Karolina Fund: Ætla að gera bestu þungarokksplötu Íslands

Skurk
Auglýsing

Platan Blóð­bragð með þung­arokks hljóm­sveit­inni Skurk er á­huga­vert verk­efni sem birt­ist á Karol­ina Fund um síð­ustu helgi. Hljóm­sveitin er að vinna að verk­efn­inu með Tón­list­ar­skóla Ak­ur­eyrar og kenn­ara skól­ans, Dan­íel Þor­steins­syni.



Auglýsing

Skurk gaf út geisla­diskinn Final Gift í júní 2014 og var sá diskur eins konar upp­gjör þeirra við for­tíð­ina. „Þegar við byrj­uðum aft­ur völdum því nokkur gömul lög frá tíma­bil­inu 1987-1993 og upp­færðum þau örlít­ið, en héldum dauða­haldi í and­ann sem ein­kenndi þetta frá­bæra tíma­bil í lífi okk­ar,” ­segir Hörður Hall­dórs­son, gít­ar­leik­ari hljóm­sveit­ar­inn­ar. Bandið er skip­að Guðna Kon­ráðs­syni sem syngur og spilar á gít­ar, Jóni Heið­ari Rún­ars­syni á bassa, og svo Krist­jáni B. Heið­ars­syni trommu­leik­ara, auk Harð­ar. Fljót­lega eftir útgáfu Final Gift voru með­limir Skurk komnir aftur í stúd­íó, nú til að ­taka upp nýtt efni. Fljót­lega varð ljóst að verk­efnið yrði tölu­vert stærra en ­upp­haf­lega var gert ráð fyr­ir. „Það sem átti að vera venju­legur tíu laga diskur ­með hefð­bund­inni þung­arokk­sveit er nú orðið stórt verk­efni sem hátt í þrjá­tíu tón­list­ar­menn og konur taka þátt í.“

Hvaðan kemur Skurk?

„Við erum frá Akur­eyri. Bandið var stofnað á síð­ustu öld, og hefur verið starf­andi síð­an, reyndar með rúm­lega tutt­ugu ára pásu. Mark­mið­ið var frá upp­hafi að spila þungt rokk, og spila hátt. Á fyrstu árunum sem við vorum starf­andi var meira en nóg um að vera í tón­list­ar­líf­inu fyrir norð­an, og ­fjöl­margar hljóm­sveitir og tón­list­ar­menn voru að stíga sín fyrstu skref og læra hver af öðr­um. Það má nefna Helga og hljóð­færa­leik­ar­ana, Baphomet - sem náðu ­góðum árangri á Mús­íktil­raunum ‘92, og hljóm­sveitir á borð við Tomb­sto­ne, Hún­ and­ar, Exit, Svörtu kagg­ana, Skrokka­band­ið, Uxorius frá Dal­vík og Pain frá­ Húsa­vík. 

Þarna voru ótal margir ung­lingar á tón­leikum og í hinum og þessum æf­inga­plássum, og margir þar á meðal sem síðan hafa gert mikið fyrir íslenska tón­list og sumir t.d. komið fram fyrir Íslands hönd í Eurovision. Það má því ­segja að Skurk hafi sprottið úr afar frjóum jarð­vegi tón­list­ar­menn­ingar sem var svo opin að allt var í raun leyfi­legt. Tón­leika­lífið var í miklum blóma á norð­ur­hjar­anum á þessum tíma, og lang­flestir tón­leikar vel sóttir og mik­il ­stemn­ing sem skap­að­ist. Hljóm­sveitir tóku sig saman og leigðu litlar rútur og keyrðu út um allt norð­ur­land til að spila fyrir nýja áhorf­end­ur. Eng­inn var að ­selja neitt, heldur sner­ist þetta ein­göngu um að spila pönk, rokk, þung­arokk, t­hrash metal og dauðarokk, og það eina sem leiddi böndin áfram var gleðin yfir­ að deila tón­list­inn­i.“



Hvar vinnið þið tón­list­ina?

„Þar sem Krist­ján býr í Mos­fellsbæ og við hinir skur­karar á Ak­ur­eyri þá eru æfing­arnar svo sem ekki marg­ar. Höddi sett­ist niður og fór að safna saman köflum og línum sem allir deildu á sam­eig­in­legum stað á net­inu í tvo til þrjá mán­uði, og smátt og smátt fóru lögin að taka á sig mynd. Þá tók Höddi upp gít­ar­inn og límdi þetta allt sam­an. Það var í raun furðu fljótt sem það urðu til nokkur lög. Svo haustið 2014 hitt­umst við í aðstöð­u ­þyrlu­skíða­fyr­ir­tæk­is­ins Arctic Heliski­ing í Skíða­dal, þar sem við stilltum upp­ hljóð­fær­unum og byrj­uðum að semja lögin saman út frá þessum beina­grindum sem komnar vor­u. Það var fárán­lega gaman að vera í þess­ari trufl­uðu nátt­úruperlu ­sem Skíða­dalur er, og í þess­ari frá­bæru aðstöðu Arctic Heliski­ing, og þurfa bara að hafa áhyggjur af því að spila þung­arokk.Umslag Blóðbragðs.

Þarna kláruðum við um helm­ing lag­anna og svo nokkrum vikum seinna fórum við norð­an­menn suður í Kópa­vog til­ hans Jak­obs í stúdíó GFG og sömdum og æfðum seinni hlut­ann. Við byrj­uðum svo strax eftir helg­ina að taka upp. Strax þá varð ljóst að við vildum hafa strengja­sveit ­með í nokkrum lög­um. Okkur þótti strax skemmti­leg hug­mynd að fá Tón­list­ar­skól­ann á Akur­eyri inn í verk­efn­ið. Við vildum að disk­ur­inn hefð­i eitt­hvað meira gildi en ein­göngu þung­arokk, og vildum deila þess­ari frá­bæru ­gleði sem það er að vera í stúd­íói og að taka upp tón­list. Það er fátt ­skemmti­legra og meira hvetj­andi en að spila og taka upp skemmti­lega tón­list í stúd­íói, og við vildum kynna þetta fyrir nem­endum Tón­list­ar­skól­ans. Það var ­virki­lega gaman hvað for­svars­menn skól­ans og kenn­arar tóku vel í þetta strax frá upp­hafi.

Við höfum fengið ótrú­legan stuðn­ing frá skól­anum öllum og þeim ­nem­endum sem hafa tekið þátt. Það er í raun með ótrú­legri fram­taks­semi og opn­um huga gagn­vart verk­efn­inu sem það hefur tek­ist að bræða saman þessa frá­bæru blöndu þung­arokks og klassíkrar tón­list­ar. Þarna má helst nefna Hauk Pálma­son að­stoð­ar­skóla­stjóra. Dan­íel Þor­steins­son píanisti og hljóm­sveit­ar­stjóri ­skóla­hljóm­sveit­ar­innar hefur einnig reynst okkur stoð og stytta. Hann hefur í raun unnið tón­list­ina með okkur í frá upp­hafi og hefur komið með ótrú­lega mik­ið inn í band­ið. Upp­tök­urnar fara að mestu fram í Kópa­vogi í Stúdíó GFG en ­strengir og kórar eru svo teknir upp á Akur­eyri af Hauki.“



Hvað er það við þung­arokk sem kallar svona á ykk­ur?

„Það er erfitt að útskýra það í fáum orð­um. Við heill­uð­um­st allir snemma af kraft­inum og orkunni sem fylgir þess­ari tón­list­ar­stefnu, og fundum þar eitt­hvað sem smell pass­aði við ung­lings­hug­ann sem var í mót­un. Hljóm­sveitir á borð við Metall­ica, Ant­hrax, Iron Maiden, Sepultura og Overk­ill áttu stóran þátt í að vinna okkur á sitt band. Fyrir marga er þung­arokk frekar ó­að­gengi­legt, þó almenn­ings­á­litið hafi reyndar breyst mikið hér á landi á síð­ustu árum, en fyrir okkur sem lifum og hrærumst í þessu er það bæð­i aggresjónin og meló­díurnar sem snerta ein­hverja strengi. Þung­arokk hefur löng­um ein­kennst af miklum and­stæð­um, þar sem hljóm­sveitir nýta sér bæði ang­ur­vær­ar lag­línur og svo þennan gíf­ur­lega kraft sem skap­ast þegar það koma sam­an­ raf­magns­gít­arar og háværar tromm­ur. Svo er það vin­átt­an, hjálp­semin og bræðra­lagið sem hefur ein­kennst þung­arokk­ið, enda er þetta fyrir marga lífstill ­meira en bara áhugamál. And­inn í þung­arokk­inu hefur alltaf verið afar vin­sam­leg­ur, öfugt við það sem oft er hald­ið. Það eru meira að segja til­ ný­legar rann­sóknir sem hreint út sanna að fólk sem hlustar á þung­arokk sé lík­legra til að vera rólyndis mann­eskj­ur. Ekki má heldur gleyma slag­orði Eistna­flugs, ­sem segir ein­fald­lega: „Það er bannað að vera fávit­i!”. Það má því kannski bara ­segja að þung­arokk geri okkur að betri mönn­um.“

Hvert stefnið þið?

„Við ætlum að gefa út þessa plötu okk­ar, Blóð­bragð, og ger­a hana eins vel út garði og mögu­legt er. Við setjum í raun stefn­una á að ger­a bestu þung­arokks­plötu sem komið hefur út á Íslandi. Við setjum markið afar hátt, og vitum að það eru ófáar útgáfur sem við erum að miða okkur við. Hvort okkur tekst ætl­un­ar­verkið geta aðrir bara dæmt um, en kannski er það ekki að­al­málið þegar allt kemur til alls, enda er smekkur fólks svo mis­mun­andi, við ­förum úr hljóð­ver­inu vit­andi það að við lögðum allt í þetta verk­efni. Við von­um að fólk styðji verk­efnið og heiti á okkur á Karol­ina Fund, svo við eig­um auð­veld­ara með að klára ferl­ið. Við vonum svo auð­vitað að þegar platan kemur út muni hún hafa sömu áhrif á ein­hverja og við upp­lifðum í byrj­un, og kynni því ­fólk fyrir þess­ari tón­list­ar­stefnu og öllu því jákvæða sem henni fylg­ir. Við ætlum svo að halda ótrauðir áfram og spila á tón­leikum og halda áfram að semja ­skemmti­lega tón­list. Já, og svo er alltaf mark­miðið að verða heims­frægir, er það ekki?“

Verk­efnið er að finna hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk
None