Mjólkursamsalan (MS) ætlar að leggja fram lögbannskröfu í Helsinki á mánudag til að koma í veg fyrir að sænska stórfyrirtæki Arla geti notað heitið skyr á framleiðslu sinni þar í landi. Skyr er skrásett vörumerki í Finnlandi og Noregi í eigu MS og samstarfsaðila hennar. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.
Arla hefur markaðssett eigin framleiðslu á skyri víða í Evrópu undanfarna mánuði. Í þeirri herferð hefur verið lögð mikil áhersla á að sýna fram á íslenskan uppruna skyrsins og auglýsingarnar hafa innihaldið mikið magn myndefnis frá Íslandi.
https://www.youtube.com/watch?v=5hLvJ5R9C9A
MS áætlar að hefja sölu á skyri framleiddu á Íslandi á Írlandi í september og í Bretlandi um miðjan október. Innflutningskvóti MS á skyri til landa Evrópusambandsins verður nýttur í þessu skyni, en hann er nú upp á 390 tonn á ári. Hann var áður nýttur í Finnland, þar sem ársneysla á skyri er nú yfir fimm þúsund tonn. Það skyr er framleitt í Danmörk í samræmi við samkomulag MS við danskt mjólkurbú.