Sagði Bjarna annaðhvort ekki skilja einfaldar fjármálaafurðir eða vera að ljúga að þjóðinni

Kristrún Frostadóttir líkti Bjarna Benediktssyni við Liz Truss á þingi í dag, sagði hann stunda „vúdúhagfræði“ og svara með frekju og hroka. Bjarni sagði Kristrúnu ekki skilja lögfræðina í máli ÍL-sjóðs og fara fram með útúrsnúninga.

Kristrún Frostadóttir
Auglýsing

„Kreddupóli­tík hæst­virtrar rík­is­stjórnar virð­ist nú vera að ná hámarki. Hæst­virtur fjár­mála­ráð­herra fetar nú í fót­spor fyrrum for­sæt­is­ráð­herra Breta, Liz Truss, með glanna­skap í efna­hags­mál­um. Hann heldur blaða­manna­fund um hvernig hann ætlar að spara þjóð­inni fúlgur fjár með því að knýja gamla Íbúða­lána­sjóð í þrot. Álíka van­hugsað og hug­myndir Truss um að hægt sé að end­ur­reisa breska hag­kerfið með því að ráð­ast í umfangs­miklar skatta­lækk­an­ir. Ásýnd­ar­stjórn­mál drifin áfram af úreltri hug­mynda­fræði um útvistun á póli­tískri ábyrgð. Íslenskir fjár­mála­mark­aðir kaupa ekki þessa hug­mynd hæst­virts ráð­herra, ekki frekar en mark­aðir keyptu skatta­lækk­un­ar­hug­myndir bresku rík­is­stjórn­ar­inn­ar.“ 

Þetta sagði Kristrún Frosta­dótt­ir, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar og vænt­an­legur for­maður henn­ar, í inn­gangi að fyr­ir­spurn um mál­efni ÍL-­sjóðs sem hún lagði fyrir Bjarna Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og for­mann Sjálf­stæð­is­flokks, í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma í dag.

Hægt er að lesa um það sem ÍL-­sjóðs málið snýst um hér, í frétta­skýr­ingu Kjarn­ans sem birt­ist á mánu­dag.

Kristrún sagði að sú leið sem Bjarni hafi boðað í mál­efnum sjóðs­ins, að setja sjóð­inn þrot með laga­setn­ingu, væri enn ein bók­halds­brellan, til­færsla á skuld og til­færsla á póli­tísku verk­efni sem fór illa yfir á líf­eyr­is­sjóði lands­ins. „Það er í hæsta máta óábyrgt að bera þessa vúd­úhag­fræði á borð fyrir þjóð­ina. Annað hvort skilur hæst­virtur fjár­mála­ráð­herra ekki hvernig ein­faldar fjár­mála­af­urðir virka, eða hann er að ljúga af þjóð­inni. Og ég veit ekki hvort er verra. Þegar á hæst­virtan ráð­herra er gengið er svarað með frekju og hroka og skýlt sér á bak­við lög­fræði­á­lit um lög­mæti þess­arar aðgerð­ar, sem er engan vegin afdrátt­ar­laust. Sam­kvæmt hæst­virtum ráð­herra ætlar rík­is­sjóður enga ábyrgð að bera á fram­tíð­ar­skuld­bind­ingum opin­berrar stofn­unar sem sett var á lagg­irnar í póli­tískum til­gangi með líf­eyri þjóð­ar­innar að veð­i.“

Auglýsing
Spurning hennar til Bjarna sneri svo að þeirri 190 millj­arða króna lán­veit­ingu sem rík­is­sjóður tók úr ÍL-­sjóði á árunum 2020 og 2021, til að standa straum að halla­rekstri á þeim árum vegna áhrifa kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. Hún spurði hvaða sjón­ar­mið hefðu legið að baki ákvörðun Bjarna um að sækja þá upp­hæð í sjóð­inn á þessum árum, fara fram hjá mark­aðnum í útgáfu skulda­bréfa og festa það sem hún kall­aði „of­ur­hagstæð kjör“ fyrir rík­is­sjóð á lánum frá ÍL-­sjóði allt til árs­ins 2034. „Ef ætl­unin var aldrei að standa undir fram­tíð­ar­skuld­bind­ingum sjóðs­ins er þessi snún­ingur býsna skugga­leg­ur.“

Slík öfug­mæli að um háal­var­legt mál væri að ræða

Bjarni brást við fyr­ir­spurn­inni með því að segja það fárán­legt að opna á umræðu um ÍL-­sjóð í óund­ir­búnum fyr­ir­spurnum í ljósi þess að sér­stök umræða fari fram um mál­efni sjóðs­ins á þingi síðar í dag. Þrátt fyrir það ætl­aði hann að bregð­ast við nokkrum hlut­um. „Það er mik­ill ábyrgð­ar­hluti þegar hátt­virtur þing­maður stendur hér í þing­sal og heldur því fram að fram sé komið að ríkið ætli enga ábyrgð að bera á fram­tíð­ar­skuld­bind­ingum ÍL-­sjóðs. Þetta eru slík öfug­mæli þegar verið er að reyna að vitna í þann vanda sem ég hef vakið athygli á að það er háal­var­legt mál.“

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Mynd: Bára Huld Beck

Það væri fyrst ástæða til þess að hafa áhyggjur ef ákveðið væri að víkja sér undan ábyrgð rík­is­sjóðs á mál­inu. „Þegar hátt­virtur þing­maður sakar mig um að skilja ekki fjár­mála­mark­aði þá ætla ég að halda því fram að hátt­virtur þing­maður skilji ekk­ert í lög­fræð­inni í þessu máli. Vegna þess að það eina sem ég hef gert á þessum tíma­punkti er að vekja athygli á alvar­legri stöðu ÍL-­sjóðs sem á ekki fyrir skuld­bind­ingum sín­um. Ég hef vakið athygli á hvers eðlis rík­is­á­byrgð á skuldum ÍL-­sjóðs er og ég hef sagt að það væri mitt mat, en á end­anum ákvörðun Alþing­is, að við ættum að gera upp sjóð­inn á grund­velli þeirra lof­orða sem gefin voru á sínum tíma. Sem felur í sér fullt upp­gjör gagn­vart öllum kröfu­höfum á grund­velli rík­is­á­byrgð­ar­innar með slitum ÍL-­sjóðs.“

Bjarni end­ur­tók það sem hann sagði á blaða­manna­fundi á fimmtu­dag, að sú leið sem hann boði muni spara rík­is­sjóði aukna vænta áhættu inn í fram­tíð­ina. „En það tjón sem hátt­virtur þing­maður er að vísa til að verði út á fjár­mála­mörk­uð­unum ræðst á end­anum á næstu 22 árum á því hvernig þeir spila úr þeim eignum sem til þeirra ganga með fullu upp­gjöri á öllum skuld­bind­ingum ÍL-­sjóðs, eins og þær standa á upp­gjörs­degi. Og fárán­legt að vera með full­yrð­ingar um það hvernig úr mun spil­ast.“

Sagði Kristrúnu vera að tala fyrir því að strjúka fjár­mála­öfl­unum í land­inu

Kristrún kom aftur í pontu og sagði það ótrú­legt að fylgj­ast með því að einn dag­inn hafi ráð­herr­ann talað um að spara rík­is­sjóði 150 millj­arða króna og þann næsta talað um að ekk­ert sé verið að gera. „Það er aug­ljós­lega verið að taka fram­tíð­ar­greiðslu­flæði frá þessum sjóð­um. Það átta sig allir á því sem skilja fjár­mála­af­urðir sem eru óupp­greið­an­legar með þess­ari rík­is­á­byrgð. Þetta er útúr­snún­ingur á orð­ræðu sem hæst­virtur fjár­mála­ráð­herra beitti fyrir sig í síð­ustu viku. Fullt upp­gjör er greini­lega eitt­hvað allt annað skil­grein­ing­ar­at­riði í þessu máli. “

Hún benti svo á að Bjarni hefði ekki svarað fyr­ir­spurn­inni sem hún lagði fram, um þá pen­inga sem ríkið tók að láni úr ÍL-­sjóði, í ljósi þess að ekki hafi staðið til að upp­fylla fram­tíð­ar­greiðslu­flæðis sjóðs­ins. Með því hafi verið farið í sjóði sem aðrir eiga. 

Bjarni sagði mál­flutn­ing Kristrúnar vera útúr­snún­ing. Þau rík­is­skulda­bréf sem seld hafi verið inn í ÍL-­sjóð í skiptum fyrir millj­arð­ana 190 væru bestu skuldir sem sjóð­ur­inn gæti átt. Skulda­bréfin væru verð­tryggð og hent­uðu sjóðnum vel. „Ég hafna þessu algjör­lega.“

Kristrún væri að sjá fyrir sér að láta sjúk­lingn­um, ÍL-­sjóði, blæða hægt og rólega út og láta okkur það engu varða þó að í hverjum mán­uði vaxi fram­tíð­ar­skuld­bind­ingar skatt­greið­enda um 1,5 millj­arða króna, á hverju ári 18 millj­arða króna. Hún væri að segja að strjúka þyrfti „fjár­mála­öfl­unum í land­inu, kröfu­höf­un­um. Fjár­mála­mark­aðir verða ávallt að vera í for­gang­i.“ Hann væri hins vegar að mæla fyrir hönd fram­tíð­ar­kyn­slóðs þessa lands sem ættu það ekki skilið að rík­is­á­byrgð sem var skýrt hafi verið skil­greind sem ein­föld yrði útvíkkuð í sjálf­skuld­ar­á­byrgð.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent