Tvær bylgjur dauðsfalla til viðbótar gætu skollið á Bretlandi

Breskir vísindamenn segja allt of snemmt að aflétta takmörkunum þar í landi enda deyja enn hundruð manna á degi hverjum vegna COVID-19. Utanríkisráðherrann segir dánartöluna „átakanlega“.

Fáir eru á ferli í Oxford-stræti, einni helstu verslunargötu Lundúna.
Fáir eru á ferli í Oxford-stræti, einni helstu verslunargötu Lundúna.
Auglýsing

Ótt­ast er að önnur og þriðja bylgja dauðs­falla eigi eftir að skella á Bret­landi vegna heims­far­ald­urs­ins. Þau dauðs­föll verða ekki af völd­um COVID-19 sjúk­dóms­ins heldur meðal fólks sem er með aðra sjúk­dóma og fær ekki eða veigrar sér við að nálg­ast nauð­syn­lega heil­brigð­is­þjón­ustu.

Breskir vís­inda­menn segja allt of snemmt að aflétta tak­mörk­un­um þar í landi enda deyja enn hund­ruð manna á degi hverjum vegna COVID-19. Í gær var talan komin yfir 20 þús­und. Inni í henni eru þó aðeins dauðs­föll sem verða á sjúkra­húsum en ekki þau sem verða á hjúkr­un­ar­heim­ilum eða í heima­húsum af völdum sjúk­dóms­ins.

Auglýsing

Vís­inda­menn­irn­ir, sem meðal ann­ars eru rík­is­stjórn­inni til­ ráð­gjaf­ar, segja það valda von­brigðum hversu hægt far­ald­ur­inn gangi nið­ur. „Við verðum að ná til­fellum [sýktra] niður í nokkur hund­ruð á dag áður en við get­u­m aflétt tak­mörk­un­um,“ segir Keith Neal, pró­fessor við Nott­ing­ham-há­skóla í dag­blað­inu Guar­dian í dag. „Og það gæti tekið marga mán­uð­i.“

Utan­rík­is­ráð­herra Bret­lands, Dom­inic Raab, sem hefur ver­ið ­stað­geng­ill for­sæt­is­ráð­herra síð­ustu vik­ur, segir að fjöldi dauðs­falla í land­inu vegna far­ald­urs­ins sé „átak­an­leg­ur“ en að þau hefðu orðið enn meiri ef ekki hefði verið gripið til harðra aðgerða. Hann gaf í skyn í við­tali í dag að skól­ar og fyr­ir­tæki gætu opnað aftur bráð­lega en „í nýjum veru­leika“. Þegar skól­ar yrðu opn­aðir yrði að halda fjar­lægð­ar­mörkum og fjölda­tak­mörk­unum til vernd­ar ­starfs­fólki og nem­end­um.

Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, segir að þegar skólar verði opnaðir verði áfram einhverjar takmarkanir í gildi. Mynd: EPA

Það var nauð­syn­legt að hætta val­kvæðum aðgerðum og for­gangs­raða grimmt á sjúkra­húsum í Bret­landi vegna far­ald­urs­ins. En dauðs­föllum ann­arra en COVID-­sjúkra fjölgar nú hratt og gætu þau jafn­vel orðið fleiri en þau sem kór­ónu­veiran veldur að því er fram kemur í grein­ingu Edge Health, stofn­unar sem veitir meðal ann­ars breskum heil­brigð­is­yf­ir­völdum ráð­gjöf á svið­i ­upp­lýs­inga­mála. Í grein­ing­unni segir að ef ekki verði fundnar „rót­tækar lausnir“ til að veita á nýjan leik hefð­bundna heil­brigð­is­þjón­ustu og stytta biðlista ­gæti breska heil­brigð­is­kerfið í versta falli neyðst til að inn­leiða fyr­ir­fram á­kveðna for­gangs­röð­un.

Önnur bylgjan er þegar brostin á að mati stofn­un­ar­inn­ar. ­Fórn­ar­lömb hennar eru fólk með aðra sjúk­dóma en COVID-19 sem fær ekki heil­brigð­is­þjón­ustu eða treystir sér ekki til að sækja hana vegna ástands­ins. Edge Healt­h-­stofn­unin áætl­ar, miðað við gögn frá heil­brigð­is­kerf­inu, að þeg­ar hafi um 10 þús­und manns lát­ist af þessum sökum – um 2.000 á viku að und­an­förn­u, segir í frétt Daily Tel­egraph. Margir deyja heima hjá sér. Aðrir kom­ast ekki á sjúkra­hús í tæka tíð, segir í frétt­inni.

Þriðja bylgjan gæti varað í langan tíma

Stofn­unin ótt­ast að þessi önnur bylgja dauðs­falla mun­i við­hald­ast svo lengi sem sjúkra­húsin verða að ein­beita sér fyrst og fremst að far­aldr­in­um. Hún skall á þrátt fyrir að breskir læknar hafi ítrekað sagt að allir sem á þurfi að halda fái bráða­þjón­ustu.

Þriðja bylgjan mun ríða yfir ef flösku­háls­inn í heil­brigð­is­kerf­inu verður við­var­andi næstu mán­uði. Fórn­ar­lömb hennar verð­ur­ ­fólk sem er komið með krabba­mein og hjarta­sjúk­dóma, svo dæmi séu tek­in, en hefur ekki fengið grein­ingu vegna ástands­ins. Þetta er fólkið sem á að hafa greiðan aðgang að heim­il­is­læknum sem vísar því svo áfram til með­ferða. Í frétt Tel­egraph segir að ýmsar rann­sóknir sem not­aðar eru til að greina sjúk­dóma ligg­i niðri vegna far­ald­urs­ins.

 Edge Healt­h-­stofn­unin varar við því að áhrifa þriðju bylgj­unn­ar ­geti varað í langan tíma. „En eitt er víst hún gæti verið ban­væn,“ hefur Tel­egraph eftir George Batchelor, einum stofn­anda Edge Health.

Margir Lundúnabúar halda sig heima samkvæmt ráðleggingum og panta mat frá verslunum og veitingahúsum. Mynd: EPA

Áður en far­aldur COVID-19 skall á hafði mik­ill nið­ur­skurð­ur­ átt sér stað í breska heil­brigð­is­kerf­inu og mantran um „skil­virkni“ ómaði um ­ganga allra sjúkra­húsa. Getan til að takast á við aukið álag var því ekki fyr­ir­ hendi. Stjórn­völd hafa bent á að álag á bresku sjúkra­húsin hafi ekki verið jafn­ slæmt og það sem þau ítölsku þurftu að þola. Aðrir hafa svo aftur bent á að það hafi gerst á kostnað hefð­bund­innar lækn­is­þjón­ustu, s.s. millj­óna rann­sókna, skoð­ana og með­ferða sem ann­ars hefðu átt sér stað.

Greint hefur verið frá því í breskum miðlum að gripið hafi verið til þess að flytja mikið veika sjúk­linga frá sjúkra­hús­unum og inn á hjúkr­un­ar­heim­ili til að rýma fyrir COVID-­sjúk­ling­um. Það hefur stundum haft hræði­leg­ar af­leið­ingar í för með sér.

Tveimur millj­ónum aðgerða þegar frestað?

Á meðan allt þetta er að eiga sér stað er veld­is­vöxtur á biðlistum eftir aðgerð­um, grein­ingum og með­ferð­um.

Í hverjum mán­uði eru, í eðli­legu ástandi, fram­kvæmdar um 700 ­þús­und aðgerðir í Bret­landi. Því er lík­legt að yfir tveimur millj­ónum slíkra að­gerða hafi þegar verið frestað sem bæt­ast þá við biðlista sem voru fyr­ir.

Þar sem óvissan er mikil og ekki er vitað hvenær far­ald­ur­inn ­gengur niður eru ekki margar leiðir í boði. Mögu­lega væri hægt að auka af­kasta­getu kerf­is­ins og hefur m.a. verið litið til einka­geirans í því sam­band­i. ­Skurð­stof­urnar eru þar fyrir hendi en spurn­ingin er hins vegar hvort hægt sé að ­manna þær.

Annar val­kostur er vart boð­legur en hann er sá að yfir­völd ­for­gangsraði þeim sem fá heil­brigð­is­þjón­ustu.

Boris Johnson veiktist alvarlega af COVID-19. Hann mun snúa aftur til starfa á morgun. Mynd: EPA

Boris John­son, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, mun mæta aft­ur til vinnu á morg­un, mánu­dag. Hann greind­ist með COVID-19 í byrjun apr­íl, veikt­ist í kjöl­farið alvar­lega, og hefur verið frá störfum um hríð. Hann er sagður vera undir miklum þrýst­ingi frá félögum sínum í Íhalds­flokknum sem ýmist vilja hefja aflétt­ingu tak­mark­ana strax svo bjarga megi efna­hagnum eða herða þær enn frekar og freista þess að bjarga manns­líf­um.

Trú Breta á aðgerðum stjórn­valda vegna far­ald­urs­ins hefur farið dvín­andi und­an­far­ið. Því var lofað fyrir nokkru að tekin yrði 100 þús­und ­sýni á dag en það hefur engan veg­inn gengið eft­ir. Í heild­ina hafa verið tek­in um 650 þús­und sýni og á föstu­dag voru sýna­tök­urnar tæp­lega 29 þús­und.

Stjórn­ar­and­staðan kallar eftir áætl­unum um fram­hald­ið. „Breskur al­menn­ingur hefur fært gríð­ar­legar fórnir svo að aðgerðir stjórn­valda hafi orðið að veru­leika. Hann á rétt á því að hafa aðkomu að því sem ger­ist næst. Ef við viljum hafa alla með og tryggja að allir fylgi, þá verður að gera þetta nún­a,“ skrif­aði Keir Star­mer, leið­togi Verka­manna­flokks­ins. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent