt til þess að koma fólki í skjól. Þetta er ekki aðeins við landa­mæri, heldur einnig á opnum svæðum inn í borgum og bæj­um.

Spurn­ingin er; Hvað getur smá­ríki eins og Íslands gert? Það er vissu­lega til eft­ir­breytni að taka móti 50 flótta­mönnum, eins og til stend­ur, en í ljósi umfangs vand­ans ætti talan að vera marg­falt hærri. Lík­lega væri fimm þús­und ágætis byrj­un. Nóg er til af pen­ing­um, svo mikið er víst (og meira á leið­inn­i), og aðstaðan er líka fyrir hendi. Það þarf bara að for­gangs­raða rétt að þessu sinni, og láta öll létt­væg dæg­ur­mál liggja óhreyfð um stund.

Í þessu vanda­máli verður að hugsa út fyrir box­ið, og það er vel hægt. Reykja­vík­ur­borg gæti til dæmis lagt fram meira og minna öll íþrótta­hús borg­ar­inn­ar, umbreytt þeim í flótta­manna­búð­ir, með sturtu- og hrein­læt­is­að­stöðu. Skóla­börn þyrftu að finna sér annað svæði á meðan og íþrótta­fé­lögin sömu­leið­is. Það eru ekki nein vanda­mál og alls ekki afsökun fyrir því að grípa ekki til aðgerða sem þess­ara. Þetta er einnig í takt við það sem þjóðir í Evr­ópu eru hvattar til að gera; nýta pláss sem er til staðar og koma upp lág­marks­að­stöðu og skjóli.

Við­líka hug­myndir mætti nefna, þar sem einka­fyr­ir­tæki, sem eru í aðstöðu til, geta lagt sitt af mörkum með aðstöðu, atvinnu eða pen­inga­fram­lagi. Sér­tækar lausnir þar sem frum­kvæði þeirra sem geta lagt til hjálp­ar­hönd er alltaf ómet­an­legt á svona stund­um. Þetta gæti verið tíma­bundin aðstoð,  neyð­ar­að­stoð.

Hvernig sem á málið er litið er mik­il­vægt að strax verði horfið frá því að hjálpa ein­ungis örfáum tug­um og fram­lag Íslands verði end­ur­hugsað frá grunni, og marg­faldað að umfangi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None