Spilamiðstöð sem eflir félagsleg tengsl og sköpunarkraft

Framkvæmdaglaðir Norðlendingar safna fyrir rekstri spilasalarins Goblin á Akureyri þar sem þau vilja bjóða upp á aðstöðu fyrir skapandi spilamennsku þar sem lögð er áhersla á skjálausa skemmtun.

goblin spilasalur
Auglýsing

Ásta Hrönn Harð­ar­dóttir og Þor­steinn Mar­in­ós­son eru sann­ar­lega fram­kvæmdaglatt fólk og óhrædd við að feta nýjar slóð­ir. Dag einn stukku þau út í djúpu­laug „nör­da­heims­ins“ og má segja að þau séu nú djúpt sokk­in.

Sú ákvörð­un, með aðstoð góðra vina og vanda­manna, varð til þess að nú er risin upp fyrsta verslun sinnar teg­undar á Akur­eyri, spila­sal­ur­inn Goblin, ásamt því sem þau kalla „skap­andi spila­mið­stöð“. Þar kemur fólk saman á ýmsa spila­tengda við­burði, til spila og spjalla.

Auglýsing
Aðaláhersla Ástu og Þor­steins er á félags­lega- og menn­ing­ar­lega þætti borð­spil­anna. Spila­sal­ur­inn er því hjarta rekstr­ar­ins. Þetta byrj­aði allt sem lítil hug­mynd, en hefur nú undið upp á sig og er ljóst að þörfin fyrir aðstöðu sem þessa er lang­þráð á svæð­inu. Því ákalli vilja þau mæta og safna því fyrir upp­bygg­ingu á spila­að­stöð­unni á Karol­ina Fund.

Hvernig vakn­aði hug­myndin að verk­efn­inu?

Ásta Hrönn Harðardóttir, annar stofnanda spilasalarins Goblin á Akureyri. Mynd: Aðsend

„Í raun má segja að hug­myndin af verk­efn­inu hafi kviknað fyrir um 20 árum, þegar ég fór með bróður mínum í fyrsta skipti inn í Nexus í Reykja­vík, sem þá var stað­sett á Hverf­is­göt­unn­i,“ segir Ásta.

„Þarna upp­götv­aði ég alveg nýjan heim. Mjög öðru­vísi, en heill­andi þrátt fyrir að ég skildi nú ekki mikið í mörgu því sem þarna var til sölu. Okkur systkin­unum er spila­mennska í blóð bor­in, alin upp við skák, félags­vist og spilað ófá borð­spilin saman svo ég tengdi þó við margt. Systk­ini mín voru þarna búin að kynn­ast spilum á borð við War­hammer, Magic the Gather­ing og D&D og ég að taka nám­skeið í nýsköp­un.“

Ásta segir hug­mynda­fræð­ina í kringum öðru­vísi spil áhuga­verða, spil sem eru mjög skap­andi, eins og hlut­verka­spil. „Ég fór að velta þessum bransa fyrir mér. Við byrj­uðum svo að leika okkur með hug­myndir um að opna svona búð á Akur­eyri, en svo lagð­ist sú hug­mynd í dvala um nokk­urt skeið.“

„Svo kom að þeim tíma­punkti löngu síðar að ég vildi gera eitt­hvað nýtt og stofna mitt eigið fyr­ir­tæki. Þá vakn­aði þessi hug­mynd hjá mér aft­ur, því bæði börnin mín og systk­ina­börn voru komin með brenn­andi áhuga á þessum heimi. Upp­haf­lega ætl­uðum við Steini bara að reka „litla vef­versl­un“ með smá lag­er­að­stöðu á Akur­eyri. En eitt leiddi af öðru og oft þegar við fáum hug­myndir sam­an, verða þær oft aðeins stærri en við ætl­uðum og ger­ast oft mjög hratt!“

Skjá­laus sam­vera

Ásta segir að verk­efnið hafi loks farið af stað þar sem þau kynnt­ust frá­bærum og öfl­ugum hópi spil­ara.

„Þar fengum við svo rosa­lega jákvæðar og góðar mót­tökur og ómet­an­legan stuðn­ing í því sem við vorum að gera að bolt­inn fór að rúlla. Það sýndi okkur hversu jákvætt og vald­efl­andi sam­fé­lag er í kringum þessi spil. Við átt­uðum okkur betur á mik­il­vægi þess að skapa þarna ákveðna miðju í bænum til að gera það auð­veld­ara hitt­ast og tengj­ast öðrum með sömu áhuga­mál.“

Þannig varð til áhug­inn á að reka spila­mið­stöð. „Þessi frá­bæri hópur fer svo bara stækk­andi og erum við alltaf að kynn­ast nýju, skemmti­legu og skap­andi fólki,“ segir Ásta.

Þema verk­efn­is­ins er „skap­andi spila­mið­stöð“. „Það felur í sér að við leggjum áherslu á spil sem efla félags­leg tengsl og sköp­un­ar­kraft. Til þess að skapa góða og þægi­lega stemn­ingu þurfum við hlý­legt og nota­legt rými. Einnig að hafa ýmsa auka­hluti og hús­gögn sem þarf fyrir spilin til stað­ar. Því söfnum við fjár­magni fyrir bæði aðföngum og vinnu, til þess að geta haft aðstöð­una opna öllum án end­ur­gjalds. Aðstaðan er opin spila­á­huga­fólki til afnota á opn­un­ar­tíma versl­un­ar­innar og eru þar ýmsir skemmti­legir við­burðir flesta daga sem vert er að kynna sér.“

Kjarn­inn í starf­sem­inni er áherslan á skjá­lausa sam­veru.

„Okkur finnst afar mik­il­vægt að börn og full­orðnir stundi áhuga­mál sem styrkja félags­leg tengsl og efla skap­andi hugsun en týni sér ekki í skjá­tækj­um. Það er eitt af því sem við erum hvað stolt­ust af við spila­sal­inn okk­ar. Hjá okkur er tæki­færi til þess að gleyma sér við skjá­lausa skemmt­un. Það er eitt­hvað sem okkur er mjög hug­leik­ið. Við teljum spila­sal­inn geta þjónað því mik­il­væga hlut­verki að vera frið­sælt afdrep í hraða nútím­ans,“ segir Ásta.

Hægt er að styrkja verk­efnið hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk