Karolina Fund: Hljóðtækni á vígvöllum heimsstyrjaldarinnar síðari

Hvað gerist þegar Sveinbjörn Bjarki Jónsson, úr hljómsveitum eins og Mind in Motion og Scope, og President Bongo úr GusGus leiða saman hesta sína? Sonic Deception (Radio Bongo) gerist.

Sonic Deception (Radio Bongo)
Auglýsing

Snemma á síð­asta ári leiddu þeir Svein­björn Bjarki Jóns­son og Stephan Steph­en­sen saman hesta sína eftir að hafa skipst á hug­myndum um nokkurn tíma.

Steph­an, sem er auð­vitað vel þekktur frá sínum dögum með Gus Gus, Glu­teus Max­imus og nú nýlega sem Pres­ident Bon­go, heyrði af verk­efni sem ­Svein­björn Bjarki hafði byrjað á en ekki klárað og lang­aði að heyra meira.

Svein­björn Bjarki hafði verið að búa til tón­list frá unga aldri og var m.a. með­limur hljóm­sveita á borð við Mind in Motion og Scope, áður­ en hann fór að starfa með tón­list­ar­fólki eins og Móu, Bang Gang, Bell­at­rix, Silvíu Nótt, NLO, Páli Ósk­ari og Togga. Eftir að hafa rætt saman um þemað í þessu til­tekna verk­efni, ákváðu þeir að reyna að koma því út. Með hjálp Karol­ina Fund er gam­all draumur að rætast, fyrsta sóló­plat­an.

Kjarn­inn hitti Svein­björn Bjarka Jóns­son og tók hann tali.



Er þetta í fyrsta skipti sem þið tveir vinnið að verki ­sam­an?

Þrátt fyrir að hafa verið mikið í kringum GusGus frá því að ­fjöl­lista­hóp­ur­inn var stofn­aður og þekkt nán­ast alla með­limi, hafa vegir okk­ar Stephan ekki legið saman fyrr en nú nýlega.

Við deildum aðstöðu fyrir hljóð­verin okkar í nokkra mán­uð­i og sam­gang­ur­inn varð alltaf meiri og meiri, þangað til það kom að því að Stephan flutti til Berlín­ar.Áður en það gerð­ist var búið að ákveða þemað fyrir verk­efn­ið og leggja nokkurn lín­urnar fyrir útgáf­una sem átti í fyrstu aðeins að vera 2-3 lög.

Auglýsing

Stuttu seinna voru 4 lög til­búin og 2 ný bætt­ust fljót­lega við. Ég sakn­aði bassatromm­unnar sem ég heyrði alltaf milli­ her­bergj­anna okkar svo mikið að ég yfir­gaf hús­næðið og koma mér upp aðstöð­u heima. Fyrir mig var það algjör himna­send­ing að fá að vinna með­ Stephan í þessu verk­efni mínu, þar sem drif­kraft­ur­inn og trúin á verk­efnið er slíkur hjá honum að ég gat ekki hætt.



Við völdum svo að fara leið hóp­fjár­mögn­unar til að fjár­magna verk­efnið og eftir að hafa kynnt það fyrir Karol­ina Fund var ekki aftur snú­ið. Síð­ustu ár hafa vínyl plötur verið að koma sterkar inn­ aft­ur, sem er mjög skemmti­legt format. Það er líka format sem við þekkjum báð­ir vel og kunnum vel við."

Hvað hafið þið verið að fást við í list­inni und­an­far­ið?

 Stephan hefur á und­an­förnum mán­uðum verið að fylgja eft­ir ­út­gáfu Ser­en­geti sem Pres­ident Bongo og DJ út um allan heim. Hann er svo alltaf ­með fjöl­mörg járn í eld­in­um, sem ég veit ekki hvort ég megi segja frá hér.

Ég hef verið frekar upp­tekin í þessu verk­efni, en þó alltaf eitt­hvað að vinna með Togga. En við erum að vinna í nokkrum nýjum lögum núna og von­andi útgáfu seinna á árinu.

Nýlega var svo gamla hljóm­sveitin Mind in Motion kölluð á svið á Sónar og spil­aði þar lög sem hafa legið í dvala síðan 1992. Kannski kemur Scope saman næst, hver veit."

Þið talið um að hug­myndin teng­ist notkun hljóð­tækni á víg­völlum heims­styrj­ald­ar­innar síð­ari, hvernig kemur það sam­an?

 Ég hafði verið með­ þessa hug­mynd í koll­inum nokkur ár í raun og veru áður en Stephan tók að sér að ­stýra skútnni í höfn.

Þemað í verk­efn­inu var mér nátt­úr­legt ef hægt er að orða það þannig, þar sem ég hef mikin áhuga á sögu og þá ekki síst stríðs­sögu og mín­ar ­upp­á­halds myndir ger­ast í kringum seinni heims­styrj­öld og það þarf að ver­a ­snjór helst.

Sveinbjörn Bjarki JónssonÍ leit minni að áhuga­verðum heim­ild­ar­myndum um WW2 fann ég á­huga­verða lýs­ingu á við­fangs­efni sem heill­aði mig. Notkun á hljóði í hern­aði.

Bretar höfðu sett á lagg­irnar heila her­deild af lista­mönn­um og tækni­mönnum sem áttu að finna leiðir til að blekkja and­stæð­inga sína í stríð­inu.

Fyrst voru það upp­blástnu skrið­drek­arnir og flug­vél­arn­ar, en svo kom það sem heill­aði mig helst. Upp­tökur af stríðstækj­um, öskrum og ­spreng­ingum voru settar á stál­þræði sem síðan voru spil­aðir út á víg­vell­ina í gegnum risa stór hljóð­kerfi.

Þetta fannst mér magn­að. Tæknin sem þetta fólk hafði yfir að ráða var frum­stæð miðað við það sem við höfum í dag. En ég átti í eng­um vand­ræðum með að finna inn­blástur þarna.

Platan inni­heldur samt ekki spreng­ingar og öskur (það er ­búið að gera þannig plöt­ur), heldur er inn­blásin af verkum þessa lista- og ­tækni­fólks."

Aðeins verða fram­leidd 300 ein­tök af þessum víny, en hægt er ­tryggja sér ein­tak af plöt­unni í for­sölu hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk
None