Ilmbanki íslenskra jurta

Safnað fyrir uppsetningu Ilmsýningar Nordic angan í Álafosskvos á Karolina fund.

IMG_4050.jpeg
Auglýsing

Þær Elín Hrund og Sonja Bent hjá Nor­dic angan hafa staðið að rann­sókn á angan íslenskra jurta um nokk­urt skeið. Þær ætla að gera þess­ari rann­sókn skil í formi ilm­sýn­ingar þar sem gestir og gang­andi geta lyktað af íslenskri nátt­úru og fræðst um eig­in­leika hennar ásamt því að njóta ein­stakra ilm­upp­lif­ana á borð við ilmst­urtu Nor­dic angan, sem var frum­sýnd á Hönn­un­ar­Mars síð­ast­lið­inn. Til stendur að opna Ilm­banka íslenskra jurta í lok mars 2020 í hús­næði Nor­dic angan í Ála­foss­kvos, en það vantar herslumun­inn upp á að það náist að fjár­magna verk­efnið og því leita þær eftir stuðn­ingi frá almenn­ingi í gengum Karol­ina Fund. Kjarn­inn hitti þær stöllur Sonju og Elínu og tók þær tali.

Hvernig vakn­aði hug­myndin að verk­efn­inu?

„Mig lang­aði svo að ná lykt­inni af íslenska blóð­berg­inu því hún er svo ein­stök og ynd­is­leg, segir Sonja. Ég byrj­aði að gera til­raunir með eim­ingar til að ná ilm­kjarna­ol­íum úr jurtum heima í bíl­skúrnum og svo vatt þetta upp á sig. Eftir að hafa hlotið styrk frá Tækni­þró­un­ar­sjóði hófum við Elín Hrund svo rann­sókn á eim­ingu íslenskra jurta því það er ekki til nein hefð fyrir slíku hér á landi. Ekki eru heldur til miklar heim­ildir svo við þurftum að fara í mikið af frum­rann­sóknum til að finna út hvaða jurtir inni­halda ilm­kjarna­ol­í­ur, hvenær best er að tína jurt­irnar og í hvernig veðri svo fátt eitt sé nefn­t.  Við erum nú komnar með stóran gagna­banka með yfir 100 ilmum sem við munum koma á fram­færi á sýn­ing­unni Ilm­banka íslenskra jurta. Hún verður sú fyrsta sinnar teg­undar hér á land­i.“

Auglýsing
Segðu okkur frá þema verk­efn­is­ins?

„Ilm­banki íslenskra jurta snýst um lykt­ar­skynið og íslenska nátt­úru. Lykt er svo stór partur af lífi okk­ar. Við erum að fjalla um það hvernig lykt lifir í minni manns­ins. Hvernig það að lykta af t.d. gúmmí­dekki getur vakið upp til­finn­ingu hjá þér án þess að þú áttir þig á því hvaðan hún kemur eða hvaða minn­ingu hún teng­ist. Lykt­ar­skynið er svo nátengt bæði minn­inu og til­finn­ing­unum og er frá­brugðið öðrum skyn­færum að þessu leiti. Okkur langar að bjóða fólki að kanna tengsl ilms, minn­inga og til­finn­inga í sam­ein­ingu með því að þefa af nátt­úr­unni sam­an!“

Segið okkur aðeins meira um þessa ilmst­urtu!

„Ilmst­urt­una frum­sýndum við á Hönn­un­ar­Mars 2019. Hún er í raun risa­vaxin ilm­kjarna­ol­íu­lampi með hreinum íslenskum ilm­kjarna­ol­íum fram­leiddum af Nor­dic ang­an. Ilmst­urtan var hönnuð út frá hug­mynda­fræði Shinrin-Yoku eða Jap­anskra Skóg­ar­baða og gengur i stuttu máli út á að ganga í skóg­inum og anda að sér heil­næmu lofti. Rann­sóknir jap­anskra vís­inda­manna hafa sýnt fram á að Skóg­ar­böðin draga úr streitu­horm­ón­um, bæta ónæm­is­kerfið og almenna vellíð­an. Ástæð­una má finna í ilm­kjarna­ol­íum sem trén fram­leiða og gefa frá sér til að verj­ast bakt­er­íum og skor­dýr­um. Skóg­ar­loftið lætur manni því ekki bara líða vel heldur virð­ist það í raun bæta ónæm­is­kerf­ið. Okkur fannst það skemmti­legt að færa skóg­ar­böðin inn í hús til fólks í formi ilmst­urtu þar sem þú getur baðað þig í angan íslenskrar nátt­úru og notið þess að anda að þér heilsu­bæt­andi ilmi skóg­ar­ins.“

Hér er hægt að skoða og taka þátt í verk­efn­inu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk