Erum ekki sérfræðingar í gulli segir danska lögreglan

danmörk
Auglýsing

Frum­varp dönsku rík­is­stjórn­ar­innar um að heim­ilt verði að gera upp­tækar eigur flótta­fólks sem kemur til Dan­merkur hefur vakið mikla athygli og ein­skorð­ast ekki við Dan­mörku og nágranna­lönd­in. Banda­ríska dag­blaðið Was­hington Post sagði ítar­lega frá þessum fyr­ir­ætl­unum dönsku stjórn­ar­innar og sagði þær vekja upp óhugn­an­legar minn­ingar frá síð­ari heims­styrj­öld.

Frum­varpið nýtur stuðn­ings meiri­hluta þing­manna. Sá hluti þess sem snýst um per­sónu­legar eigur sem fólk hefur með sér við kom­una til Dan­merkur segir að; venju­legir hlut­ir, eins og úr og far­símar skuli ekki gerðir upp­tæk­ir. Sama gildir um hluti sem hafa sér­stakt gildi fyrir eig­and­ann, nema því aðeins að verð­mæti hlut­ar­ins, eða hlut­anna, sé svo mikið að ekki telst eðli­legt að und­an­skilja það. Reiðufé sem nemur um það bil 3 þús­und dönskum krónum (tæp­lega 60 þús­und íslenskar) fær eig­and­inn að halda, pen­inga umfram það skal lagt hald á.

Inger Støjberg ráð­herra inn­flytj­enda­mála hefur í við­tölum sagt að þetta séu sann­gjarnar regl­ur, í Dan­mörku sé stefnan sú að eigna­fólk, borgi að ákveðnu marki fyrir þá þjón­ustu sem það njóti af hálfu sam­fé­lags­ins (einkum gegnum skatt­kerf­ið) en þeir sem minna mega sín fái sömu þjón­ustu á öllum svið­um. Ráð­herr­ann hefur bent á að eðli­legt sé að sömu reglur gildi um fólk sem kemur frá öðrum lönd­um.

Auglýsing

Margir þing­menn lýsa efa­semdum við eigna­upp­tök­una

Eins og áður sagði nýtur frum­varpið stuðn­ings mik­ils meiri­hluta í þing­inu en eftir að umræðan um eigna­upp­tök­una gaus upp hafa margir þing­menn lýst efa­semdum sínum um þann hluta frum­varps­ins. Segja eitt­hvað á þá leið að mjög skýrar línur þurfi að marka varð­andi hvað megi og hvað megi ekki. Sumir úr þessum hópi segja öld­ungis frá­leitt að hringar verði rifnir af fingrum fólks, slíkt komi ein­fald­lega ekki til greina. Sé hrein mann­vonska og lít­ils­virð­ing við það fólk sem flúið hefur heima­land sitt og á í mörgum til­vikum ekk­ert annað en fötin sem sem það stendur í og nokkra per­sónu­lega hluti, til dæmis hringa.Tals­menn Danska þjóð­ar­flokks­ins, sem styður frum­varp­ið, sjá ekki ástæðu til að vera með sér­staka fyr­ir­vara um hvað megi og hvað ekki, þar eigi verð­mæta­matið að ráða.

Við erum ekki mats­menn segir lög­reglan     

Inn­an­rík­is­ráð­herr­ann hefur sagt að það verði verk lög­reglu að skoða eigur þeirra sem komi til lands­ins og meta hvort og hvað skuli lagt hald á. Þessar hug­myndir mæl­ast ekki vel fyrir innan lög­regl­unn­ar. For­maður Lands­sam­bands lög­reglu­manna, Claus Oxfeldt, hefur lýst því yfir að þetta sé verk­efni sem geti tæp­ast talist í verka­hring lög­reglu­þjóna. Við erum ekki sér­fræð­ingar í því að meta verð­mæti og getum ekki metið hvort til­tek­inn hringur kosti tíu þús­und krónur eða millj­ón.” Inger Støjberg ráð­herra hefur svarað því til að hún telji að lög­reglu­menn sjái nú nokk hvort um sé að ræða ódýrt glingur eða gló­andi gull. Líka komi til greina að fá sér­staka mats­menn, sér­fræð­inga, til verks­ins. Einn sér­fræð­ingur sem danskt blað hafði sam­band við sagð­ist ekki ætla að taka að sér slíkt skít­verk (beskidt stykke arbejde) yrði til sín leit­að.

Saumað að ráð­herr­anum  

Danskir fjöl­miðlar hafa und­an­farna daga gengið hart að Inger Støjberg ráð­herra og kraf­ist und­an­bragða­lausra svara varð­andi skart­gripa­mál­ið, sem þeir kalla líka dem­anta­mál­ið. Ráð­herr­ann hefur staðið fast á sínu og sagt að stjórnin standi í einu og öllu við frum­varp­ið.

Í gær var tónn­inn þó örlítið breytt­ur. Þá sagði ráð­herr­ann í við­tölum við danska miðla eitt­hvað á þá leið að hún treysti lög­regl­unni full­kom­lega fyrir að fara með þetta mál og ann­ast mat á skart­gripum og öðru slíku. Og sagði svo að lög­reglan hefði líka það val að spyrja ekki. Bætti svo við að flest fólk væri heið­ar­legt og ef spurt væri við kom­una til lands­ins hvort það hefði í fórum sínum verð­mæti myndi það svara heið­ar­lega. Þessi orð vöktu athygli frétta­manna sem túlk­uðu þau á þann veg að með þeim væri ráð­herr­ann að draga í land og slá á gagn­rýn­is­radd­irn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent
None