Kom eins og stormsveipur

Kobe Bryant var fyrirmynd ungra íþróttaiðkenda. Hann lagði sig fram um að tengjast fyrirmyndum í ólíkum íþróttagreinum, til að hafa jákvæð áhrif um allan heim. Körfuboltaheimurinn er í sjokki eftir andlát hans.

kobe-bryant-1999-lakers-billboard-650.jpg
Auglýsing

Allt í einu kom 17 ára gam­all leik­maður eins og storm­sveipur inn í NBA deild­ina, og sýndi fljótt að hann hafði óvenju­lega hæfi­leika. Kobe Bryant er í fámennum hópi körfu­bolta­manna í sög­unni, sem kom beint úr High School - Lower Mer­ion High School í Phila­delphia - inn í NBA deild­ina. 

Ein­hver neisti fylgdi hans leik frá byrj­un; hann var alveg ótta­laus, óð áfram og sveif um eins og hann ætti auð­veld­ara að athafna sig í loft­inu en í öðrum aðstæð­u­m. 

Það er erfitt að skýra það út fyrir fólki, sem ekki þekkir vel til þess hvernig íþrótta­heim­ur­inn í Banda­ríkj­unum virkar, hversu mikið afrek það er að koma beint úr High School inn í deild þeirra bestu, og hafa jafn mikil áhrif á körfu­bolta sem íþrótt og hann hafði. Þús­undir leik­manna reyna að kom­ast inn í deild­ina ár hvert, þegar nýliða­valið fer fram, en fáir eru valdir úr stórum hópi - og það að koma beint úr High School, er ekki á færi nema þeirra sem eru með sér­staka og fáséða hæfi­leika.

Auglýsing

En við­brögð nú - þegar hann er lát­inn - segja ákveðna sögu. Fólk trúir því varla að hann sé lát­inn. Hann var ódauð­legur í huga margra.

Hann var dýr­lingur í Los Ang­el­es, þar sem hann spil­aði allan sinn fer - frá 1996 til 2016 - eftir að hann kom til félag­ins frá Charlotte Hornets, sem valdi hann í nýliða­val­inu en skipti honum til LA nær sam­stund­is. 



Bryant var einn þeirra sem hafði ekki aðeins óvenju­lega lík­am­lega hæfi­leika sem körfu­bolta­mað­ur, heldur var hann einnig fram­úr­skar­andi í öllum hliðum leiks­ins. Umfram allt ein­kennd­ist fer­ill hans af því að vera liðs­maður og leið­togi LA Lakers. Hann var 18 sinnum val­inn í stjörnu­lið deild­ar­inn­ar, vann NBA tit­il­inn fimm sinn­um, var í tvígang besti leik­maður úrslita­keppn­inn­ar, besti leik­mað­ur­inn (MVP) árið 2008 og svo mætti lengi telja. Hann vann troðslu­keppn­ina 1997 og var með svið­ljósið á sér - skært og áber­andi eins og LA er von - frá fyrsta deg­i. 



Bryant hafði mikil áhrif á íþrótt­ir, og lagði sig fram um að tengj­ast íþrótta­fólki í ólíkum íþrótta­greinum um allan heim - í von um að geta nýtt frægð sína og störf, til að örva íþrótta­iðkun fólks, ekki síst kvenna og ung­menna. 

Gianna, dóttir hans, lést með honum í þyrluslys­inu í gær, en þau voru á leið í leik með skóla­liði hennar - þar sem Kobe var þjálf­ari. Í nýlegu við­tali við CNN tal­aði Kobe mikið um að konur myndu spila í NBA deild­inni einn dag­inn, og að margar þeirra bestu hefðu nú þegar getu til þess. 

Þá var aðdáun hans á evr­ópskum fót­bolta þekkt. Hann tal­aði ítölsku reiprenn­andi, eftir að hafa búið í Rieti á Ítalíu sem krakki, en faðir hans - Joe Bryant - lék þar körfu­bolta sem atvinnu­maður í tvö ár, eftir að hafa lokið ferli sínum í NBA deild­inni. Hann sagði jafn­an, að Ítalía væri hans annað land og að góðar æskuminn­ingar væru ekki síst frá þessum fal­lega stað. 



Þegar hann hætti að spila, árið 2016 - eftir ótrú­legan 20 ára feril - snéri hann aftur í heim­sókn til Ítal­íu, og gamlar heima­slóðir í Reggia Emil­ia, og tal­aði um hversu dásam­legur staður þetta væri. „Hér byrj­aði mín saga,“ sagði hann, og heill­aði frétta­menn og við­stadda upp úr skón­um, þegar hann tal­aði á ítölsku. Borg­ar- og bæj­ar­yf­ir­völd á þessu svæði á Ítalíu hafa minnst hans, eftir að and­lát hans var stað­fest, og sagt að hann hafi verið sannur vinur svæð­is­ins.

Brosandi út að eyrum, eftir að hafa verið kynntur sem nýjasti leikmaður LA Lakers, árið 1996.Í þyrsluslys­inu lét­ust 9 manns, þar af var vinur Kobe Bryant, John Alto­belli, körfu­bolta­þjálf­ari til ára­tuga, eig­in­kona hans Keri og dóttir þeirra, sem var vin­kona Giönnu og liðs­fé­lagi í skóla­liði þeirra. Þá hefur verið stað­fest að aðstoð­ar­þjálf­ari skóla­liðs­ins, Christ­ina Mauser, hafi einnig lát­ist. Rann­sókn er nú hafin á slys­inu og aðdrag­anda þess, en talið er að allir hafi lát­ist sam­stundis þegar þyrlan hrap­aði til jarð­ar. 

Kobe, sem var 41 árs, lætur eftir sig eig­in­konu, Vanessu, og þrjár dæt­ur. 

Það síð­asta sem Kobe Bryant sendi frá sér á Twitt­er, áður en hann lést, voru ham­ingju­óskir til Lebron James, fyrir að hafa kom­ist fram úr honum á lista yfir þá stiga­hæstu í deild­inn­i. 

Kobe var þekktur fyrir að æfa mik­ið, leggja mikið á sig til að verða sá besti, bæði í vörn og sókn. Hann sagði jafnan að hann hefði ekki fæðst með neina hæfi­leika, heldur lagt mikið á sig til að ná eins langt og hann náð­i. 



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent