Svíður óréttlætið sem mætir flestum þolendum alvarlegra atvika

Auðbjörg Reynisdóttir safnar nú fyrir bókinni Stærri en banvæn mistök á Karolinafund en hún gekk sjálf í gegnum erfiða tíma í kjölfar afleiðinga læknamistaka. Hún segir frá því í bókinni hvernig henni tókst að vinna úr áfallinu.

Auðbjörg Reynisdóttir
Auglýsing

Auð­björg Reyn­is­dóttir er hjúkr­un­ar­fræð­ingur sem hefur aflað sér þekk­ingar á öryggi sjúk­linga víða um heim. Hún segir að alvar­leg atviki í heil­brigð­is­þjón­ust­unni á Íslandi hafi markað djúp spor í reynslu­banka hennar eins og hún fer yfir í bók­inni Stærri en ban­væn mis­tök, sem hún safnar nú fyrir á Karolina­fund.

„Í bók­inni fer ég yfir rann­sókn Emb­ættis land­læknis á fjórum málum innan fjöl­skyld­unn­ar, þó sér­stak­lega and­lát sonar míns. Auk þess nefnir ég nokkur önnur mál sem hafa verið í opin­berri umræðu og farið í gegnum stjórn­sýsl­una eða dóm­stóla. Þetta er allt fólk sem ég þekki per­sónu­lega. Að vera hjúkr­un­ar­fræð­ingur í þess­ari stöðu gefur efn­inu ein­stakt næmni og sér­staka inn­sýn sem setur mark sitt á efn­is­tök­in,“ segir hún.

Sonur Auð­bjargar lést eftir mis­tök og kærði hún málið til land­læknis sem stað­festi það, en við­brögðum spít­al­ans er einnig lýst í bók­inni.

Auglýsing

„Mér svíður órétt­lætið sem mætir flestum þolendum alvar­legra atvika og er knúin áfram að þeirri hug­mynd að rétta hlut þeirra og vera hjálp­ar­hönd fyrir þá sem vilja það. Það er skylda mín sem hjúkr­un­ar­fræð­ingur og þjóð­fé­lags­þegn.“

Mynd: AðsendHún lýsir því í bók­inni hvernig henni tókst að vinna sig út úr áfall­inu. Hún segir að sú leið hafi verið grýtt en lær­dóms­rík og hjálpi það ef til vill mörgum sem eru að ganga í gegnum óbæri­lega tíma. Á því ferða­lagi hafi hún leitað í stuðn­ing víða og lesið sig til um við­brögð og úrvinnslu alvar­legra atvika. Sú þekk­ing sem safn­ast hefur í sarp­inn fyllir bók­ina og vef­síð­una öðrum til hjálp­ar, að sögn Auð­bjarg­ar. Með stuðn­ing við verk­efnið verður bókin gefin út sem raf­bók til að byrja með. Vef­síðan audbjorg.com mun halda áfram og byrjað er að und­ir­búa frekara fræðslu­efni til lengri tíma. Bókin nýt­ist enn fremur sem kennslu­bók í öryggis sjúk­linga í heil­brigð­is­vís­ind­um. Eldri sonur henn­ar, Sindri Gautur er vef­stjóri síð­unn­ar.

Hvar og hvenær kvikn­aði hug­myndin að bók­inni?

„Á tveggja mán­aða ferða­lagi til Afr­íku árið 2016, með stofn­endum ABC barna­skól­ans í Bobo Dioulasso í Burk­ina Faso, las ég bók um alvar­leg atvik í Banda­ríkj­un­um. Það kveikti hug­mynd­ina að skrifa mín eigin sögu. Við skrift­irn­ar, lestur sjúkra­skrár, lestur bóka og að sækja ráð­stefnur um mál­efn­i bætt­ist fróð­leikur og viska sem stækk­aði verk­efnið meira en svo að það kom­ist allt fyrir í bók.

Tit­ill bók­ar­innar „Stærri en ban­væn mis­tök“ vísar í skila­boðin og nið­ur­stöðu mínar eftir þessa veg­ferð. Þau fel­ast í við­horfi mínu í dag um að engin breyt­ing verður á öryggi sjúk­linga eða örygg­is­menn­ing­unni eins og það er oft kallað fyrr en sjúk­lingar og starfs­menn geta horfst í augu við þessi alvar­leg­u ­at­vik, við­ur­kennt þau og verið sam­mála um að takast á við þau með auð­mýkt og sam­vinnu. Þetta eru oft það alvar­leg slys að þau rústa lífi fjöl­skyld­unnar en það er hægt að halda áfram, læra og koma í veg fyrir að þau end­ur­taki sig.“

Auðbjörg Reynisdóttir Mynd: AðsendAuð­björg segir að eng­inn vilji lenda í þessu né verða valdur af því að slíkt ger­ist. Sam­vinna sé lyk­ill­inn að fram­för­um. Söfn­unin gefi því öllum tæki­færi á að vera með, styðja það að breyt­ingar verði öllum til góðs. „Ef les­andi býr yfir reynslu og heil­ræðum til ann­arra þá er vel­komið að hafa sam­band og finna flöt á að koma þeirri reynslu á fram­færi á vef­síð­unn­i.“

Mark­mið Auð­bjargar er að efla sjúk­linga og starfs­menn til að taka stöðu sína, bæta sam­skipti og þar með bylta örygg­is­menn­ing­unni. Gera þeim kleift að efla sig í eigin öryggi. „Það er ekki nóg að fag­fólk geri það ein­hliða. Sjúk­lingar þurfa að leggja sitt af mörk­um. Fag­fólk verður að hlusta og heyra það sem sjúk­lingar upp­lifa þegar alvar­leg atvik verða. Þau verða að sjá hvaða áhrif þetta hefur á líf­ið. Það er svo mik­il­vægt að rödd sjúk­linga heyr­ist en til þess þarf mik­inn kjark, bæði að tjá sig og að hlusta á erf­iðar sög­ur. Í Nor­egi fjalla fjöl­miðlar gjarnan um svona mál bæði út frá ger­anda og þol­anda, ég tek dæmi um slíkt enda er það besta leiðin til að almenn­ingur geti skilið hvað er þarna á ferð­inn­i,“ segir hún.

Hér er hægt að skoða og styrkja verk­efnið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk