BDSM-félagið fagnar því að loksins eigi að afnema klámbann

Tveir þingmenn Pírata lögðu fram frumvarp í haust þar sem þeir mælast til þess að bann við dreifingu á klámi verði afnumið. Flestar umsagnir um frumvarpið eru neikvæðar en BDSM-félagið er himinlifandi með það.

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir og Björn Leví Gunnarsson eru flutningsmenn frumvarpsins.
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir og Björn Leví Gunnarsson eru flutningsmenn frumvarpsins.
Auglýsing

„Við í félag­inu BDSM á Íslandi fögnum því að loks­ins standi til að afnema lög um bann við birt­ingu og dreif­ingu á klámi úr íslenskum laga­bálki.“ 

Þetta kemur fram í umsögn félags­ins, sem er hags­muna­fé­lag BDSM-­fólks hér­lend­is, um frum­varp tveggja þing­manna Pírata, Arn­dísar Önnu Krist­ín­ar­dóttur Gunn­ars­dóttur og Björns Leví Gunn­ars­son­ar, sem leggur til að refsi­heim­ild vegna birt­ing­ar, inn­flutn­ings, sölu útbýt­ingar og ann­ars konar dreif­ingar á klámi verði felld út. 

Íslensk lög um klám hafa staðið óbreytt í 153 ár. Í grein­ar­gerð sem fylgir frum­varp­inu segja flutn­ings­menn þess að á sama tíma hafi við­horf til kyn­lífs, umræða um það, kyn­hegðun og kyn­frelsi breyst mik­ið.

Margir glímt við djúpa sjálfs­skömm

Í umsögn BDSM-­fé­lags­ins segir að með­limir þess hafi mörg hver glímt við djúpa sjálfs­skömm vegna eigin kennda og lang­ana. „Skömm sem verður til við það að alast upp í sam­fé­lagi sem lokar aug­unum fyrir fjöl­breyti­leika mann­legrar kyn­ver­undar og ríg­heldur í úrelt við­horf um kyn­ferð­is­leg sam­skipti, til dæmis forn­eskju­legar hug­myndir um kyn­ferð­is­legan “hrein­leika” kvenna, upp­hafn­ingu hjóna­bands eins karls og einnar konu umfram öll önnur kyn­ferð­is­leg sam­bands­form, og ýmsar kreddur um hvað sé og hvað sé ekki “eðli­legt” kyn­líf.“ 

Auglýsing
BDSM-hneigðir séu aldrei ræddar nema á nei­kvæðan hátt eða í háði og þegar verið sé að ræða klám og skað­leg áhrif þess séu kyn­ferð­is­at­hafnir þeirra sem slíkt kyn­líf stunda gjarnan taldar upp sem dæmi um svo­kallað ofbeld­isklám. „Það fylgir aldrei sög­unni að til sé fólk sem hafi virki­lega unun af þessum athöfnum og að mögu­lega sé umrætt myndefni því ekki að sýna ofbeldi, heldur sam­þykkta skynj­un­ar­leik­i.“

Núgild­andi lög eru að mati BDSM-­fé­lags­ins algjör­lega gagns­laus og í raun skað­leg, frekar en hitt, þar sem þau ýti undir jað­ar­setn­ingu kyn­lífs­verka­fólks og tak­marki mögu­leika þeirra til þess að afla sér lífs­við­ur­væris á öruggan og lög­legan hátt. „Það hlýtur auk þess að telj­ast ótækt að ætla sér að banna eitt­hvað mann­legt athæfi án þess að það sé skil­merki­lega skil­greint og afmarkað en slík er einmitt raunin í núgild­andi lög­um, þar sem engin not­hæf skil­grein­ing er sett fram. Þar sem skil­grein­ingin á því hvað falli undir þessi lög er algjör­lega hug­læg, setur það kyn­fræð­ara í þá stöðu að vera hugs­an­lega gerð brot­leg við þau með því einu að dreifa fræðslu­efni. Það má einnig benda á að nets­íur sem ætlað er að sía út klám, flokka almennt allt BDSM-fræðslu­efni sem klám. Ef stuðst er við þá skil­grein­ingu eru BDSM-fræð­endur gerð brot­leg við þessi lög og þar með verið að úti­loka virki­lega mik­il­væga fræðslu um sam­þykki og mörk.“

Flestar umsagnir nei­kvæðar

Alls hafa níu umsagnir borist um frum­varp­ið. Flestar eru þær nei­kvæðar og mæla gegn því að bann verði afnumið. Í umsögn Stíga­móta segir til dæmis að klám sé í raun stór ógn við lýð­heilsu og jafn­rétti. Barna­heill telja að það sé ekki gagn­legt að afnema bann við klámi öðru­vísi en að gera aðrar ráð­staf­anir til að tak­marka aðgengi barna að klámi í lög­um. Mann­rétt­inda­skrif­stofa Íslands er einnig and­víg frum­varp­inu og segir í umsögn sinni að klám sé í raun ekki annað en myndað vændi og það að vera mynd­aður í kyn­ferð­is­legum athöfnum við klám­fram­leiðslu sé kyn­ferð­is­of­beldi á sama hátt og vændi. Kven­rétt­inda­fé­lag Íslands er á svip­uðum slóð­um, er ósam­mála því að öll refsi­heim­ild er teng­ist klámi verði afnumin og hvetur stjórn­völd til að hafna frum­varp­inu í heild sinni. Í umsögn þess segir að rann­sóknir hafi sýnt fram á hvernig kyn­ferð­is­leg áreitni og mis­notkun byggð á klámi geti tengst vændi og man­sali.

BDSM-­fé­lagið fjallar um athuga­semdir sem þessar í sinni umsögn, og aðrar sem settar eru fram með þeim rökum að það verði að hafa ein­hver lög um klám til að sporna við ýmsum sam­fé­lags­meinum sem tengj­ast því, til að mynda barnaklámi og man­sali. „Það eru nú þegar lög í land­inu sem banna fólki alfarið að beita börn ofbeldi eða gera þau útsett fyrir kyn­ferð­is­legum athöfn­um, sem og lög um frels­is­svipt­ingar og hverskyns nauð­ung­ar­vinnu. Myndefni sem sýnir slík lög­brot er orðið eitt­hvað annað og alvar­legra en klám og þar með er hægt að fella fram­leiðslu og birt­ingu á slíku undir önn­ur, betur afmark­aðri lög.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent