Karolina Fund: Tales from a poplar tree

ösp eldjárn
Auglýsing

Þjóð­laga- og jazz söng­konan Ösp Eld­járn hefur verið búsett í London síðan haustið 2011 en þangað hélt hún til að stunda nám í tón­list og útskrif­að­ist frá Institute of Contempor­ary Music Per­for­mance árið 2014. Síðan þá hefur hún verið iðin við að semja og flytja tón­list, bæði sem partur af jazz hljóm­sveit­inni Good as Gold, sem söng­kona í folk-raf sveit­inni Hrím, sem alt­rödd í kórnum London Contempor­ary voices og nú sem þjóð­laga­söng­kona og laga­smiður með frum­samið efn­i. 

Á þessum fimm árum sem Ösp hefur verið búsett í London hefur hún kynnst og starfað með ótal tón­list­ar­fólki úr ýmsum áttum og hefur nú fengið með sér frá­bæran hóp til að aðstoða hana við gerð fyrstu sóló­plötu sinn­ar. Platan er tekin upp í Café Music Studi­os, af upp­töku­stjór­anum og raf­tón­list­ar­mann­inum Cherif Has­hizume (sem er einnig með­limur í Hrím). Bróðir Asp­ar, Örn Eld­járn, sér um útsetn­ingar með henni og leikur á gít­ar. Aðrir sem spila á plöt­unni eru Helga Ragn­ars­dótt­ir, Sam Pegg, Marit Røkeberg, Anil Sebast­i­an, Valeria Pozzo og Stefan Knapik. Platan mun koma út á vínyl og á asp­ar­við­ar­skífum úr garð­inum á Tjörn, en um er að ræða raf­rænt ein­tak, prentað á við. Kjarn­inn hitti Ösp og tók hana tali. 

Auglýsing

Hvað hefur drifið á daga þína und­an­far­ið? 

„Ég var að klára tón­list­ar­ver­tíð sum­ars­ins og er búin að vera að koma fram á þónokkrum tón­list­ar­há­tíð­um, bæði með sóló verk­efnið mitt sem og með öðrum tón­list­ar­verk­efnum sem ég tek þátt í. Sem dæmi var ég að syngja með kórnum mín­um, London Contempor­ary Voices á fest­vali í Frakk­landi, svo var ég á Cambridge folk festi­val með frum­samið efni ásamt Helgu, tón­list­ar­systur minni og sam­býl­ingi, og Mai­ken Sund­by, norskri söng­konu og góðri vin­konu. Í byrjun sept­em­ber var ég svo að syngja ásamt félögum mínum í Hrím á hátíð í Norður Wales. Svo er ég bara á fullu að vinna að plöt­unni minni og kynna hana. Inn á milli kenni ég litlum börnum tón­list og hreyf­ingu og swinga svo á sunnu­dögum með jazz band­inu mínu, Good as Gold. Sem­sagt nóg að ger­a!“



Hvað er í bígerð hjá þér núna?

„Næst á dag­skrá er að fara aftur í stúd­íóið um næstu mán­aða­mót og klára plöt­una! Svo er að koma henni út og þá tekur við að kynna hana með tón­leika­haldi og þess­hátt­ar. Ég stefni á að fara í smá tón­leika­ferða­lag um Bret­land sem og meg­in­landið í byrjun næsta árs, og svo auð­vitað heima á Íslandi. Við í Hrím erum auk þess að vinna að smá­skífu og stefnum á að koma henni út ein­hvern tím­ann á næsta ári. Svo er ég reyndar að koma til lands­ins um helg­ina, en pabbi minn varð sex­tugur um dag­inn og er að halda upp á það á laug­ar­dag­inn. En hann veit ekki að ég er að kom­a.. svo ekki segja nein­um!“

Hvernig tón­list verður að finna á nýju plöt­unni?

„Platan mun geyma 10 frum­samin lög og á ég einnig flesta text­ana en þó fæ ég að láni tvö ljóð eftir Pál Ólafs­son og Davíð Stef­áns­son, sem og laga­texta eftir vin­konu mína, Lindu Guð­munds­dótt­ur. Við­fangs­efnið er nokkuð fjöl­breytt en þó er rauði þráð­ur­inn ein­hvers­konar sökn­uð­ur, hvort sem það er heim­þrá eða for­tíð­ar­þrá. Svo leikur ástin auð­vitað stórt hlut­verk. Og tré! Sjálf heiti ég eftir fal­legu háu asp­ar­trjánum og finn fyrir sterkri teng­ingu við þau á sama tíma og ég finn stundum fyrir rót­leysi og útþrá. Þessi teng­ing mín við aspirnar kveikti þá hug­mynd að gefa lögin út á tré (ra­f­rænt ein­tak með nið­ur­hal­skóða), nánar til­tekið á aspar tré­skífur úr garð­inum mínum heima í Svarf­að­ar­dal. Fékk ég því for­eldra mína til að fara út í garð og saga þær asp­ar­greinar sem höfðu farið illa undan vetri og hefur þeim því nú verið gefið fram­halds­líf. Platan nefn­ist Tales from a poplar tree.“

Verk­efnið er að finna hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk
None