„Fjármálalestarslys“ sem hangi yfir tæplega 20 árum eftir að Framsókn breytti ÍLS í spilavíti

„Hvort á ég að taka af þér peninginn úr buxnavasanum hægra megin eða vinstra megin,“ spurði þingmaður Samfylkingarinnar á þingi í dag þegar hann ræddi boðaða úrvinnslu ÍL-sjóðs.

Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

„Hvort á ég að taka af þér pen­ing­inn úr buxna­vas­anum hægra megin eða vinstra meg­in? Þetta eru kost­irnir sem hæst­virtur fjár­mála­ráð­herra stillir upp líkt og um sé að ræða sér­staka sparn­að­ar­að­gerð fyrir almenn­ing. Ég er að sjálf­sögðu að tala um það fjár­mála­lest­ar­slys sem hangir ennþá yfir okkur tæp­lega 20 árum eftir að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn breytti Íbúða­lána­sjóði (ÍLS) í spila­vít­i.“

Þetta sagði Jóhann Páll Jóhanns­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, á Alþingi í dag undir liðnum störfum þings­ins, þegar hann ræddi þá stöðu sem upp er komin vegna ÍL-­sjóðs, sem fyrir liggur að muni að óbreyttu tapa 200 millj­örðum króna. 

Tapið er til­komið vegna skulda­bréfa­flokka sem gefnir voru út af Íbúða­lána­sjóði árið 2004 en voru ekki upp­greið­an­leg­ir. Lán­tak­endur flúðu síðar sjóð­inn og nú eru útlán ein­ungis um 20 pró­sent af eignum hans. Ávöxtun eigna stendur því ekki undir skuldum og sjóð­ur­inn verður tómur löngu áður en síð­ustu skulda­bréf­in, sem eru með gjald­daga 2044, eiga að koma til greiðslu.

Hvort á höggið að koma á rík­is­sjóð eða líf­eyr­is­sjóði?

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, til­kynnti á blaða­manna­fundi fyrir helgi að reynt verði að ná sam­komu­lagi við eig­endur skulda­bréfa sem ÍL-­sjóður gaf út um að þeir gefi eftir hluta eigna sinna. 

Auglýsing
Tak­ist ekki að ná þessu sam­komu­lagi ætlar Bjarni að leggja fram frum­varp fyrir árs­­lok sem feli í sér að ÍL-­­sjóði verði slitið á næsta ári, skuldir hans látnar gjald­­falla og með því myndi ein­­föld rík­­is­á­­byrgð virkj­­ast. Við það myndu 47 millj­­arðar króna falla á rík­­is­­sjóð og skatt­greið­endur spara sér um 150 millj­­arða króna á núvirð­i. 

Það tap þyrftu þá aðrir að axla. Þessir aðrir eru að upp­i­­­stöðu sami hópur og sá sem á að verja, almenn­ingur í land­inu. Líf­eyr­is­­sjóðir lands­ins áttu íbúða­bréf útgefin af Íbúða­lána­­sjóði fyrir 643 millj­­arða króna í ágúst síð­­ast­liðn­­­um. Það var um 75 pró­­sent af öllum slíkum bréf­um um mitt þetta ár. 

Jóhann Páll sagði í ræðu sinni í dag að heið­ar­leg­ast hefði verið af Bjarna að spyrja lands­menn á blaða­manna­fund­in­um: „Hvort viljið þið krakkar mínir taka á ykkur höggið í gegnum rík­is­sjóð eða í gegnum líf­eyr­is­sjóð­ina ykk­ar?“ 

„Hvaða merk­ingu hefur rík­is­á­byrgð héðan í frá“

Tals­menn líf­eyr­is­sjóða lands­ins hafa gagn­rýnt þá leið sem ráð­herr­ann boðar harð­lega og meðal ann­ars kallað hana til­raun til að ganga í sparnað almenn­ings. Már Wolf­gang Mixa, lektor í fjár­­­málum við HÍ og stjórn­­­ar­­maður í Almenna líf­eyr­is­­sjóð­un­um, sagði í Kast­­ljósi í gær að það að slíta ÍL-­­sjóði jafn­­­gildi greiðslu­­falli rík­­is­­sjóðs og að það gæti haft nei­kvæð áhrif á láns­hæfi rík­is­sjóðs. Bjarni hefur mót­mælt þess­ari gagn­rýni og í hádeg­is­fréttum Bylgj­unnar líkti hann henni við þá orð­ræðu sem var uppi þegar verið að var að gera upp gömlu bankana, og ríkið átti í erjum við að mestu erlenda kröfu­hafa. 

Þegar umrædd skulda­bréf voru gefin út árið 2004 var skýrt í útgáfu­lýs­ingu þeirra að þau nutu rík­is­á­byrgð­ar. Fyrir vikið fengu útgáf­­urnar sömu láns­hæf­is­ein­kunn og íslenska ríkið hafði á þessum tíma, AAA hjá Moody´s. Það er hæsta ein­kunn sem hægt er að fá hjá því láns­hæf­is­­mats­­fyr­ir­tæki.

Jóhann Páll sagði stóru spurn­ing­una í mál­inu ein­falda. „Hvaða merk­ingu hefur rík­is­á­byrgð héðan í frá ef lög­gjaf­inn telur sig þess umkom­inn að gjör­breyta leik­regl­unum eftir á? Og hvaða afleið­ingar hefur það að umgang­ast rík­is­tryggð skulda­bréf og þá skil­mála sem liggja þeim til grund­vallar með þessum hætti? Hvað þýðir þetta fyrir láns­hæfi rík­is­sjóðs til lengri tíma? Hvað þýðir þetta fyrir sam­vinnu­verk­efnin sem ráð­ist verður í hér á næstu árum og sam­starf rík­is­sjóðs við stofn­ana­fjár­festa? Þetta eru stóru spurn­ing­arnar sem við þurfum að ræða hér í þing­sal á næstu dög­um.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent