Efast um gildi aldurstakmarks og þungra refsinga við ölvun á rafskútum

Rafhlaupahjólaleigan Hopp og yfirlæknir á bráðamótttöku Landspítala eru sammála um að ekki sé ástæða til að kveða á um allt að tveggja ára refsingar við því að aka rafskútu undir áhrifum áfengis, eins og lagt er til í drögum að breyttum umferðarlögum.

Á undraskömmum tíma hafa rafhlaupahjól, svokallaðar rafskútur, orðið vinsæll ferðamáti. Í umsögn frá Hopp segir að 11 þúsund ferðir hafi verið eknar á deilirafskútum fyrirtækisins á hverjum degi að meðaltali í septembermánuði.
Á undraskömmum tíma hafa rafhlaupahjól, svokallaðar rafskútur, orðið vinsæll ferðamáti. Í umsögn frá Hopp segir að 11 þúsund ferðir hafi verið eknar á deilirafskútum fyrirtækisins á hverjum degi að meðaltali í septembermánuði.
Auglýsing

Áform Sig­urðar Inga Jóhanns­sonar inn­við­a­ráð­herra um að banna börnum 13 ára og yngri að nota raf­skútur og láta allt að tveggja ára fang­els­is­refs­ingu liggja við því að nota slík far­ar­tæki undir áhrifum áfengis eru gagn­rýnd nokkuð í umsögnum sem bár­ust inn í sam­ráðs­gátt stjórn­valda. Frum­varps­drög frá ráð­herra voru sett fram þar í síð­asta mán­uði.

Raf­skútu­leigan Hopp er á meðal þeirra sem sendu inn umsögn um fyr­ir­hug­aðar laga­breyt­ingar og segir fyr­ir­tækið að í grein­ar­gerð með frum­varps­drög­unum hafi „engar ástæð­ur“ verið gefnar fyrir þeirri „íþyngj­andi aðgerð“ að banna yngri en 13 ára með öllu að nota smá­far­ar­tæki. Hopp segir að til­lagan sé sér­stak­lega „furðu­leg“ í því ljósi að í sömu grein umferð­ar­lag­anna sé börnum 9 ára og yngri bannað að hjóla á reið­hjóli á akbraut nema undir eft­ir­liti.

„Hopp telur miklu væn­legra til árang­urs að hið opin­bera tryggi umferð­ar­fræðslu fyrir börn og ung­menni sem taki mið af nýjum ferða­venjum og hvetji til notk­unar þeirra á öruggan hátt. Öruggar og umhverf­is­vænar ferða­venjur þarf að rækta frá unga aldri, ekki banna,“ segir í umsögn fyr­ir­tæk­is­ins. Einnig er vikið að því að raf­skútur hafi haft jákvæð áhrif á „skut­lið“, akstur for­eldra á börnum og ung­lingum í tóm­stundir og á við­burði.

Yrðu reið­hjól bönnuð börn­um, ef þau væru fundin upp í dag?

Að hinu sama véku nokkrir ein­stak­ling­ar, sem sendu inn umsagnir um mál­ið. Faðir 10 ára barns sem notar raf­hlaupa­hjól til þess að kom­ast í íþrótta­starf segir ekki aug­ljósan sam­fé­lags­legan ávinn­ing af því að banna börnum yngri en 13 ára að nota raf­hlaupa­hjól. Mörg börn á þessum aldri noti raf­hlaupa­hjól dag­lega til þess að kom­ast ferða sinna, sér­stak­lega í hæð­óttum úthverfum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Hann segir að bera þurfi slysa­tíðni á raf­hlaupa­hjólum saman við slysa­tíðni á hefð­bundnum reið­hjól­um, og segir að spyrja megi „hvort börnum væri bannað að nota reið­hjól ef þau væru fundin upp í dag“.

Kópa­vogs­búi sem sendir inn umsögn bendir á að börn á aldr­inum 10-15 ára í hans heimabæ séu „til fyr­ir­myndar við akstur á raf­hlaupa­hjól­um“ og að ferða­mát­inn sé mikið nýttur við ferða­lög á íþrótta­æf­ingar og félags­starf. Segir hann að það séu miklu frekar ung­menni á aldr­inum 16-22 ára sem ekki kunni sig nógu vel, á þessum far­ar­skjót­um.

Auglýsing

Faðir þriggja barna segir svo í sinni umsögn að það sé „full­kom­lega óraun­sætt“ að setja 13 ára ald­urs­tak­mark á hjól­in. „Hvað með reið­hjól, gíra­hjól sem kom­ast mun hrað­ar? Á að setja ald­urs­tak­mörk á þau líka? Hvað hraða varðar er eng­inn munur á gíra­hjólum og raf­knúnum hlaupa­hjól­um. Vin­sam­leg­ast athugið að skutl­ferðum með börnin hefur snar­fækkað hjá mörgum for­eldrum sem sparar pen­inga og hefur jákvæð umhverf­is­á­hrif. Við eigum líka að treysta börn­unum fyrir hjól­unum sem lang­sam­lega flest kunna að nota þau á réttan hátt,“ segir í umsögn þessa föð­urs, sem leggur til að ald­urs­tak­mörk á raf­knúnum hlaupa­hjólum verði 11 ár, en ekki 13 ár.

Bráða­læknir telur ekk­ert vit í 2 ára refsiramma

Hjalti Már Björns­son, yfir­læknir á bráða­mót­töku Land­spít­ala og lektor í bráða­lækn­ingum við HÍ, rit­aði umsögn við frum­varps­drög­in, þar sem hann segir að það hljómi skyn­sam­lega að grípa til tækni­legra lausna við að tak­marka þann hraða sem unnt er að koma raf­hlaupa­hjólum á.

„Það er þó sér­kenni­legt að lög­gjaf­inn skuli hér taka fyrir eina teg­und vél­knú­inna öku­tækja og setja reglur um tækni­legar lausnir til hraða­tak­mörk­un­ar. Tækni­lega ætti ekk­ert að vera því til fyr­ir­stöðu að setja einnig tak­mark­anir á það hversu hratt er unnt að keyra bíla, enda frá­leitt að leyfa bíla á götum og vegum lands­ins sem unnt er að aka langt yfir þeim 90 km/klst sem er hámarks­hraði á land­inu. Að aka raf­hlaupa­hjóli á 40 km/klst er hættu­legt, mest þó fyrir þann sem er á hjól­inu. Að aka bíl á 130 km/klst hraða er enn hættu­legra, sér­stak­lega fyrir aðra í umferð­inn­i,“ skrifar Hjalti Már.

Hjalti Már Björnsson bráðalæknir Mynd: Skjáskot úr myndskeiði frá Landspítala

Hann segir að með sömu rökum og teflt sé fram í frum­varps­drög­unum skyldi ætla „að það ætti að vera stefna lög­gjafans að inn­leiða búnað í öll vél­knúin sam­göngu­tæki sem tak­markar hversu hratt er hægt að fara, ekki bara raf­hlaupa­hjól“.

„Þar sem flestir nýir bílar eru með stað­setn­ing­ar­búnað ætti að vera hægt að tak­marka hámarks­hraða öku­tækja við leyfðan hámarks­hraða þeirrar götu sem öku­tæk­inu er ekið á hverju sinni. Með vísan til hættu­eig­in­leika bif­reiða fyrir aðra en þann öku­mann sem brýtur gegn umferð­ar­lög­um, ætti að vera meiri ástæða til að grípa til slíkra aðgerða og lagðar eru til í frum­varp­inu, gagn­vart bif­reiðum frekar en raf­hlaupa­hjól­u­m,“ ritar bráða­lækn­ir­inn.

Að sama skapi segir hann að hættan sem ölv­un­arakstur á raf­hlaupa­hjólum skapar fyrir aðra veg­far­endur sé engan veg­inn nægi­lega mikil til að hún rétt­læti að við liggi refsirammi í lögum upp á allt að tveggja ára fang­elsi.

„Að ferð­ast á raf­hlaupa­hjóli ölv­aður er afar óskyn­sam­legt. Hið sama má segja um að klifra upp í tré, val­hoppa tröppur niður í kjall­ara eða nota bor­vél undir áhrifum áfeng­is. Reyndar má færa rök fyrir því að það sé almennt óskyn­sam­legt að verða ölv­að­ur, því fylgir umtals­verð slysa­hætta,“ skrifar Hjalti Már og segir það sitt mat að hættan af notkun á raf­hlaupa­hjólum undir áhrifum áfengis sé „að lang­mestu leyti fyrir þann sem er á raf­hlaupa­hjól­in­u“.

Þannig sé „mik­il­vægur grund­vall­ar­munur á að aka bíl undir áhrifum áfengis eða að vera á raf­hlaupa­hjóli“ – akstur bif­reiðar undir áhrifum áfengis sé „stór­hættu­legt athæfi“, ekki bara fyrir öku­mann­inn heldur fylgi ölv­un­arakstri senni­lega enn meiri hætta fyrir óvarða veg­far­end­ur. „Því er eðli­legt að þung refs­ing liggi við því að stefna öðrum í hættu með ölv­un­arakstri,“ skrifar Hjalti.

Hopp segir í sinni umsögn að notkun á raf­hlaupa­hjólum undir áhrifum áfengis sé vanda­mál sem þarf að taka á, en segir að for­varnir og fræðsla sé betri leið til þess að takast á við vand­ann en þungar refs­ing­ar.

Fyr­ir­tækið gagn­rýn­ir, rétt eins og yfir­læknir bráða­mót­tök­unn­ar, að refsiramm­inn sem stefnt er að sé sá sami og fyrir ölv­un­arakstur á bif­reið og bendir á að afleið­ingar slysa og óhappa sem öku­menn bíla valdi séu „marg­falt meiri en nokkur not­andi smá­far­ar­tækis getur orðið valdur að“.

„Smáfar­ar­tæki eru flest innan við 50 kg, kom­ast aðeins í 25 km hámarks­hraða og bjóða fæst upp á að hafa far­þega. Þyngd bíla er hins vegar mæld í tonnum og hámarks­hraði þeirra ein­skorð­ast aðeins við afl vél­ar­innar og loft­mót­stöðu. Bílar eru einnig marg­falt lík­legri til að valda alvar­legum slysum eða dauða ann­arra veg­far­enda. Þess má geta að refsiramm­inn er einnig tvö ár fyrir að sigla far­þega­skipi undir áhrifum áfeng­is, kyn­ferð­is­lega áreitni og pen­inga­fals, svo fátt eitt sé 3 nefnt. Því er morg­un­ljóst að tveggja ára refsirammi nær langt út fyrir það sem eðli­legt gæti talist miðað við þann skaða sem mögu­lega gæti hlot­ist af refsi­verða athæf­in­u,“ segir í umsögn­inni frá Hopp, en fyr­ir­tækið telur einnig að það skjóti skökku við að „gera mun stíf­ari kröfur til not­enda smá­far­ar­tækja en ann­arra virkra ferða­máta“ eins og reið­hjóla og hesta, hvað ölvun varð­ar.

Tak­marka útleigu um helgar fremur en að setja stífar reglur um áfeng­is­notkun

Lands­sam­tök hjól­reiða­manna, LHM, senda sömu­leiðis inn umsögn þar sem fram kemur að sam­tökin hafi ekki talið rétt að setja stífar reglur um notkun smá­far­ar­tækja undir áhrifum áfeng­is, heldur talað fyrir þeirri leið að setja hömlur á útleigu smá­fara­tækja í mið­borg­inni um helgar á milli 21 á kvöldin og til 6 á morgn­ana.

„Í því fælust betri for­virkar aðgerðir heldur en að sekta fólk eftir á þegar slys hefur þegar orð­ið. Það er nefni­lega hætt við því að lög­regla muni ekki sinna þessu verk­efni í for­varn­ar­skyni heldur munu áhrifin fyrst og fremst verða að lög­regla muni sekta þá öku­menn sem hafa lent í slysi undir áhrifum á raf­hlaupa­hjóli. Það gæti jafn­vel orðið til þess að fólk muni forð­ast það að kalla á aðstoð þegar það lendir í slysum til að forð­ast sekt­ar­greiðsl­ur,“ segir í umsögn LHM, sem benda reyndar einnig á það að sá sem aki smá­far­ar­tæki undir áhrifum sé „fyrst og fremst hættu­legur sjálfum sér, en ekki öðrum; ólíkt öku­manni á tveggja tonna bíl á miklum hraða“.

Lands­sam­tök hjól­reiða­manna leggja áherslu á það í umsögn sinni að frum­varp inn­við­a­ráð­herra nái „ekki utan um þann alvar­lega vanda sem teng­ist lagn­ingu á deiliraf­skútum í þétt­býl­i“. „Skýrt þarf að vera hvar og hvernig eigi að ganga frá smá­far­ar­tækj­um, sér­stak­lega svoköll­uðum deiliraf­skút­um. Raf­skútum frá leigum er illa lagt á stígum og gang­stéttum um allan bæ og getur stafað hætta af þeim fyrir þá sem hjóla um stíg­ana,“ segir í umsögn LHM, en sam­tökin kalla eftir því að ákvæði um lagn­ingu smá­far­ar­tækja verði færð inn í lög.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent