Baráttumál útgerðanna um afnám stimpilgjalda samþykkt á Alþingi

„Þetta skaðar okkar menn,“ segir formaður Sjómannasambandsins, um frumvarp um afnám stimpilgjalda í skipaviðskiptum sem samþykkt var á Alþingi í gær. Frumvarpið lækkar skattbyrði útgerða og sjómenn óttast að það skaði atvinnuöryggi þeirra.

Eftir að lögin taka gildi mun það ekki kosta útgerðirnar eina krónu, allavega ekki í stimpilgjöld hér á landi, að færa skip inn og út af íslenskri skipaskrá.
Eftir að lögin taka gildi mun það ekki kosta útgerðirnar eina krónu, allavega ekki í stimpilgjöld hér á landi, að færa skip inn og út af íslenskri skipaskrá.
Auglýsing

Umdeilt frum­varp um afnám stimp­il­gjalds vegna skipa­við­skipta, sem sjó­menn telja að stefni atvinnu­ör­yggi þeirra í hættu, var sam­þykkt á Alþingi í gær. Um er að ræða frum­varp sem lækkar skatt­byrði útgerð­anna, en á árunum 2008 til 2017 greiddu íslensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki rúma 1,2 millj­arða króna í stimp­il­gjöld vegna við­skipta sinna með fiski­skip.

Sjó­menn ótt­ast að með afnámi stimp­il­gjalds­ins fari útgerð­ar­fyr­ir­tækin að flagga skipum sínum inn og út úr land­inu í stór­auknum mæli, með nei­kvæðum afleið­ingum fyrir íslenska sjó­menn. Þegar talað er um að flagga skipum úr landi er átt við að færa þau eign­ar­hald þeirra til félaga erlend­is, til þess að geta veitt í erlendum lög­sög­um.

Í umsögn Sjó­manna­fé­lags­ins og VM - félags vél­stjóra og málm­tækni­manna um frum­varpið sagði að stimp­il­gjöldin hefðu til þessa verið „nauð­syn­legur hem­ill“ til að vernda störf íslenskra sjó­manna. Bent var á að sjó­menn væru í flestum til­fellum fjöl­skyldu­menn sem ættu lífs­við­ur­væri sitt undir öruggu rekstr­ar­um­hverfi skip­anna sem eru þeirra starfs­vett­vangur og Félag skip­stjórn­ar­manna tók svip­aðan streng í umsögn sinni um mál­ið.

Val­mundur Val­munds­son, for­maður Sjó­manna­sam­bands­ins, segir í sam­tali við Kjarn­ann að meiri­hluti efna­hags og við­skipta­nefndar hafi aug­ljós­lega ekk­ert hlustað á áhyggjur stétt­ar­fé­lag­anna af þessu máli og segir ljóst að laga­breyt­ingin muni koma niður á sjó­mönn­um.

„Þetta skaðar okkar menn,“ segir Val­mundur og bendir á að þegar skip séu færð héðan og yfir til tengdra félaga í Græn­landi sitji und­ir­menn í íslenskri áhöfn skips­ins gjarnan eftir með sárt ennið og enga vinnu, þar sem græn­lensk lög kveða á um að græn­lensk fiski­skip séu að mestu mönnuð græn­lenskum skip­verj­um. Þeir sem fái græn­lenskt pláss séu einnig á mun lak­ari kjörum en kveðið er á um í íslenskum kjara­samn­ingum og missi smám saman rétt­indi sín til almanna­trygg­inga á Íslandi. Þetta sé því slæmt mál.

Auglýsing

Meiri­hluti efna­hags- og við­skipta­nefndar mælti með því að frum­varpið yrði sam­þykkt óbreytt. Varð­andi áhyggjur sjó­manna af atvinnu­ör­yggi í vís­aði nefnd­ar­meiri­hlut­inn í nefnd­ar­á­liti sínu bæði til umsagnar Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS), hags­muna­sam­taka útgerð­ar­manna sem hafa lengi hafa barist fyrir því að stimp­il­gjaldið verði afnu­mið, og einnig til minn­is­blaðs frá atvinnu- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­inu um þetta álita­efni.

SFS sögðu að staða íslenskra sjó­manna myndi ekki breytast, yrði frum­varpið að lögum og í minn­is­blaði ráðu­neyt­is­ins sagði meðal ann­ars að frum­varpið myndi í engu breyta kjörum sjó­manna við veiðar íslenskra skipa á íslenskum afla­heim­ild­um. Ráðu­neytið benti jafn­framt á að auð­veld­ara yrði að flytja skip tíma­bundið frá Íslandi og til ann­ars rík­is. Með því gætu orðið til nýjar tekjur hjá útgerð­ar­fé­lögum og mögu­lega einnig tæki­færi fyrir íslenska sjó­menn.

Val­mundur segir að hann telji að ráðu­neytið hafi í raun ekki tekið afstöðu til þeirra atriða sem sjó­menn höfðu áhyggjur af, en byggt á minn­is­blaði ráðu­neyt­is­ins og umsögn SFS sagð­ist meiri­hluti nefnd­ar­innar þó ekki hafa „ástæðu til að óttast“ að afnám stimp­il­gjalds­ins ógn­aði atvinnu­ör­yggi sjó­manna.

Einnig sagð­ist meiri­hluti nefnd­ar­innar telja að atvinnu­ör­yggi starfs­stétta bæri að tryggja öðru­vísi en með stimp­il­gjöldum á atvinnu­tæki, til dæmis í lögum um við­kom­andi atvinnu­grein og í kjara­samn­ing­um.

Engar brýnar aðstæður kalli á skatta­lækkun á útgerð­irnar

Ekki var þó ein­hugur um þessa afstöðu í efna­hags- og við­skipta­nefnd. Jón Stein­dór Valdi­mars­son þing­maður Við­reisnar og Álf­heiður Eymars­dóttir Pírati sögðu í áliti sínu um málið að þrátt fyrir að þau væru á því að í fyll­ingu tím­ans væri skyn­sam­legt að stefna að afnámi allra stimp­il­gjalda í áföng­um, væri nú um að ræða sér­tæka skatta­lækkun fyrir útgerðir sem kaupa og selja fiski­skip.

„Engar brýnar aðstæður kalla á að sköttum sé sér­stak­lega létt af útgerð­inni eins og frum­varpið gerir ráð fyr­ir. Ekki síst í ljósi þeirra erf­iðu og óljósu tíma sem nú eru í efna­hags­mál­u­m,“ sögðu Jón Stein­dór og Álf­heið­ur.

Oddný Harð­ar­dóttir þing­maður Sam­fylk­ingar tók undir þá afstöðu sem hafði komið frá stétt sjó­manna, að vel kæmi til greina að fella niður stimp­il­gjöldin þegar skip kæmu í fyrsta skipti inn á íslenska skipa­skr. Það væri þó ekki rétt að fella þau niður þegar verið væri að flagga skipum inn og út af íslensku skipa­skránni eftir hent­ug­leika.

„Af­leið­ingar þess­arar breyt­ingar geta orðið veru­legar fyrir stöðu íslenskra sjó­manna. Stöðu sjó­manna ætti frekar að gæta að og styðja í stað þess að grípa til ráð­staf­ana sem ógna atvinnu­ör­yggi þeirra. Skýrt dæmi um slíkt er þegar íslensk skip eru skráð á Græn­landi en sam­kvæmt græn­lenskum lögum er skylda að allir und­ir­menn á skip­inu séu græn­lensk­ir. Einnig eru slysa­trygg­ingar og kjara­samn­ings­bundin rétt­indi sem sjálf­sögð eru á íslenskum skipum ekki á skipum sem flaggað er til Græn­lands,“ sagði Oddný í áliti sínu.

Önnur umræða um frum­varpið fór fram í þing­inu á þriðju­dag. Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­maður Mið­flokks­ins sagði þá að hann gæti ekki stutt frum­varpið þrátt fyrir að vera í grunn­inn sam­mála afnámi stimp­il­gjalds. Á frum­varp­inu væri nefni­lega sá galli að ekki væri komið til móts við yfir­lýstar áhyggjur sjó­manna með neinum hætti.

„Sann­girn­is­mál“ ­fyrir útgerð­irnar

Ásmundur Frið­riks­son þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks sagð­ist á móti vera full­viss um að þetta myndi virka í báðar átt­ir, þannig að fleiri erlendum skipum yrði flaggað inn og þau mönnuð íslenskum áhöfn­um.

Auglýsing

„Við sjáum núna, þegar loðnu­brestur verð­ur, að það væru gríð­ar­leg tæki­færi í því að útgerðin gæti flaggað út skip­unum sín­um, til þess að stunda veiðar á öðrum haf­svæð­um. Það er gríð­ar­lega kostn­að­ar­samt að flagga skipum inn og út og svona venju­legt upp­sjáv­ar­skip, not­að, er að greiða kannski svona 70-80 millj­ónir þegar þú flaggar því út og annað eins þegar það kemur til bak­a,“ sagði Ásmund­ur, sem bætti því við um rétt­læt­is­mál væri að ræða fyrir íslenskar útgerð­ir.

„Það þætti mörgum Suð­ur­nesja­mann­inum skrít­ið, ef að Icelandair ætl­aði að flagga út flug­vél í ein­hverja mán­uði í verk­efni erlend­is, að þá þyrfti að borga stimp­il­gjald af flug­vél­inni. Það dettur ekki nokkrum manni í hug. Þess vegna er það bara sann­girn­is­mál að útgerðin sitji við sama borð og aðr­ir,“ sagði Ásmund­ur.

Margt skrítið í „þrí­einum kýr­haus rík­is­stjórn­ar­inn­ar“

Jón Stein­dór þing­maður Við­reisnar steig einnig í pontu á þriðju­dag og gagn­rýndi að þetta frum­varp væri verið að sam­þykkja núna í miðjum heims­far­aldri sem er, sam­kvæmt spá Seðla­banka Íslands, að fara að blása Íslandi inn í dýpstu kreppu síðan árið 1920.

„Nú ber svo við að rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir þrír hafa metið það svo að það sé for­gangs­at­riði að ívilna útgerð­inni með klæð­skera­sniðnu frum­varpi henni til hags­bóta. Það er væg­ast sagt sér­kenni­legt, en það er nú einu sinni þannig að í hinum þrí­eina kýr­haus rík­is­stjórn­ar­innar er margt skrítið og kemur kannski ekki á óvart hvernig hinn þrí­eini kýr­haus hugsar í þessu máli,“ sagði Jón Stein­dór.

Fleiri þing­menn, sem mót­fallnir voru frum­varp­inu, tjáðu sig um það í pontu Alþingis í gær og sögðu þing­menn bæði Við­reisnar og Sam­fylk­ingar að sam­þykkt frum­varps­ins sýndi að hags­munir stór­út­gerð­ar­innar í land­inu væru í fyr­ir­rúmi hjá rík­is­stjórn­inn­i. 

Hanna Katrín Frið­riks­son þing­maður Við­reisnar sagð­ist sitja hjá við afgreiðslu máls­ins með óbragð í munni og Guð­mundur Andri Thors­son þing­maður Sam­fylk­ingar sagði að um væri að ræða sum­ar­gjöf rík­is­stjórn­ar­innar til útgerð­anna.





Málið var sam­þykkt með 28 atkvæðum gegn 14.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent