200 færslur fundust merktar „viðskipti“

Höfuðstöðvar Íslandsbanka í Kópavogi.
Fjármálaeftirlitið telur Íslandsbanka mögulega hafa brotið gegn lögum
Sáttarferli er hafið á milli fjármálaeftirlitsins og Íslandsbanka, vegna athugunar fjármálaeftirlitsins á framkvæmd bankans á útboði Bankasýslunnar á bréfum í bankanum sjálfum, sem gaf til kynna að lög gætu hafa verið brotin.
9. janúar 2023
Ragnhildur Geirsdóttir er fyrsta konan sem var ráðin í stöðu forstjóra í skráðu félagi. 17 ár liðu þar til kona var næst ráðin sem forstjóri hjá skráðu félagi. Það er Ásta S. Fjeldsted sem var ráðin forstjóri Festi í september 2022.
Sautján ár á milli ráðninga á konu í forstjórastóli hjá skráðu félagi
Kona var síðast ráðin í forstjórastól hjá skráðu félagi í september í fyrra eftir 17 ára hlé. Dósent við Viðskiptafræðideild HÍ segir að með ákveðinni hugarfarsbreytingu getum við orðið til fyrirmyndar. „Látum ekki önnur 17 ár líða.“
8. janúar 2023
Þeir sem vilja lesa Fréttablaðið á prenti þurfa nú að nálgast blaðið í kassa sem þessum, sem er að finna í matvöruverslun á höfuðborgarsvæðinu.
Dreifing Fréttablaðsins fer úr 80 þúsund í 45 þúsund eintök á dag eftir breytingarnar
Lesendur fá ekki lengur prentútgáfu Fréttablaðsins inn um lúguna snemma að morgni heldur þurfa að sækja sér blaðið á fjölfarna staði í þar til gerða kassa. Upplag blaðsins var 80 þúsund þegar því var dreift í hús. Það næstum helmingast við breytinguna.
7. janúar 2023
Tæknispá 2023: Tími gervigreindar er kominn og samfélagsmiðlar verða persónulegri
Í árlegri tæknispá sinni kemur Hjálmar Gíslason, forstjóri GRID, að venju víða við. Hann sér fyrir sér að sýndarveruleikatæki nú séu sambærileg að fullkomnun á sínu sviði og Nokia 232 farsíminn, þessi sem Alicia Silverstone var með í Clueless, var 1995.
7. janúar 2023
Tíu stærstu útgerðirnar halda á 56 prósent af öllum kvóta
Fjórar blokkir eru orðnar ráðandi í íslenskum sjávarútvegi. Þær hverfast í kringum Samherja, Brim, Kaupfélag Skagfirðinga og Ísfélagið. Samanlagt halda þessar blokkir á 58,6 prósent af öllum kvóta.
6. janúar 2023
Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa við Austurhöfn.
Hálfgerð Eurovision-stigagjöf hjá matsnefnd Hörpu sögð óhefðbundin
Val matsnefndar á vegum tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu á ljósabúnaði var fellt úr gildi með úrskurði kærunefndar útboðsmála um miðjan síðasta mánuð. Aðferðafræðin við stigagjöf var óhefðbundin, sagði kærunefndin.
4. janúar 2023
Stærsta nýskráning síðasta árs var Alvotech, sem nú er verðmætasta félagið í Kauphöllinni.
14 félög lækkuðu í virði en fjöldi einstaklinga sem á hlutabréf þrefaldaðist á þremur árum
Þau félög sem skráð voru á Aðalmarkað Kauphallar Íslands í upphafi árs 2022 lækkuðu samanlagt mikið í virði í fyrra, eða um á fimmta hundrað milljarða króna. Nýskráningar gerðu það hins vegar að verkum að heildarvirði skráðra félaga hélst svipað.
4. janúar 2023
Þessi sýn, Fréttablaðið í hrúgu við lúguna á heimilum  fólks, er nú liðin tíð.
Fréttablaðið hætt að koma inn um lúguna hjá fólki – Lestur hríðfallið og kostnaður aukist
Í fyrsta sinn síðan 2001 verður Fréttablaðið ekki borið inn á heimili fólks, heldur þarf það að nálgast blaðið á „fjölförnum stöðum“ eða lesa það rafrænt. Mikið tap hefur verið á rekstri blaðsins og lestur dregist gríðarlega saman.
2. janúar 2023
Þrennt sem eykur forskot Íslands
Sigurður Hannesson segir að öflugur iðnaður sé undirstaða velsældar. „Til verða eftirsótt störf um land allt, aukin verðmæti skapast og hagur landsmanna vænkast.“
1. janúar 2023
Verslun í alþjóðlegu umhverfi
Andrés Magnússon segir að íslensk verslun þurfi að fylgjast náið með öllum þeim öru breytingum sem verða á komandi árum. Fyrirtæki hafi sýnt það í gegnum árin að þau séu fljót að laga sig að breyttu umhverfi og þau muni halda áfram að gera það.
30. desember 2022
Guðbjörg Matthíasdóttir er stærsti eigandi Ísfélags Vestmannaeyja og verður stærsti eigandi sameinaðs fyrirtækis.
Rammi sameinaður Ísfélaginu og til stendur að skrá nýju risaútgerðina á hlutabréfamarkað
Samþjöppun í íslenskum sjávarútvegi heldur áfram. Sameinað Ísfélag verður á meðal fjögurra til fimm stærstu útgerðarfyrirtækja á landinu og til stendur að skrá það á markað. Guðbjörg Matthíasdóttir og fjölskylda verða langstærstu eigendurnir.
30. desember 2022
Takk fyrir árið
Svanhildur Hólm Valsdóttir segir að þótt við Íslendingar getum rifist um bankasölu og borgarmál, snjómokstur og vinnutímastyttingu, haft áhyggjur af verðbólgu, vaxtahækkunum og of mörgum tásum á Tene, sé svo margt sem fellur með okkur.
30. desember 2022
Síbreytilegar áskoranir
Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir að Íslendingar séu afar tilbúnir til þess að tileinka sér nýjar leiðir í rafrænni þjónustu, en þessari auknu notkun fylgi einnig áskoranir og þörf á breytingu á reglugerðum.
29. desember 2022
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og sonur hans, Baldvin Þorsteinsson.
Baldvin Þorsteinsson eignast erlenda útgerð Samherja sem metin er á 55 milljarða króna
Sonur Þorsteins Más Baldvinssonar hefur keypt hollenskt dótturfélag Samherja Holding sem heldur utan um erlenda útgerðarstarfsemi Samherjasamstæðunnar. Áður hafði hann, ásamt systur sinni og frændsyskinum, eignast Samherja á Íslandi.
29. desember 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Virði Alvotech aukist 142 milljarða á 16 dögum – Félagið orðið verðmætast í Kauphöllinni
Í kjölfar þess að Alvotech var skráð á First North markaðinn í sumar hríðféll virði félagsins. Eftir að félagið færði sig yfir á Aðalmarkaðinn hefur það hins vegar tekið nánast fordæmalaust stökk upp á við. Virðið jókst um 50 prósent á 16 dögum.
24. desember 2022
RÚV tekur til sín fjórðung allra tekna fjölmiðla og helming auglýsingatekna
Notendatekjur fjölmiðla hafa vaxið umtalsvert á síðustu árum en auglýsingatekjur þeirra hafa dregist saman. Þar skiptir innkoma erlendra samfélagsmiðlarisa lykilmáli, en þeir taka til sín 43,2 prósent allra auglýsingatekna á Íslandi.
24. desember 2022
Konur nenna ekki „alltaf í bjór eftir vinnu … við viljum bara frekar fara heim til barnanna“
Stjórnarkona í skráðu félagi segist ekki telja að karlarnir í stjórnunum séu „einhver klúbbur vondra karla sem vilji sitja um og fella ungar konur“ en „því fleiri skipti sem þú getur greitt götu vina þinna, því stærri karl ertu.“
21. desember 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mun leggja frumvarpið fram í vor.
Stöðva á notkun félaga til að greiða lægri skatta og láta fjármagnstekjufólk borga útsvar
Frumvarp um að láta þá sem skrá laun sem fjármagnstekjur greiða útsvar og borga tekjuskatt í stað fjármagnstekjuskatts er væntanlegt í apríl á næsta ári. ASÍ hefur áætlað að tekjur ríkissjóðs geti aukist um átta milljarða á ári við þetta.
20. desember 2022
Hagnaður í sjávarútvegi var 89 milljarðar króna í fyrra.
Hagnaður sjávarútvegs þrefaldaðist milli ára en afkoma tæknifyrirtækja breyttist lítið
Tekjur íslenska viðskiptahagkerfisins, án fjármálastarfsemi og lyfjaframleiðslu, jukust um 18 prósent í fyrra og langt umfram verðbólgu, sem var 5,1 prósent. Það er þriðja mestu aukningu á tekjum hagkerfisins síðan árið 2002.
19. desember 2022
Elon Musk keypti Twitter í lok október.
Elon Musk að hætta sem forstjóri Twitter eftir að notendur kusu hann afgerandi burt
Í gær bauð Elon Musk, eigandi Twitter og einn ríkasti maður í heimi, notendum að kjósa um hvort hann ætti að halda áfram sem forstjóri. Niðurstaðan var afgerandi. Þær tæplega 18 milljónir sem kusu vildi Musk burt úr stólnum.
19. desember 2022
Þrjár konur eru forstjórar í skráðu félagi í Kauphöll Íslands. Alls 90 prósent forstjóra eru karlar.
Konur hæfar til að vera forstjórar en áhrif og tengslanet karla koma í veg fyrir að þær séu ráðnar
Árum saman voru engar konur forstjórar í skráðu félagi á Íslandi. Nú eru þær þrjár, en einungis ein þeirra var ráðin í þegar skráð félag. Það gerðist í september 2022. Ný rannsókn sýnir að þessi staða skýrist ekki af því að konur búi yfir minni hæfni.
19. desember 2022
Ríkasta 0,1 prósentið skuldaði nánast ekkert en átti eignir upp á 330 milljarða
Flestir landsmenn eiga þorra hreinnar eignar sinnar í steypu, húsnæðinu sem þeir búa í. 90 prósent þeirra skulda rúmlega helminginaf virði eigna sinna. Þannig er málum ekki háttað hjá þeim sem eiga mest.
17. desember 2022
Það er sannarlega ekki ókeypis að fylla bílinn af bensíni um þessar mundir þótt verðið hafa lækkað.
Lækkun á bensínlítranum á Íslandi miklu minni en lækkun á innkaupaverði olíufélaga
Olíufélögin hafa aldrei tekið fleiri krónur til sín af hverjum seldum lítra af bensíni. Skörp lækkun varð á bensínlítranum milli mánaða, þegar viðmiðunarverðið lækkaði um rúmlega sex krónur á lítra. Innkaupaverð olíufélaganna um tæplega 26 krónur.
17. desember 2022
Öfundin, sundurlyndisfjandinn og vandræðalega strokuspillingin
None
16. desember 2022
Biðst afsökunar á að tilkynning um 30 prósent leiguhækkun hafi ekki verið nærgætnari
Stjórnarformaður Ölmu leigufélags segir að 30 prósent hækkun á leigu leigutaka félagsins hafi verið „fullkomlega eðlileg aðlögun að gjörbreyttu markaðsverði í miðborginni.“ Það hefði þó mátt tilkynna hana með nærgætnari hætti.
14. desember 2022
Samkeppniseftirlitið slátrar hugmyndum um að leyfa ólögmætt samráð
Matvælaráðherra vill að afurðastöðvar í sláturiðnaði fái að víkja banni við ólögmætu samráði til hliðar til að ná hagræðingu. Samkeppniseftirlitið leggst alfarið gegn því og segir málið miða að því að koma á einokun í slátrun og frumvinnslu afurða.
13. desember 2022
Það virðist alltaf vera útsala á Shein. Tískurisinn hefur nú viðurkennt að hafa brotið gegn reglum um vinnutíma í tveimur fataverksmiðjum. Eftir standa rúmlega þrjú þúsund verksmiðjur í Kína.
Shein „fjárfestir“ í bættum vinnuaðstæðum í fataverksmiðjum
Kínverski tískurisinn Shein viðurkennir að reglur um vinnutíma hafi verið brotnar í verksmiðjum sem fyrirtækið nýtir sér. Viðurkenningin nær þó aðeins til tveggja af yfir þrjú þúsund fataverksmiðjum sem framleiða háhraðatískuflíkur fyrir Shein.
13. desember 2022
Guðrún Hafsteinsdóttir er formaður efnahags- og viðskiptanefndar og mun mæla fyrir nefndaráliti meirihluta hennar.
Fallið frá því að hækka gjöld á sjókvíaeldi um mörg hundruð milljónir á ári
Til stóð að auka gjaldtöku á þau fyrirtæki sem stunda sjókvíaeldi á Íslandi strax á næsta ári. Þegar gjaldtakan yrði að fullu komin til áhrifa átti hún að skila 800 milljónum á ári í nýjar tekjur. SFS mótmælti hækkuninni og nú hefur verið hætt við hana.
13. desember 2022
Eigið fé ríkasta prósentsins á Íslandi næstum eitt þúsund milljarðar króna
Hreinn auður landsmanna óx um 578 milljarða króna í fyrra. Ríkustu 244 fjölskyldur landsins tóku til sín rúmlega 32 af þeim milljörðum króna, eða tæplega sex prósent þeirra.
12. desember 2022
Róbert Wessman, verðandi forstjóri og stjórnarformaður Alvotech, og Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands.
Markaðsvirði Alvotech jókst um 68 milljarða króna á tveimur dögum
Í desember var tilkynnt um forstjóraskipti hjá Alvotech og að lyf félagsins væri komið í sölu í 16 Evrópulöndum og Kanada. Alvotech, sem tapaði 28 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins, var svo fært á Aðalmarkaðinn í vikunni.
11. desember 2022
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur setið að völdum síðan seint á árinu 2017. Hlutfall allra ríkustu landsmanna í heildartekjum þjóðarinnar hefur aukist milli allra ára sem hún hefur setið.
Ríkasta 0,1 prósentið hefur ekki tekið til sín stærri hluta af tekjukökunni síðan 2007
Þær 244 fjölskyldur sem höfðu mestar tekjur á síðasta ári þénuðu alls 36 milljarða króna í fjármagnstekjur á árinu 2021. Það voru 20 prósent af öllum slíkum tekjum sem urðu til á því ári. Hópurinn þénaði 4,2 prósent af öllum tekjum sem urðu til í landinu.
10. desember 2022
Guðbjörg Matthíasdóttir, er stærsti einstaki eigandi Þórsmerkur og Árvakurs ásamt börnum sínum. Hún settist í stjórn félaganna fyrir skemmstu.
Prentsmiðjan og skuldir Árvakurs við hana færðar úr útgáfufélagi Morgunblaðsins
Í lok september var ákveðið að færa prentsmiðjuna Landsprent út úr Árvakri og til móðurfélagsins Þórsmerkur. Með fylgdu skuldir Árvakurs við tengdan aðila, Landsprent, upp á 721 milljón króna. Hlutafé í móðurfélaginu var aukið um 400 milljónir króna.
9. desember 2022
Ketill Sigurjónsson
Fallið vindmastur Orkuveitu Reykjavíkur
8. desember 2022
Þorsteinn Már Baldvinsson, er forstjóri bæði Samherja hf. og Samherja Holding.
Samherji Holding segist ekki líða mútugreiðslur, fyrirgreiðslur og ávinning í skiptum fyrir óeðlileg áhrif
Í nýbirtum ársreikningi Samherja Holding kemur fram að samstæðan telji mikilvægt að unnið sé að heilindum og að hún líði ekki spillingu af neinu tagi. Samherji Holding og starfsmenn samstæðunnar eru til rannsóknar á Íslandi og í Namibíu.
6. desember 2022
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf hjá Veitum.
Aðstoðarmaður borgarstjóra ráðinn, án auglýsingar, í nýja yfirmannsstöðu hjá Veitum
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf þróunar- og viðskiptastjóra hjá Veitum, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Starfið var ekki auglýst, samkvæmt svari sem Kjarninn fékk frá Orkuveitunni.
5. desember 2022
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
„Þetta er bara eins og að fara með rangt barn heim af róló“
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi skaut föstum skotum að forsvarsmönnum Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og sakaði Lárus Blöndal um að hafa talað gegn betri vitund er hann sjálfur kom fyrir nefndina.
5. desember 2022
Er Tene nýju flatskjáirnir eða eru kerfin og þeir sem stjórna þeim kannski vandamálið?
None
5. desember 2022
Var Ríkisendurskoðun að misskilja eða veitti Bankasýslan ráðherra ekki réttar upplýsingar?
Skýrsla Ríkisendurskoðunar um söluferli Íslandsbanka hefur verið mikið til umfjöllunar undanfarnar vikur. Þar hefur meðal annars verið tekist á um hvort Bankasýsla ríkisins hafi verið að fullu meðvituð um hver eftirspurn eftir bréfum í bankanum.
3. desember 2022
Forsvarsmenn Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun, ásamt tveimur lögfræðingum frá Logos.
Bankasýslumenn ekki orðnir afhuga tilboðsfyrirkomulaginu
Forsvarsmenn Bankasýslunnar sátu fyrir svörum í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun og voru þar spurðir hvort þeir myndu mæla með tilboðsfyrirkomulagi í framtíðar bankasölum ríkisins.
2. desember 2022
Kísilverksmiðjan í Helguvík verður líklega flutt, eða fundið nýtt hlutverk, samkvæmt tilkynningu Arion banka.
„Allt útlit fyrir“ að kísilverið í Helguvík verði ekki gangsett á ný
Arion banki og PCC hafa slitið viðræðum um möguleg kaup PCC á kísilverksmiðjunni í Helguvík. Einnig hefur Arion sagt upp raforkusamningi við Landsvirkjun, þar sem framleiðsla kísils var forsenda samningsins.
1. desember 2022
Helstu eigendur Samherja Holding eru Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherjasamstæðan átti eigið fé upp á tæpa 160 milljarða króna um síðustu áramót
Endurskoðendur Samherja Holding gera ekki lengur fyrirvara við ársreikningi félagsins vegna óvissu um „mála­rekstur vegna fjár­hags­legra uppgjöra sem tengj­ast rekstr­inum í Namib­íu.“ Félagið hagnaðist um 7,9 milljarða króna í fyrra.
30. nóvember 2022
Ari Trausti Guðmundsson
Flugaska eða gjóska?
30. nóvember 2022
Á meðal eigna Bríetar er þetta fjölbýlishús á Selfossi.
Leigufélagið Bríet gefur 30 prósent afslátt af leigu í desember
Félag í opinberri eigu sem á um 250 leiguíbúðir um allt land og er ekki rekið með hagnaðarsjónarmið að leiðarljósi ætlar að lækka leigu allra leigutaka frá og með næstu áramótum.
30. nóvember 2022
Lárus Welding þegar hann var stýrði Glitni.
Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, gefur út bókina „Uppgjör bankamanns“
Fyrrverandi forstjóri Glitnis gefur í lok viku út bók þar sem hann gerir upp rúmlega áratuga langa baráttu sína við réttarkerfið á Íslandi. Hann var ákærður í fjórum málum og sakfelldur í tveimur þeirra.
30. nóvember 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hún skrifar undir umsögnina.
SFS styðja frumvarp Svandísar um að hækka veiðigjöld á næsta ári en lækka þau árin á eftir
Ríkisstjórnin setti inn heimild fyrir útgerðir til að fresta skattgreiðslum á meðan að á kórónuveirufaraldrinum stóð. Sjávarútvegur skilaði methagnaði á meðan. Allt stefndi í að veiðigjöld yrðu fyrir vikið mun lægri en fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir.
28. nóvember 2022
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði sem situr í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Ætti ríkið að greiða hverri nýrri kynslóð „heimanmund“ til þess að byrja ævina á?
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, veltir fyrir sér þriðju leiðinni sem sameini hagkvæmni húsnæðismarkaðar og réttlætiskennd okkar gagnvart því að allir eigi rétt á þaki yfir höfuðið.
27. nóvember 2022
Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.
Formaður VR segist hafa verið niðurlægður þrisvar á sólarhring og sleit því viðræðum
VR er búið að slíta viðræðum um gerð kjarasamnings. Tilboð sem félagið fékk frá Samtökum atvinnulífsins í gærkvöldi um 14 mánaða samning var kornið sem fyllti mælin. Yfirlýsingar seðlabankastjóra og Bjarna Benediktssonar skiptu einnig sköpum.
25. nóvember 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Segir endurheimt raunlauna leiða af sér minni hagvöxt, meiri verðbólgu og hærri stýrivexti
Ef kjarasamningar skila til baka þeim raunlaunum sem tapast hafa vegna verðbólgu telur Seðlabankinn að hagvöxtur á næsta ári verði sá minnsti síðan 2002, ef frá eru talin samdráttarárin í kjölfar bankahrunsins og kórónuveirufaraldursins.
25. nóvember 2022
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra.
Segja þá sem kaupi sér skyndibitakeðjur ekki þurfa undanþágu frá banni við samráði
Ný frumvarpsdrög undanskilja afurðastöðvar í sláturiðnaði tímabundið frá banni við ólögmætu samráði. Félag Atvinnurekenda segir mörg fyrirtæki í geiranum í prýðilegum rekstri og þurfi ekki á undanþágunni að halda.
24. nóvember 2022
Guðmundur Björgvin Helgason er ríkisendurskoðandi.
„Ríkisendurskoðun hafnar aðdróttunum ákveðinna fjölmiðla um annarleg sjónarmið“
Skýrsla Ríkisendurskoðunar um söluna á Íslandsbanka stendur óhögguð þrátt fyrir athugasemdir Bankasýslunnar. Stofnunin hafnar umfjöllun „ákveðinna fjölmiðla“ og segir hana ekki standast skoðun.
24. nóvember 2022
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Lífeyrissjóðirnir segja áform Bjarna um ÍL-sjóð brjóta í bága við stjórnarskrá
Það stefnir í mikla hörku í hinu svokallaða ÍL-sjóða máli. Lífeyrissjóðir hafa látið vinna fyrir sig lögfræðiálit sem segir að sú lagasetning sem fjármála- og efnahagsráðherra hefur boðað til að spara ríkinu 150 milljarða króna feli í sér eignarnám.
23. nóvember 2022
Róbert Wessman og Halldór Kristmannsson höfðu starfað náið saman í 18 ár áður en slettist upp á milli þeirra. Hér sjást þeir saman árið 2004 þegar nafni Pharmaco var breytt í Actavis.
Stríðinu í Alvogen lokið með sátt nokkrum dögum áður en það rataði fyrir dóm
Alvogen mun greiða ótilgreinda upphæð til Halldórs Kristmannssonar vegna áunninna launa og ógreiddra kaupauka, auk útlags lögmannskostnaðar. Á móti lýsir Halldór meðal annars yfir að hann uni traustsyfirlýsingu gagnvart Róberti Wessman.
23. nóvember 2022
Halldór Kristmannsson og Róbert Wessman.
Alvogen og Halldór Kristmannsson ná sáttum – Fallið frá málsókn gegn Halldóri
Í upphafi árs í fyrra setti fyrrverandi upplýsingafulltrúi Alvogen fram fjölda ásakana á hendur Róberti Wessman, opnaði heimasíðu og skilgreindi sig sem uppljóstrara. Nú hefur sátt náðst í málinu.
22. nóvember 2022
Útgáfufélag Morgunblaðsins telur frumvarp Lilju fresta vanda fjölmiðla en ekki leysa hann
Stærstu fjölmiðlafyrirtækin skiluðu umsögnum um frumvarpsdrög sem framlengja styrkjakerfi við fjölmiðla. Árvakur vill fá stærri hluta styrkjanna og að gripið verði til annarra aðgerða til að bæta stöðu fjölmiðla. Bændasamtökin eru ánægð með kerfið.
22. nóvember 2022
Heiðdís Lilja Magnúsdóttir
Mega Facebook og Google ekkert lengur?
21. nóvember 2022
Skeljungur undirritar viljayfirlýsingu um sölu og dreifingu á rafeldsneyti
Tvö dótturfélög fjárfestingafélagsins SKEL ætla í samstarf við danskan sjóð um möguleg kaup og dreifingu á rafeldsneyti sem hann stefnir á að framleiða á Reyðarfirði.
21. nóvember 2022
Greiðslubyrði þeirra sem keyptu húsnæði með óverðtryggðu láni á breytilegum vöxtum á meðan vextir voru í sögulegu lágmarki hefur hækkað gríðarlega.
Búast við því að stýrivextir hafi náð hámarki og fari að lækka á ný næsta haust
Verðbólguvæntingar hafa batnað. Nú telja þeir sem sýsla með skuldabréf að hún verði komin niður í 5,1 prósent eftir ár og að þá hefjist hægt vaxtalækkunarferli. Verðbólguvæntingar til lengri tíma eru þó enn vel yfir markmiðum Seðlabankans.
21. nóvember 2022
Ekki í fyrsta sinn sem ríkisbanki, Ríkisendurskoðun og Bankasýslan fara í hár saman
Fyrir rúmum sex árum gagnrýndi Bankasýsla ríkisins Landsbankann harkalega fyrir að hafa haldið illa á söluferli á óbeinni ríkiseign, meðal annars fyrir að viðhafa lokað söluferli og val á kaupendum. Ríkisendurskoðun tók undir þá gagnrýni.
21. nóvember 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir
Alþjóðaviðskipti í ólgusjó
21. nóvember 2022
Aðalsteinn Hákonarson
Mat á skoðun lögmanns um „Ævarandi deilur við Skattinn“
18. nóvember 2022
Skatturinn hafði áhyggjur af svindli fyrirtækja til að fá hærri styrki – Engu hefur verið breytt til að hindra það
Endurgreiðslur vegna rannsókna og þróunar hafa margfaldast á örfáum árum og voru 11,6 milljarðar króna í ár. Skatturinn sagðist í fyrra telja að „nokkur brögð“ hafi verið að því að fyrirtæki teldu almennan rekstrarkostnað fram sem nýsköpun.
18. nóvember 2022
Hermann Hermansson forstöðumaður rekstrar hjá Landsbankanum og Eiríkur S. Jóhannsson framkvæmdastjóri Kaldbaks og stjórnarformaður Samherja handsöluðu formlega kaup Kaldbaks á gamla Landsbankahúsinu á Akureyri í gær.
Samherji ætlar að aðskilja fjárfestingafélag sitt frá samstæðunni
Fjárfestingafélagið Kaldbakur verður sjálfstætt félag, að fullu aðskilið frá samstæðu Samherja, við árslok. Þar verða eignir Samherja sem ekki tengjast sjávarútvegi geymdar. Höfuðstöðvar félagsins verða í gamla Landsbankahúsinu á Akureyri.
17. nóvember 2022
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur kom fram að hún ætlaði sér að gera hækkun á endurgreiðslum vegna rannsókna og þróunar varanlega. Í nýframlögðu frumvarpi er það þó ekki raunin, heldur verða greiðslurnar framlengdar út árið 2025.
Controlant fékk hæsta skattafrádráttinn vegna nýsköpunar en CCP hæstu upphæðina
Árið 2015 voru endurgreiðslur úr ríkissjóði vegna rannsókna og þróunar 1,3 milljarðar króna. Í ár voru þær 11,6 milljarðar króna og áætlað er að þær verði 15,3 milljarðar króna árið 2025.
17. nóvember 2022
Á meðal aðgerða sem kynntar voru í fyrsta efnahagspakka ríkisstjórnarinnar til að bregðast við kórónuveirufaraldrinum var að lækka bankaskatt.
Bankar greiddu 5,3 milljarða í bankaskatt á sama tíma og hagnaður var um 80 milljarðar
Lækkun bankaskatts árið 2020 hefur skert tekjur ríkissjóðs gríðarlega á sama tíma og hagnaður banka hefur stóraukist. Vaxtamunur hefur samhliða orðið meiri. Ef lækkunin yrði dregin til baka myndu tekjur ríkissjóðs aukast um 9,4 milljarða króna.
15. nóvember 2022
Listin að fúska við sölu á ríkisbanka
None
15. nóvember 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan ósammála Ríkisendurskoðun og segir skýrslu „afhjúpa takmarkaða þekkingu“
Bankasýsla ríkisins hafnar gagnrýni sem Ríkisendurskoðun hefur sett fram á undirbúning og framkvæmd á sölu á hlut í Íslandsbanka. Stofnunin telur Ríkisendurskoðun sýna „takmarkaða reynslu af sölu hlutabréfa“ og ætlar að birta málsvörn á vefsíðu sinni.
14. nóvember 2022
Bjarni Benediktsson og ýmsir þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa tjáð sig um skýrslu Ríkisendurskoðunar í dag.
„Ágætis verð“ segir Bjarni – Krafa frá stjórnarandstöðunni um rannsóknarnefnd
Stjórnarandstöðuþingmenn hafa margir brugðist við skýrslu Ríkisendurskoðunar um bankasöluna með því að ítreka fyrri kröfur um skipun rannsóknarnefndar. Þingmaður Pírata kallar eftir því að Bjarni Benediktsson stígi til hliðar sem fjármálaráðherra.
14. nóvember 2022
Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á þingi í apríl að ef úttekt Ríkisendurskoðunar „dugi ekki til þá mun ég styðja það að komið verði á fót sjálf­­stæðri rann­­sókn­­ar­­nefnd.“
Fjölmargir þættir í sölunni á Íslandsbanka sem Ríkisendurskoðun rannsakaði ekki
Ríkisendurskoðun tiltekur í skýrslu sinni að það séu fjölmargir þættir í sölunni á hlut ríkisins í Íslandsbanka sem stofnunin rannsaki ekki. Stjórnarþingmenn lofuðu rannsóknarnefnd ef úttekt Ríkisendurskoðunar skildi eftir einhverjar spurningar.
14. nóvember 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Velta með bréf í Íslandsbanka þurrkaðist upp á sama tíma og enginn átti að vita af yfirvofandi sölu
Bankasýsla ríkisins fullyrðir að ekkert hafi lekið út um að til stæði að selja stóran hlut í Íslandsbanka eftir að hún hafði veitt 26 fjárfestum innherjaupplýsingar um það.
14. nóvember 2022
„Horft til fullyrðinga frá fjárfestunum sjálfum um að þeir teldust hæfir fjárfestar“
Fjármála- og efnahagsráðuneytið og Bankasýslan upplýstu ekki nægilega vel hvað fólst í settum skilyrðum um „hæfa fjárfesta“ við söluna í Íslandsbanka. Upplýsingar um hvort fjárfestar væru hæfir byggðu í einhverjum tilfellum á upplýsingum frá þeim sjálfum.
14. nóvember 2022
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Ráðuneyti hans fer með eignarhluti ríkisins í bönkum og ber ábyrgð á sölu þeirra.
Hvorki fjármálaráðuneytið né Bankasýslan telja sig hafa gert neitt rangt við bankasölu
Ríkisendurskoðun telur fjölþætta annmarka hafa verið á söluferlinu á Íslandsbanka. Fjármála- og efnahagsráðuneytið og Bankasýsla ríkisins fengu að bregðast við ábendingum. Hvorugur aðili telur sig hafa gert neitt rangt.
13. nóvember 2022
Ríkisendurskoðun segir fjölþætta annmarka hafa verið á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar er söluferlið á Íslandsbanka gagnrýnt harkalega. Standa hefði betur að sölunni og hægt hefði verið að fá hærra verð fyrir hlutinn. Ákveðið var að selja á undirverði til að ná fram öðrum markmiðum en lögbundnum.
13. nóvember 2022
Thomas Borgen var bankastjóri Danske Bank frá 2013 til 2018.
Fyrrverandi bankastjóri sýknaður af milljarða kröfu
Það var mikið í húfi hjá fyrrverandi bankastjóra Danske Bank þegar dómur í máli gegn honum var kveðinn upp sl. þriðjudag, krafan hljóðaði upp á jafngildi 47 milljarða íslenskra króna. Stefnendur sitja uppi með kostnaðinn sem samsvarar 200 milljónum króna.
13. nóvember 2022
Almenningur mun þurfa að axla tapið vegna ÍL-sjóðs, annað hvort í gegnum ríkissjóð eða lífeyrissjóðakerfið.
Lífeyrissjóðirnir standa saman og mynda sameiginlegan vettvang vegna ÍL-sjóðs
ÍL-sjóður mun að óbreyttu tapa 200 milljörðum króna. Fjármála- og efnahagsráðherra vil „spara“ ríkissjóði að bera ábyrgð á um 150 milljörðum króna af því tapi. Þeir sem þurfa að axla þorra þess, lífeyrissjóðir, eru ekki sammála um að það sé góð hugmynd.
11. nóvember 2022
Jón Óttar Ólafsson boðaði framkvæmdastjóra Forlagsins á fund á skrifstofu forstjóra Samherja um miðjan desember 2019.
Samherji hótaði Forlaginu málsókn erlendis ef bók um Namibíumálið yrði ekki innkölluð
Rannsókn héraðssaksóknara á Samherjamálinu er langt komin og einungis er beðið þess að réttarbeiðnir erlendis verði afgreiddar áður en ákvörðun um saksókn verður tekin. Starfsmenn Samherja hótuðu bókaútgefendum málsóknum vegna skrifa um fyrirtækið.
11. nóvember 2022
Jón Björnsson, forstjóri Origo.
Jólin koma snemma hjá hluthöfum Origo sem eiga von á 24 milljarða greiðslu í desember
Fjórir lífeyrissjóðir munu skipta á milli sín 8,8 milljörðum króna af þeirri útgreiðslu úr Origo sem væntanleg er í jólamánuðinum. Stærsti einkafjárfestirinn, félag meðal annars í eigu Bakkavararbræðra, fær milljarð króna í sinn hlut.
8. nóvember 2022
Lífeyrissjóðir taka við lögbundnum iðgjöldum almennings og eiga að ávaxta þá til að tryggja sem flestum áhyggjulaust ævikvöld.
Eignir lífeyrissjóða þær sömu og fyrir ári og hafa lækkað um 299 milljarða frá áramótum
Lækkandi hlutabréfaverð hefur gert það að verkum að eignir íslenskra lífeyrissjóða hafa dregist verulega saman það sem af er ári. Sjóðirnir vilja fá að fjárfesta meira erlendis til að forðast bólumyndun á Íslandi en stjórnvöld vilja bremsa þá útgöngu af.
7. nóvember 2022
Sáralítil viðskipti hafa verið með vörur frá Íslandi til Rússlands frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu í lok febrúar.
Niðursoðin fiskilifur á meðal þess helsta sem selt hefur verið til Rússlands frá innrás
Útflutningur frá Íslandi til Rússlands hefur frá innrás ríkisins í Úkraínu einungis verið um 2 prósent af því sem hann var að meðaltali á mánaðargrundvelli í fyrra. Veiðarfæri, fiskilifur og gasolía hefur þó selst til Rússlands.
6. nóvember 2022
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hringdi inn fyrstu viðskipti með bankann í íslensku kauphöllinni í júní í fyrra.
Hluthöfum Íslandsbanka hefur fækkað um meira en tíu þúsund frá skráningu
Frá því að íslenska ríkið kláraði að selja 35 prósent hlut sinn í Íslandsbanka í fyrrasumar hefur hluthöfum í bankanum fækkað um 44 prósent. Í millitíðinni seldi ríkið 22,5 prósent hlut til 207 fjárfesta í lokuðu útboði. Sú sala er nú til rannsóknar.
5. nóvember 2022
PLAY að ráðast í hlutafjáraukningu sem átti alls ekki að ráðast í fyrir nokkrum mánuðum
Stærstu hluthafar PLAY eru að leggja félaginu til 2,3 milljarða króna. Í mars sögðu stjórnendur að engin hlutafjáraukning væri áformuð og að rekstrarafkoman á seinni hluta 2022 yrði jákvæð. Hvorugt gekk eftir.
4. nóvember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Katrín fékk að sjá drög að skýrslu Ríkisendurskoðunar um miðjan október
Forsætisráðherra segir ómögulegt að segja til um hvort þörf sé á frekari rannsókn á sölu ríkisins í hlut Íslandsbanka, með skipun rannsóknarnefndar, fyrr en endanleg skýrsla liggur fyrir. Endanleg skýrsla Ríkisendurskoðunar er væntanleg í nóvember.
3. nóvember 2022
Stærsti eigandi Marel fær 25 milljarða að láni og erlendir sjóðir geta eignast 8,1 prósent í félaginu
Það var mikið um að vera hjá Marel, verðmætasta félaginu á íslenska hlutabréfamarkaðinum, í gærkvöldi. Það birti uppgjör, tilkynnti um tugmilljarða króna sambankalán og stærsti eigandinn gerði samning um að fá 25 milljarða króna lán.
3. nóvember 2022
Landsbankahúsið á Akureyri var tekið í notkun árið 1954.
Fjárfestingafélag Samherja kaupir Landsbankahúsið á Akureyri
Fjárfestingafélagið Kaldbakur bauð hæst í Landsbankahúsið á Akureyri. Kaupverðið nemur 685 milljónum króna.
2. nóvember 2022
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Tíu staðreyndir um íslenska banka sem eru enn að græða fullt af peningum
Stóru bankarnir þrír áttu mjög gott ár í fyrra og juku hagnað sinn um 170 prósent milli ára. Í ár hefur ekki gengið alveg jafn vel, en samt prýðilega. Vaxtamunur eykst umtalsvert og tugir milljarða króna hafa verið greiddir út til hluthafa.
1. nóvember 2022
Indriði H. Þorláksson
Fiskveiðiauðlindin og þjóðin – Grein þrjú
1. nóvember 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Ráðuneyti hans ber ábyrgð á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum.
Óvíst hvort skýrslan um bankasöluna verði birt fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins
Skýrsla sem átti að koma út í júní, svo júlí, svo ágúst, svo september, svo október kemur nú út í nóvember. Ekki liggur fyrir hvort hún verði birt opinberlega fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins, þar sem formannsslagur fer fram.
31. október 2022
Hringrásarverslunin Hringekjan hefur tekið fatnað frá kínverska hraðtískurisanum Shein úr endursölu vegna magns eiturefna sem eru í flíkunum. Skila má flíkunum í nytjagám Sorpu en það er hlutverk Rauða krossins að skilgreina hvort þær eigi heima þar.
Hætta að selja föt frá kínverska tískurisanum Shein vegna eiturefna
Hringrásarverslunin Hringekjan, þar sem básaleigjendum gefst kostur á að selja notuð föt, hefur tekið allar vörur frá tískurisanum Shein úr endursölu vegna magns eiturefna í flíkunum.
29. október 2022
Heiður Margrét Björnsdóttir
Öll í sama bátnum?
28. október 2022
Kúlupennar, skíði, timbur og dekk flutt inn frá Rússlandi eins og fátt hafi í skorist
Innrás Rússa í Úkraínu hefur um margt breytt viðskiptatengslum Íslands og Rússlands og innflutningur þaðan dregist mikið saman. Í margvíslegum vöruflokkum hefur þó lítil breyting orðið á verðmæti innflutnings frá landinu.
28. október 2022
Þorbjörg Sigríður Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar.
Segir ríkisstjórnina beita hótunum í samningaviðræðum um ÍL-sjóð
Þingmaður Viðreisnar segir fjármála- og efnahagsráðherra beita hótunum í samningaviðræðum um ÍL-sjóð. Forsætisráðherra segir nokkra valkosti í stöðunni, en engan góðan.
27. október 2022
Orri Hauksson er forstjóri Símans.
Mánaðarlegir vextir af reiðufénu sem Síminn fékk fyrir Mílu eru 160 milljónir
Ákveðið var á fundi hluthafa Símans, sem tók hálftíma, að greiða hluthöfum félagsins út 30,5 milljarða króna. Stærsti eigandinn er sennilega búinn að fá allt sem hann greiddi upphaflega fyrir hlutinn til baka þrátt fyrir að eiga hann allan ennþá.
27. október 2022
85 prósent Íslendinga versla á netinu. Vinsælasti vöruflokkurinn er föt, skór og fylgihlutir og þar nýtur skandinavíska verslunin Boozt mestra vinsælda.
Rúmlega þriðjungur fatakaupa Íslendinga á netinu fara fram á Boozt
Aðeins fimm Evrópuþjóðir aðrar en Íslendingar versla meira á netinu. Föt, skór og fylgihlutir er vinsælasti vöruflokkurinn, jafnt í Evrópu og á Íslandi, og hér á landi er Boozt lang vinsælasta netverslunin í þeim flokki með 38 prósent hlutdeild.
27. október 2022
Sagði Bjarna annaðhvort ekki skilja einfaldar fjármálaafurðir eða vera að ljúga að þjóðinni
Kristrún Frostadóttir líkti Bjarna Benediktssyni við Liz Truss á þingi í dag, sagði hann stunda „vúdúhagfræði“ og svara með frekju og hroka. Bjarni sagði Kristrúnu ekki skilja lögfræðina í máli ÍL-sjóðs og fara fram með útúrsnúninga.
26. október 2022
Hagnaður sjávarútvegs jókst um 36 milljarða milli ára en opinber gjöld jukust um 4,9 milljarða
Frá 2009 og út síðasta ár hefur hagnaður sjávarútvegarins fyrir greiðslu opinberra gjalda verið 752 milljarðar króna. Af þessum hagnaði hefur tæplega 71 prósent setið eftir hjá útgerðum landsins en rétt um 29 prósent farið í opinber gjöld.
26. október 2022
Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Fjármálalestarslys“ sem hangi yfir tæplega 20 árum eftir að Framsókn breytti ÍLS í spilavíti
„Hvort á ég að taka af þér peninginn úr buxnavasanum hægra megin eða vinstra megin,“ spurði þingmaður Samfylkingarinnar á þingi í dag þegar hann ræddi boðaða úrvinnslu ÍL-sjóðs.
25. október 2022
Umfang fiskeldis nú orðið 13 prósent af öllum sjávarútveginum
Heildartekjur af fiskeldi á Íslandi námu 48 milljörðum króna í fyrra. Heilt yfir varð um 700 milljóna króna tap á rekstri í greininni á síðasta ári, samkvæmt greiningu frá Deloitte.
25. október 2022
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra og sá sem ber ábyrgð á úrlausn ÍL-sjóðs.
Skuldahlutfall ríkissjóðs hríðversnar ef vandi ÍL-sjóðs er tekinn með í reikninginn
SA gagnrýndu í umsögn sinni um fjárlagafrumvarpið að ekki væri tekið á vanda ÍL-sjóðs. Fyrrverandi forystumaður í lífeyrissjóðakerfinu hvetur sjóðina til að gefa ekki „þumlung eftir og því á ráðherrann að draga þessa fáránlegu hótun til baka.“
25. október 2022
Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki högnuðust samanlagt um 65 milljarða króna á síðasta ári, samkvæmt því sem fram kemur í nýjum Sjávarútvegsgagnagrunni Deloitte.
Arðgreiðslur úr sjávarútvegi 18,5 milljarðar í fyrra
Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki högnuðust samanlagt um 65 milljarða króna í fyrra. Þar af voru 18,5 milljarðar króna greiddir út í arð til eigenda fyrirtækjanna. Bókfært eigin fé sjávarútvegsfélaga nam 353 milljörðum undir lok síðasta árs.
25. október 2022
Starfslokasamningur fílanna
Danska ríkið greiddi nýlega jafnvirði 222 milljóna íslenskra króna vegna starfsloka fjögurra fíla sem ekki þurfa lengur að „vinna“. Dvalarheimili fílanna á Lálandi er 140 þúsund fermetrar að stærð.
25. október 2022
FX Iceland starfrækti gjaldeyrisskiptastöð á Hafnartorgi frá því árið 2020.
Skammlíf gjaldeyrismiðlun í Hafnartorgi
Fyrirtækið FX Iceland, sem opnaði gjaldeyrisskiptastöð á Hafnartorgi árið 2020, hefur að eigin ósk verið tekið af lista Seðlabankans yfir aðila sem veita gjaldeyrisskiptaþjónustu. Fjármálaeftirlitið gerði miklar athugasemdir við starfsemi fyrirtækisins.
24. október 2022
Reynt að aftengja efnahagslega kjarnorkusprengju sem búin var til úr pólitískum mistökum
Hvað eiga kerfi til að fjármagna loforð um 90 prósent lán Íbúðalánasjóðs, Leiðréttingin og skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán sameiginlegt?
24. október 2022
Tíu hlutir sem Landsbankinn hefur spáð að gerist í hagkerfinu
Í liðinni viku kom út ný hagspá Hagfræðideildar Landsbankans. Þar er spáð mesta hagvexti sem hefur orðið á Íslandi frá bankagóðærisárinu 2007 í ár, áframhaldandi verðbólgu á næsta ári oað vaxtahækkunarferlinu sé lokið.
23. október 2022
Fatasóun dregst saman en fatnaður orðinn stærsti flokkurinn í netverslun
Dregið hefur úr fatasóun hér á landi síðustu fimm ár eftir öran vöxt fimm árin þar á undan. Á sama tíma eru föt, skór og fylgihlutur vinsælasti vöruflokkur í netverslun Íslendinga.
23. október 2022
Forsætisráðuneytið lét vinna minnisblað um bankasöluna í kjölfar viðtals við Sigríði
Þremur dögum eftir að fjármála- og efnahagsráðherra hafði falið Ríkisendurskoðun að gera stjórnsýsluúttekt á söluferlinu á hlutum í Íslandsbanka fékk forsætisráðuneytið minnisblað um ýmis álitamál tengd sölunni.
22. október 2022
Icelandair Group hagnaðist um 7,7 milljarða króna á þremur mánuðum
Eftir gríðarlegan taprekstur frá árinu 2018 hefur orðið viðsnúningur hjá Icelandair. Félagið hefur sýnt hagnað upp á 1,6 milljarða króna á fyrstu þremur mánuðum ársins og tvöfaldaði farþegafjölda sinn á þriðja ársfjórðungi milli ára.
20. október 2022
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji ekki lengur á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki
Frá 2012 hefur Samherji, eitt stærsta fyrirtæki landsins, og tengd félög verið á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki. Það var gagnrýnt þar sem Samherji er til rannsóknar vegna mútubrota. Skilyrði voru þrengd í ár og Samherji náði ekki inn.
20. október 2022
Greiðslubyrði þeirra sem keyptu húsnæði með óverðtryggðu láni á breytilegum vöxtum á meðan vextir voru í sögulegu lágmarki hefur hækkað gríðarlega.
Íbúðalánavextir hafa ekki verið hærri í tólf ár – Greiðslubyrði upp um 65 prósent frá 2021
Samanlagt borga þeir lántakar sem eru með óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum 1,6 milljörðum krónum meira í vaxtakostnað á mánuði nú en þeir gerðu fyrir einu og hálfu ári síðan. Verðtryggð lán eru að sækja í sig veðrið. Markaðurinn er þó að kólna.
19. október 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vill hækka þakið á erlendum eignum lífeyrissjóða í 65 prósent í skrefum til 2036
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur birt frumvarp á vef Alþingis þar sem lífeyrissjóðum verður heimilt að auka eignir sínar erlendis upp í 65 prósent af heildareignum fyrir árið 2036. Sambærilegt frumvarp var lagt fram í vor en ekki afgreitt.
18. október 2022
Birkenstock-klossar af tegundinni Boston eru nær ófáanlegir sökum vinsælda á TikTok.
Hvernig 50 ára gamlir þýskir klossar urðu það allra eftirsóttasta
Klossar frá þýska skóframleiðandanum Birkenstock af tegundinni „Boston“ hafa verið á markaðnum frá því á 8. áratugnum en hafa aldrei notið jafn mikilla vinsælda og nú og eru nær ófáanlegir. Af hverju? Svarið er einfalt: TikTok.
16. október 2022
Störfum í byggingaiðnaði hefur fjölgað mikið undanfarin misseri.
Atvinnuleysi ekki minna síðan í desember 2018 en langtímaatvinnulausir eru mun fleiri
Þótt atvinnuleysi sé hverfandi á Íslandi í dag þá eru mun fleiri langtímaatvinnulausir nú en fyrir kórónuveirufaraldur. Atvinnuleysi erlendra ríkisborgara fer minnkandi þótt erlendir séu nú hlutfallslega stærri hluti af atvinnulausum en í sumar.
15. október 2022
Helgi Magnússon er aðaleigandi og stjórnarformaður Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins.
Tap af reglulegri starfsemi útgáfufélags Fréttablaðsins var 326 milljónir í fyrra
Alls hefur regluleg starfsemi Torgs, sem gefur út Fréttablaðið og heldur úti ýmsum öðrum miðlum, skilað um 1,3 milljarða króna tapi á þremur árum. Viðskiptavild samsteypunnar skrapp saman um rúmlega hálfan milljarð króna á árinu 2021.
15. október 2022
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Allir stóru bankarnir búnir að hækka óverðtryggðu vextina
Alls eru 28 prósent húsnæðislána óverðtryggð á breytilegum vöxtum. Sam­an­lögð upp­hæð þeirra eru á sjö­unda hund­rað millj­arða króna. Greiðslubyrði slíkra lána hefur þegar hækkað veru­lega undanfarið, jafnvel yfir hundrað þúsund krónur á mánuði.
14. október 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið og Bankasýslan búin að fá drög að Íslandsbankaskýrslunni
Þeir aðilar sem báru ábyrgð á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, fjármála- og efnahagsráðuneytið og Bankasýsla ríkisins, munu hafa tækifæri til að skila inn umsögn um skýrslu Ríkisendurskoðunar um bankasöluna fram í miðja næstu viku.
13. október 2022
Er í lagi að „væna og dæna“ stofnun sem selur eignir ríkisins?
None
13. október 2022
Tómas Þór Þórðarsson íþróttafréttamaður hefur leitt umfjöllun Símans Sport um enska boltann undanfarin ár.
Risastór sekt vegna vöndlunar á enska boltanum orðin að engu
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur kveðið upp þann dóm að Samkeppniseftirlitið hafi ekki náð að rökstyðja háa sekt á hendur Símanum nægilega vel. Áhrifin á neytendur og markaði hafi verið lítið greind af hálfu eftirlitsins.
12. október 2022
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
SA telja eina meginforsendu fjárlaga í uppnámi verði Íslandsbanki ekki seldur
Í umsögn Samtaka atvinnulífsins um fjárlagafrumvarpið er varað við þeirri skuldaaukningu sem sé fyrirliggjandi á næsta ári ef ríkið selur ekki 42,5 prósent hlut sinn í Íslandsbanka. Ef ekki verði að sölu bankans sé „ein meginforsenda fjárlaga í uppnámi.“
12. október 2022
Jónas Atli Gunnarsson
Boltinn er hjá stjórnvöldum
12. október 2022
Tölvuteikning af nýja Landsbankahúsinu við Austurhöfn, eins og fyrirséð er að það muni líta út.
Landsbankinn telur „ótímabært“ að fjalla um væntan heildarkostnað nýrra höfuðstöðva
Landsbankinn telur ekki tímabært að fjalla á ný um væntan heildarkostnað við byggingu stuðlabergsskreyttu höfuðstöðvanna sem bankinn er nú að byggja við Austurhöfn. Ríkið er búið að kaupa hluta hússins á um 6.000 milljónir króna.
12. október 2022
Orri Hauksson
Ekki pláss til að koma öllu til skila
11. október 2022
„Komufarþegar munu átta sig á því hvar Davíð getur keypt ódýrara öl og versla áfengið á brottfararflugvelli“
Ferðaþjónustan og hagsmunaverðir hennar gagnrýna fyrirliggjandi fjárlagafrumvarp á ýmsan hátt og telja hækkun gjalda á áfengi, tóbak og eldsneyti muni draga úr getu Íslands til að keppa um ferðamenn.
11. október 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins.
Framsóknarflokkurinn „mjög opinn“ fyrir því að Landsbankinn verði samfélagsbanki
Samkvæmt umræðum á Alþingi í dag eru tveir af þremur stjórnarflokkum alveg sammála um að Landsbankinn eigi áfram að verða í eigu íslenska ríkisins. Bæði Vinstri græn og Framsókn vilja skoða að bankinn verði samfélagsbanki.
10. október 2022
Gylfi Zoega hagfræðiprófessor.
„Illskiljanlegt“ að ekki sé búið að koma innlendri greiðslumiðlun á fót
Gylfi Zoega hagfræðiprófessor segir að í ljósi þess að bent hafi verið á það fyrir þremur árum síðan að atlaga að fjarskiptastrengjum gæti valdið rofi í greiðslumiðlun innanlands sé „illskiljanlegt“ að ekki sé búið að koma á fót innlendri greiðslulausn.
10. október 2022
Sú mikla hækkun sem varð á bréfum í Síldarvinnslunni og Brimi í september í fyrra má rekja til stóraukins loðnukvóta. Fyrirséð er að sá kvóti mun dragast umtalsvert saman í ár, miðað við fyrirliggjandi veiðiráðgjöf.
Stórir lífeyrissjóðir keypt fyrir milljarða í skráðum útgerðum á tveimur mánuðum
Lífeyrissjóðir eru hægt og rólega að styrkja stöður sínar í eigendahópi þeirra tveggja útgerðarfélaga sem skráð eru á markað. Gildi hefur keypt hluti í Síldarvinnslunni fyrir yfir tvo milljarða á tveimur mánuðum.
10. október 2022
Markaðsvirði veðsettra hlutabréfa lækkaði um 86 milljarða á hálfu ári
Virði þeirra hlutabréfa sem veðsett eru fyrir lánum hefur lækkað um 29,4 prósent síðan í lok mars. Um er að ræða langskörpustu lækkun á sex mánaða tímabili frá því að hlutabréfamarkaðurinn var endurreistur eftir hrun.
10. október 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan þáði hádegis- og kvöldverði, vínflöskur, konfekt, kokteilasett og einn flugeld
Minnisblaði um þær gjafir sem forstjóri og starfsmenn Bankasýslu ríkisins hafa þegið af fjármálafyrirtækjum hefur verið skilað til nefndar Alþingis, næstum sex mánuðum eftir að það var boðað.
9. október 2022
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sem allir þingmenn VG sem ekki eru ráðherrar standa að baki.
Þingmenn VG vilja að hluthafar reikni sér laun fyrir að sjá um fjárfestingar eigin félaga
Fimm þingmenn Vinstri grænna hafa lagt fram lagafrumvarp sem miðar að því að eigendum félaga sem halda utan um fjárfestingareignir, t.d. fasteignir og hlutabréf, verði gert skylt að greiða sér laun fyrir þá umsýslu.
8. október 2022
Stefán Ólafsson
Gamaldags atvinnurekendur í leikhúsi kjarasamninganna
8. október 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og skrifar undir athugasemd samtakanna sem send hefur verið til nefndar Alþingis.
SFS leggst gegn hækkunum á fiskeldisgjaldi og eru ósátt með að hafa ekki verið spurð um álit
Hagsmunasamtök sjávarútvegs eru ósátt með að matvælaráðherra hafi ekki haft samráð við sig áður en hún kynnti hækkun gjalda á sjókvíaeldi. Búist er við því að hækkunin skili um 800 milljónum meira á ári í ríkissjóð þegar aðlögun að gjaldtökunni er lokið.
7. október 2022
Seðlabankinn hafnar því að aflétta leynd um ESÍ á grundvelli almannahagsmuna
Árið 2019 var ákvæði bætt við lög um Seðlabanka Íslands sem veitir bankanum heimild til að víkja frá þagnarskylduákvæði ef hagsmunir almennings af birtingu gagna vega þyngra en hagsmunir sem mæla með leynd.
6. október 2022
Jón Björnsson, forstjóri Origo.
Eigið fé Origo margfaldast við söluna í Tempo fyrir 28 milljarða króna
Árið 2009 stofnuðu starfsmenn TM Software lítið hugbúnaðarfyrirtæki, sem nefnt var Tempo. Í dag er það metið á 85,4 milljarða króna og Origo var að selja hlut sinn í því á 28 milljarða króna. Við það fer eigið fé Origo úr níu milljörðum í 31 milljarða.
6. október 2022
Samkeppniseftirlitinu falið að kortleggja stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi
Matvælaráðuneytið mun fá skýrslu um stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi afhenta fyrir lok næsta árs. Þar verða eignatengsl sjávarútvegsfyrirtækja sem hafa fengið ákveðið umfang aflaheimilda úthlutað, og áhrifavald eigenda þeirra, kortlögð.
5. október 2022
Heiðrún Jónsdóttir.
Heiðrún ráðin framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja
Katrín Júlíusdóttir hætti skyndilega sem framkvæmdastjóri SFF um síðustu mánaðamót. Nú hefur nýr framkvæmdastjóri verið ráðinn og hún hefur þegar hafið störf.
5. október 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar.
Stýrivextir hækka í níunda skiptið í röð – Nú upp í 5,75 prósent
Stýrivextir hafa verið hækkaðir upp í 5,75 prósent. Greiðslubyrði margra heimila mun fyrir vikið þyngjast. Ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum munu skipta miklu um þróun vaxta á næstu misserum, að sögn peningastefnunefndar.
5. október 2022
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
4. október 2022
Þrjú félög voru skráð á markað í sumar. Þeirra stærst er Alvotech, sem var skráð á First North markaðinn í júní. Hér sést Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður félagsins, hringja inn fyrstu viðskipti með bréfin.
Virði skráðra félaga í Kauphöllinni lækkað um 254 milljarða króna á tveimur mánuðum
Það sem af er ári hefur Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkað um 28,3 prósent. Hún hækkaði um rúmlega 20 prósent árið 2020 og 33 prósent í fyrra. Leiðrétting er að eiga sér stað á virði skráðra félaga.
4. október 2022
Steingrímur J. Sigfússon
Einu sinni var Póstur og Sími
4. október 2022
Svandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra og fer með málefni sjávarútvegs.
Svandís boðar frumvarp um tengda aðila í sjávarútvegi á næsta ári
Samkvæmt lögum mega tengdir aðilar í sjávarútvegi ekki halda á meira en tólf prósent af úthlutuðum kvóta á hverjum tíma. Skiptar skoðanir eru um hvort mikil samþjöppun í sjávarútvegi sé í samræmi við þetta þak.
4. október 2022
Sjö molar um efnahags- og stjórnmálastorm í Bretlandi
Er Bretar leyfðu sér loks að líta upp úr langdreginni erfidrykkju Elísabetar drottningar tók ekki skárra við. Ný ríkisstjórn Liz Truss virðist búin að skapa sér djúpa efnahagslega og pólitíska krísu, ofan á orkukrísuna.
1. október 2022
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Síminn vill greiða hluthöfum 31,5 milljarða vegna sölunnar á Mílu – og svo sennilega meira
Franska fyrirtækið Ardian er búið að gera upp við Símann vegna kaupanna á Mílu. Síminn ætlar að leggja tillögu um að greiða hluthöfum 31,5 milljarða króna af söluandvirðinu fyrir hluthafafund í lok október.
30. september 2022
Freyja Vilborg Þórarinsdóttir
Fjárhagslegur ávinningur af fjárfestingum í jafnrétti
29. september 2022
Tíu hlutir sem Íslandsbanki hefur spáð að gerist í íslenska hagkerfinu
Í gærmorgun var ný þjóðhagsspá Íslandsbanka birt. Frá því að spá bankans kom út í upphafi árs hefur öllum takmörkunum vegna kórónuveirufaraldurs verið aflétt og stríð skollið á í Úkraínu.
27. september 2022
Þeir fjármunir sem Íslendingar hafa flutt erlendis drógust saman á síðasta ári.
Innlendir aðilar áttu 676 milljarða í útlöndum um síðustu áramót
Alls er 56 prósent af fjármunaeign innlendra aðila erlendis í Hollandi, og megnið af þeim eignum er í eignarhaldsfélögum. Eigið fé Íslendinga erlendis jókst um 37,5 milljarða króna á árinu 2021.
24. september 2022
Þeir sem eru að flytja sig um íbúðahúsnæði, og taka til þess ný íbúðalán, eru í auknum mæli að taka verðtryggð lán í 9,7 prósent verðbólgu.
Verðtryggð íbúðalán stóru bankanna taka stökk upp á við
Bankarnir hafa ekki lánað jafn lítið til heimila og fyrirtækja innan mánaðar og þeir gerði í ágúst síðan í lok síðasta árs. Samdrátturinn var mestur í lánum til fyrirtækja. Vinsældir verðtryggðra íbúðalána tóku mikinn kipp.
23. september 2022
Freyja Vilborg Þórarinsdóttir
Ný kynslóð fjárfesta: Aukin áhersla á jafnrétti og fjölbreytileika
22. september 2022
Kaupmáttur heimila landsins dróst saman á öðrum ársfjórðungi
Íslensk heimili fengu minna fyrir krónurnar sínar á öðrum ársfjórðungi 2022 en á sama tímabili ári áður. Eftir mikla heildar kaupmáttaraukningu í fyrra, að stóru leyti vegna aukinna fjármagnstekna efsta tekjuhópsins, er verðbólgan nú að bíta.
21. september 2022
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Sigurður Ingi vill skoða þrepaskiptan fjármagnstekjuskatt
Formaður Framsóknarflokksins telur að þrepaskiptur fjármagnstekjuskattur geti lagst af meiri þunga á til dæmis stórútgerðir og banka sem hagnast umfram það sem geti talist sanngjarnt og eðlilegt.
19. september 2022
Trausti Hafliðason er ritstjóri Viðskiptablaðsins.
Útgáfufélag Viðskiptablaðsins hagnaðist í fyrra eftir mikið tap á árinu 2020
Eftir að hafa tapað 55,2 milljónum króna árið 2020 hagnaðist Myllusetur, fjórða stærsta fjölmiðlafyrirtæki landsins, um 7,5 milljónir króna í fyrra.
18. september 2022
Elon Musk, ríkasti maður heims, gerði yfirtökutilboð á Twitter í apríl. Í maí fékk hann bakþanka en nú mun Twitter láta reyna á það fyrir dómstólum að hann standi við gerða samninga.
Dómari mun skera úr hvort ríkasti maður heims verði að kaupa Twitter
Twitter mun fara fram á fyrir dómi að Elon Musk standi við kaup á fyrirtækinu. Kaupin hafa verið í uppnámi eftir að Musk vildi draga þau til baka vegna ágreinings um gervimenni.
17. september 2022
Það hefur verið dýrt að fylla á bíllinn á árinu 2022.
Hlutdeild olíufélaga í hverjum seldum lítra af bensíni hefur rúmlega tvöfaldast síðan í maí
Þrátt fyrir að líklegt innkaupaverð olíufélaga á bensíni hafi lækkað um þriðjung síðan í júní hefur viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi einungis lækkað um 7,5 prósent.
17. september 2022
Mikil áhersla hefur verið lögð á að auka fjárframlög til nýsköpunar síðustu misseri, sérstaklega eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. Skatturinn hefur áhyggjur af því að verið sé að misnota nýsköpunarstyrkjakerfið.
Varanleg hækkun á endurgreiðslum vegna nýsköpunar kostar þrjá milljarða á ári
Áætlað er að kostnaður ríkissjóðs vegna endurgreiðslna kostnaðar sem fellur til við rannsókn og þróun verði 11,8 milljarðar á næsta ári. Endurgreiðslurnar voru rúmlega tvöfaldaðar í faraldrinum. Nú á að gera það fyrirkomulag varanlegt.
17. september 2022
Höfuðstöðvar RÚV í Efstaleiti.
Framlög til RÚV aukist um 720 milljónir á tveimur árum en aðrir fá minna á hverju ári
Lilja D. Alfreðsdóttir ætlar að framlengja líftíma rekstrarstuðnings við einkarekna fjölmiðla. Potturinn sem þeir skipta á milli sín minnkar hins vegar ár frá ári. Framlög til RÚV aukast hins vegar milli ára og verða tæplega 5,4 milljarðar króna.
15. september 2022
Samkeppniseftirlitið felst á kaup Ardian á Mílu – „Verulegar breytingar“ á heildsölusamningi
„Innkoma sjálfstæðs innviðafjárfestis inn á íslenskan markað og rof á eignatengslum Símans og Mílu er til þess fallið að treysta samkeppni ef vel er að málum staðið,“ segir forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
15. september 2022
Freyja Vilborg Þórarinsdóttir
Kynjajafnrétti: Bridge klúbbur forystu kvenna á kauphallarmarkaði
14. september 2022
Greiðslubyrði íbúðalána hefur hækkað skarpt síðustu mánuði og fólk heldur að sér höndum í fasteignaviðskiptum, ef það getur.
Greiðslubyrði 30 milljóna króna láns hækkaði um 18.600 krónur milli mánaða
Þau sem eru með óverðtryggt íbúðarlán á breytilegum vöxtum greiddu 6.200 krónum meira fyrir hverjar tíu milljónir af láninu í september en þau gerðu í ágúst. Verðtryggðu lánin verða vinsæl á ný vegna nýrra reglna Seðlabankans.
14. september 2022
Fjárlagafrumvarpið á mannamáli
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti fjárlagafrumvarp vegna ársins 2023 í gær. Það segir til um hvernig þjóðarheimilið er rekið.
13. september 2022
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og stjórnarformaður Síldarvinnslunnar.
Högnuðust samtals um 16,5 milljarða eftir að þau greiddu 4,4 milljarða í veiðigjöld og skatta
Útgerðarfélög að öllu leyti í eigu Samherja og Síldarvinnslan, sem Samherji á þriðjung í, greiddu um fimmtung þess sem var til skiptanna úr rekstrinum til ríkisins í formi veiðigjalda en afgangurinn rann til hluthafa.
9. september 2022
Fyrsta konan sem ráðin er forstjóri í þegar skráðu félagi frá bankahruni
Konur í forstjórastóli í Kauphöllinni orðnar þrjár, eftir að hafa verið núll árum saman. Sú fyrsta þeirra, Birna Einarsdóttir, kom inn í Kauphöllina við skráningu Íslandsbanka í fyrrasumar, önnur, Margrét Tryggvadóttir, bættist við þegar Nova var skráð.
8. september 2022
Gylfi Zoega er prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og situr í peningastefnunefnd Seðlabankans.
Gylfi hefði aftur kosið meiri vaxtahækkun en Ásgeir lagði til
Rétt eins og við vaxtaákvörðunina í júnímánuði hefði hagfræðiprófessorinn Gylfi Zoega viljað sjá vexti Seðlabankans hækka meira undir lok ágústmánaðar en Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri lagði til og samþykkt var í peningastefnunefnd.
8. september 2022
Ævar Rafn Hafþórsson
Týnda kynslóðin á fasteignamarkaði – ofurvald bankanna
7. september 2022
Landvinnsla Samherja á Dalvík.
Samherji Ísland hagnaðist um fjóra milljarða eftir að hafa greitt 470 milljónir í veiðigjöld
Útgerðarfélag í eigu Samherjasamstæðunnar, sem heldur á rúmlega átta prósentum af öllum úthlutuðum kvóta, hagnaðist um rúman milljarð króna á kvótaleigu í fyrra. Veiðigjöldin sem félagið greiddi náðu ekki að vera helmingur þeirrar upphæðar.
7. september 2022
Tölvukubbar eru bráðnauðsynlegir í langflest raftæki, stór og smá. Bandaríkin ætla að setja mikið fé í að auka framleiðslu á þeim innanlands.
Bandaríkin munu girða fyrir fjárfestingar styrkþega í Kína
Bandarísk yfirvöld munu veita tugum milljarða dollara í að niðurgreiða framleiðslu á tölvukubbum á næstu árum. Fyrirtækin sem hljóta styrki mega á sama tíma ekki opna nýjar hátækniverksmiðjur á kínverskri grundu, samkvæmt viðskiptaráðherra landsins.
7. september 2022
Virði útgerðarfélaga sem skráð eru á íslenskan hlutabréfamarkað hefur aukist gríðarlega frá því í september í fyrra.
Lífeyrissjóðir bæta við sig í útgerðarfélögum – Kaupverðið á Vísi hækkað um 4,5 milljarða
Virði skráðra félaga í Kauphöll Íslands dróst saman að nýju í ágúst eftir að hafa hækkað í júlí. Stórir lífeyrissjóðir eru að bæta við sig hlutum í skráðum sjávarútvegsfélögum, en virði þeirra hefur aukist gríðarlega á tæpu ári.
7. september 2022
Ásgeir Brynjar Torfason er doktor í fjármálum.
Seðlabankarnir í stríðsham
Doktor í fjármálum segir að samhæfð frysting rússneskra eigna í mörgum helstu seðlabönkum heims hafi náð „að færa vígvöllinn inn á svið reikningsskila, lögfræði og bókhalds inni í seðlabönkunum“. Hann ræddi þessi mál í hlaðvarpsþættinum Ekon.
7. september 2022
Krónunum í hirslum íslenskra lífeyrissjóða fjölgaði umtalsvert í júlímánuði.
Eignir lífeyrissjóða aldrei vaxið jafn mikið í einum mánuði og í júlí, eða um 237 milljarða
Eignir lífeyrissjóðakerfisins lækkuðu um 361 milljarð króna á fyrri hluta ársins 2022, vegna styrkingar krónunnar og fallandi hlutabréfaverðs. Í júlí varð mikill viðsnúningur.
6. september 2022
Höfuðstöðvar Íslandsbanka
Skýrsla Ríkisendurskoðunar um söluna á Íslandsbanka „á lokametrunum“
Ríkisendurskoðun er að klára að skrifa skýrslu sína um sölu á 22,5 prósent hlut í Íslandsbanka til 207 fjárfesta í lokuðu útboði með afslætti. Þegar því er lokið á eftir að rýna hana og senda í umsagnarferli. Upphaflega átti að skila skýrslunni í júní.
6. september 2022
Erling Braut Haaland framherji Manchester City er búinn að skora 10 mörk í fyrstu sex leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Hann kostaði City svipað mikið og veiðigjöldin sem lögð eru á útgerðir á Íslandi í ár.
Félagaskiptaglugginn í enska boltanum í íslensku samhengi
Upphæðirnar sem ensk knattspyrnufélög settu í að kaupa nokkra tugi leikmanna í sumar slá öll fyrri met. Heildareyðsla félaganna í úrvalsdeildinni var meiri en árleg útgjöld íslenska ríkisins til heilbrigðismála.
5. september 2022
Virði íbúða Félagsbústaða hefur aukist um rúmlega 20 milljarða á sex mánuðum
Í fyrra hækkaði virði íbúða í eigu Félagsbústaða um rúmlega 20 milljarða. Eignasafnið hafði aldrei hækkað jafn mikið innan árs áður og hækkunin var meiri en fjögur árin á undan. Á fyrri hluta þessa árs hækkaði virði íbúðanna aftur um 20 milljarða.
5. september 2022
Hápunktur í starfsemi Kjarnans á árinu 2021 var þegar ritstjórn hans hlaut Blaðamannaverðlaunin fyrir umfangsmikla umfjöllun um brunann á Bræðraborgarstíg sem birtist í nóvember árið áður.
Rekstrartekjur Kjarnans hafa vaxið um 80 prósent á tveimur árum
Ársverkum hjá Kjarnanum fjölgaði um rúmlega þrjú í fyrra og vöxtur var í öllum helstu tekjustoðum miðilsins. Lesendur Kjarnans hafa aldrei verið fleiri en þeir voru á árinu 2021.
3. september 2022
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði sem situr í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Segir óhófleg launakjör og sjálftöku tekjuhárra friðarspilli á vinnumarkaði
Gylfi Zoega segir að það sé óumdeilt að mikil lækkun vaxta hafi aukið misskiptingu. Ef lýðræðislega kjörnum fulltrúum finnist þessi áhrif á tekju- og eignadreifingu vera óæskileg þá sé það þeirra að leiðrétta þau áhrif.
3. september 2022
Höfuðstöðvar Arion banka, Borgartúni 19
Lántakendur borga 280 milljónum minna vegna mistaka við tilkynningu frá Arion banka
Alls 23 þúsund viðskiptavinir Arion banka með lán sem bera óverðtryggða breytilega vexti munu greiða einu prósentustigi lægri vexti en þeir hefðu annars gert frá 29. júlí til 25. september vegna mistaka við tilkynningu um vaxtahækkun.
2. september 2022
Greiðslubyrði þeirra sem keyptu húsnæði með óverðtryggðu láni á breytilegum vöxtum á meðan vextir voru í sögulegu lágmarki hefur hækkað gríðarlega.
Tveir af þremur bönkum hafa þegar hækkað íbúðalánavexti og flestir stærstu sjóðirnir líka
Greiðslubyrði af óverðtryggðu íbúðaláni upp á 50 milljónir hefur aukist um meira en 1,2 milljónir króna á ársgrundvelli. Í byrjun síðasta árs voru vextirnir rúmlega þrjú prósent. Nú eru þeir í sumum tilfellum orðnir sjö prósent.
2. september 2022
Kristján Þórður Snæbjörnsson er starfandi forseti ASÍ.
ASÍ gagnrýnir líka skipan Svanhildar Hólm í starfshóp þegar „launafólk sé látið sitja hjá“
Bæði Neytendasamtökin og ASÍ hafa nú gagnrýnt harðlega skipan fulltrúa atvinnulífsins í starfshóp um samkeppnis- og neytendamál en horft sé framhjá neytendum og launafólki. Menningar- og viðskiptaráðherra segir að gagnrýni komi sér á óvart.
1. september 2022
Forstjóri Torgs segir að Fréttablaðið muni í framtíðinni hætta að koma út á prenti
Lestur Fréttablaðsins var um 60 prósent fyrir áratug. Hann mælist nú 27,7 prósent. Forstjóri útgáfufélags blaðsins segir eðlilegt að spyrja hvort það muni hætta að koma út á prenti og komi út rafrænt. Á einhverjum tímapunkti muni það gerast.
1. september 2022
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín vill hækka skatta á fjármagnstekjur – Bjarni segir að það standi ekki til
Fjármagnseigendur, sem tilheyra ríkustu tíu prósent landsins, juku ráðstöfunarfé sitt langt um meira í fyrra en aðrir tekjuhópar en skattbyrði þeirra lækkaði. Ekki er sátt á meðal leiðtoga ríkisstjórnarinnar um hvort hækka eigi álögur á fjármagnseigendur.
31. ágúst 2022
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, og Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.
Gagnrýna harðlega skipun Svanhildar Hólm í starfshóp um samkeppni og neytendamál
Neytendasamtökin segja það óásættanlegt að fulltrúi atvinnulífsins fái sæti í starfshópi um samkeppnis- og neytendamál en horft sé framhjá neytendum. Menningar- og viðskiptaráðherra skipaði meðal annars framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs í hópinn.
30. ágúst 2022
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Landsvirkjun hagnaðist um 19 milljarða króna á fyrstu sex mánuðum ársins
Hagnaður Landsvirkjunar á fyrri hluta yfirstandandi árs var næstum jafn mikill og hagnaður fyrirtækisins var allt árið í fyrra. Það hefur aldrei fengið hærra verð á fyrstu sex mánuðum árs fyrir orku til stórnotenda og nú.
30. ágúst 2022
Verðbólgan byrjuð að lækka – Mælist 9,7 prósent
Tólf mánaða verðbólga lækkaði milli mánaða úr 9,9 í 9,7 prósent. Þetta er í fyrsta sinn frá sumrinu 2021 sem verðbólgan lækkar milli mánaða.
30. ágúst 2022
Pétur Pálsson, forstjóri Vísis.
Eru ekki að selja Vísi til Samherja, heldur til Síldarvinnslunnar
Forstjóri Vísis segir að gagnrýni á sölu útgerðarinnar til Síldarvinnslunnar ekki hafa komið sér á óvart. Hann skilji þó ekki að salan skuli vera forsenda umræðu um hækkun gjalda á sjávarútvegsfyrirtæki.
29. ágúst 2022
Ferðamenn flykktust til landsins strax og takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins var aflétt.
Hlutfall fyrirtækja sem segjast skorta starfsfólk einungis einu sinni mælst hærra
Skýrar vísbendingar eru um spennu í íslenska þjóðarbúinu. Heimilin eru að eyða miklu meira í neyslu en reiknað var með og ferðaþjónustan tekið við sér hraðar. Atvinnuleysi er hverfandi og víða er skortur á starfsfólki.
29. ágúst 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Tíu pólitískar áherslur sem komu fram á flokksráðsfundi Vinstri grænna
Vinstri græn eru m.a. í ríkisstjórn til að passa upp á að hlutir gerist ekki en dreymir um annað stjórnarsamstarf. Flokkurinn gagnrýnir forstjóralaun, vill leggja útsvar á fjármagnstekjur, taka auðlindagjöld af vindorku og hækka veiðigjöld.
29. ágúst 2022
Framleiðendur íslenskra sjónvarpsþáttaraða munu senn geta sótt um sérstaka lokafjármögnunarstyrki fyrir verkefni sín.
Ný tegund styrkja borin á borð fyrir íslenska kvikmyndagerðarmenn
Framleiðendur íslenskra sjónvarpsþáttaraða munu brátt geta sótt um sérstaka lokafjármögnunarstyrki í Kvikmyndasjóð. Um er að ræða opinbera styrki sem verða endurheimtir ef framleiðsluverkefnið gengur vel á erlendum mörkuðum.
29. ágúst 2022
Íslandsbanki var skráður á markað í júní í fyrra.
Stærsti erlendi fjárfestirinn í Íslandsbanka selur sig niður fyrir fimm prósent í bankanum
Einn þeirra sjóða sem var valinn til að vera hornsteinsfjárfestir í Íslandsbanka í fyrra hefur reglulega bætt við sig eign í bankanum síðastliðið rúmt ár. Nú hefur sjóðurinn, Capital Group, hins vegar selt sig niður fyrir fimm prósent.
29. ágúst 2022
Hver á að hætta að eyða peningum?
None
27. ágúst 2022
Það er orðið mun dýrara að skuldsetja sig til íbúðakaupa en það var fyrir nokkrum mánuðum síðan.
Lífeyrissjóður verzlunarmanna ríður á vaðið og hækkar vexti á íbúðalánum
Einn stærsti lífeyrissjóður landsins hefur tilkynnt að vextir á breytilegum óverðtryggðum lánum til sjóðsfélaga hans muni hækka frá 1. október í kjölfar nýjustu stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands. Hækkunin er umfram hækkun stýrivaxta.
26. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Nú á að skila skýrslu ríkisendurskoðunar um bankasöluna í næsta mánuði
Þegar Ríkisendurskoðun tók að sér að gera stjórnsýsluúttekt á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka ætlaði hún að skila skýrslu í júní. Síðan átti að skila henni fyrir verslunarmannahelgi. Svo í ágúst. Nú er hún væntanleg í september.
26. ágúst 2022
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og stærsti eigandi Brims.
Brim hagnaðist um 6,9 milljarða króna á fyrri helmingi ársins
Eigið fé Brims var 58,6 milljarðar króna um mitt þetta ár og markaðsvirði útgerðarrisans er nú um 189 milljarðar króna. Það hefur hækkað um 84 prósent frá því í september í fyrra. Í millitíðinni var úthlutað stærsta loðnukvóta í tvo áratugi.
25. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Einkaneysla vegna eyðslu á sparnaði og fleiri ferðamenn undirstaða aukins hagvaxtar
Hagvöxtur er meiri á Íslandi en áður var reiknað með vegna þess að heimilin eru að eyða sparnaði sínum og fjöldi ferðamanna er vel umfram spár. Verðbólguhorfur hafa hins vegar versnað og húsnæðisverð er enn að hækka.
24. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar.
Stýrivextir hækkaðir um 0,75 prósent – Hafa ekki verið hærri í sex ár
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti upp í 5,5 prósent. Þeir hafa nú hækkað um 4,75 prósentustig frá því í maí í fyrra, en eru enn langt undir verðbólgunni.
24. ágúst 2022
PLAY tapaði 3,6 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins
Flugfélagið Play hefur tapað 6,5 milljörðum króna frá byrjun síðasta árs. Starfsemin komst fyrst í fullan rekstur í júlí og félagið spáir þvi að það sýni jákvæða rekstrarafkomu á síðari hluta yfirstandandi árs.
22. ágúst 2022
Tekjuójöfnuður jókst á Íslandi í fyrra og ráðstöfunartekjur efsta lagsins hækkuðu mest
Skattbyrði 90 prósent landsmanna jókst á árinu 2021 á meðan að skattbyrði þeirra tíu prósent landsmanna sem höfðu hæstu tekjurnar dróst saman. Mikil aukning í fjármagnstekjum var ráðandi í því að ráðstöfunartekjur efsta lagsins hækkuðu um tíu prósent.
22. ágúst 2022
Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, á kynningarfundi á uppgjöri félagsins í gær.
Hluthafafundur Síldarvinnslunnar samþykkti kaupin á Vísi
Hlutabréf í Síldarvinnslunni hafa rokið upp á síðustu vikum. Sá hlutur sem systkinin úr Grindavík sem eiga Vísi í dag munu fá fyrir að selja útgerðina til Síldarvinnslunnar hefur hækkað um 3,7 milljarða króna í virði á rúmum mánuði.
19. ágúst 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og fékk fyrir það um 3,9 milljónir króna á mánuði í fyrra.
Best launuðu hagsmunaverðirnir með hátt í fjórar milljónir króna á mánuði í fyrra
Framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka sjávarútvegsfyrirtækja trónir á toppnum yfir þá hagsmunaverði sem voru með hæstu launin í fyrra. Laun stjórnenda hagsmunasamtaka eru miklu hærri en laun þeirra sem fara fyrir verkalýðsforystunni.
18. ágúst 2022
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
18. ágúst 2022
Seðlabankinn mun kynna næstu stýrivaxtaákvörðun í næstu viku.
Búast við að stýrivextir verði komnir upp í sex prósent í byrjun næsta árs
Markaðsaðilar vænta þess að verðbólgan sé við hámark nú um stundir en að hún muni hjaðna hægar. Í vor bjuggust þeir við að verðbólga eftir ár yrði fimm prósent en nú telja þeir að hún verði 5,8 prósent.
17. ágúst 2022
Segja toppana í samfélaginu hafa tekið sitt og að lágmark sé að launafólk fái það sama
Í Kjarafréttum Eflingar er lagt til að almenn laun hækki um 52.250 krónur á mánuði miðað við núverandi verðbólgu. Ríkið þurfi auk þess að koma að kjarasamningaborðinu með tug milljarða króna aðgerðir til að bæta stöðu þeirra verst settu í samfélaginu.
17. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
16. ágúst 2022
Bensínlítrinn lækkaði í fyrsta sinn á þessu ári en hlutdeild olíufélaganna í hverjum seldum lítra eykst
Framan af ári voru olíufélögin ekki að velta miklum hækkunum á bensíni út í verðið sem neytendum var boðið upp á. Nú þegar heimsmarkaðsverð hefur lækkað umtalsvert eru félögin að sama skapi að velta lækkunum hægar út í verðlagið en tilefni er til.
15. ágúst 2022
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
15. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
13. ágúst 2022