Wintris-málið snérist bara um að fella forsætisráðherra

Umfjöllun fjölmiðla um aflandsfélagaeign Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og eiginkonu hans snérist bara um að fella hann. Sigmundur hafði þvælst fyrir kröfuhöfum og lokið stórum málum. Þetta segir Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona hans, í viðtali.

Frétt á forsíðu Morgunblaðsins í dag, úr viðtali við Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.
Frétt á forsíðu Morgunblaðsins í dag, úr viðtali við Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.
Auglýsing

Umfjöllun um aflands­fé­laga­eign Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, og eig­in­konu hans snérist bara um að fella for­sæt­is­ráð­herr­ann. Margir vildu ná sér niður á honum fyrir að hafa þvælst fyrir kröfu­höfum bank­anna og leyst úr stórum málum sem aðrir stjórn­mála­menn höfðu gef­ist upp á. Þetta segir Anna Sig­ur­laug Páls­dótt­ir, eig­in­kona Sig­mundar Dav­íðs, í við­tali við Morg­un­blaðið í dag. Það fyrsta sem hún veitir eftir að Wintris-­málið kom upp í mar­s. 

Hún segir að Sig­mundur Davíð hafi hringt strax í sig þegar hið fræga við­tal sem sænskur sjón­varps­maður tók við hann í ráð­herra­bú­staðnum 11. mars síð­ast­lið­inn var lok­ið. Hann hafi verið miður sín yfir að hafa verið beittur ósvífnum blekk­ing­um. Hún hafi í kjöl­farið ákveðið að skrifa stöðu­upp­færsla á Face­book um aflands­fé­laga­eign sína. For­sæt­is­ráð­herra­hjónin fyrr­ver­andi hafi hins vegar gert þau mis­tök að trúa því að fjöl­miðla­menn­irnir sem stóðu að umfjöll­un­inni væru að reyna að kom­ast að kjarna og sann­leika máls­ins. 

Sig­mundur vildi vaða í sjón­varps­menn­ina

Anna Sig­ur­laug gagn­rýnir fjöl­miðla harð­lega í við­tal­inu, segir þá hafa verið óheið­ar­lega og ekki tekið til­lit til svara sem for­sæt­is­ráð­herra­hjónin fyrr­ver­andi hafi sent þeim í aðdrag­anda umfjöll­unar Kast­ljóss og Reykja­vík Media, sem sýnd var sunnu­dag­inn 3. apríl og vakti heims­at­hygli. „Sig­mundur vildi vaða strax í sjó­varps­menn­ina og óheið­ar­lega fram­göngu þeirra en aðrir töldu ekki rétt að veita þeim slíka athygli. Best væri að leggja bara fram öll gögn og sýna að ávirð­ingar sjón­varps­mann­anna hefðu verið rang­ar. Það var auð­vitað mikið áfall þegar þátt­ur­inn var svo sýndur að sjá að það var ekki minnst á svörin frá okk­ur. 

Auglýsing



Þau virt­ust engu máli skipta og það þótti greini­lega engin ástæða til að draga fram hið rétta í mál­inu. Það var fyrst og fremst áfall því það stað­festi það sem okkur var farið að gruna að þetta sner­ist alls ekki um að fá fram hið sanna í mál­inu. Þetta sner­ist bara um það að fella for­sæt­is­ráð­herrann. Það sáu auð­vitað margir sem vildu ná sér niður á mann­inum sem hafði þvæl­st, svo eftir var tek­ið, fyrir kröfu­höfum bank­anna og leyst úr stórum málum sem aðrir stjórn­mála­menn höfðu gef­ist upp á að fást við. Miðað við það hversu ljótur leikur þetta var og hvernig þetta teygði sig út fyrir land­stein­ana þá kæmi mér ekki á óvart þó ein­hverjir úr hópi kröfu­haf­anna hafi ýtt undir þessa umfjöllun og séð sér veru­legan hag í því að velta for­sæt­is­ráð­herra lands­ins úr sessi.“

Mik­il­vægt að Fram­sókn og Sig­mundi vegni vel

Anna Sig­ur­laug segir við Morg­un­blaðið að það hafi verið þung­bær ákvörðun þegar Sig­mundur Davíð vék úr emb­ætti for­sæt­is­ráð­herra. Hún hafi brotnað niður þegar það varð nið­ur­stað­an. „Mér þótti mjög ósann­gjarnt að mað­ur­inn sem hafði staðið í lapp­irnar fyrir hönd þjóð­ar­innar í gríð­ar­lega stórum málum og erf­iðum og náð árangri sem vakið hefur athygli um allan heim, var lát­inn gjalda fyrir umfjöllun sem ekki stóðst nokkra skoð­un.“ 

Frétt á forsíðu Morgunblaðsins í dag, úr viðtali við Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.Hún ætlar þó að styðja Sig­mund Davíð áfram í sinni stjórn­mála­bar­áttu, en hann hefur lýst því yfir að hann ætli sér að leiða Fram­sókn­ar­flokk­inn áfram í kom­andi kosn­ing­um. Það sé mik­il­vægt að honum og Fram­sókn­ar­flokknum vegni vel í kosn­ing­unum og að Sig­mundur Davíð hafi áhyggjur af því að stór og mik­il­væg mál verði ekki til lykta leidd nema að haldið verði rétt á þeim. „Í mínum huga verður hann að halda bar­átt­unni áfram og ég er sann­færð um að margir eru mér sam­mála um það.“

Hættu­merki í sam­fé­lags­miðlum og net­inu

Anna Sig­ur­laug seg­ist sjá ákveðin hættu­merki í íslensku sam­fé­lagi sem taka þurfi alvar­lega.Það sé ofboðs­leg harka og grimmd hlaupin í sam­fé­lagið á mörgum svið­um, sér­stak­lega í tengslum við sam­fé­lags­miðla og net­ið. „Bak við tölvu­skjá­ina er hægt að láta margt flakka en þetta teygir sig einnig inn í þingið og á fleiri staði. Þar ræðst sam­starfs­fólk til dæmis mjög harka­lega og per­sónu­lega á hvert annað og þetta á sér birt­ing­ar­myndir víð­ar. Það er eins og að það sé gefið skot­leyfi á það fólk sem býður sig fram og nán­ast gengið út frá því að þeir sem bjóði fram krafta sína í stjórn­málum hafi ein­hverjar ann­ar­legar hvatir að baki.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None