Sigmundur Davíð: Bar hvorki formleg né siðferðisleg skylda til að segja frá

Sigmundur
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra segir að hon­um hafi ekki borið nein skylda, hvorki form­leg né sið­ferð­is­leg, til að greina frá­ því að eig­in­kona hans ætti kröfur í slitabú föllnu bank­anna. Hann íhug­aði aldrei að segja af sér vegna máls­ins og telur afskap­lega und­ar­legt að fara í slíkar vanga­velt­ur.

For­sæt­is­ráð­herra telur held­ur ekki  að hags­muna­skrán­ing þing­manna hafi ekki kraf­ist þess af honum að upp­lýsa um afland­seigu­fé­lag eig­in­konu sinnar né að ákvörðun hans um að upp­lýsa ekki um það sé ekki í and­stöðu við siða­regl­ur ­rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sem settar hafi verið af síð­ustu rík­is­stjórn og eru enn ekki stað­festar af þeirri sem nú sit­ur. Sig­mundur Davíð seg­ist byggja sið­ferð­i sitt á lögum og reglum og á því að gera sam­fé­lag­inu sem mest gagn. Þegar hann hafi verið ásak­aður um að vera lýð­skrum­ari fyrir síð­ustu kosn­ingar fyrir að hafa talað dig­ur­bark­lega um að ganga hart fram gegn kröfu­höfum föllnu bank­anna hafi verið freist­andi að greina frá því að hann væri til­bý­inn að ganga á hags­muni eig­in­konu sinn­ar. „Mér fannst ekki sið­ferð­is­lega rétt að blanda henni í þessa umræðu til að upp­hefja sjálfan mig.“ Þetta er meðal þess ­sem fram kemur í við­tali við Sig­mund Davíð í Frétta­blað­inu í dag. Þar svar­ar hann í fyrsta sinn spurn­ingum um aflands­fé­lag í eigu Önnu Sig­ur­laug­ar Páls­dótt­ur, eig­in­konu sinn­ar, og eign hennar á kröfum í slitabú fölln­u ­bank­anna. Sig­mundur Davíð hefur ekki viljað svara spurn­ingum ann­arra fjöl­miðla um mál­ið.

Í Frétta­blað­inu er Sig­mundur Davíð spurður hvað hafi ráðið því að eig­in­kona hans hafi til­kynnt um aflands­fé­lagið á þeim tíma sem hún­ ­gerði það, á mið­viku­dag í síð­ustu viku. Hvort að það hafi verið vegna þess að ­fjöl­miðlar hefðu verið að graf­ast fyrir um málið eða hvort það hafi tengst því að siða­reglur þing­manna voru sam­þykktar í þing­inu dag­inn eft­ir. Hann svarar því ekki beint hvort þessi atriði hafi ráðið úrslit­um, en stað­festir að ein­hver fjöl­mið­ill­inn hafði verið að spyrj­ast fyrir um þetta, en það var bara fram­hald af þess­ari löngu sög­u.“ For­sæt­is­ráð­herra segir að hann hafi ver­ið við­staddur þegar eig­in­kona hans skrif­aði stöðu­upp­færsl­una á Face­book þar sem hún greindi frá eign­ar­hald­inu – það hafi gerst í eld­hús­inu heima hjá þeim – en seg­ir hana hafa skrifað yfir­lýs­ing­una eina.

Auglýsing

Sig­mundur Davíð seg­ist alltaf hafa litið svo á að all­ir Ís­lend­ingar séu kröfu­haf­ar, meðal ann­ars vegna þess að líf­eyr­is­sjóðir lands­ins áttu miklar kröfur auk Seðla­banka Íslands.  „Í þessu máli hefur eng­inn talið ástæðu til að ­gera sér­stak­lega grein fyrir hags­munum sín­um. Þó voru þing­menn og fyrr­ver­and­i ráð­herrar sem eiga gríð­ar­legan upp­safn­aðan líf­eyri sem eru líka hags­munir í þessu máli. Þú ræðir um siða­regl­ur, það er alveg ljóst að frá því að menn fóru að takast á við þessi stóru efna­hags­mál í tengslum við hrunið að menn hafa verið að taka ákvarð­anir sem hafa gíf­ur­leg áhrif. Ekki bara á hags­muni tengdra heldur þeirra sjálfra líka. Neyð­ar­lögin t.d. tryggðu eignir í bönk­um, inni­stæður og pen­inga­mark­aðs­sjóði. Þær eignir voru tryggðar á kostnað ann­arra ­eigna, t.d. skulda­bréfa. Þeir breyttu lög­unum til að for­gangs­raða í þágu slíkra ­eigna. Samt sá eng­inn ráð­herra eða þing­maður ástæðu til þess að gera grein ­fyrir því hversu miklar eignir hann væri að verja fyrir sig eða sína.“

Hann segir frá­leitt að halda því fram að eignir eig­in­kon­u hans hafi haft eitt­hvað um fram­göngu hans í málum gegn kröfu­höfum fölln­u ­bank­anna að segja. Hann hafi leitt þá umræðu um að ganga hart fram gegn þeim.

For­sæt­is­ráð­herra segir enn fremur að hann hafi ekki hugs­að það sér­stak­lega að segja Bjarna Bene­dikts­syni, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, frá eignum eig­in­konu sinn­ar. „Ég hugsa að mér hefði þótt ankanna­leg­t að fara að ræða fjár­mál eig­in­konu minnar við hann. Hann hefur verið með­vit­að­ur­ um það frá upp­hafi hvar ég stend í þessu máli. Hversu ákafur ég hef verið í að ná þessum árangri og hefur verið góður sam­starfs­mað­ur. Það hefði kannski frekar verið freist­ingin að nota þetta í póli­tísku umræð­unni þegar sótt var að mann­i. ­Með því að segja sjá­iði, hérna. Þetta er svo mik­il­vægt að hugs­an­legir pen­ing­ar ­sem konan mín fengi með því að fara aðrar leiðir skipta engu máli. En þá hefð­i ég með því verið að sveifla henni fyrir framan mig þegar öll spjót stóðu á mér­ ­fyrir að vera með óraun­hæfar til­lög­ur.“ Sig­mundur Davíð segir að Bjarni hafi ekki tekið því illa þegar hann greindi honum frá aflands­fé­lagi og kröfu­eign eig­in­konu sinn­ar. Þá hafi heldur engin við­brögð komið frá Seðla­banka Íslands vegna þess.

Sig­mundur Davíð segir aðra stjórn­mála­menn ekki hafa ­greint frá hags­munum sínum eftir hrun þegar þeir tóku ákvarð­an­ir. Þá sem átt­u ­pen­inga í bönk­um, inn á inn­láns­reikn­ing­um, í pen­inga­mark­aðs­sjóðum eða átt­u ­mikil líf­eyr­is­rétt­indi. Í öllum þeim ákvörð­unum hafa menn ver­ið að fást við mikla hags­muni. Í flestum til­vika hefur þetta snú­ist um að þeir væru að verja hags­muni sína og fjöl­skyldna sinna án þess að þeir teldu ástæð­u til að gera grein fyrir því. Að mínu mati var það bara eðli­legt því um leið voru þeir að verja hags­muni sam­fé­lags­ins. Hér er frekar um það að ræða að ég er að fórna hags­munum fjöl­skyld­unnar til þess að verja hags­muni sam­fé­lags­ins. Þessi efna­hags­lega end­ur­reisn hefur verið slagur og stríð þar sem ég hugs­að­i allan tím­ann fyrst og fremst um mark­mið­ið. Ef maður hefur tæki­færi til að fara ­yfir allt sem maður hefur gert getur maður eflaust fundið atriði sem mað­ur­ ­myndi breyta, en égmyndi veigra mér við því að breyta ein­hverju í þess­ari bar­áttu í því ljósi að það hafð­ist sig­ur. Far­sæl nið­ur­staða náð­ist.“

Sig­mundur Davíð segir eig­in­konu sína hafa tapað á þátt­töku hans í stjórn­mál­um, ekki grætt. Hún hafi t.d. valið að fjár­festa ekki á Íslandi fyrir auð sinn í aflands­fé­lag­inu vegna þeirrar þátt­töku og ekki far­ið fjár­fest­inga­leið Seðla­banka Íslands, sem auð­ugum Íslend­ingum hafi staðið til­ ­boða. For­sæt­is­ráð­herra seg­ist undr­andi á því hvernig sumir hafi gengið fram ­gagn­vart honum í þessu máli og nefnir þar sér­stak­lega Björn Val Gísla­son, ­þing­mann Vinstri grænna. Hann hafi ekki fundið jafn þéttan stuðn­ing og í þessu ­máli. „Ég held að það sé vegna þess að þetta fólk sem hefur unnið með mér veit að ég hef verið vak­inn og sof­inn í þess­ari bar­áttu og hef ekk­ert látið stoppa mig í henni. Mér finnst mjög ósann­gjarnt að fjár­hagur eig­in­konu minnar sé not­aður til þess að höggva í mig.“

For­sæt­is­ráð­herra seg­ist þó skilja að almenn­ingur vilj­i svör og við­ur­kennir að hann hafi ekki verið nægi­lega skýr. „Ég reyndi að halda mig við prinsippið með það að tjá mig ekki um kon­una mína. Spurn­ingin mín var, ef ég vík frá þessu prinsippi og fer að tjá mig um þetta, hvar endar það? Það er enda­laust hægt að gera það tor­tryggi­legt að fólk eigi pen­inga, til dæm­is­ barst fyr­ir­spurn, eða krafa, um að konan mín birti sund­ur­liðað yfir­lit yfir­ ­eignir sín­ar. Maður spyr sig, hvar á þetta að enda? Ég held að flestir sem á annað borð vilja gefa manni ein­hvern séns, hljóti að sjá að það sem er aðal­mál­ið er að konan mín hefur staðið skil á öllu sínu, sýnt í mál­inu frekar fórn­fýsi en hitt, og það að þeir þing­menn og fleiri sem stóðu helst í vegi fyrir því að þessi árangur næð­ist, að þeir stökkvi fram. Ég held að flestir sjái í gegn­um það. En svo áttar maður sig á því, að fólk er að velta alls konar hlutum fyr­ir­ ­sér, og þá komst ég að þeirri nið­ur­stöðu að það væri betra að fara í þetta við­tal og gera grein fyrir þessum hlutum öll­um. Eins og þessu grund­vall­ar­at­rið­i að konan mín er ekki að hagn­ast á því að geyma eignir sínar áfram erlend­is.“

Sig­mundur Davíð seg­ist ekki efast um að ­Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn myndi styðja hann ef van­traust­til­laga yrði lögð fram á hann. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None