Mynd: Eyþór Árnason

Ríkasta 0,1 prósentið hefur ekki tekið til sín stærri hluta af tekjukökunni síðan 2007

Þær 244 fjölskyldur sem höfðu mestar tekjur á síðasta ári þénuðu alls 36 milljarða króna í fjármagnstekjur á árinu 2021. Það voru 20 prósent af öllum slíkum tekjum sem urðu til á því ári. Hópurinn þénaði 4,2 prósent af öllum tekjum sem urðu til í landinu, en það hlutfall hefur ekki verið hærra síðan á hátindi bankagóðærisins fyrir 15 árum síðan.

Rík­asta 0,1 pró­sent lands­manna, alls um 244 fjöl­skyld­ur, jók tekjur sínar um 40 millj­arða króna á síð­asta ári. Þær voru 54 millj­arðar króna árið 2020 en 94 millj­arðar króna í fyrra. Langstærstu hluti þess­ara tekna voru fjár­magnstekj­ur, sem hóp­ur­inn hafði af því að ávaxta fjár­muni sína til dæmis í hluta­bréfum eða fast­eign­um. Slíkar tekjur námu 36 millj­örðum króna sem þýðir að hver fjöl­skylda jók tekjur sínar að með­al­tali um næstum 150 millj­ónir króna á einu ári. 

Alls höfðu ein­stak­l­ingar 181 millj­­­­­­­­arð króna í fjár­­­­­­­­­­­­­­­magnstekjur í fyrra. Það þýðir að rík­asta 0,1 pró­sent lands­manna tók til sín 20 pró­sent allra fjár­magnstekna sem urðu til á síð­asta ári á meðan að 99,9 pró­sent þjóð­ar­innar þén­aði hin 80 pró­sent­in. 

Hlut­fall heild­ar­tekna með fjár­magnstekjum hjá tekju­hæsta hluta fram­telj­enda jókst gríð­ar­lega á árinu 2021. Það fór úr því að vera 2,6 pró­sent 2020 í 4,2 pró­sent í fyrra. Hlut­fallið hefur ekki verið hærra síðan á árinu 2007, þegar íslenska banka­góð­ærið var á hápunkti sín­um. Það hrundi svo til grunna ári síðar með miklum afleið­ingum fyrir margt venju­legt fólk á Íslandi. Ef frá eru talin árin 2003, 2005, 2006 og 2007, þegar íslenska banka­kerfið þand­ist út af erlendu lánsfé sem var svo velt áfram, að mestu til þröngs hóps fjár­festa úr við­skipta­manna­hópi bank­anna, þá hefur hlut­deild rík­ustu 0,1 pró­sent lands­manna í heild­ar­tekjum á einum ári aldrei verið hærri. 

Þetta kemur fram í svari Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, við fyr­ir­spurn Loga Ein­ars­son­ar, þing­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, um eignir og tekjur rík­asta hóps lands­manna á síð­asta ári. Svarið var birt á vef Alþingis síð­degis í gær

Stjórn­völd gripu til marg­hátt­aðra efna­hags­að­gerða á árunum 2020 og 2021 sem leiddu til þess að hluta­bréfa- og fast­eigna­mark­aðir hækk­uðu mik­ið. Aðgerð­irnar fólu meðal ann­ars í sér marg­hátt­aðar styrkt­­ar­greiðslur til fyr­ir­tækja og veit­ingu á vaxta­­lausum lánum í formi frestaðra skatt­greiðslna. Þá afnam Seðla­­banki Íslands hinn svo­­kall­aða sveiflu­­jöfn­un­­ar­auka sem jók útlána­­getu banka lands­ins um mörg hund­ruð millj­­arða króna og stýri­vextir voru lækk­­aðir niður í 0,75 pró­­sent. Þeir höfðu aldrei verið lægri.

Þessar örv­un­ar­að­­gerðir gerðu það að verkum að mikil til­­­færsla varð á fjár­­munum til fjár­­­magns­eig­enda. 

Stærstur hluti vegna sölu hluta­bréfa

Svipað er uppi á ten­ingnum þegar horft er á rík­asta eitt pró­sent lands­manna. Þar er um að ræða um 2.440 fjöl­skyld­ur. Tekjur þess hóps fóru úr 161 millj­arði króna árið 2021 í 226 millj­arða króna í fyrra, og juk­ust þar með um 65 millj­arða króna. Alls voru 54 millj­arðar króna af þeirri tölu fjár­magnstekj­ur, sem þýðir að 30 pró­sent fjár­magnstekna lenti hjá rík­asta einu pró­senti lands­manna á síð­asta ári. 

Hlut­fall rík­asta eins pró­sents lands­manna af heild­ar­tekjum jókst úr 7,9 pró­sent í tíu pró­sent í fyrra. Það hefur ekki verið hærra síðan á árinu 2008 og utan banka­góð­ær­is­ár­anna 2003 til 2008 hefur hóp­ur­inn aldrei tekið til sín stærri sneið af tekjukök­unni innan árs á Íslandi.

Kjarn­inn greindi frá því í júlí að í grein­ingu á álagn­ingu opin­berra gjalda ein­stak­l­inga eftir tekju­­­­­­­­tí­und­um, sem fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra kynnti á rík­­­­­­­­is­­­­­­­­stjórn­­­­­­­­­­­­­­­ar­fundi 22. júní síð­­­­­­­­ast­lið­inn, hafi komið fram að þau tíu pró­­­­­­­­sent lands­­­­­­­­manna sem höfðu mestar fjár­­­­­­­­­­­­­­­magnstekjur á síð­­­­­­­­asta ári hafi tekið til sín 81 pró­­­­­­­­sent allra fjár­­­­­­­­­­­­­­­magnstekna ein­stak­l­inga á árinu 2021. 

Sam­kvæmt þeim tölum sem birtar voru í gær liggur fyrir að þeim var veru­lega mis­skipt milli efstu tíund­ar­inn­ar. Rík­asta eitt pró­sentið tók til sín 31 pró­sent af tekjum vegna fjár­magns innan þeirrar tíundar á síð­asta ári.

Heild­­­­­­­­ar­fjár­­­­­­­­­­­­­­­magnstekjur ein­stak­l­inga hækk­­­­­­­­uðu alls um 57 pró­­­­­­­­sent milli ára, eða alls um 65 millj­­­­­­­­arða króna. Mest hækk­­­­­­­­­aði sölu­hagn­aður hluta­bréfa sem var 69,5 millj­­­­­­­­­arðar króna á árinu 2021. 

Rað­stöf­un­ar­tekjur efsta tekju­hóps­ins hækk­­uðu lang­­mest

Fjár­­­­­­­­­magnstekjur dreifast mun ójafnar en launa­­­­­tekj­­­­­ur. Þær lendi mun frekar hjá tekju­hæstu hópum lands­ins, sem eiga mestar eign­­­­­ir. Alls um níu pró­­­­sent þeirra sem telja fram skatt­greiðslur á Íslandi fá yfir höfuð fjár­­­­­­­magnstekj­­­­ur. Fjár­­­­­­­magnstekju­skattur er líka 22 pró­­­­­­sent, sem er mun lægra hlut­­­­­­fall en greitt er af t.d. launa­­­­­­tekj­um, þar sem skatt­hlut­­­­­­fallið er frá 31,45 til 46,25 pró­­­­­­sent eftir því hversu háar tekj­­­­­­urnar eru. 

Þetta þýðir að ráð­­­­­stöf­un­­­­­ar­­­­­tekjur efsta tekju­hóps­ins hækk­­­­­uðu mun meira hlut­­­­­falls­­­­­lega en ann­­­­­arra tekju­hópa ofan á það að tekjur þess hóps voru meiri fyr­­­­­ir. Krón­unum í vasa þeirra sem höfðu miklar fjár­­­­­­­­­magnstekjur fjölg­aði því umtals­vert meira en í vasa þeirra sem þáðu fyrst og síð­­­­­­­­­ast launa­­­­­tekjur á síð­­­­­asta ári. 

Í nýlegu Mán­að­­­­­­ar­yf­­­­­­ir­liti ASÍ kom fram að skatt­­­­­­byrði hafi heilt yfir auk­ist í fyrra þegar hún er reiknuð sem hlut­­­­­­fall tekju- og fjár­­­­­­­­­­­magnstekju­skatts af heild­­­­­­ar­­­­­­tekj­­­­­­um. Hún fór úr 22,4 pró­­­­­­sent af heild­­­­­­ar­­­­­­tekjum í 23,4 pró­­­­­­sent.

Skatt­­­­­byrði efstu tíund­­­­­­ar­innar dróst hins vegar sam­­­­­­an. Árið 2020 borg­aði þessi hópur 28,9 pró­­­­­­sent af tekjum sínum í skatta en 27,3 pró­­­­­­sent í fyrra. Skatt­­­­­­byrði allra ann­­­­­­arra hópa, hinna 90 pró­­­­­­sent heim­ila í land­inu, jókst á sama tíma. 

Rík­ustu 244 fjöl­skyld­urnar myndu greiða 1,1 millj­arði meira á ári

Ef fjár­­­magnstekju­skattur yrði hækk­­aður úr 22 í 25 pró­­sent myndi það skila tæp­­lega 5,3 millj­­örðum króna í tekju­aukn­ingu fyrir rík­­is­­sjóð á ári. Af þeirri upp­­hæð myndu þau tíu pró­­sent lands­­manna sem eru með hæstu tekj­­urnar greiða 4,6 millj­­arða króna, eða tæp 87 pró­­sent. Þetta kemur fram í minn­is­­blaði sem skrif­­stofa skatta­­mála fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neyt­is­ins vann að beiðni efna­hags- og við­­skipta­­nefndar og var skilað til hennar 17. októ­ber síð­­ast­lið­inn. Í minn­is­­­­­­­­blað­inu kom fram að hækk­­­­­­­­andi skatt­greiðslur efstu tekju­­­­­­­­tí­und­­­­­­­­ar­innar séu fyrst og síð­­­­­­­­­­­­­­­ast til­­­­­­­­komnar vegna þess að fjár­­­­­­­­­­­­­­­magnstekjur þeirra hafa stór­­­­­­­­aukist, enda greiðir þessi hópur 87 pró­­­­­­­­sent af öllum fjár­­­­­­­­­­­­­­­magnstekju­skatti.

Miðað við þessar tölur myndi rík­asta eitt pró­sent lands­manna greiða um 1,6 millj­arða króna af þess­ari aukn­ingu ef ráð­ist yrði í hækk­un­ina. Þar af myndi rík­asta 0,1 pró­sent­ið, 244 fjöl­skyld­ur, greiða um 1,1 millj­arð króna, eða rétt tæp­lega fjórð­ung þeirra við­bót­ar­skatt­tekna sem rík­is­sjóður myndi afla með því að fara þá leið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar