Fanney Birna Jónsdóttir, aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins, hefur sagt upp störfum hjá 365. Hún hefur hefur gengt stöðunni í tæpt ár, en Fanney Birna tók við henni í ágúst 2015. Fanney Birna vildi ekkert tjá sig um málið þegar Kjarninn hafði samband við hana.
Starfsfólk Fréttablaðsins og Vísis sendi í morgun frá sér yfirlýsingu til stjórnarformanns 365, forstjóra og aðalritstjóra fyrirtækisins, þar sem uppsögn á yfirmanni ljósmyndadeildar 365, Pjeturs Sigurðssonar, er mótmælt harðlega. Uppsögnin er sögð óverðskulduð í yfirlýsingunni, en Pjetri var sagt upp störfum fyrir helgi.
Þar eru einnig hörmuð „óásættanleg vinnubrögð aðalritstjóra og yfirstjórnar fyrirtækisins í aðdraganda uppsagnar Pjeturs og við kynningu á henni til samstarfsmanna hans.“ Aðalritstjóri 365 miðla er Kristín Þorsteinsdóttir og forstjóri þess er Sævar Freyr Þráinsson.
Hægt er að lesa frétt Kjarnans um yfirlýsingu starfsmannanna hér.