Ríkustu tíu prósent landsmanna juku virði sitt í verðbréfum um 93 milljarða í fyrra

Efsta tekjutíundin á næstum 90 prósent af öllum verðbréfum í eigu einstaklinga á Íslandi. Verðbréf hennar voru bókfærð á 628 milljarða króna í lok síðasta árs en sú tala er vanmetin þar sem bréfin eru bókfærð á nafnvirði, ekki markaðsvirði.

sparibaukur
Auglýsing

Rík­­­ustu tíu pró­­sent Íslend­inga juku eign sína í verð­bréfum um 93,4 millj­arða króna á árinu 2021. Það er mun meira en hóp­ur­inn jók þá eign árið 2020, þegar virði verð­bréfa­eignar hans jókst um 53,8 millj­arða króna.  

Heild­­ar­aukn­ing í eign á verð­bréf­um, sem eru að upp­i­­­stöðu hluta­bréf og skulda­bréf, á meðal allra lands­­manna var upp á 105,3 millj­­arða króna. Því eign­að­ist efsta tíund­in, rúm­­lega 23 þús­und ein­stak­l­ing­­ar, í tekju­­stig­­anum 89 pró­­sent af virði nýrra verð­bréfa á síð­­asta ári. 

Þetta má lesa út úr tölum Hag­­stofu Íslands um eignir og skuldir lands­­manna sem birtar voru í vik­unni. Þær tölur taka ekki með í reikn­ing­inn hlut­­deild lands­­manna í eignum líf­eyr­is­­sjóða, sem eiga stóran hluta allra verð­bréfa á Ísland­i. 

Efsta tekju­tí­undin á alls verð­bréf sem bók­færð voru á 628 millj­arða króna um síð­ustu ára­mót. Hún á tæp­lega 86 pró­sent af öllum verð­bréfum í eigu ein­stak­linga á Ísland­i. Frá árinu 2010 hefur bók­færð verð­bréfa­eign þessa hóps auk­ist um 316 millj­arða króna. Heild­ar­aukn­ing á bók­færðu virði verð­bréfa á tíma­bil­inu jókst um 359 millj­arða króna. Það þýðir að 88 pró­sent af allri aukn­ing­unni á virði þessa eigna­flokkar hefur lent hjá efstu tekju­tí­und­inni.

Auglýsing
Kjarninn greindi frá því á fimmtu­dag að á árinu 2021 hafi orðið til 608 nýir millj­­arðar króna í eigið fé hjá íslenskum heim­il­­um. Sá hópur lands­­manna sem til­­heyrir þeim tíu pró­­sentum sem höfðu hæstu tekj­­urnar jók eign sína á árinu um 331 millj­­arð króna. Það þýðir að 54,4 pró­­sent af nýjum auð sem varð til í fyrra lenti hjá þessum hópi. 

Þessi auður varð fyrst og síð­ast til vegna ofan­greindar aukn­ingar á virði verð­bréfa, hækk­unar á virði fast­eigna í eigu hóps­ins og stór­auk­inna fjár­magnstekna, sem inni­halda meðal ann­ars sölu­hagnað og arð­greiðslur verð­bréfa.

Dróst saman í hrun­inu

Árið 2010 var heild­­ar­­eign þjóð­­ar­innar í verð­bréfum metin á 374 millj­­arða króna. Af þeirri tölu átti efsta tíundin 312 millj­­arða króna í slíkum eign­um, eða rúm 83 pró­­sent. Upp­­­gefið virði allra verð­bréfa í eigu Íslend­inga hafði þá dreg­ist saman um fjórð­ung síðan í árs­­lok 2007, enda banka­hrun átt sér stað í milli­­­tíð­inni. Þar er þó ein­ungis um tap að nafn­virði að ræða þegar kemur að hluta­bréf­­um. Þorri þeirra var met­inn mun hærra að mark­aðsvirði og bók­halds­­­legt tap þeirra sem héldu á bréfum í skráðum félögum þegar þau urðu verð­­laus í hrun­inu mun hærra. 

Út á þær bók­halds­­­legu tölur – hækk­­­anir á virði hluta­bréfa – höfðu margir tekið ný lán sem þeir gátu keypt sér raun­veru­­lega hluti fyrir sem halda betur verð­­mæt­i. 

Á ára­tug, frá 2010 til 2020, jókst heild­­ar­virði verð­bréfa sem gefin eru upp í skatt­­skýrslu lands­­manna um 253,2 millj­­arða króna. Af því heild­­ar­virði höfðu 222,3 millj­­arðar króna lent hjá efstu tíund­inni, eða 88 pró­­sent.

Hluta­bréfa­verð rauk upp í far­aldr­inum

Sama hlut­falls­lega þróun hélt áfram í fyrra, en þá áttu sér stað tvær stórar skrán­ingar á aðal­markað Kaup­hallar Íslands þegar Síld­ar­vinnslan og Íslands­banki voru skráð á mark­að. Miklar örv­un­ar­að­gerðir stjórn­valda og Seðla­banka Íslands spil­uðu þar stóra rullu. Öll félögin sem skráð eru á aðal­­­markað Kaup­hall­­ar­innar hækk­­uðu í virði í fyrra. Mest hækk­­aði Arion banki, en mark­aðsvirði hans tvö­­fald­að­ist á einu ári. Fyrir utan líf­eyr­is­sjóði lands­ins, sem eiga um og yfir helm­ing allra hluta­bréfa, eru íslensk hluta­bréf að uppi­stöðu í eigu rík­ustu tekju­tí­undar lands­manna. 

Það sást skýst í grein­ingu á álagn­ingu opin­berra gjalda ein­stak­l­inga eftir tekju­­­tí­undum sem Bjarni Bene­dikts­­­son, fjár­­­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, kynnti á rík­­­is­­­stjórn­­­­­ar­fundi 22. júní síð­­­ast­lið­inn. 

Þar kom fram að þau tíu pró­­­sent lands­­­manna sem höfðu mestar fjár­­­­­magnstekjur á síð­­­asta ári tóku til sín 81 pró­­­sent allra fjár­­­­­magnstekna ein­stak­l­inga á árinu 2021. Alls höfðu ein­stak­l­ingar 181 millj­­­arð króna í fjár­­­­­magnstekjur í fyrra og því liggur fyrir að efsta tíund­in, sem telur nokkur þús­und fjöl­­­skyld­­­ur, var með tæp­­­lega 147 millj­­­arða króna í fjár­­­­­magnstekjur á síð­­­asta ári. 

Heild­­­ar­fjár­­­­­magnstekjur ein­stak­l­inga hækk­­­uðu um 57 pró­­­sent milli ára, eða alls um 65 millj­­­arða króna. Mest hækk­­­­aði sölu­hagn­aður hluta­bréfa sem var 69,5 millj­­­­arðar króna á árinu 2021. Ljóst má vera að þorri þeirrar aukn­ingar lenti hjá efstu tekju­­­tí­und­inni, sem er sá hópur sem á meg­in­þorra hluta­bréfa í eigu ein­stak­l­inga á Íslandi.

Ráð­­­stöf­un­­­ar­­­tekjur efstu tekju­­­tí­undar hækk­­­uðu mest

Fjár­­­­­magnstekjur dreifast mun ójafnar en launa­­­tekj­­­ur. Þær lendi mun frekar hjá tekju­hæstu hópum lands­ins, sem eiga mestar eign­­­ir. 

Í minn­is­­­blaði um áður­­­nefnda grein­ing­u sem lagt var fyrir rík­­­is­­­stjórn er þetta stað­­­fest. Þar kemur fram að hækk­­­andi skatt­greiðslur efstu tekju­­­tí­und­­­ar­innar séu fyrst og síð­­­­­ast til­­­komnar vegna þess að fjár­­­­­magnstekjur þeirra hafa stór­­­aukist, enda greiðir þessi hópur 87 pró­­­sent af öllum fjár­­­­­magnstekju­skatti. Þessar auknu tekjur gerðu það að verkum að inn­­­heimtur fjár­­­­­magnstekju­skattur jókst um 73 pró­­­sent, eða 16,3 millj­­­arða króna, milli áranna 2020 og 2021. 

Heild­­­ar­­­tekj­­­ur, hvort sem þær eru laun vegna vinna eða fjár­­­­­magnstekjur mynda, auk bóta, ráð­­­stöf­un­­­ar­­­tekjur ein­stak­l­inga. Kaup­máttur ráð­­­stöf­un­­­ar­­­tekna hækk­­­aði að með­­­al­tali um 5,1 pró­­­sent á árinu 2021 og náði sú aukn­ing yfir allar tekju­­­tí­und­­­ir. Í minn­is­­­blaði ráðu­­­neyt­is­ins segir hins veg­­­ar: „Mikil aukn­ing fjár­­­­­magnstekna gerir það að verkum að með­­­al­­­tal efstu tíund­­­ar­innar hækkar mest.“

Þessar upp­­­lýs­ing­­­ar, að með­­­al­­­tal ráð­­­stöf­un­­­ar­­­tekna hafi hækkað mest hjá tekju­hæstu tíu pró­­­sent þjóð­­­ar­inn­­­ar, var ekki að finna í umfjöllun um grein­ing­una á vef stjórn­­­­­ar­ráðs­ins. Þess í stað voru birtar upp­­­lýs­ingar um mið­­­gildi kaup­máttar ráð­­­stöf­un­­­ar­­­tekna, sem sýndu allt aðra mynd en með­­­al­­­tal myndi sýna.

Í umfjöll­un­inni var heldur ekki minnst á að 81 pró­­­sent allra fjár­­­­­magnstekna hafi ratað til efstu tekju­­­tí­und­­­ar­innar á árinu 2021.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar