Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út

Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.

Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Auglýsing

Íslensk jarð­efni henta að mati erlendra fram­leið­enda sem­ents vel til íblönd­un­ar. Vik­ur, móberg og nú sandur úr móbergi undan ströndum Íslands eru allt efni sem dásömuð eru í skýrslum erlendra stór­fyr­ir­tækja sem þurfa nú að draga veru­lega úr kolefn­is­spori sínu í fram­leiðslu til að kom­ast hjá því að greiða há meng­un­ar­gjöld sem vofa yfir innan Evr­ópu­sam­bands­ins.

Nýjasta dæmið um vin­sældir íslenskra jarð­efna í stað hins kolefn­is­freka sem­ents­gjalls (sem­entsk­lin­kers) eru áform þýska sem­ents­ris­ans Heidel­bergs Mater­i­als um umfangs­mikla efn­is­töku sands úr sjónum undan strönd Land­eyj­ar- og Eyja­fjalla­sands í Rangár­þingi eystra.

Auglýsing

Efn­is­vinnslu­svæðin eru fyr­ir­huguð sitt hvoru megin við Land­eyja­höfn. Þótt ekki sé fjallað um áhrif efn­is­tök­unnar á sjálfa Land­eyja­höfn, þar sem reglu­lega þarf að dæla miklu magni af sandi í burtu svo Vest­manna­eyja­ferjan Herj­ólfur geti athafnað sig, vill Þor­steinn Víglunds­son, for­stjóri Horn­steins, dótt­ur­fé­lags Heidel­bergs Mater­i­als, meina að hin áform­aða efn­istaka gæti dregið úr inn­streymi sands að höfn­inni. Þetta þyrfti að ger­ast í góðri sam­vinnu við Vega­gerð­ina um fyr­ir­komu­lag og stað­setn­ingu vinnslu­svæð­anna og ætti að auð­velda við­halds­dýpk­un.

Þorsteinn Víglundsson.

„Þetta er spenn­andi verk­efni af því að þarna gæti farið saman nýt­ing á efni sem er að valda vand­ræðum í höfn­inni um leið og dregið er úr efn­is­flutn­ingi inn í höfn­ina sem gæti aukið rekstr­ar­ör­yggi henn­ar,“ sagði Þor­steinn í við­tali við Morg­un­blaðið um síð­ustu helgi.

Þurfa að tryggja að verk­efnið hafi ekki skað­leg áhrif á höfn­ina

Vega­gerðin á hins vegar ekki beina aðkomu að verk­inu en vegna þekk­ingar á aðstæðum við Land­eyja­höfn hefur verið farið fram á að hún geri til­lögu að rann­sókn­ar­á­ætl­un, segir G. Pétur Matth­í­as­son, for­stöðu­maður sam­skipta­deildar Vega­gerð­ar­innar við Kjarn­ann. Hann segir hlut­verk stofn­un­ar­innar í mál­inu að tryggja að efn­istakan hafi ekki skað­leg áhrif á jafn­vægi strand­ar­innar í kringum Land­eyja­höfn eða nei­kvæð áhrif á sigl­ingar um höfn­ina. Verk­efnið hafi sem sagt verið kynnt Vega­gerð­inni og rætt hefur verið um, að sögn G. Pét­urs, hvort að efn­istakan gæti mögu­lega hjálpað Land­eyja­höfn. „Ef að efn­istakan hefur engin nei­kvæð áhrif á jafn­vægi strand­ar­innar við Land­eyja­höfn þá er Vega­gerðin hlut­laus í þessu máli, og ef að mögu­leiki er að áhrifin verði til að bæta aðstæður þá er Vega­gerðin jákvæð.“

Fyrirhuguð efnisvinnslusvæði Heidelberg sitt hvoru megin við Landeyjahöfn. Mynd: Úr matsáætlun

Fram­kvæmdin sem Heidel­berg áformar eru risa­vax­in. Unnar yrðu 60-75 millj­ónir rúmmetra af sandi á efn­is­töku­svæð­inu á þrjá­tíu ára tíma­bili eða um 2 millj­ónir rúmmetra á ári. Það er erfitt að átta sig á slíkum stærð­um. Til að gera til­raun til ein­hvers sam­an­burðar er Alþing­húsið við Aust­ur­völl 4.370 rúmmetr­ar. Miðað við áætl­anir sem eru fram­settar í mats­á­ætl­un­inni á að flytja 7-10 þús­und tonn af efni frá vinnslu­svæð­inu og til flutn­inga­skipa í Þor­láks­höfn 8 til 10 sinnum í viku. Það eru nokkur Alþing­is­hús að rúm­máli.

Móbergið sagt henta vel í sem­ent

Það þarf vart að taka það fram en efnið af Land­eyja- og Eyja­fjalla­sandi yrði flutt úr landi. Því sand­ur­inn við Land­eyja­höfn, sem Mark­ar­fljót skilar úr jöklum og til sjáv­ar, er ekki ein­hver venju­legur sandur í huga sem­ents­fram­leið­enda. Og ekki jarð­fræð­inga ef út í það er far­ið. Því frum­rann­sóknir á þessum sandi benda til, að því er segir í skýrslu Heidel­bergs, að malað gos­efni, móberg, sé að finna á stóru svæði beggja vegna Land­eyja­hafn­ar. Og móberg hefur Heidel­berg rann­sakað í þaula. Þetta undra­efni sem verður til við gos undir jökli eða vatni og er að finna víðs­vegar á Íslandi en er sjald­gæft á heims­vísu. Efnið sem und­ir­strikar sér­stöðu íslenskrar nátt­úru ræki­lega – þar sem eldur og ís hafa tek­ist á í árþús­undir og gera enn.

Ýmsa þætti má draga fram sem hafa orðið til þess að Heidel­berg Mater­i­als horfir hýru auga til sands­ins við Land­eyja­höfn. Í fyrsta lagi eru sem­ents­fram­leið­endur að leita log­andi ljósi að stað­geng­ils­efni í sem­ent í stað flug­ösku sem hingað til hefur verið notuð í stað hins mjög svo meng­andi sem­ents­gjalls. Flugaska verður til við bruna kola í kola­verum en þeim á að loka einu af öðru á næstu árum og ára­tugum vegna umhverf­is­sjón­ar­miða. Kola­bruni er vissu­lega ekki umhverf­is­vænn en nýt­ing auka­af­urða sem verða til við slíkan bruna er vissu­lega jákvæð og í anda hringrás­ar­hag­kerf­is­ins.

Fram­burður jarð­efna með Mark­ar­fljóti, sem á upp­tök sín í Mýr­dalsjökli og Eyja­fjalla­jökli, gerir þetta svæði undan suð­ur­strönd Íslands eft­ir­sótt til námu­vinnslu. Það bæt­ist sífellt í. Allt fram streymir enda­laust, eins og sagt er. Eða í það minnsta þangað til að jökl­arnir hverfa.

Hægt að nýta fyrri rann­sóknir

Í þriðja lagi hafa þegar verið gerðar tölu­verðar rann­sóknir á þessum slóðum vegna Land­eyja­hafn­ar, sem fram­kvæmda­að­ili getur nýtt sér, m.a. við mat á umhverf­is­á­hrif­um. Heidel­berg mun m.a. nýta sér rann­sóknir Vega­gerð­ar­innar og fleiri aðila í gegnum tíð­ina. Í mats­á­ætl­un­inni er vísað til einnar slíkrar, frá árinu 2020, vegna við­halds­dýpk­unar í höfn­inni. Þær rann­sóknir eru sagðar sýna að efni sem kemur úr Land­eyja­höfn sé að lang­mestu leyti fínn og með­al­grófur sand­ur. Dýpt­ar­mæl­ingar Vega­gerð­ar­innar munu einnig nýt­ast sem og jarð­vegs­sýni sem stofn­unin hefur tek­ið. Þá munu rann­sóknir sem unnar voru fyrir umhverf­is­mat Land­eyj­ar­hafnar árið 2007 koma að not­um.

Yfirlit yfir dýpkun í Landeyjahöfn árið 2019 en þá um haustið voru fjarlægðir um 100 þúsund rúmmetrar af efni. Björgun, sem er dótturfélag Heidelberg Materials líkt og Hornsteinn, sér um dýpkun Landeyjahafnar samkvæmt samningi við Vegagerðina. Mynd: Vegagerðin

Frek­ari rann­sókna á ýmsum sviðum er þó þörf því nán­ast engar rann­sóknir hafa farið fram á nákvæm­lega því svæði sem til greina kemur til efn­is­töku. Hefur Horn­steinn, dótt­ur­fé­lag Heidel­bergs, leyfi Orku­stofn­unar til rann­sókna á lausum jarð­efnum á hafs­botni á svæði allt frá Þor­láks­höfn að Land­eyja­höfn. Leyfið var útgefið í vor og gildir til árs­loka 2024.

Nýlegar seg­u­l­óm­mæl­ingar sem unnar voru í tengslum við fyr­ir­hug­aða efn­is­töku sýna að umtals­vert efni sem talið er henta til fram­leiðslu íblönd­un­ar­efnis í sem­ents­fram­leiðslu sé þar að finna. Að í það minnsta 50 metra þykkir set­bunkar af efni, sem virð­ist eins­leitt að gerð, hafi safn­ast upp beggja vegna Land­eyja­hafn­ar.

Í fjórða lagi þá þýðir efn­istaka undan strönd­inni að ekki þarf að flytja þetta gíf­ur­lega magn land­leið­ina til Þor­láks­hafnar eins og raunin er með áform­aða vik­ur­vinnslu á Mýr­dals­sandi og væntan brott­flutn­ing Litla-Sand­fells í Þrengsl­um, verk­efnis sem Heidel­berg kemur einnig að. Efn­inu yrði dælt upp af hafs­botni í borð í 90-110 metra löng skip sem myndu svo sigla með það rak­leiðis til Þor­láks­hafn­ar.

Auglýsing

Í fimmta lagi mætti nefna mögu­legan ávinn­ing af fram­kvæmd­inni fyrir Land­eyja­höfn sjálfa og Vega­gerð­ina sem þarf eins og staðan er í dag að halda henni við með miklum til­kostn­aði. Þetta er hins vegar ekki mark­mið Heidel­berg með fram­kvæmd­inni í sjálfu sér enda gekk for­stjóri Horn­steins ekki lengra í sam­tali við Morg­un­blaðið en að segja að sam­legð­ar­á­hrif gætu orð­ið. Ekki er um sam­starfs­verk­efni við Vega­gerð­ina að ræða ef marka má mats­á­ætlun Heidel­berg. Þar segir þó að rann­saka þurfi strauma og set­flutn­inga á fyr­ir­hug­uðu vinnslu­svæði og hvaða áhrif efn­istakan gæti haft á set­flutn­inga og strandrof. „Gert er ráð fyrir að Vega­gerðin muni ann­ast rann­sóknir á þessum umhverf­is­þáttum í sam­starfi við aðra aðila,“ segir Heidel­berg í skýrslu sinni.

Í þágu lofts­lags­ins

Yfir­lýst mark­mið fram­kvæmd­ar­innar er að sækja jarð­efni sem íauka í sem­ent svo draga megi úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda, eða við­halda henni svo ekki komi til þess að nota þurfi sem­ents­gjall í meira mæli. Í mats­á­ætlun eru rifjuð upp lofts­lags­mark­mið Sam­ein­uðu þjóð­anna sem kalli eftir því að sam­fé­lagið bregð­ist við og fari í aðgerðir sem stuðli að minni losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. „Með verk­efn­inu skap­ast grund­völlur til þess að minnka þessa los­un,“ segir í áætl­un­inni.

Efn­istakan færi fram utan net­laga, en það er skil­greint 115 metra út frá stór­straums­fjöru­borði. Dýpi er á bil­inu 5-40 metra en öldu­gangur er mik­ill og veldur róti á hafs­botn­inum svo dýpi á svæð­inu er mjög breyti­legt. „Dæl­ing og löndun efnis undan Suð­ur­strönd Íslands er fram­kvæmd sem er ekki hættu­laus og meðal ann­ars háð veðri og aðstæð­u­m,“ bendir Heidel­berg á.

Gert er ráð fyrir að þegar sand­skip er orðið full lestað verði siglt með efnið til Þor­láks­hafn­ar. Þar yrði því landað og það unnið áfram í verk­smiðju Heidel­berg sem stað­sett verð­ur, ef áætl­anir fyr­ir­tæk­is­ins ganga eft­ir, skammt frá hafn­ar­svæð­inu í Þor­láks­höfn.

Auglýsing

Á þessu stigi er hins vegar óljóst hvernig sand­inum verði landað í Þor­láks­höfn. Um er að ræða tvo mögu­leika. Ann­ars vegar að þurrka það úti á sjó og landa því með færi­bandi frá hafn­ar­að­stöðu að verk­smiðj­unni. Löndun á þurru efni myndi kalla á upp­bygg­ingu færi­bands á þeim hafn­ar­kanti sem yrði nýtt­ur. Hinn mögu­leik­inn er að landa efn­inu blautu í sér­stakt setlón. Í því til­viki þyrfti að gera ráð fyrir land­rými nálægt höfn­inni.

Tölvuteiknuð mynd af verksmiðju Heidelberg í Þorlákshöfn. Mynd: Heidelberg

Verk­smiðjan sem vísað er til í mats­á­ætl­un­inni er ekki risin en um hana hafa þó þegar risið miklar deil­ur. Íbúar í Þor­láks­höfn eru margir hverjir efins um ágæti þess að hafa svo stóra verk­smiðju, með fleiri tuga háum síló­um, rétt við íbúa­byggð – og rétt við fjör­una sem er einn vin­sæl­asti úti­vist­ar­stað­ur­inn á þessum slóð­um. Verk­smiðjan myndi líka mylja móbergið úr Litla-Sand­felli, sem Eden Mining ætlar að grafa upp til agna og Heidel­berg að kaupa.

Skiptar skoð­anir

Verk­smiðjan er því fram­kvæmd sem teng­ist mögu­legri efn­is­töku við Land­eyja­höfn en er ekki hluti af því umhverf­is­mati sem nú er hafið á því verk­efni. Reyndar hefur enn ekki verið kveðið upp úr um hvort að verk­smiðjan þurfi í umhverf­is­mat. Og meiri­hluti skipu­lags- og umhverf­is­nefndar Ölf­uss telur enga þörf á slíku umstangi. Minni­hlut­inn er hins vegar á allt annarri skoð­un.

Skipu­lags­stofnun bað Ölfus um umsögn um mál­ið, þ.e. hvort að sveit­ar­fé­lagið kall­aði eftir því að fram­kvæmdin færi í umhverf­is­mat. Erindið var tekið fyrir á fundi í byrjun des­em­ber og lögðu full­trúar B-lista Fram­fara­sinna, sem sitja í nefnd­inni fyrir hönd minni­hlut­ans, fram eft­ir­far­andi álit: „Talið er mik­il­vægt að möl­un­ar­verk­smiðjan fari í umhverf­is­mat, sökum umfangs hennar miðað við sam­fé­lagið í Þor­láks­höfn.”

Minni­hlut­inn undr­andi

Þegar fund­ar­gerð þess fundar var lögð fram á bæj­ar­stjórn­ar­fundi 15. des­em­ber til sam­þykkt­ar, rataði álit bæj­ar­full­trúa Fram­fara­sinna ekki inn í umsögn­ina sem sveit­ar­fé­lagið sendi til Skipu­lags­stofn­unar þar sem fram kom að meiri­hlut­inn telji ekki þörf á umhverf­is­mati.

„Þessi afstaða meiri­hlut­ans vekur mikla furðu okkar bæj­ar­full­trúa í minni­hluta,“ skrifa Ása Berg­lind Hjálm­ars­dótt­ir, H-lista, Hrönn Guð­munds­dótt­ir, B-lista, og Vil­hjálmur Baldur Guð­munds­son, B-lista í Ölf­usi, í aðsendri grein sem birt var á Vísi í gær.

Ása Berglind Hjálmarsdóttir er sveitarstjórnarfulltrúi í Öflus. Hún hefur gagnrýnt áform Heidelberg um að reisa verksmiðjuna í Þorlákshöfn.

Rifja þau upp að í skil­yrðum sem bæj­ar­stjórn sam­þykkti í nóv­em­ber að setja Heidel­berg segi að bæj­ar­stjórn „áskilji sér fullan rétt til að tryggja hags­muni sam­fé­lags­ins við vinnslu máls­ins“, og að „ekki komi til greina að gef­inn verði afsláttur af almennum kröfum um hljóð­meng­un, ryk­mengun og annað það sem valdið getur sam­fé­lag­inu ama“.

„Hvers vegna í ósköp­unum fer bæj­ar­stjórn þá ekki fram á að verk­smiðjan fari í umhverf­is­mat og þar með í gaum­gæfi­lega skoðun sem tekur á málum er varða hags­muni íbúa og umhverf­is?“ skrifa full­trúar minni­hlut­ans. „Hvaða hags­muni er verið að vernda með þeirri afstöðu? Hvernig geta íbúar tekið vel ígrund­aða ákvörðun þegar kemur að íbúa­kosn­ingu, sem búið er að lofa en eng­inn veit hvenær verð­ur, þegar sveit­ar­fé­lagið beitir sér ekki fyrir því að leiða fram allar mögu­legar upp­lýs­ingar um áhrif sem fram­kvæmdin kann að hafa?“

Óskar umsagna margra

Skipu­lags­stofnun hefur enn ekki birt ákvörðun sína um hvort fyr­ir­huguð verk­smiðja Heidel­berg þurfi að fara í umhverf­is­mat. Afstaða sveit­ar­fé­lags­ins hefur þar ekki úrslita­á­hrif enda óskar Skipu­lags­stofnun eftir umsögnum margra stofn­ana sem sér­fræð­ingar stofn­un­ar­innar horfa svo til við ákvörð­un­ar­tök­una. Hennar er að vænta á næstu dög­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Nýr vegur um Öxi yrði mikil lyftistöng fyrir Múlaþing en einnig allt Austurland segir sveitarstjórinn. Á myndina er búið að tölvuteikna nýjan veginn fyrir miðju.
Myndu að „sjálfsögðu ekki“ sætta sig við verulegar tafir á Axarvegi
Sveitarstjórn Múlaþings mun ekki sætta sig við verulegar tafir á framkvæmdum við Axarveg. Sveitarstjórinn óttast reyndar ekkert slíkt enda hafi hann engin skilaboð fengið um að setja eigi framkvæmdina „í salt“ vegna þenslu.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar