Töfrar leikhússins

Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Dansandi ljóð þar sem Leikhúslistakonur 50+ voru í samstarfi við Þjóðleikhúsið.

Dansandi ljóð
Auglýsing

Leik­hús­lista­konur 50+ í sam­vinnu við Þjóð­leik­hús­ið: Dans­andi ljóð

Ljóð: Gerður Kristný

Leik­stjórn: Edda Þór­ar­ins­dóttir

Tón­list: Mar­grét Kristín Sig­urð­ar­dóttir

Leik­mynd og bún­ing­ar: Helga Björns­son

Höf­undur sviðs­hreyf­inga: Ingi­björg Björns­dóttir og Ásdís Magn­ús­dótt­ir.

Hár­greiðsla og förð­un: Guð­rún Þor­varð­ar­dóttir og Kristín Thors.

Lýs­ing og tækni­stjórn: Magnús Thor­lacius

Leikkon­ur: Bryn­dís Petra Brga­dótt­ir, Helga E. Jóns­dótt­ir, Júlía Hannam, Mar­grét Kristín Sig­urð­ar­dótt­ir, Rósa Guðný Þórs­dótt­ir, Sól­veig Hauks­dótt­ir, Vil­borg Hall­dórs­dóttir og Þórey Sig­þórs­dótt­ir.

Það er löngu orðin stað­reynd, að Leik­hús­lista­konur 50+ hafa lyft grettistaki þegar kemur að því að mis­kunn­ar­laus leik­hús­brans­inn sendi ekki hæfi­leika­fólk og reynslu­bolta í ótíma­bæra útlegð. Það er hrein­lega eins og það séu álög á leik­hús­lista­konum að dæm­ast úr sam­fé­lagi leik­húss­ins um leið og ein­hverjum aldri er náð og eiga þangað aldrei aft­ur­kvæmt. Þetta er mikil sóun á hæfi­leikum og þekk­ingu. Það þarf ekki nema horfa á and­lit þeirra átta leikkvenna sem flytja Dans­andi ljóð til að átta sig á að í þessum konum öllum er að finna kunn­áttu, leikni og þjálfun sem er hrein­lega skaði fyrir leik­húsið að missa. Sjáið and­lit­in, geislandi af þeirri feg­urð sem líf­ið, með­læti og mót­læti færir hverjum ein­stak­lingi – hvaða sögur gætu ekki þessi and­lit sagt, ef leik­hús­stofn­an­irnar bara leyfðu það!

 

Dans­andi ljóð ber einmitt vott um þetta: hér tala raddir kvenna úr þeim heimi, sem ljóð­skáldið Gerður Kristný hefur skapað og það er eng­inn smá­heimur það, allt frá sköpun til hinstu kveðju­stundar spannar hann og er hag­an­lega lag­aður af leik­stjór­an­um, Eddu Þór­ar­ins­dótt­ur, sem hefur auk þess skapað stíl­hreina og heill­andi fal­lega sýn­ingu með aðstoð hreyf­inga Ingi­bjargar Björns­dóttur og Ásdísar Magn­ús­dótt­ur, ein­faldrar leik­myndar og bún­inga Helgu Björns­son og skemmti­legri hár­greiðslu Guð­rúnar Þor­varð­ar­dóttur og förðun Krist­ínar Thors. Auk þess er á stundum not­ast við grímur sem styrkja blæ sýn­ing­ar­inn­ar: hér er ákveðið ritúal á ferð­inni, við fáum inn­sýn í heim kvenna sem af örlæti, elsku og kær­leika miðla okkur sinni sýn; hér er líkt og átta nornir spinni sinn vef og umvefji hann okkur og geri okkur að banda­mönnum sín­um, en rétt eins og þessar átta nornir birt­ast okkur hver með sinni rödd og fasi eru þær þó eins og ein, rödd Kon­unnar sem er frum­kraft­ur­inn í mann­legu lífi. Það er ein­fald­lega fal­legt og hríf­andi.

Auglýsing

Um ljóð Gerðar Kristnýjar þarf ekki að fara mörgum orð­um. Þau hafa fyrir löngu unnið sér þann sess að fátæk­leg orð þess sem hér skrifar fá engu þar við bætt. Þau eru til þess að njóta þeirra, það er auð­velt og sjálf­sagt að gang­ast á vald þeirra og láta þau í senn umlykja sig og fylla. Það er ekki lít­ill unaður fólg­inn í því að verða eitt með ljóðum Gerðar Kristnýjar og Edda leik­stjóri hafði raðað þeim í rök­rétta og eðli­lega frá­sögn.

Ekki kann ég skil á því hvort fjallað hefur verið sér­stak­lega um hversu vel ljóð Gerðar Kristnýjar fara í munni, en sé svo má vel nefna það einu sinni enn. Ljóðin hennar eru ákaf­lega fýsisk, lík­am­leg, og ekki síst þar sem fæð­ist hljóðið sem ber þau áfram, frá ein­stak­lingi til ein­stak­lings, frá mann­eskju til mann­eskju.

Dansandi ljóð Mynd: Aðsend

Og hér er líka að finna einn meg­in­styrk sýn­ing­ar­innar Dans­andi ljóð: hver ein­asta leik­kona á svið­inu hafði full­komið vald á fram­sögn og talanda og það var hrein­asta unun að heyra hvert orð, skilja hverja hugsun án þess að nokkur mis­brestur væri þar á. Hér er komin sér­tæk ástæða af hverju íslensku leik­húsi ber að hafa leik­hús­lista­konur 50+ í vinnu: þær kunna að tala! Þær hafa vald á tal­fær­un­um, vita hvernig á að beita þeim til að koma á fram­færi ekki bara orð­unum sem slíkum og hljóð­un­um, heldur hugs­un­inni sem undir býr og til­finn­ing­unni af þeim sprett­ur.

Það eru töfrar leik­húss­ins sem eru að verki þegar áhorf­andi og áheyr­andi sér og heyrir per­sónu úr öðrum tíma og öðru rúmi tjá sig þannig að það hrísl­ast um mann hroll­ur, sælu eða óhugn­aðar eftir atvik­um, bara af því hvernig röddin hljóm­ar. Það eru nákvæm­lega þessir töfrar sem gefa leik­hús­inu til­vistar­rétt. Og með því að hafna kröftum þess­ara reyndu kvenna er leik­húsið að fyr­ir­gera til­vistar­rétti sín­um. Hver vill sitja undir útblæstri leik­ara sem geta ekki skamm­laust komið frá sér texta eða skiln­ingi?

Dans­andi ljóð er öðrum þræði ritúal eins og nefnt var. Það hvílir helgur blær yfir sýn­ing­unni sem er hvergi ýktur eða ofgerð­ur, ávallt hóf­sam­ur, fagur og mátu­lega hlað­inn hátíð­leik eins og ritúali ber. Þess gætti ekki síst í leik­mynd og bún­ingum og upp­setn­ingu hárs, sem hér gaf öllum flytj­endum við­kunn­an­legan heild­ar­blæ.

En hér er eig­in­lega eina spurn­ingin sem skylt er að velta fyrir sér, ein­fald­lega vegna þess að sýn­ingin býr hugs­an­lega yfir mögu­leikum sem ekki hefur verið færi á að nýta, senni­lega vegna skorts á fé og tíma: ljóð Gerðar Kristnýjar búa yfir frá­sögn, það er óvé­fengj­an­legt. En skyldi vera að hægt væri að búa þeim dramat­ískan bún­ing, þar sem hver hinna sjö leikkvenna fengi hreint og beint per­sónu að skapa, sem ásamt öðrum per­sónum fleytti sög­unni áfram fram bor­inni af vilja og átökum milli per­són­anna? Skýrt skal tekið fram að þessi spurn­ing er ekki sett fram af því Dans­andi ljóð séu ófull­gerð sýn­ing – það er öðru nær! – heldur ein­ungis til að vekja athygli á því, að ljóð Gerðar Kristnýjar virð­ast búa yfir þeim krafti sem veitt per­sónu af holdi og blóði líf, og því nær tal­máli sem þau eru fram sögð, þeim mun áhrifa­rík­ari verða þau. Hér má því ætla að unnt sé að vinna enn frekar með ljóð hennar og í höndum Eddu og hennar hóps væri gaman að sjá hvort slík þróun sé yfir höfuð mögu­leg.

Ekki verður svo skilið við Dans­andi ljóð en vikið sé að tón­list­inni. Hún féll að öllu leyti vel að efni og formi sýn­ing­ar­innar og ekki varð betur fundið en gætti áhrifa frá meðal ann­ars ómstríðum tónum Kurt Weill og Hans Eisler – gaman að því. Tón­list, texti og túlkun mynd­aði í með­förum list­rænna stjórn­enda mark­vissa og með­vit­aða heild og það er í raun ekk­ert eftir en óska Dans­andi ljóðum margra og góðra líf­daga og vona að sem flestir rati í Þjóð­leik­hús­kjall­ar­ann til að leyfa ljóðum Gerðar Kristnýjar og gjörn­ingi Eddu og leik­hús­lista­kvenna 50+ hrísl­ast um sig og veita sér sýn inn í margræðan heim.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk