Alvogen og Halldór Kristmannsson ná sáttum – Fallið frá málsókn gegn Halldóri

Í upphafi árs í fyrra setti fyrrverandi upplýsingafulltrúi Alvogen fram fjölda ásakana á hendur Róberti Wessman, opnaði heimasíðu og skilgreindi sig sem uppljóstrara. Nú hefur sátt náðst í málinu.

Halldór Kristmannsson og Róbert Wessman.
Halldór Kristmannsson og Róbert Wessman.
Auglýsing

„Í jan­úar 2021 sendi Hall­dór Krist­manns­son bréf til stjórnar Alvogen, sem inni­hélt fjölda ásak­ana um starfs­hætti Róberts Wessm­an. Að lok­inni óháðri rann­sókn sér­fræð­inga, stefndi Alvogen Hall­dóri fyrir Hér­aðs­dómi Reykja­víkur og átti mál­flutn­ingur að fara fram á haust­mán­uð­um. Aðilar hafa náð sáttum í mál­inu og mun Alvogen falla frá mál­sókn­inni. Hall­dór mun loka heima­síðu sinni og hefur lýst því yfir að hann hafi ekki stöðu upp­ljóstr­ara í neinni lög­sögu. Jafn­framt hefur hann lýst því yfir að hann uni þeirri nið­ur­stöðu stjórnar að lýsa yfir trausti til Róberts í kjöl­far rann­sókn­ar­inn­ar.“

Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu sem Alvogen sendi frá sér í dag. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans fékk Hall­dór ekk­ert greitt umfram samn­ings­bundnar greiðslur og útlagðan lög­manns­kostn­að. Tals­maður fjár­fest­inga­fé­lags Róberts Wessman sagð­ist ekki hafa upp­lýs­ingar um hver heild­ar­upp­hæðin væri.

Skjáskot af heimasíðu uppljóstrarans Halldórs Kristmanssonar.

Hall­dór var einn nán­asti sam­starfs­maður Róberts Wessman um margra ára skeið. Hann steig fram í upp­hafi árs í fyrra sem upp­­­ljóstr­­ari og lagði fram gögn sem sýna fram á ósæmi­­lega hegðun for­­stjór­ans yfir margra ára tíma­bil. Stundin greindi frá því sama dag og Hall­dór steig fram að Róbert hefði reynt að hringja í fyrr­ver­andi fjár­­­mála­­stjóra Act­­a­vis, Mark Keat­ly, eftir að hann bar vitni í máli sem Björgólfur Thor Björg­­ólfs­­son hafði höfðað meðal ann­­ars gegn Róbert. Í kjöl­farið hafi hann sent mann­inum og Claudio Albrecht, fyrr­ver­andi for­­stjóra Act­­a­vis, alls 33 smá­skila­­boð á innan við sól­­­ar­hring þar sem hann hótað meðal ann­­ars að drepa Keatly og að hann myndi vinna þeim og fjöl­­skyldu þeirra skaða.

Auglýsing
Í yfir­­lýs­ingu sem Hall­dór sendi frá sér í mars 2021 greindi hann meðal ann­ars frá því að hann hefði orðið per­­són­u­­lega fyrir lík­­­ams­árás úr hendi Róberts og orðið vitni af ann­­arri, þegar hann var undir áhrifum áfengis á við­­­burðum fyr­ir­tæk­is­ins erlend­­­is. „Þegar ég síðar nefndi þetta við Róbert sagð­ist hann hafa verið að grín­­­ast og við hefðum verið í kýl­inga­­­leik. Ég var bein­línis kýldur kaldur í and­litið án fyr­ir­vara í vitna við­­­ur­vist. Mér var aug­­­ljós­­­lega ekki skemmt, og hef ekki orðið var við það almennt séð að for­­­stjórar fari í kýl­inga­­­leiki við sam­­­starfs­­­menn,“ sagði Hall­­dór í yfir­­lýs­ingu sinn­i.

Viku áður hafði stjórn Alvogen sent frá sér yfir­­­lýs­ingu þar sem greint var frá því því að kvartað hefði verið yfir hegðun Róberts. Þar sagði að óháð nefnd hefði verið sett á fót til að kanna inn­­i­hald kvört­un­­­ar­innar og Róbert sagt sig frá störfum fyrir Alvogen á meðan að sú athugun fór fram.

Vildi starfið sitt aftur og að Róbert yrði rek­inn

Erlend lög­­fræð­i­­stofa, White & Case, var fengin til að fara yfir kvart­­­anir Hall­­­dórs og íslenska lög­­­­­manns­­­stofan Lex veitti ráð­­­gjöf. Sam­­kvæmt upp­­lýs­ingum Kjarn­ans hafði erlenda lög­­fræð­i­­stofan unnið áður fyrir Alvogen og suma eig­endur þess. Rann­­­sóknin stóð yfir í átta vikur og sam­­kvæmt yfir­­lýs­ingu Alvogen var nið­­ur­­staðan sú að efni kvart­anna ætti sér enga stoð. „Ekk­ert bend­ir til þess að starfs­hætt­ir Rób­erts Wessman séu þess eðl­is sem greint er frá í bréf­in­u og eng­in á­stæð­a er til þess að að­haf­­­­ast neitt vegn­a þess­a máls.“

Þessu hafn­aði Hall­dór Krist­manns­son og gagn­rýndi úttekt­ina. Hann bauð sátt í deil­unum í gegnum banda­ríska lög­manns­stofu í mars í fyrra. Í því sátt­ar­boði fólst að hann vildi fá gamla starfið sitt aftur og að Róberti yrði gert að víkja sem for­­stjóra Alvogen. Á móti myndi Hall­­dór falla frá öllum fjár­­­kröfum sem hann gæti átt á hendur Alvogen eða Alvot­ech og skrifa undir trún­­að­­ar­­sam­komu­lag. Þessu til­boði var hafn­að.

Í til­kynn­ingu sem Hall­dór sendi frá sér 7. apríl 2021 greindi han nfrá því að full­trúar Alvogen hefðu verið setið fyrir honum „fyrir utan World Class í Smára­lind, með upp­­sagn­­ar­bréf og stefnu, þar sem fyr­ir­tækin hyggj­­ast freista þess að fá lög­­­mæti upp­­sagn­­ar­innar stað­­festa fyrir Hér­­aðs­­dómi. Stjórnum fyr­ir­tækj­anna virð­ist ein­fald­­lega vera ofviða að fram­­kvæma óháða rann­­sókn á stjórn­­­ar­­for­­manni, for­­stjóra og sínum stærsta hlut­hafa, eða aðhaf­­ast nokkuð yfir höfuð þegar Róbert er ann­­ars veg­­ar.“

Hall­dór setti á fót heima­síðu í lok apríl í fyrra þar sem hann rakti sögu sína sem upp­ljóstr­ara. Sam­kvæmt sam­komu­lag­inu sem nú liggur fyrir verður sú síða tekin nið­ur. Hún er þó enn sem komið er enn í loft­inu. Hana er hægt að sjá hér.

Deilur sem teygðu sig inn í fjöl­miðla

Deilur milli Hall­dórs og Róberts teygðu sig inn í íslenska fjöl­miðla. Hall­dór greindi frá því í fyrra að hann hefði verið beittur óeðli­­­legum þrýst­ingi til að koma höggi á óvild­­­ar­­­menn Róberts, sem hann bar þungum sök­­um, í fjöl­miðlum sem Róbert kom að fjár­mögnun á. Þar var meðal ann­ars um að ræða fjöl­miðla á vegum Birt­ings sem voru um tíma í eigu Hall­dórs en fjár­magn­aðir af Róberti. Hall­­dór sagð­ist hafa talið „fulla ástæðu til þess að setja fót­inn niður og tjáði Róbert ítrek­að, að ég myndi ekki beita mér fyrir því að koma höggi á umrædda aðila í fjöl­miðlum og vega bein­línis að æru og mann­orði þeirra, eins og hann vildi. Ég var um tíma útgef­andi Mann­lífs, sem Róbert fjár­­­­­magn­aði og átti, en þar mynd­að­ist til að mynda mik­ill ágrein­ingur um rit­­­stjórn­­­­­ar­­­stefnu og sjálf­­­stæði. Úr þessu skap­að­ist vax­andi ósætti okkar á milli, sem gerði það að verkum að ég steig nauð­beygður til hliðar tíma­bund­ið, og upp­­­lýsti stjórnir fyr­ir­tækj­anna um mála­vext­i.  Ég vil standa vörð um ákveðin sið­­­ferð­is­­­leg gildi, og lét því ekki hagga mér í þessum mál­u­m.“

Auglýsing
Í jan­úar 2022 sendi upp­lýs­inga­full­trúi Róberts svo frá sér yfir­lýs­ingu um að félag í eigu Hall­­dórs væri að greiða félag­inu sem á Mann­líf tugi millj­­óna króna fyrir að halda úti níð­­skrifum um Róbert. „Frá því í jan­úar árið 2021, eða allt frá því að fyrrum sam­­starfs­­fé­lagi Róberts Wess­man, Hall­­dór Krist­­manns­­son, lét af störfum hjá Alvogen, hefur Mann­líf skrifað hátt í 70 greinar um Róbert og félög honum tengd í þeim til­­­gangi einum að rýra trú­verð­ug­­leika hans sem og þeirra félaga sem hann stýrir [...] Þess ber að geta að Mann­líf var áður í eigu Hall­­dórs Krist­­manns­­son­­ar.“

Reynir Trausta­son, rit­stjóri og aðal­eig­andi Mann­lífs, opin­ber­aði í kjöl­farið að hann væri að skrifa bók um Róbert og að Hall­­dór Krist­­manns­­son hafi aðstoðað hann við upp­­lýs­inga­öfl­un. „Heim­ild­­ar­­bókin er og verður fjár­­­mögnuð af Hall­­dóri og sér­­stak­­lega verður greint frá þessum tengslum við útgáf­una og þann fjár­­hags­­stuðn­­ing sem því teng­ist,“ sagði í frétt á Mann­lífi.

Róbert kærði Reyni í kjöl­farið til siða­nefndar Blaða­manna­fé­lags Íslands sem hefur nú ítrekað kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að Reynir hafi gerst sekur um alvar­legt siða­reglu­brot með því að skrifa um Róbert en þiggja fjár­muni frá Hall­dóri á sama tíma. Hann hafi verið van­hæfur til þess í ljósi fjár­hags­legs sam­bands hans við Hall­dór.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent