Segja toppana í samfélaginu hafa tekið sitt og að lágmark sé að launafólk fái það sama

Í Kjarafréttum Eflingar er lagt til að almenn laun hækki um 52.250 krónur á mánuði miðað við núverandi verðbólgu. Ríkið þurfi auk þess að koma að kjarasamningaborðinu með tug milljarða króna aðgerðir til að bæta stöðu þeirra verst settu í samfélaginu.

Efling - Samstöðufundur 8. mars 2019 - Verkfall hótelstarfsmanna
Auglýsing

Nóg svig­rúm er til launa­hækk­ana í ljósi þess að hag­vöxtur og fram­leiðni­aukn­ing er umtals­vert á Íslandi. „Topp­arnir í sam­fé­lag­inu hafa þegar tekið til sín veru­legar launa­hækk­an­ir, og hækk­anir bónusa og kaup­rétt­ar­heim­ilda. Arð­greiðslur úr fyr­ir­tækjum eru í hámarki og fjár­magnstekjur hátekju­fólks hafa hækkað veru­lega. Sam­hliða því hafa skatt­fríð­indi þeirra verið auk­in. Lág­mark er að launa­fólk njóti þeirrar fram­leiðni­aukn­ingar sem er fyrir hendi með sam­svar­andi kaup­mátt­ar­aukn­ingu. Ef ekki, þá er tekju­skipt­ing­unni breytt í þágu hátekju­hópanna og stór­eigna­fólks.“

Þetta segir í Kjara­f­réttum Efl­ingar sem birtar voru í morg­un. Ábyrgð­ar­maður útgáf­unnar er Stefán Ólafs­son, sér­fræð­ingur hjá Efl­ing­u. 

Þar kemur fram að góð reynsla af Lífs­kjara­samn­ing­un­um, þar sem ríkið kom meðal ann­ars að með aðgerð­ar­pakka sem það mat á um 80 millj­arða króna og ráð­ist var í krónu­tölu­hækk­anir sem gagn­ast lægri laun­uðum umfram aðra, varði leið sem æski­legt væri að fara við núver­andi aðstæð­ur. Sér­stak­lega er tekið fram að umfjöll­unin byggi á til­greindum for­sendum en sé ekki kröfu­gerð Efl­ingar í kom­andi kjara­samn­ing­um. Hún sé alfarið í höndum samn­inga­nefndar félags­ins.

Flatar krónu­tölu­hækk­anir upp á tugi þús­unda

Í umfjöll­un­inni segir að í ljósi þess að verð­bólgu­spá Hag­stof­unnar fyrir árið 2022 sé 7,5 pró­sent þurfi almenn launa­hækkun að vera sú tala að við­bættum tveimur pró­sentu­stig­um, eða 9,5 pró­sent. Með flatri krónu­tölu­hækkun gæti það skilað hækkun upp á 52.250 krónur á mán­uði. „Þetta er svipuð útfærsla og var í Lífs­kjara­samn­ingnum 2019, en á hærra verð­bólgu­stigi. Með þess­ari aðferð verður kaup­mátt­ar­aukn­ing meiri í lægstu launa­hópum en minni í þeim efri, sem hlífir atvinnu­líf­inu að hluta við aukn­ingu launa­kostn­að­ar.“

Auglýsing
Þessi útfærsla á launa­hækk­unum mildi áhrif launa­hækk­ana á fyr­ir­tæk­in, sem feli almennt ekki í sér neinar kostn­að­ar­hækk­anir fyrir þau, með því að launa­kostn­aður hærri tekju­hópa eykst hlut­falls­lega minna en ann­arra og lág­launa­fólk fær mesta kaup­mátt­ar­aukn­ing­u. 

Ríkið þarf að stíga fast inn í

Kjara­f­réttir fjalla síðan ítar­lega um þann pakka sem ríkið getur lagt til svo hægt verði að liðka fyrir kjara­samn­inga­gerð, en full­trúar atvinnu­lífs­ins og helstu ráða­menn hafa verið dug­legir við að segja að það standi ekki til sem stend­ur. Í umfjöll­un­inni segir meðal ann­ars að vegna verð­lags­hækk­ana þurfi hámarks­upp­hæð skatta­lækk­unar til lág­tekju­fólks að vera um 15 þús­und krónur á mán­uði en megi fjara út með hærri tekj­um. Þessu mætti ná fram með lækkun lægsta álagn­ing­ar­þreps í tekju­skatti eða með sér­stökum tekju­tengdum per­sónu­af­slætt­i.„ Kostnað vegna þessa má fjár­magna t.d. með hærra álagn­ing­ar­þrepi á tekjur yfir 1,5 m.kr. á mán­uði og með hækkun fjár­magnstekju­skatts, þannig að álagn­ing á fjár­magnstekjur verði sam­bæri­leg við álagn­ingu á atvinnu­tekjur og líf­eyr­i.“

Í umfjöll­un­inni er auk þess lagt til að hús­næð­is­stuðn­ingur úr rík­is­sjóði verði „veru­lega efld­ur“, meiri kraftur sé settur í upp­bygg­ingu félags­legs hús­næð­is, að húsa­leigu­bætur verði hækk­aðar og hömlur settar á hækkun leigu­verðs, til dæmis með leigu­þaki. 

Afar brýnt að draga stór­lega úr skattaund­anskotum

Að mati höf­unda Kjara­f­rétta þarf að end­ur­hanna vaxta­bóta­kerf­ið, sem hefur nán­ast fjarað út á síð­ustu árum, og að lág­marki fimm­falda það fjár­magn sem fært er úr rík­is­sjóði til lægri tekju­hópa í formi vaxta­bóta. 

Lagt er til að víta­hringur stýri­vaxta­hækk­ana til að takast á við verð­bólgu, sem veldur því að skulda­byrðar heim­ila stór­aukast, verði rof­in, meðal ann­ars með tak­mörk­unum á notkun verð­tryggðra lána eða með því að láta hækk­anir á verði íbúða­hús­næðis koma mun hægar inn í vísi­tölu verð­lags en nú er gert. 

Þá telja höf­undar að draga þurfi veru­lega úr skerð­ingum á barna­bótum og hátt í tvö­falda útgjöld vegna þeirra. Þeir vilja líka að ríkið hækki frí­tekju­mark almanna­trygg­inga gagn­vart líf­eyr­is­sjóðs­tekjum úr 25 þús­und krónum á mán­uði í að minnsta kosti 100 þús­und krónur á mán­uð­i.  Brúttó kostn­aður af því yrði um 15 millj­arðar króna á ári en að frá­dregnum auknum skatt­tekjum rík­is­ins um tíu millj­arðar króna nettó.

Að lokum segja Kjara­f­réttir að stjórn­völd geti slegið á verð­bólg­una með ýmsum öðrum leið­um, til dæmis með tíma­bund­inni lækkun álagn­ingar á bensín eða dísil orku­gjafa eða með lækkun á virð­is­auka­skatti á mat­væli. „Loks er afar brýnt að bæta skatt­heimtu og draga stór­lega úr skattaund­anskot­um. Lausa­tök gagn­vart skatta­skilum fyr­ir­tækja hér á landi leiða til meira taps á skatt­tekjum stjórn­valda en er í nær öllum öðrum vest­rænum sam­fé­lög­um, sam­kvæmt nýjum alþjóð­legum rann­sókn­um. Lag­fær­ing á þessu sviði þarf að skila sér til efl­ingar vel­ferð­ar­kerf­is­ins og ann­arra inn­viða sam­fé­lags­ins.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent