RÚV tekur til sín fjórðung allra tekna fjölmiðla og helming auglýsingatekna

Notendatekjur fjölmiðla hafa vaxið umtalsvert á síðustu árum en auglýsingatekjur þeirra hafa dregist saman. Þar skiptir innkoma erlendra samfélagsmiðlarisa lykilmáli, en þeir taka til sín 43,2 prósent allra auglýsingatekna á Íslandi.

RÚV
Auglýsing

Alls námu tekjur allra fjöl­miðla á Íslandi 27 millj­örðum króna í fyrra. Á föstu verð­lagi er það sama upp­hæð og þeir þén­uðu árið 2015, en 13 pró­sent minni tekjur en miðl­arnir höfðu sam­an­lagt árið 2005. Inni í þessum tölum eru þær tekjur sem Rík­is­út­varpið tekur til sín, en það var með 25 pró­sent hlut­deild í fjöl­miðla­tekjum á síð­asta ári. Þar af tekur RÚV til sín helm­ing allra aug­lýs­inga­tekna í sjón­varpi og 39 pró­sent allra aug­lýs­inga­tekna í hljóð­varpi. Hlut­deild þess af aug­lýs­inga­kök­unni fyrir sjón­varp og útvarp óx milli ára. 

Þetta kemur fram í tölum sem Hag­stofa Íslands birti í síð­ustu viku um tekjur inn­lendra fjöl­miðla.

Auglýsing
Tölur Hag­stof­unnar sýna að miklar breyt­ingar hafa orðið á tekjum miðla eftir teg­und á þess­ari öld. Í upp­hafi hennar voru dag­blöð og viku­blöð mjög sterk og árið 2005 voru tekjur þeirra um 62 pró­sent meiri en þær voru í fyrra. Svip­aða sögu er að segja af öðrum blöðum og tíma­ritum en tekjur þeirra hafa dreg­ist saman um 50 pró­sent á þessum 16 árum. Á sama tíma hafa tekjur hljóð­varpa auk­ist um tíu pró­sent á föstu verð­lagi og tekjur sjón­varps um 19 pró­sent. Mesta aukn­ingin hefur þó orðið hjá vef­miðlum sem þén­uðu 336 millj­ónir króna á verð­lagi síð­asta árs árið 2005 en 2.586 millj­ónir króna á árinu 2021. Það er næstum átt­földum á tekjum vef­miðla á sextán árum. Vef­miðlar juku tekjur sínar hlut­falls­lega mest milli 2020 og 2021. 

Not­enda­tekjur auk­ist en aug­lýs­inga­tekjur dreg­ist saman

Stærstur hluti tekna fjöl­miðla, alls 16,1 millj­arður króna í fyrra, kemur frá not­endum eða 60 pró­sent. Þar munar mestu um þau not­enda­gjöld sem renna til RÚV, en rík­is­mið­ill­inn fékk tæp­lega 4,7 millj­arða króna úr rík­is­sjóði á árinu 2021. Á næsta ári, 2023, gera fjár­lög ráð fyrir að RÚV fái 5,7 millj­arða króna úr sam­eig­in­legum sjóð­um. Ofan á það fram­lag sækir RÚV um tvo millj­arða króna á ári í aug­lýs­inga­tekj­ur. Hlutur RÚV í öllum fjöl­miðla­tekjum hefur farið vax­andi á und­an­förn­um. Hann var 22 pró­sent árið 2015 en 25 pró­sent í fyrra.

Staðan raunar breyst ansi hratt á síð­ustu sex árum. Árið 2015 voru tekjur fjöl­miðla vegna greiðslna frá not­endum ell­efu pró­sent lægri á föstu verð­lagi en þær voru á síð­asta ári. Aug­lýs­inga­tekj­urnar þá voru hins vegar 16 pró­sent hærra þá en þeir eru nú. Ef farið er lengra aftur í tím­ann, til 2005, hafa aug­lýs­inga­tekjur inn­lendra fjöl­miðla dreg­ist saman um 54 pró­sent. 

Fimm stærstu fjöl­miðlar lands­ins taka til sín 87 pró­sent af tekjum þegar RÚV er talið með. Því skipt­ast 13 pró­sent tekna á aðra fjöl­miðla í land­inu en á þessu ári fengu alls 25 einka­reknir fjöl­miðlar rekstr­ar­styrk úr rík­is­sjóð­i. 

Face­book og Google ryk­suga upp aug­lýs­inga­tekjur

Hag­stofan greindi frá því snemma í des­em­ber að erlendir miðlar hafi tekið til sín 43,2 pró­sent af öllum aug­lýs­inga­sölu­tekjum á Íslandi á síð­asta ári. Það þýðir að 9,5 af 22 millj­örðum króna sem varið var til aug­lýs­inga­­kaupa á árinu 2021 fór til erlendra aðila.

Þessir erlendu aðilar eru aðal­­­lega Google og Face­book, en hlutur þess­­ara tveggja alþjóð­­legu stór­­fyr­ir­tækja í greiðslu­korta­við­­skiptum vegna þjón­ust­u­inn­­flutn­ings vegna aug­lýs­inga var 95 pró­­sent á síð­­asta ári.

Hlutur þess­­ara aðila í greiðslum vegna birt­inga aug­lýs­inga hefur farið hratt vax­andi síð­­­ustu ár og tvö­­fald­­ast á ein­ungis átta árum, en á föstu verð­lagi fóru fimm millj­­arðar króna til erlendra aðila árið 2013 og, líkt og áður sagði, 9,5 millj­­arðar króna í fyrra. Vöxt­­ur­inn á milli áranna 2020 og 2021 nam 34 pró­­sent­­um.

100 millj­ón­irnar fara í styrkja­kerfið

Und­an­farin ár hefur verið greiddur rekstr­ar­styrkur til einka­rek­inna fjöl­miðla sem upp­fylla ákveðin skil­yrði. Í honum felst að hlut­fall af rit­stjórn­ar­kostn­aði þeirra er end­ur­greidd­ur. Styrkja­kerfið rennur út um kom­andi ára­mót en fyrir þingi liggur frum­varp um að lengja það til tveggja ára. Búist er við að það frum­varp verði afgreitt fljót­lega eftir jól. 

Auglýsing
Samkvæmt fjár­lögum eru 377 millj­ónir króna ætl­aðar í þessa rekstr­ar­styrki. Í fyrra fór alls 53 pró­sent upp­hæð­ar­innar til þriggja stærstu einka­reknu fjöl­miðla­­­­­fyr­ir­tæki lands­ins, Árvak­­­­­urs, Sýnar og Torgs, en hvert þeirra fékk 66,7 millj­­ónir króna.

Fjöl­miðla­fyr­ir­tækið N4, sem rekur ekki frétta­stofu en fram­leiðir ýmis konar efni, óskaði í des­em­ber eftir því að fá 100 milljón króna styrk úr rík­is­sjóði. Fjár­laga­nefnd sam­þykkti styrk­veit­ing­una en nefnd­ar­menn sögðu síðar að hún ætti að skipt­ast á fleiri sem fram­leiða sjón­varps­efni á lands­byggð­inni. N4 er eina sjón­varps­stöðin á lands­byggð­inn­i. 

Eftir að málið rataði í fjöl­miðla var ákveðið að breyta úthluta fjár­mun­unum með öðrum hætti. Í nefnd­ar­á­liti fjár­laga­nefndar fyrir þriðju umræðu fjár­laga­frum­varps­ins sagði að í ljósi „um­ræðu í fjöl­miðlum beinir meiri hlut­inn því til ráð­herra að end­­ur­­skoða þær reglur sem gilda um rekstr­­ar­­stuðn­­ing við einka­rekna fjöl­miðla á lands­­byggð­inni þannig að aukið til­­lit verði tekið til þeirra sem fram­­leiða efni fyrir sjón­­varp.“

Sam­­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans mun fjár­­fram­lagið renna inn í styrkja­­kerfi fyrir einka­rekna fjöl­miðla og hækka þá upp­­hæð sem þar verður til úthlut­unar úr 377 millj­­ónum króna á næsta ári, í 477 millj­­ónir króna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent