Eldast tónlistarmenn illa?

Eiríkur Ragnarsson rýnir í gögnin og kemst að því að plötur tón­list­ar­manna verða óvin­sælli eftir því sem aldurinn færist yfir tónlistarmenn.

Auglýsing

Þann 19. sept­em­ber 2013 til­kynnti sam­starfs­kona mín mér það að Jar­vis Cocker úr Pulp ætti 50 ára afmæli. Mín fyrstu við­brögð voru að segja henni að hún gæti nú hætt að kaupa plöt­urnar hans, af því að þær kæmu bara til með að vera leið­in­leg­ar.

Mín upp­lifun er sú að tón­list­ar­fólk eld­ist illa. Tökum Mich­ael Jackson sem dæmi. Off The Wall sem hann gaf út 21 árs er gull. Thriller sem hann gaf út 3 árum seinna er ekki síðri. Bad og Dan­ger­ous voru fínar en History ekk­ert spes og Invicable frekar slök.

Vissu­lega er þetta bara mín upp­lif­un. En ég hef það á til­finn­ing­unni að til sé fólk sem upp­lifir þetta líka. Er til dæmis til sá Metall­ica aðdá­andi sem finnst þeir rokka feitt á St. Anger en frekar slakir á Master of Pupp­ets? Ég efast um það.

Auglýsing

Gam­alt og mið­aldra fólk kemst ekki á met­sölu­listana

En hvað segja gögn­in? Þegar best seldu sóló plötur Banda­ríkj­anna á tíma­bil­inu 1980 til 2000 er skoð­aðar kemur í ljós að neyt­endur níunda og tíunda ára­tug­ar­ins vildu frekar kaupa tón­list sem flutt var af ungum tón­list­ar­mönn­um. Með­al­aldur tón­list­ar­mann­anna við útgáfu var rétt rúm­lega 28 ár. Meira en tveir þriðju þeirra voru undir þrí­tugt og eini tón­list­ar­mað­ur­inn á list­anum yfir fer­tugt var gít­ar­snill­ing­ur­inn Sant­ana (sem var 52 þegar hann sló aftur í gegn með plöt­una Supernatural).

Mynd 1: Aldur sölu­hæstu sóló tón­list­ar­manna Banda­ríkj­anna, 1980 - 2000

Heimild: RIAA

Fólk selur minna þegar það eld­ist

Sú stað­reynd að ungt fólk selji fleiri plötur segir okkur ekki endi­lega að gam­alt fólk geti ekki gefið út vin­sælar plöt­ur. Kannski hafa tón­list­ar­menn­irnir á list­anum gefið út næstum því eins vin­sælar plötur fyrir og eft­ir. Og kannski er engin fylgni með vel­gengni þeirra og aldri.

Til að rann­saka þetta frekar tók ég saman gögn um útgáfu fjög­urra ein­stak­linga á list­anum og athug­aði hvernig sölu­tölur þeirra þró­ast í gegnum tíð­ina. Eins og myndin að neðan sýnir þá er aug­ljóst sam­band á milli ald­urs lista­mann­anna (lá­rétti ásinn) og hversu margar plötur þeir selja (lóð­rétti ásinn). Að með­al­tali minnk­aði plötu­sala um 500 þús­und ein­tök fyrir hvert ár sem leið af ferli tón­list­ar­mann­anna.

Mynd 2: Þegar tón­list­ar­menn eld­ast kaupa færri plöt­urnar þeirra

Heimild: RIAA

Hvers vegna eld­ist tón­list­ar­fólk illa?

Það eru aug­ljós­lega hund­rað miljón mögu­legar ástæður sem geta skýrt þetta. Til dæmis má það vel vera að mark­aðir þró­ist og smekkur neyt­enda breyt­ist. Mögu­lega eiga tón­list­ar­menn sem mót­uð­ust undir öðrum áhrifum ein­fald­lega erfitt með að aðlag­ast nýjum stefnum og straum­um. Og ef þeir geta það þá má það líka vel vera að ungt fólk nenni ekki að hlusta á gam­alt fólk og gam­alt fólk vilji bara hlusta á gömlu lög­in. En mér langar þó að bjóða upp á eina aðra kenn­ingu.

Lög­mál minnk­andi afrakst­urs (e. law of dimin­is­hing ret­urns) er hug­tak sem hag­fræð­ingar þekkja of vel. Ein leið til að útskýra þetta hug­tak er með dæmi um konu með körfu og epla­tré. Hún byrjar að tína stærstu og girni­leg­ustu eplin af tré­nu. Þegar þeir klár­ast þarf hún að tína minni og aðeins lélegri epli. Þeim mun meiri tíma sem hún eyðir í að tína af trénu þeim mun verri verða eplin sem hún tínir (og þeim mun minna fær hún borgað fyrir þau og þeim mun minna afrakstrar hún).

Mín kenn­ing gengur út á það að tón­list­ar­menn séu ekki svo ólíkir kon­unni í dæm­inu að ofan. Sköp­un­ar­gáfa er þeirra auð­lind og ég held, að eins og svo margar auð­lind­ir, sé hún af skornum skammti. Tón­list­ar­menn byrja þess vegna feril sinn á því að semja og gefa út sín bestu lög. Þegar fram líða stundir ganga þeir á sköp­un­ar­gáf­una og þurfa að gefa þess vegna út verri lög þegar líða fer á fer­il­inn þeirra.

Gögnin styðja við þessa kenn­ingu, plötur tón­list­ar­manna verða óvin­sælli með aldr­in­um. En að sjálf­sögðu gætu minnk­andi afrakstur aðeins útskýrt hluta af þessu sam­bandi. Og hver veit, kannski skýrir þetta hug­tak ekk­ert af þessu sam­bandi. Kannski verða tón­list­ar­menn bara latir og nenna ekki að eyða eins miklum tíma í verkin sín. Og kannski verðum við bara löt og hættum að nenna að hlusta á ný lög.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiEikonomics