Alls segjast 67,2 prosent aðspurðra að þeir myndu kjósa Guðna Th. Jóhannesson sagnfræðing sem forseta Íslands í komandi forsetakosningum. 14,8 prósent segja að þeir myndu kjósa Davíð Oddsson, 12,1 prósent Andra Snæ Magnason og 2,9 prósent Höllu Tómasdóttur. Aðrir forsetaframbjóðendur myndu fá minna fylgi. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnum sem Maskína gerði daganna 10-13 maí.
Þar kemur einnig fram að að Davíð Oddsson dregur til sín tæplega helming af því fylgi Ólafs Ragnars Grímssonar, fráfarandi forseta, (48,9 prósent) en nánast ekkert af fylgi Guðna Th. (4 prósent). 34,7 prósent af fylgi Ólafs Ragnars fór til Guðna Th. Þá kemur fram að ríflega sjö af hverjum tíu svarendum eru ánægðir með þá ákvörðun Ólafs Ragnars að hætta við að hætta við að hætta sem forseti. 13 prósent voru óánægð með þá ákvörðun.
Þetta er önnur könnunin sem hefur verið birt frá því að Davíð tilkynnti um framboð sitt á sunnudag, og mælir stuðning við hann eftir þann tíma. Sú fyrri var könnun Fréttablaðsins sem birt var á miðvikudag. Þar sögðust alls 69 prósent þeirra sem tóku afstöðu til þess hver eigi að vera næsti forseti landsins að þeir vildu Guðna Th. í embættið. Davíð mælist með 13,7 prósent fylgi og Andri Snær með 10,7 prósent.