200 færslur fundust merktar „umhverfismál“

Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
10. janúar 2023
Fyrirhugað uppbyggingarsvæði landeldis Geo Salmo er við bergbrúnina vestan Þorlákshafnar.
Möguleg ljós- og lyktmengun af nýju landeldi við Þorlákshöfn þurfi nánari skoðun
Sveitarstjórnarfólk í Ölfusi gerir athugasemdir við að litla umfjöllun um ljósmengun og enga um kröfu sveitarfélagsins um að úrgangur verði geymdur innandyra sé að finna í umhverfismatsskýrslu um fyrirhugað landeldi Geo Salmo.
9. janúar 2023
Ari Trausti Guðmundsson
Náttúra og umhverfi í forgang
8. janúar 2023
Möguleg ásýnd vegarins að göngunum á Héraði. Eyvindará liggur í fallegu gili til hægri á myndinni.
Skipulagsstofnun dregur fram kosti Miðleiðar að Fjarðarheiðargöngum
Aðalvalkostur Vegagerðarinnar um Hérað að Fjarðarheiðargöngum hefði verulega neikvæð áhrif á gróðurfar á meðan Miðleið hefði minni áhrif að mati Skipulagsstofnunar sem efast auk þess um þá niðurstöðu að Miðleið hefði neikvæð samfélagsáhrif á Egilsstöðum.
5. janúar 2023
Birta Ísey Brynjarsdóttir og Finnur Ricart Andrason
Áskorun til þingmanna: Takið þátt í Veganúar!
30. desember 2022
Netverslun, fatasóun og fatasöfnun og tengslin þar á milli var til umræðu á árinu sem er að líða.
Árið sem Íslendingar hentu minna af fötum en kínverskur tískurisi hristi upp í hlutunum
Fatasóun Íslendinga hefur dregist saman síðustu fimm ár, úr 15 kílóum á íbúa að meðaltali í 11,5 kíló. Á sama tíma blómstrar netverslun. 85 prósent Íslendinga versla á netinu og vinsælasti vöruflokkurinn er föt, skór og fylgihlutir.
30. desember 2022
Veikleikar og brotalamir í skipulagsmálum á Íslandi
Eftir níu ár á forstjórastóli hjá Skipulagsstofnun söðlaði Ásdís Hlökk Theodórsdóttir um á árinu, yfir í kennslu og rannsóknir við Háskóla Íslands. Í viðtali við Kjarnann ræðir hún skipulagsmál á Íslandi, gæði byggðar og álitamál um beislun vindorkunnar.
30. desember 2022
Ásýnd vindmyllanna frá bænum Ekru, 1,6 kílómetra norðan við Lagarfoss.
Vindmyllur við Lagarfoss þurfa í umhverfismat
Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun voru ekki sammála um nauðsyn þess að 160 metra háar vindmyllur við Lagarfossvirkjun færu í umhverfismat. Orkusalan vill öðlast reynslu á rekstri vindmylla.
29. desember 2022
Nót húðuð með koparoxíði rétt eins og Arctic Sea Farm vill gera í Arnarfirði.
Vilja nota kopar á kvíar í Arnarfirði – eitrað og jafnvel skaðlegt segir Hafró
Að mati Hafrannsóknastofnunar er það áhyggjuefni og afturför miðað við stefnu annarra landa að verið sé að hefja notkun á ásætuvörnum sem innihalda kopar í sjókvíaeldi hér á landi.
28. desember 2022
Framtíðin er núna
Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar fer yfir helstu vendingar á árinu varðandi umhverfismál. Hún segir að ákvarðanir sem við tökum í dag ákvarði framtíðina.
26. desember 2022
Stefán Jón Hafstein
Trú og náttúra
23. desember 2022
Skjaldbakan Jónatan árið 1886 (t.v.) og í dag.
Tíu jákvæðar fréttir af dýrum
Á okkur dynja fréttir um hamfarahlýnun og eyðileggjandi áhrif þess manngerða fyrirbæris á vistkerfi jarðar. En inn á milli leynast jákvæð tíðindi sem oft hafa orðið að veruleika með vísindin að vopni.
22. desember 2022
Heiða Guðný ásamt tryggum vini sínum, hundinum Fífli.
„Besta jólakveðja sem ég hef nokkru sinni fengið“
Það er þungu fargi létt af Heiðu Guðnýju Ásgeirsdóttur, bónda í Skaftárhreppi. Jólakveðjan í ár, sú besta sem hún hefur nokkru sinni fengið, er sú að friðlýsingarferli Skaftár er hafið. Þar með verður Búlandsvirkjun, sem hún hefur barist gegn, úr sögunni.
22. desember 2022
Tölvuteikning sem sýnir hina áformuðu verksmiðju í hrauninu við Reykjanesvirkjun. Turnar hennar yrðu 25 metrar á hæð.
Vilja flytja út íslenska orku í formi fljótandi metangass
Svissneskt fyrirtæki áformar að framleiða metangas á Reykjanesi og flytja það til Rotterdam. Ferðalagi gassins lyki ekki þar því frá Hollandi á að flytja það eftir ánni Rín til Basel í Sviss. Þar yrði það svo leitt inn í svissneska gaskerfið.
17. desember 2022
Ari Trausti Guðmundsson
Vindurinn er samfélagsauðlind
13. desember 2022
Stefán Jón Hafstein
Orsakir fyrir hruni vistkerfanna
11. desember 2022
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Skyldur okkar í loftslagsbaráttunni
10. desember 2022
Litla-Sandfell stendur um 95 metra upp úr Leitahrauni í Þrengslunum.
Náma í Litla-Sandfelli veldur „miklum neikvæðum umhverfisáhrifum“
Skipulagsstofnun telur Eden Mining vanmeta umhverfisáhrif námu í Litla-Sandfelli. Að fjarlægja fjall velti upp þeirri hugmynd „hvort verið sé að opna á þá framtíðarsýn að íslenskar jarðmyndanir verði í stórfelldum mæli fluttar út til sementsframleiðslu“.
9. desember 2022
Ketill Sigurjónsson
Fallið vindmastur Orkuveitu Reykjavíkur
8. desember 2022
Teitur Björn Einarsson er varaþingmaður Sjálfstæðisflokks, auk þess að starfa sem aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar, þar sem hann fæst m.a. við verkefni á sviði sjálfbærni.
„Vandfundin“ sé sú atvinnugrein sem búi við meira eftirlit á Íslandi en fiskeldi
Varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins tók til varna fyrir fiskeldi í opnum sjókvíum á Alþingi í dag og sagði hagsmunaöfl fara með staðlausa stafi um umhverfisáhrif greinarinnar. Hann minntist ekkert á nýlega slysasleppingu frá Arnarlaxi í ræðu sinni.
7. desember 2022
Um 80 þúsund eldislaxar sluppu úr einni kví Arnarlax í Arnarfirði síðasta sumar.
Segja stjórnvöld gefa erlendum stórfyrirtækjum auðlindir Íslands
80 þúsund frjóir laxar eru taldir hafa sloppið úr kvíum Arnarlax á Vestfjörðum. Villti laxastofninn á Íslandi telur aðeins um 50 þúsund laxa. Um er að ræða „grafalvarlegt umhverfisslys“.
5. desember 2022
Rauð viðvörun! Rauði liturinn táknar að hiti á viðkomandi veðurstöð hafi verið hærri í nóvember en að meðaltali síðustu tíu árin á undan.
Sex skrítnar staðreyndir um tíðarfarið í nóvember
Rafskútur í röðum – á fleygiferð. Fjöldi fólks á golfvöllum. Borðað úti á veitingastöðum. Nóvember fór sérlega blíðum höndum um Ísland þetta árið. Svo óvenju blíðum að hann fer í sögubækurnar.
3. desember 2022
Ari Trausti Guðmundsson
Flugaska eða gjóska?
30. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason er forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Vindorkuver um land allt yrðu mesta umhverfisslys Íslandssögunnar
Forstjóri Orkuveitunnar segir að ef þúsund vindmyllur yrðu reistar um landið líkt og vindorkufyrirtæki áforma „ættum við engu umhverfisslysi til að jafna úr Íslandssögunni. Hér væri reyndar ekki um slys að ræða því myllurnar yrðu reistar af ásetningi.“
30. nóvember 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
„Matseðill möguleika“ ef stjórnvöld „vilja raunverulega setja orkuskipti í forgang“
Langtímaorkusamningar um annað en orkuskipti geta tafið þau fram yfir sett loftlagsmarkmið Íslands, segir orkumálastjóri. „Þótt stjórnvöld séu með markmið þá eru það orkufyrirtækin sem í raun og veru ákveða í hvað orkan fer.“
30. nóvember 2022
Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Vill að stjórnvöld byrji á réttum enda áður en „virkjanakúrekum er gefinn laus taumurinn“
Þingmaður Samfylkingarinnar vill að stjórnvöld byrji á réttum enda í orkuskiptum. „Allt tal um að hægt sé að rigga upp 16 terawattstundum í orkuöflun, sem að sögn er nauðsynlegt vegna orkuskiptanna, er eins og hver önnur fásinna.“
29. nóvember 2022
Ísinn í Síberíu geymir mörg leyndarmál fortíðar. Og veirur sem herjuðu á lífverur í fyrndinni.
Veirur frá ísöld vaktar til lífs á rannsóknarstofu
Veirur sem legið hafa í sífreranum í Síberíu í 48.500 ár hafa verið endurlífgaðar á rannsóknarstofu. Tilgangurinn er að komast að því hvað bíður okkar ef sífrerinn þiðnar.
26. nóvember 2022
Greta Thunberg hefur barist fyrir loftslagið í mörg ár.
Greta Thunberg leggur baráttu Sama lið
Íbúar í norðurhluta Svíþjóðar, þeir hinir sömu og stjórnarformaður breska námufyrirtækisins Beowulf sagði engu máli skipta, ætla að halda áfram baráttu sinni fyrir járngrýtisnámu með stuðningi Gretu Thunberg.
26. nóvember 2022
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, spurði dómsmálaráðherra um nagladekk.
Fleiri sektaðir fyrir nagladekkjanotkun utan leyfilegs tímabils í ár en fjögur árin á undan
Ekki er ljóst á hvaða lagaheimild það er byggt að sekta ekki fyrir notkun nagladekkja fyrstu vikurnar eftir að bann við notkuninni tekur gildi ár hvert. Þrjár af hverjum fjórum sektum í ár hafa verið gefnar út á höfuðborgarsvæðinu.
25. nóvember 2022
Verið getur að tugþúsundir laxa hafi sloppið úr kvíum Arnarlax síðasta sumar.
Arnarlax getur ekki gert grein fyrir afdrifum tugþúsunda laxa – „Vítavert aðgæsluleysi“
Matvælastofnun hefur lagt stjórnvaldssekt á laxeldisfyrirtækið Arnarlax upp á 120 milljónir króna fyrir að hafa brotið gegn skyldu um að tilkynna um strok á fiski og beita sér fyrir veiðum á strokfiski.
25. nóvember 2022
Endurvinnsla á textíl á Íslandi er alfarið í höndum Rauða krossins. Fatnaður frá Shein er ekki velkominn í verslanir Rauða krossins vegna eiturefna en er sendur til endurvinnsluaðila í Þýskalandi líkt og 95% alls textíls sem skilað er í fatasöfnunargáma.
Örlög hraðtískuflíka frá Shein: Frá Kína til Íslands til Þýskalands
Fötum frá Shein á að skila í fatasöfnunargáma Rauða krossins þó svo að Rauði krossinn vilji ekki sjá föt frá kínverska tískurisanum í verslunum sínum. Örlög fatnaðs frá Shein sem skilað er í fatagáma hér á landi ráðast hjá endurvinnsluaðila í Þýskalandi.
22. nóvember 2022
Þétting byggðar getur aukið losun gróðurhúsalofttegunda
Rannsóknir doktors á verkfræði- og náttúruvísindasviði HÍ sýna að þétting byggðar getur aukið losun gróðurhúsalofttegunda. Endurvarpsáhrif og aðrir þættir, svo sem ráðstöfunartekjur og lífsviðhorf, geta þurrkað út ávinning af þéttingu byggðar.
19. nóvember 2022
Litla þorpið sem á að bjarga þýska risanum
Tesla með hestakerru, mengunarlaus verksmiðja og hljóðlát skip komu við sögu á fjölmennum fundi íbúa Þorlákshafnar. „Erum við að menga okkar land þannig að þýskt fyrirtæki geti lækkað sitt kolefnisspor?“
19. nóvember 2022
Hafís dregur úr gróðurhúsaáhrifum.
Selta mikilvægari en kuldi við myndun hafíss
Hvað gerist í hafinu þegar aukið magn af ferskvatni blandast því? Hvaða áhrif gæti það haft á myndun hafíss, íssins sem er mikilvægur til að draga úr gróðurhúsaáhrifum? Vísindamenn hafa rýnt í málið.
17. nóvember 2022
Anna Jonna Ármannsdóttir
Að virkja stjörnurnar
16. nóvember 2022
Sólarsellur taka mikið pláss. Líftími þeirra er um 20-25 ár.
Sólblóm víkja fyrir sólarsellum – sólarorkuver eru ekki án umhverfisáhrifa
Evrópuríki vilja ekki rússneska gasið og hafa sett sér háleit markmið að draga verulega úr notkun jarðefnaeldsneytis. Horft er til vind- og sólarorku og síðarnefndi orkugjafinn er í gríðarlegri sókn í álfunni.
15. nóvember 2022
Flóð hafa verið tíð víða á Indlandi í ár.
Öfgar í veðri orðnar nánast daglegt brauð á Indlandi
Þrumuveður, úrhellisrigningar, aurskriður, flóð, kuldaköst, hitabylgjur, hvirfilbyljir, þurrkar, sandstormar, stórhríð. Á fyrstu níu mánuðum ársins hafa veðuröfgar átt sér stað á Indlandi allt að því daglega.
13. nóvember 2022
Loforð um kolefnishlutleysi oft „innantóm slagorð og ýkjur“
Fyrirtæki, stofnanir og heilu borgirnar heita því að kolefnisjafna alla starfsemi sína – ná hinu eftirsótta kolefnishlutleysi. En aðferðirnar sem á að beita til að ná slíku fram eru oft í besta falli vafasamar.
11. nóvember 2022
„Það verða alltaf önnur vandamál. En stærsta vandamálið, sem stigmagnar öll önnur vandamál, eru loftslagsbreytingar. Því lengur sem við bíðum með að takast á við þær, því erfiðara verður það,“ segir Tinna Hallgrímsdóttir, forseti Ungra umhverfissinna.
Stærsta vandamálið sem stigmagnar öll önnur vandamál
Krafa þróunarríkja um fjárhagslegan stuðning þróaðri ríkja verður í brennidepli á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP27. „Stærsta vandamálið, sem stigmagnar öll önnur vandamál, eru loftslagsbreytingar,“ segir forseti Ungra umhverfissinna.
10. nóvember 2022
Þingvellir eru einn af þremur þjóðgörðum landsins. Hinir tveir eru Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull og Vatnajökulsþjóðgarður.
Helmingur hlynntur gjaldtöku fyrir aðgengi – Gangi ykkur vel að „sannfæra Íslendinga að borga sig inn á Þingvelli“
Starfshópur sem rýndi í áskoranir og tækifæri friðlýstra svæða á Íslandi segir að móta þurfi stefnu um gjaldtöku. Íslendingar eru hlynntir gjaldtöku á þjónustu svæðanna og samkvæmt nýrri könnun er um helmingur landsmanna hlynntur aðgangsgjaldi.
9. nóvember 2022
Fyrirhugað framkvæmdasvæði. Séð úr suðvestri. Við sjóndeildarhringinn má sjá álverið við Straumsvík.
Vilja dæla útblæstri frá iðnaði í Evrópu í berglögin við Straumsvík
Til stendur að flytja koltvíoxíð frá meginlandi Evrópu til Íslands og dæla því niður í jörðina og breyta í stein. Flutningaskipin yrðu knúin jarðefnaeldsneyti fyrst í stað.
8. nóvember 2022
Ari Trausti Guðmundsson
Sagði einhver 8 milljón?
2. nóvember 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Unnið að uppstokkun stofnana ráðuneytis Guðlaugs Þórs
Tæplega helmingur starfsfólks 13 stofnana sem heyra undir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið telur mikil tækifæri felast í sameiningum stofnana. Unnið er að „einföldun á stofnanafyrirkomulagi“.
31. október 2022
Litla-Sandfell er skammt frá Þrengslavegi.
Of lítið gert úr umhverfisáhrifum námu í Litla-Sandfelli
Náttúrufræðistofnun og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands eru ekki sammála niðurstöðu umhverfismatsskýrslu Eden Mining sem ætlar að vinna efni úr Litla-Sandfelli í Þrengslum þar til það hverfur af yfirborði jarðar.
31. október 2022
Ísland stendur sig ágætlega á sviði loftslagsmála ef eingöngu er horft á á raforkuframleiðsluna þar sem sú framleiðsla er að mestu kolefnislaus. Raforkan sé hins vegar lítill hluti af heildarmyndinni.
Prófessor á sviði loftslagsmála segir Íslendinga stunda sjálfsblekkingu
Íslendingar stunda sjálfsblekkingu í loftslagsmálum með því að einblína á græna orkuframleiðslu og notast við gallað kolefnisbókhald að mati Jukka Heinonen, prófessors við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands.
30. október 2022
Hringrásarverslunin Hringekjan hefur tekið fatnað frá kínverska hraðtískurisanum Shein úr endursölu vegna magns eiturefna sem eru í flíkunum. Skila má flíkunum í nytjagám Sorpu en það er hlutverk Rauða krossins að skilgreina hvort þær eigi heima þar.
Hætta að selja föt frá kínverska tískurisanum Shein vegna eiturefna
Hringrásarverslunin Hringekjan, þar sem básaleigjendum gefst kostur á að selja notuð föt, hefur tekið allar vörur frá tískurisanum Shein úr endursölu vegna magns eiturefna í flíkunum.
29. október 2022
Metangas streymdi í stríðum straumum út í andrúmsloftið er sprengingarnar urðu í Nord Stream.
Óttast mengun frá efnavopnum heimsstyrjaldar í Eystrasalti
Unnið er nú að því af kappi að kanna hvort að sprengingarnar í Nord Stream-gasleiðslunni í Eystrasalti hafi rótað upp mengun fortíðar: Leifum úr efnavopnum sem dembt var í hafið eftir síðari heimsstyrjöld.
25. október 2022
Skógar gegna svo margvíslegu hlutverki. Hér má sjá molduga á vinstra megin við veg í Indónesíu. Moldin fer út í vatnið því enginn skógur er lengur til að binda jarðveginn.
Engar líkur á að loftslagsmarkmið náist með sama áframhaldi
Árið 2021 hægði á eyðingu skóga í heiminum en ef ná á mikilvægum loftslagsmarkmiðum 145 ríkja heims, og binda endi á eyðingu skóga fyrir árið 2030, þarf að grípa til stórtækra aðgerða, segir hópur vísindamanna.
24. október 2022
Kristín Helga Gunnarsdóttir
Öræfaástin og eignarhaldið
23. október 2022
Fatasóun dregst saman en fatnaður orðinn stærsti flokkurinn í netverslun
Dregið hefur úr fatasóun hér á landi síðustu fimm ár eftir öran vöxt fimm árin þar á undan. Á sama tíma eru föt, skór og fylgihlutur vinsælasti vöruflokkur í netverslun Íslendinga.
23. október 2022
Ellefu skilyrði Skipulagsstofnunar vegna Geitdalsárvirkjunar
Þar sem Geitdalsárvirkjun yrði umfangsmikil framkvæmd á ósnortnu svæði og að hluta innan miðhálendislínu þarf Arctic Hydro að gera sérstaka grein fyrir skerðingu víðerna í umhverfismati.
22. október 2022
Vindtúrbína í landbúnaðarsvæði á vesturhluta Danmerkur.
Vindmylluframleiðandi ekki lengur á dagskrá vettvangsferðar Grænvangs
37 fulltrúar atvinnulífs, samtaka og sveitarfélaga ætla að taka þátt í vettvangsferð Grænvangs til Danmerkur í þeim tilgangi að fræðast um nýtingu vindorku. Hugmyndin að ferðinni kviknaði í kjölfar konunglegrar heimsóknar.
21. október 2022
Litla-Sandfell stendur um 95 metra upp úr Leitahrauni í Þrengslunum.
Að flytja Litla-Sandfell úr landi myndi auka losun, slíta vegum og fjölga slysum
Stofnanir ríkisins hafa sitt hvað út á áformaða námuvinnslu við Þrengslaveg að setja. Of lítið sé gert úr áhrifum aukinnar þungaumferðar og of mikið úr jákvæðum áhrifum á loftslag.
20. október 2022
Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, sitjandi varaþingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs.
„Hugsum okkur um áður en við notum bílinn sem úlpu“
Þingmenn úr röðum Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og Viðreisnar gerðu almenningssamgöngur að umtalsefni sínu á þingi í dag. Þau sögðu skerðingu á þjónustu strætó vekja upp spurningar og að arðbærni almenningssamgangna væri öllum ljós.
19. október 2022
Lífeyrissjóðir senda út upplýsingar á pappír fyrir 200 milljónir króna á ári
Í nýframlögðu frumvarpi er lagt til að lífeyrissjóðum verði gert heimilt að birta sjóðsfélögum sínum upplýsingar með rafrænum hætti. Sérstaklega þarf að óska eftir því að fá þær á pappír. Ef enginn velur það sparast um 200 milljónir króna á ári.
17. október 2022
Heildarendurskoðun á lagaumhverfi sjókvíaeldis og annars eldis stendur yfir.
Svandís rakti breytingar á gjaldtöku á laxeldi í Noregi og Færeyjum fyrir ríkisstjórn
Stóru laxeldisfyrirtækin þurfa að mati stjórnvalda í Noregi að koma með meira framlag við að nýta sameiginleg hafsvæði norsku þjóðarinnar. Matvælaráðherra kynnti stöðu á endurskoðun lagaumhverfisins hér í samanburði við nágrannalönd.
16. október 2022
Vinstri græn vilja ganga lengra: Opinberir aðilar virki vindinn á röskuðum svæðum
Ýmsar játningar voru gerðar af hálfu þingmanna Vinstri grænna á fundi um vindorkuver. Þeir greindu frá sýn sinni og flokksins á virkjun vindsins og svöruðu spurningum um hvenær íbúar sem berjast gegn vindmyllum geti andað léttar.
9. október 2022
Útlit er fyrir að stormflóð verði tíðari og áhrif þeirra meiri í Danmörku á næstu áratugum.
Gjörbreytt Danmörk árið 2150
Dönsk rannsóknarstofnun telur að sjávarborð við strendur Danmerkur muni á næstu áratugum hækka mun hraðar og meira en áður hefur verið talið. Ef svo fer fram sem horfir verði margar eyjar óbyggilegar og bæir og strendur fari undir vatn.
9. október 2022
Vegir á Suðurlandi uppfylla á löngum köflum ekki nútíma hönnunarviðmið.
Vikurflutningar myndu slíta vegum á við milljón fólksbíla á dag
Vegagerðin telur að sú aukning á þungaumferð sem fylgja mun áformuðu vikurnámi á Mýrdalssandi hefði mikil áhrif á niðurbrot vega og flýta þyrfti viðhaldsaðgerðum, endurbyggingu vega og framkvæmdum. Viðbótarkostnaður ríkisins myndi hlaupa á milljörðum.
7. október 2022
Ráðast þyrfti í nauðsynlegar styrkingar vega vegna þungaflutninganna til og frá Mýrdalssandi.
Vikurnám á Mýrdalssandi myndi hafa „verulegan kostnað fyrir samfélagið“
Fullhlaðinn sex öxla vörubíll slítur burðarlagi á við 20-30 þúsund fólksbíla, bendir Umhverfisstofnun á varðandi áformaða vikurflutninga frá Mýrdalssandi til Þorlákshafnar. Ráðast þyrfti í mikla uppbyggingu vegakerfis vegna flutninganna.
6. október 2022
Karl Englandskonungur hafði áhuga á að sækja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP27, í Egyptalandi í næsta mánuði. Liz Truss forsætisráðherra finnst það ekki svo góð hugmynd.
Truss vill ekki að Karl konungur sæki COP27
Umhverfismál hafa löngum verið Karli konungi hugleikin. Hann mun hins vegar ekki sækja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP27, í næsta mánuði þar sem Lis Truzz forsætisráðherra ráðlagði honum að fara ekki.
3. október 2022
Líffræðileg fjölbreytni er grunnþáttur í viðhaldi vistkerfa í sjó, á landi, í vatni og lofti.
Landeigendur fái meiri hvata til endurheimtar vistkerfa
Loftslagsbreytingar, mengun, ágengar tegundir, eyðing búsvæða og bein nýting mannsins eru helstu áskoranir varðandi hnignun líffræðilegrar fjölbreytni á Íslandi. Neysla er t.d. drifkraftur framleiðslu sem oft leiðir til ósjálfbærrar nýtingar auðlinda.
1. október 2022
Þeir skipta þúsundum, tannburstarnir í norska skóginum.
Tannburstarnir í skóginum
Jordan, tannburstaframleiðandinn þekkti, hefur auglýst eftir notuðum tannburstum sem áhugi er á að reyna að endurvinna. Í norskum skógi hafa fleiri þúsund tannburstar frá Jordan legið í áratugi og rifist er um hver beri ábyrgð á að tína þá upp.
30. september 2022
Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Óeðlilegt að formaður starfshóps um stöðu orkumála tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það geti ekki talist eðlilegt að formaður grænbókarnefndarinnar tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni úr skýrslunni. Og starfi nú fyrir fyrirtæki sem hyggja á vindvirkjanir á Vesturlandi.
29. september 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðherra loftslagsmála.
Ekki enn ljóst hvort 800 milljónirnar dekki Kýótó-uppgjörið
Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 800 milljóna útgjöldum vegna uppgjörs Kýótó-bókunarinnar, sem talað hefur verið töluvert um síðustu misseri. Ekki liggur þó enn fyrir hvaða losunareiningar verða keyptar, eða hvað það mun á endanum kosta ríkissjóð.
29. september 2022
Hitnandi heimur versnandi fer
Á fyrstu sex mánuðum ársins höfðu 188 hitamet verið slegin, þurrkarnir í Evrópu í sumar voru þeir verstu í 500 ár og í Pakistan hafa að minnsta kosti 1.300 manns látið lífið vegna flóða.
24. september 2022
Trollnet, fiskilínu og áldósir eru dæmi um rusl sem finna má á hafsbotni við Ísland.
Manngert rusl mun safnast í miklu magni á hafsbotni við Ísland ef ekkert breytist
Myndir af hafsbotni við Ísland veita dýrmæta sýn á ástandið á hafsbotni. 92 prósent rusls sem þar finnst er plast og magnið er allt að fjórum sinnum meira en á hafsbotni við Noreg, samkvæmt nýrri skýrslu Hafrannsóknastofnunar.
19. september 2022
Fossaröð í Geitdalsá í Leirudal skammt neðan við áformað miðlunarlón. Rennsli í fossunum mun skerðast með tilkomu virkjunar.
Segja „fullyrðingar“ Landverndar „ekki svaraverðar“
Stofnanir, samtök og einstaklingar vilja vita hvernig Arctic Hydro komst að þeirri niðurstöðu að áformuð Geitdalsárvirkjun yrði 9,9 MW að afli, rétt undir þeim mörkum sem kalla á ítarlega meðferð í rammaáætlun.
11. september 2022
Ruslaeyjan í norðurhluta Kyrrahafsins, sem staðsett er á milli Hawaii og Kaliforníu, er stærsta plasteyjan, eða plastfláki, sem flýtur um heimshöfin.
Iðnvædd sjávarútvegsríki bera ábyrgð á ruslaeyjunni í Kyrrahafi
Meirihluta af tugþúsundum tonna af plasti sem mynda „ruslaeyjuna“ á Kyrrahafinu má rekja til sjávarútvegs fimm iðnríkja. Rannsakendur segja tímabært að viðurkenna að plastmengun á hafi sé hnattrænt vandamál en ekki bundið við fátæk sjávarútvegsríki.
10. september 2022
Stefán Jón Hafstein
Matvælakreppan
4. september 2022
Píramídarnir í Giza eru sannarlega mikið undur en smám saman eykst þekking okkar á því hvernig þeir voru byggðir.
Hafa leyst hluta ráðgátunnar um píramídana
Nýjar rannsóknir á Nílarfljóti sýna hvernig Egyptum tókst að byggja hina gríðarmiklu píramída í Giza fyrir þúsundum ára.
3. september 2022
Brotið innan úr kerjum í álver.
Hafa hug á að flytja inn „vandræðasaman“ spilliefnaúrgang til endurvinnslu
Áhugi er á því að endurvinna kerbrot sem falla til við starfsemi álveranna hér á landi í nýrri verksmiðju á Grundartanga. Brotin, sem eru mengandi spilliefni, hafa í fleiri ár verið urðuð við Íslandsstrendur.
3. september 2022
Skógareldarnir í Ástralíu eyddu að minnsta kosti 5,8 milljónum hektara lands.
Skógareldarnir í Ástralíu stækkuðu gatið á ósonlaginu
Reykur frá skógareldunum miklu sem geisuðu í Ástralíu árin 2019 og 2020 olli skyndilegri hækkun hitastigs og gerði gatið í ósonlaginu að öllum líkindum stærra. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar.
2. september 2022
Guðrún Schmidt
Að breyta framtíðarsýn í veruleika
30. ágúst 2022
Litla-Sandfell í Þrengslum. Námuvinnsla í fellinu og fyrirhugaður útflutningur á efni þaðan frá Þorlákshöfn hefur valdið styr á sviði bæjarmála í Ölfusi.
Útiloka að Litla-Sandfell verði flutt eftir Þrengslavegi – Námuvegir og færibönd
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Ölfusi útiloka að jarðefni verði flutt með almennri umferð frá Litla-Sandfelli til Þorlákshafnar og horfa til lausna eins og sérstakra námuvega og færibanda. Slíkar lausnir eru ekki metnar í umhverfismatsskýrslu.
29. ágúst 2022
Zephyr Iceland vill reisa 8-12 vindmyllur, sem yrðu líklega 250 metra háar eða hærri, á Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit.
Afhentu sveitarstjórn 1.709 undirskriftir gegn vindorkuveri
Hvalfjarðarsveit gerir fjölmargar athugasemdir við matsáætlun Zephyr Iceland á áformuðu vindorkuveri á hæsta fjalli Hvalfjarðarstrandarinnar. Hún samþykkti í vikunni einróma umsögn við matsáætlun fyrirtækisins.
26. ágúst 2022
Tryggvi Felixson
Kjalölduveita – atlaga að perlu hálendisins?
25. ágúst 2022
Allir valkostirnir frá Héraði að göngunum myndu fara um gamlan og þéttan birkiskóg. Hér er sýndur hluti norðurleiðar.
Vegaframkvæmdir á Héraði munu valda „mjög miklu og óafturkræfu raski“ á gömlum birkiskógi
Aðalvalkostur Vegagerðarinnar á veglínu á Héraði að gangamunna Fjarðarheiðarganga myndi valda mestu raski allra kosta á skógi og votlendi. Birkitrén eru allt að 100 ára gömul og blæaspir hvergi hærri á landinu.
25. ágúst 2022
Einar Sveinbjörnsson
Jökulsá á Fjöllum sem hitamælir
23. ágúst 2022
Dr. Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk náttúrulegra possólanefna í sementsframleiðslu
21. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
19. ágúst 2022
Litla-Sandfell stendur um 95 metra upp úr Leitahrauni í Þrengslunum.
Ný náma í Þrengslum: 222 vörubílaferðir á dag
Til að flytja Litla-Sandfell úr landi, mulið og tilbúið í sement, þyrftu vöruflutningabílar að aka 16 ferðir á klukkustund milli námunnar og Þorlákshafnar ef áform fyrirtækisins Eden Mining verða að veruleika. Kötluvikri yrði að hluta ekið sömu leið.
19. ágúst 2022
Sveinn Runólfsson og Andrés Arnalds
Hernaður Skógræktarinnar gegn náttúru Íslands
18. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
16. ágúst 2022
Enn ein tilraun gerð til að semja um verndun úthafanna
Stjórnvöld á Íslandi, í Rússlandi og Kína vilja að fiskveiðar verði ekki settar inn í samning þjóðríkja um verndun hafsins. Stærstur hluti úthafanna er alþjóðlegt hafsvæði. Innan við 2 prósent þess nýtur verndar.
15. ágúst 2022
Umhverfismat stækkunar Sigöldustöðvar er hafið. Landsvirkjun áformar að stækka tvær virkjanir til viðbótar á svæðinu
Landsvirkjun geri skýra grein fyrir forsendum stækkunar Sigöldustöðvar
Skipulagsstofnun vill að Landsvirkjun geri skýrari grein fyrir tilgangi og forsendum fyrirhugaðrar stækkunar Sigölduvirkjunar. Stækkunin myndi aðeins auka orkuframleiðslu lítillega. Meira vatn þurfi til að meira rafmagn verði framleitt.
15. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
14. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
12. ágúst 2022
Fjallið Brekkukambur í Hvalfirði er 647 metrar á hæð þar sem það er hæst. Vindmyllurnar yrðu um 250 metra háar.
„Eins og að krota inn á málverk eftir Kjarval“
Ef vindorkuver Zephyr Iceland fær að rísa á Brekkukambi, hæsta fjalli Hvalfjarðarstrandarinnar, mun það blasa við úr öllum áttum – gnæfa yfir sveitir, frístundabyggðir og útivistarsvæði. Íbúar segja nóg komið af „stórkarlalegri starfsemi“ í Hvalfirði.
11. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
8. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
7. ágúst 2022
Árfarvegur Esteron árinnar, sem er skammt frá Nice í suðurhluta Frakklands, þornaði upp í hitanum og þurrkinum sem ríkt hefur í landinu á síðustu vikum. Þessi mynd er frá því í lok júlí.
Frakkar glíma við fordæmalausa þurrka
Draga hefur þurft úr orkuframleiðslu í frönskum kjarnorkuverum vegna þess að kælivatn sem fengið er úr ám hefur verið of heitt. Talið er að ástandið muni vara í það minnsta í tvær vikur í viðbót.
6. ágúst 2022
Carbfix fangar kolefni úr jarðgufu við Hellisheiðarvirkjun.
Hagfræðistofnun segir kolefnisföngun ábatasamari en stjórnvöld geri ráð fyrir
Reiknað er með að hægt verði að fanga 150 þúsund tonn af kolefni sem losnar frá jarðvarmavirkjunum árið 2030. Hagfræðistofnun gerir ráð fyrir að föngun á árunum 2021 til 2030 verði 950 þúsund tonn og að þjóðhagslegur ávinningur föngunar sé 6 milljarðar.
1. ágúst 2022
Árni B. Helgason
Herragarðurinn – orkubú jarðarbúa
31. júlí 2022
Guðrún Schmidt
Fáum við aldrei nóg?
28. júlí 2022
Þolmarkadagur jarðarinnar er í dag, tveimur dögum fyrr en í fyrra
Til að standa undir auðlindanotkun jarðarbúa þyrfti 1,75 jörð samkvæmt útreikningum samtakanna Global Footprint Network. Margar leiðir eru færar til þess að minnka auðlindanotkun og seinka þannig deginum.
28. júlí 2022
Ekkert vindorkuver er risið á Íslandi þótt nokkrar tilraunamyllur hafi verið reistar.
Rammann vantar því annars yrði byrjað „að drita þessu niður út um allt“
Fjölmörg sveitarfélög hafa misserum saman verið að fá á sín borð fyrirspurnir og beiðnir um byggingu vindorkuvera. Loks hillir undir að ríkið setji ramma um nýtingu vinds sem forseti sveitarstjórnar Borgarbyggðar segir sárlega vanta.
26. júlí 2022
Heidelberg fær úthlutað alls 12 lóðum undir starfsemi sína á nýju athafnasvæði í grennd við höfnina í Þorlákshöfn, sem verið er að stækka.
Þýskur sementsrisi fær 49 þúsund fermetra undir starfsemi í Þorlákshöfn
Þýski iðnrisinn HeidelbergCement ætlar sér að framleiða að minnsta kosti milljón tonn af íblöndunarefnum í sement í Þorlákshöfn á hverju ári og hefur sótt um og fengið vilyrði fyrir úthlutun tólf atvinnulóða undir starfsemi sína í bænum.
25. júlí 2022
Átta myllur eru í vindorkuverinu á Haramseyju. Þær sjást víða að.
Kæra vindorkufyrirtæki vegna dauða hafarna
Vindmyllurnar limlesta og valda dauða fjölda fugla, segja samtök íbúa á norskri eyju, íbúa sem töpuðu baráttunni við vindmyllurnar en hafa nú kært orkufyrirtækið.
24. júlí 2022
„Það er stórslys í uppsiglingu“
Tugir fólks sem ýmist býr í Norðurárdal og nágrenni hans eða á þangað reglulega erindi mótmæla harðlega hugmyndum um vindorkuver í dalnum. Forseti sveitarstjórnar Borgarbyggðar segir allt í biðstöðu þar til ríkið gefi tóninn fyrir nýtingu vindsins.
23. júlí 2022
Fólksbílar óku um 3,3 milljarða kílómetra á íslenskum vegum árið 2020.
Borgarlína, efling strætó og virkra ferðamáta fækki eknum kílómetrum um 90 milljónir
Í aðgerðaáætlun stjórnvalda eru margvíslegar aðgerðir sem miða að því að draga úr bílaumferð. Ábatinn af aðgerðunum er margvíslegur líkt og Hagfræðistofnun bendir á í nýrri skýrslu, hávaði minnkar ásamt loftmengun og slysum fækkar.
20. júlí 2022
Steinunn á grunni sumarbústaðarins sem hún er að byggja í Hvalfjarðarsveitinni.
Vindmyllurnar munu „gína yfir umhverfi mínu eins og hrammur“
1-8 vindmyllur myndu sjást frá Þingvöllum. 8 frá fossinum Glym og jafnmargar frá hringveginum um Hvalfjörðinn. Enda yrðu þær jafnvel 247 metrar á hæð. Og hátt upp í fjalli.
18. júlí 2022
Starfshópinn skipa þau Hilmar Gunnlaugsson, Björt Ólafsdóttir og Kolbeinn Óttarsson Proppé.
Hilmar, Björt og Kolbeinn skipuð í starfshóp um vindorku
Nýr starfshópur á að gera tillögur um nýtingu vindorku, hvort sérlög skuli gerð um slíka kosti og hvernig megi ná fram þeim markmiðum stjórnvalda að byggja þá upp á afmörkuðum svæðum.
13. júlí 2022
Svín á leið til slátrunar.
Örplast greint í nauta- og svínakjöti í fyrsta sinn
Plastagnir finnast í svína- og nautakjöti, einnig í blóði lifandi svína og nautgripa sem og fóðri þeirra samkvæmt nýrri rannsókn hollenskra vísindamanna.
8. júlí 2022
Margrét Tryggvadóttir
Hvalir og kolefnisförgun
8. júlí 2022
Aðgerðasinnar frá Just Stop Oil hafa meðal annars límt sig fasta við málverk víðs vegar um Bretland. Þessar myndir eru frá Royal Academy í London og Glasgow Art Gallery.
Aðgerðahópurinn sem mun valda usla þar til stjórnvöld snúa baki við olíu og gasi
„Það kann að vera lím á ramma þessa málverks en það er blóð á höndum ríkisstjórnar okkar,“ sagði einn af meðlimum Just Stop Oil er hún hafði límt sig fasta við málverk eftir Vincent van Gogh. Hópurinn hefur truflað fótboltaleiki og Formúlu 1 kappakstur.
6. júlí 2022
Vindmyllur er ekki hægt að setja niður hvar sem er á hafi úti.
Skipar starfshóp um nýtingu vinds á hafi
Hvar er mögulegt að hafa fljótandi vindmyllur umhverfis Ísland? Hvar eru skilyrði óhagstæð vegna fiskimiða og siglingaleiða, farfugla og náttúru? Hlutverk nýs starfshóps verður að komast að þessu.
6. júlí 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Lítið mat lagt á losun gróðurhúsalofttegunda í framkvæmdum hins opinbera
Í svari umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra við fyrirspurn þingmanns Pírata segir að ekki sé tekið tillit til losunar gróðurhúsalofttegunda við valkostagreiningu Framkvæmdasýslunnar. Uppbygging nýs Landspítala er ekki kolefnisjöfnuð með „beinum hætti“.
4. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
2. júlí 2022
Landsvirkjun áformar að stækka þrjár virkjanir á Þjórsár-Tungnaársvæðinu: Sigölduvirkjun, Vatnsfellsvirkjun og Hrauneyjafossvirkjun.
Landsvirkjun afhendir ekki arðsemismat
Landsvirkjun segir að þrátt fyrir að áformaðar stækkanir virkjana á Þjórsársvæði muni ekki skila meiri orku séu framkvæmdirnar arðbærar. Fyrirtækið vill hins vegar ekki afhenda Kjarnanum arðsemisútreikningana.
29. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
26. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
25. júní 2022
Gunnar Guðni Tómasson
Raforkukerfið þarf sveigjanleika
22. júní 2022
Veðurfréttamaður BBC fer yfir hitamet helgarinnar.
Hitabylgjan í Evrópu aðeins „forsmekkurinn að framtíðinni“
Skógareldar, vatnsskömmtun og óvenju mikið magn ósons í loftinu. Allt frá Norðursjó til Miðjarðarhafsins hefur hvert hitametið á fætur öðru fallið síðustu daga. Og sumarið er rétt að byrja.
20. júní 2022
Kolbrún Haraldsdóttir
Þjórsárver – baráttan heldur áfram
18. júní 2022
„Valdaójafnvægi og yfirgangur“
„Þetta er orðið óheilbrigt samband. Þetta er valdaójafnvægi og yfirgangur,“ segir Anna Björk Hjaltadóttir, formaður Gjálpar, félags atvinnuuppbyggingar við Þjórsá, um samband heimamanna í Skeiða- og Gnúpverjahreppi við Landsvirkjun.
17. júní 2022
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Ramminn er skakkur
16. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stendur algjörlega með breytingum á rammaáætlun
Forsætisráðherra var spurð á þingi í dag út í „sinnaskipti“ VG hvað rammaáætlun varðar. Hún segir að horfast verði í augu við það að Alþingi hafi ekki náð saman um vissa áfanga áætlunarinnar hingað til.
13. júní 2022
Jökulsá austari í Skagafirði er meðal þeirra áa sem Landsvirkjun vill virkja og meirihlutinn vill færa úr verndarflokki í biðflokk.
Svona rökstyður meirihlutinn færslu virkjanakosta í rammaáætlun
Biðflokkur rammaáætlunar mun taka miklum breytingum ef Alþingi samþykkir tillögur sem meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar leggur til. Að auki vill meirihlutinn bíða með friðlýsingar í Skjálfandafljóti.
13. júní 2022
Árni Finnsson
Afgreiðsla 3. áfanga rammaáætlunar – Fyrst klárum við Kjalölduveitu
13. júní 2022
Magnús Rannver Rafnsson
Sótspor á himnum
11. júní 2022
Fjórir virkjanakostir í Héraðsvötnum í Skagafirði færast úr verndarflokki í biðflokk, samkvæmt tillögum umhverfis- og samgöngunefndar.
Ramminn: Kjalölduveita og Héraðsvötn verði færð úr verndarflokki í biðflokk
Kjalölduveita og fjórir virkjanakostir í Héraðsvötnum í Skagafirði verða færðir úr verndarflokki í biðflokk, ef vilji meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar nær fram að ganga. Nefndarálit hafa ekki verið gerð opinber.
11. júní 2022
Sif Konráðsdóttir
Víðerni án verndar
10. júní 2022
Álfheiður Eymarsdóttir
Orku- og umhverfissilfurskeiðin
8. júní 2022
Einhver fylgni er á milli efnahagslegrar velferðar fólks og stærðar hagkerfa. Þar með er þó ekki öll sagan sögð.
Efnahagslega velferð hægt að mæla með fleiru en hagvexti
Mælingar á hagvexti sýna ekki nógu vel hvaða áhrif umsvif í atvinnulífi, verslun og viðskiptum hafa á efnahagslega velferð þjóðarinnar. Í nýjasta þætti Ekon segir David Cook nýdoktor framfarastuðul geta reynst betra tól til að meta efnahagslega velferð.
7. júní 2022
Mengun af völdum rykagna sem losna af dekkjum við akstur verður gæti von bráðar orðið áskorun fyrir löggjafa
Bíldekk menga meira en útblástur – samkvæmt nýrri rannsókn
Eftir því sem þyngri bílum fjölgar verður mengun frá bíldekkjum nærri tvö þúsund sinnum meiri en mengun vegna útblásturs, samkvæmt nýrri rannsókn. Mengun af þessu tagi gæti brátt orðið mikil áskorun fyrir löggjafa.
4. júní 2022
Mannkynið farið yfir þolmörk sex af níu lykilkerfum jarðar
Ágangur á auðlindir jarðar er orðinn svo mikill að vísindamenn telja ljóst að mannkynið hafi þegar farið yfir þolmörk sex af níu lykilkerfum jarðar.
4. júní 2022
Guðjón Steindórsson
Grundartangi sem grænn hringrásargarður
1. júní 2022
„Þetta mun nánast eyðileggja jörðina“
Landeigendur og ábúendur á fjórða tug bæja á því svæði sem Landsnet vill leggja Blöndulínu 3 eru ósáttir og hafna því margir alfarið að línan fari um þeirra land.
29. maí 2022
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er sett fram það markmið að Ísland nái kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum eigi síðar en árið 2040 og verði þá óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja.
Frumvarp um bann við olíuleit lítur dagsins ljós
Bann verður lagt við leit, rannsókn og vinnslu á olíu og gasi í efnahagslögsögu Íslands verði nýtt frumvarp umhverfisráðherra samþykkt. Engin leyfi tengd olíuvinnslu eru í gildi.
25. maí 2022
Gunnlaugur Friðriksson og Harpa Barkardóttir
Blöndulína 3 og stóra samhengið
23. maí 2022
Ef tekið væri tillit til alls umhverfiskostnaðar í tilfelli Urriðafossvirkjunar myndi kostnaður hækka um 60 prósent. Það hefði sennilega einhver áhrif á arðsemismat virkjunarinnar, ritar Ágúst Arnórsson í Vísbendingu, en útilokar ekki frekari virkjanir.
Umhverfisáhrif virkjana þurfi að meta til fjár
Hagfræðingur segir mat virkjanakosta í rammaáætlun ýmsum annmörkum háð og bendir á að niðurstöður mats á umhverfisáhrifum hafi ekki áhrif á arðsemismat virkjanakosta.
23. maí 2022
Flutningsmenn tillögunnar, þeir Þorgrímur, Sigurður Páll og Ásmundur Friðriksson, vilja auðvelda neytendum að nálgast upplýsingar um umhverfisáhrif matvælanna í innkaupakörfunni.
Vilja kolefnismerkingu á kjöt og grænmeti
Flutningsmenn nýrrar þingsályktunartillögu vilja að neytendur geti tekið upplýstari ákvörðun við kaup á matvöru með tilliti til loftslagsáhrifa. Fyrirmynd tillögunnar er sótt til Skandinavíu.
23. maí 2022
Aðalvalkostur Landsnets er sá að Blöndulína 3 liggi um fimm sveitarfélög og í lofti alla leiðina.
Bítast um stuttan jarðstrengsspotta Blöndulínu 3
Sveitarfélög á Norðurlandi vilja Blöndulínu 3 í jörð um lönd sín en þeir eru hins vegar örfáir, kílómetrarnir sem Landsnet telur jarðstreng mögulegan á hinni 100 km löngu línu. Náttúruverndarsamtök segja streng yfir Sprengisand höggva á hnútinn.
18. maí 2022
Anna Dóra Antonsdóttir
Rammaáætlun sem sáttargjörð
17. maí 2022
Tekjur ríkisins af kolefnisgjaldi aldrei verið jafn miklar og í fyrra
Ríkið hefur milljarðatekjur af losun gróðurhúsalofttegunda, bæði frá uppboðum á losunarheimildum og af kolefnisgjaldi. Féð er ekki eyrnamerkt loftslagsaðgerðum en fjármálaráðherra áætlar að framlög til loftslagsmála nemi yfir 15 milljörðum í ár.
17. maí 2022
Lambhagafossar í Hverfisfljóti. Reisa á virkjun rétt undir 10 MW í ánni og mun rennsli í fossunum skerðast.
Í landi sem er „sprúðlandi af náttúrugæðum“ þarf að einblína á fleira en orkuskipti
„Við verndum ekki og virkjum sama fossinn,“ segir forstjóri Skipulagsstofnunar. „Þegar við ákveðum að fórna náttúruperlu í þágu orkuframleiðslu, hlýtur að vera forgangsatriði að sú ákvörðun skili samfélaginu sem bestri nýtingu viðkomandi orkulindar.“
14. maí 2022
Vík í Mýrdal.
Sveitarfélagið sé vísvitandi að útiloka ákveðna valkosti
Sveitarstjórn Mýrdalshrepps slær nokkra valkosti á færslu hringvegarins út af borðinu með vísan til nýrra hverfa sem áformuð eru í Vík. Samtök íbúa segja stjórnina vísvitandi beita sér fyrir ákveðnum valkosti framkvæmdarinnar.
14. maí 2022
Ástvaldur Lárusson
Viljum við henda verðmætum?
13. maí 2022
Hið mikla landbrot sem varð í fjörunni við Vík í Mýrdal í vetur er greinilegt á þessari mynd sem tekin var 17. mars.
Landrof við Vík yfir 50 metrar eftir veturinn – „Suðvestanáttin étur úr þessari fjöru“
Mikið landbrot hefur orðið í fjörunni við Vík í Mýrdal frá áramótum og stefnir Vegagerðin á að hækka flóðvarnargarða sem liggja meðfram Víkurþorpi. Hin óstöðuga strönd er meðal þess sem varað hefur verið við verði hringvegurinn færður niður að fjörunni.
13. maí 2022
Guðni Elísson
Verðum að endurskoða afstöðu okkar til hins góða og eftirsóknarverða
Guðni Elísson fjallaði um manninn sem dýr sem raskaði jafnvægi í erindi sínu á loftslagsdeginum.
12. maí 2022
Á Sprengisandsleið.
Leggja til jarðstreng um Sprengisand
Með jarðstrengi yfir Sprengisand mætti þyrma friðlýstum og verðmætum útivistarsvæðum á leið Blöndulínu 3, tengja virkjanir sunnanlands og norðan stystu leið og styrkja flutningskerfið, segja Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi.
5. maí 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
„Orkan þarf að rata í orkuskiptin“
Orkuskipti eru lykilmarkmið stjórnvalda í loftslagsmálum en það er ekki þar með sagt að orkan sem framleidd er rati í orkuskiptin, segir orkumálastjóri. „Græna orkan er verðmæt, takmörkuð auðlind, olía okkar tíma, sem við verðum að vanda okkur með.“
3. maí 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðherra umhverfis-, orku- og loftslagsmála.
Reikna með 28 prósenta samdrætti í losun til 2030 – markmið ríkisstjórnarinnar 55 prósent
Umhverfisstofnun hefur framreiknað þróun í losun gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð Íslands m.t.t. aðgerðaáætlunar stjórnvalda í loftslagsmálum og kemst að þeirri niðurstöðu að 55 prósenta samdráttarmarkmið ríkisstjórnarinnar sé ansi langt undan.
2. maí 2022
Bílastæðafjöld við Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Landvernd vill lest til Keflavíkurflugvallar
Mikil losun gróðurhúsalofttegunda á sér stað við ferðir fólks til og frá Keflavíkurflugvelli og „alvarlega ætti að skoða“ að koma á rafmagnslest á milli flugvallarins og Reykjavíkur, segir Landvernd.
2. maí 2022
Heiða Guðný ásamt tryggum vini sínum, hundinum Fífli.
Lítil ást heimamanna á náttúrunni stingur mest
„Það þýðir ekki að guggna,“ segir Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi og sveitarstjórnarfulltrúi í Skaftárhreppi sem berst gegn því að virkjað verði í Hverfisfljóti, einu yngsta árgljúfri heims.
1. maí 2022
Valkostir sem Vegagerðin kynnir í matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum hringvegar í Mýrdal. Hvíta línan er núverandi vegur og sú bleika, skipulagslína, er valkostur 1.
Fallist á matsáætlun um færslu hringvegar með ellefu skilyrðum
Mikilvægt er að forsendur færslu hringvegarins í Mýrdal séu settar fram á hlutlægan hátt og staðhæfingar studdar gögnum, segir Skipulagsstofnun sem vill nýrri gögn og nákvæmari um slysatíðni og færð á núverandi vegi.
30. apríl 2022
Silvía Sif Ólafsdóttir
Virkja fossa, geyma gögn
28. apríl 2022
Grefur Bitcoin undan loftslagsávinningi?
Virði Bitcoin hefur rokið upp og hafa margir trú á tækninni á bak við dreifðstýrðan rafrænan gjaldmiðil. Gagnrýnendur hafa lengi bent á gríðarlega orkunotkun rafmyntarinnar og efast um að hún geti orðið „græn“.
18. apríl 2022
Kísilverksmiðjan í Helguvík hefur ekki verið starfrækt í fjögur og hálft ár.
Viðræður standa enn yfir um sölu kísilversins í Helguvík
Arion banki og PCC eiga enn í viðræðum um kísilverið í Helguvík, verksmiðjuna sem Arion vill selja og PCC, sem rekur kísilver á Húsavík, mögulega kaupa. Viljayfirlýsing var undirrituð í janúar og samkvæmt henni skal viðræðum lokið í sumar.
9. apríl 2022
Síðustu vikur hafa einkennst af gríðarlegum rigningarveðrum í Sydney.
Yfirgáfu heimili sín í þriðja skipti á innan við mánuði
Hundruð íbúa í Sydney yfirgáfu heimili sín í dag og margir í þriðja skiptið á einum mánuði. Nú bíða þeir milli vonar og ótta um hvort árnar Hawkesbury og Nepean flæði aftur yfir bakka sína líkt og þær gerðu í mars og þar áður árið 1988.
7. apríl 2022
Miklir leirflutningar af sjávarbotni þurfa að eiga sér stað áður en hægt verður að byrja að mynda landfyllinguna miklu við Kaupmannahöfn sem kallast á Lynetteholmen. Svíar hafa áhyggjur af því sem Danir ætla sér að gera við allan þennan leir.
Leirflutningurinn mikli
4. júní 2021 samþykkti danska þingið lög um það sem kallað hefur verið metnaðarfyllsta framkvæmdaáætlun í sögu Danmerkur. Þá vissu þingmenn ekki af mikilvægu bréfi sem samgönguráðherranum hafði borist en láðst að kynna þingheimi.
3. apríl 2022
Snorri Zóphóníasson og Guðni A. Jóhannesson
Vernd eða virkjun Héraðsvatna – að vandlega athuguðu máli
1. apríl 2022
Landsnet vill Blöndulínu 3 í lofti „alla leiðina“
102,6 kílómetrar af háspennulínum. 342 stálmöstur, hvert og eitt 17-32 metrar á hæð. 85,5 kílómetrar af nýjum vegslóðum. Blöndulína 3 mun stórbæta flutningskerfi raforku en er umdeild í þeim fimm sveitarfélögum sem hún færi um.
30. mars 2022
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
„Sporin hræða“
Þingmaður Vinstri grænna segir ljóst að náttúran megi sín oft lítils þegar almannahagsmunir eru taldir í gígavöttum.
29. mars 2022
Efsti hluti Þjórsár yrði virkjaður yrði Kjalölduveita að veruleika.
Ráðuneytið tekur ekki undir með Landsvirkjun
Umhverfisráðuneytið telur það rangt sem Landsvirkjun heldur fram að Kjalölduveitu hafi verið raðað „beint í verndarflokk“ rammaáætlunar án umfjöllunar. Þá telur það verndun heilla vatnasviða, sem Landsvirkjun hefur gagnrýnt, standast lög.
29. mars 2022
Guðmundur Þorsteinsson
Hugsum með höfðinu
28. mars 2022
Litla-Sandfell stendur um 95 metra upp úr Leitahrauni í Þrengslunum. Í því hefur verið starfrækt náma frá árinu 1965 en vinnslan hefur verið lítil undanfarin ár.
Setja spurningamerki við að fjarlægja fjall „í heilu lagi úr íslenskri náttúru“
Náttúrufræðistofnun telur að skoða þurfi frá ýmsum hliðum þá staðreynd að fyrirhugað sé að „fjarlægja heilt fjall úr náttúru Íslands og flytja úr landi“. Framkvæmdaaðilinn Eden Mining segir Litla-Sandfell „ósköp lítið“ og minni á „stóran hól“.
28. mars 2022
Að tala með rassinum
None
26. mars 2022
Fossaröð í Geitdalsá í Leirudal skammt neðan við áformað miðlunarlón. Rennsli í fossunum mun skerðast með tilkomu virkjunar.
Umhverfismat virkjunar Arctic Hydro er hafið
Tvær stíflur munu rísa og tvö stöðuvötn fara undir uppistöðulón verði Geitdalsárvirkjun Arctic Hydro að veruleika á Hraunasvæði Austurlands. Íslenska ríkið setti nýlega fram kröfu um þjóðlendu á svæðinu.
25. mars 2022
Varar við villandi markaðssetningu varðandi kolefnisjöfnun
Umhverfisstjórnunarfræðingur gerir athugasemdir við hvernig kolefnisjöfnun er víða markaðssett hér á landi í sérstöku minnisblaði sem hann ritaði að beiðni sérfræðingahóps.
20. mars 2022
Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.
Spyr hvernig verja eigi móður jörð fyrir óheftri græðgi stórfyrirtækja
Andrés Ingi telur að tryggja þurfi fólki sem berst gegn „óheftri græðgi stórfyrirtækja sem vilja gjörnýta auðlindir“ möguleika til að leita til dómstóla. Hann vill að íslensk stjórnvöld viðurkenni svokallað vistmorð.
19. mars 2022
Tryggvi Felixson
Velsæld, virkjanir og græn framtíð
17. mars 2022
Sigrún Guðmundsdóttir
Hvaða bílar og eldsneyti eru best?
15. mars 2022
Þórunn Wolfram Pétursdóttir
Í grunninn er þetta ekki flókið heldur fáránlega einfalt
14. mars 2022
Guðrún Schmidt
Um nauðsyn þess að gera róttækar breytingar á núverandi hagkerfi
12. mars 2022
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Meintur orkuskortur og áhrif alþjóðamarkaða
10. mars 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir er framkvæmdastjóri Landverndar.
Landvernd segir „draumóra orkugeirans“ birtast í skýrslu starfshóps um orkumál
Landvernd segir að ef skýrsla um stöðu og horfur í orkumálum, sem kynnt var í gær, verði grundvöllur ákvarðanatöku ríkisstjórnarinnar í orkumálum næstu ára sé „ljóst að náttúra Íslands á sér engan talsmann í ríkisstjórninni“.
9. mars 2022
Vilhjálmur Egilsson, Sigríður Mogensen og Ari Trausti Guðmundsson.
Vilja „skýra framtíðarsýn“ um framtíð orkufreks iðnaðar
Starfshópur á vegum umhverfisráðuneytisins kallar eftir „skýrri pólitískri sýn“ á framtíð orkufreks iðnaðar á Íslandi. Samkvæmt honum gæti verið að framboð á raforku muni ekki geta mætt vaxandi eftirspurn á næstu árum.
9. mars 2022
Anna Dóra Antonsdóttir
Héraðsvötn undir fallöxina
7. mars 2022
Landsvirkjun hyggst reisa nýja 45 MW virkjun við Skrokköldu á Sprengisandi.
Mótmæla „harðlega“ að Skrokkalda fari í nýtingarflokk
„Þessi virkjanakostur ætti að vera í verndarflokki,“ segja Samtök ferðaþjónustunnar um Skrokkölduvirkjun sem áformuð er á hálendinu. Samtökin minna á mikilvægi náttúrunnar fyrir ferðaþjónustuna.
4. mars 2022
Hrafnabjargafoss í Skjálfandafljóti.
Landsvirkjun vill virkjanir í Héraðsvötnum og Skjálfanda í biðflokk
„Óafturkræfar afleiðingar“ hljótast af verndun heilla vatnasviða í kjölfar flokkunar eins virkjanakosts í verndarflokk, segir í umsögn forstjóra Landsvirkjunar um tillögu að rammaáætlun. Raforkukerfið sé fast að því „fullselt“.
1. mars 2022
„Þurfum að búa okkur undir breyttan heim“
Samkvæmt nýrri skýrslu sérfræðingahóps milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar býr 3,3 miljarðar manna við aðstæður sem eru mjög viðkvæmar gagnvart loftslagsbreytingum og hátt hlutfall dýrategunda er sömuleiðis viðkvæmt.
28. febrúar 2022
Vindmyllur eru sífellt að hækka. Þær nýjustu eru um 200 metra háar.
Vilja reisa 40-50 vindmyllur í nágrenni Stuðlagils
Um 40-50 vindmyllur munu rísa í landi Klaustursels í Jökuldal gangi áform Zephyr Iceland eftir. Vindorkuverið yrði í nálægð við Kárahnjúkavirkjun og þar með flutningsnet raforku en einnig í grennd við hinn geysivinsæla ferðamannastað, Stuðlagil.
26. febrúar 2022
Jökulsárnar í Skagafirði eiga upptök í Hofsjökli og vatnasvið þeirra er lítt raskað.
Vilja virkjanir í Skagafirði úr vernd í biðflokk
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar vill að Alþingi færi fjóra virkjanakosti í jökulám í Skagafirði úr verndarflokki í biðflokk er kemur að afgreiðslu rammaáætlunar. Virkjanirnar yrðu í óbyggðu víðerni og í ám sem eru vinsælar til flúðasiglinga.
25. febrúar 2022
Sigrún Guðmundsdóttir
Framtíð orkuþjónustu á Íslandi
20. febrúar 2022
Hverfisfljót í Skaftárhreppi.
„Umhverfisáhrif virkjunarinnar eru mjög lítil“
Himinn og haf er á milli afstöðu minni- og meirihluta Skaftárhrepps er kemur að virkjun í Hverfisfljóti sem hefði í för með sér rask á Skaftáreldahrauni. Ýmsar stofnanir hafa gert athugasemdir við fyrirætlanirnar og spyrja: Hver er hin brýna nauðsyn?
16. febrúar 2022
Þröstur Ólafsson
Auðlindadrep, óhóf, sóun og loftlagsvá
12. febrúar 2022
Litla-Sandfell er skammt frá Þrengslavegi.
Litla-Sandfell mun hverfa
„Við efnistökuna mun ásýnd fellsins óhjákvæmilega breytast og að lokum mun fjallið hverfa,“ segir í matsáætlun Eden Mining um áformaða efnistöku úr Litla-Sandfelli í Þrengslum í Ölfusi. Stærstur hluti fjallsins yrði fluttur úr landi.
12. febrúar 2022
Eldvörp eru meðal þeirra landsvæða sem lagt er til að fari í orkunýtingarflokk rammaáætlunar.
Rammaáætlun verður lögð fram í fjórða sinn af fjórða ráðherranum
Sautján virkjanakostir eru í nýtingarflokki tillögu að rammaáætlun sem nú hefur verið dreift á Alþingi. Þetta er sama tillaga og fyrst var lögð fram haustið 2016 fyrir utan að tíu svæði í verndarflokki hafa verið friðlýst og eru því ósnertanleg.
8. febrúar 2022
Qair Iceland áformar nokkur vindorkuver á Íslandi.
Umhverfismat vindorkuvers austan Baulu hafið
Fyrirtækið Qair Iceland ehf. áformar að reisa 13-17 vindmyllur í Norðurárdal, austan við fjallið Baulu. Fyrstu skref í umhverfismati orkuversins hafa verið tekin.
7. febrúar 2022
Heilbrigðisstarfsmaður á COVID-spítala í Ahmedabad á Indlandi fyllir bíl af úrgangi sem fellur til við meðhöndlun sjúklinga.
Tugþúsundir tonna af úrgangi eftir baráttu við heimsfaraldur ógn við umhverfið og heilsu
Hlífðarfatnaður, bóluefnaumbúðir og sprautur. Baráttan við heimsfaraldurinn hefur kostað sitt. Sóttnæmur úrgangur eftir tveggja ára baráttu við COVID-19 skiptir tugþúsundum tonna og WHO varar við umhverfis- og heilsufarsógn.
7. febrúar 2022
Jóhann Óli Hilmarsson og Ólafur K. Nielsen
Verndum lífríki Skerjafjarðar!
6. febrúar 2022
Jóhann Páll Jóhannsson
Bensínbílastyrkir ríkisstjórnarinnar: 23 fyrirtæki fá hátt í tvo milljarða
4. febrúar 2022
Guðlaugur Þór Þórðarsson er ráðherra orku- og umhverfismála.
Aflaukning núverandi virkjana þurfi ekki að fara í gegnum rammaáætlun
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur uppi áform um að breyta lögum þannig að tæknileg aflaukning virkjana, sem ekki feli í sér eiginlega stækkun virkjana, muni ekki lengur þurfa að fara í gegnum ferli rammaáætlunar.
4. febrúar 2022
Freyr Eyjólfsson
Samræming og hringrásarhagkerfið
4. febrúar 2022
Bílaleigur fengu 875 milljónir í niðurfelld vörugjöld vegna bensín- og dísilbíla í fyrra
Ívilnun sem samþykkt var árið 2020, í nafni orkuskipta og aðgerðar gegn loftslagsbreytingum, hefur tryggt bílaleigum langleiðina í milljarð króna í afslátt vegna bíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti.
4. febrúar 2022
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra.
Ráðherra segir fátt rök­styðja heimild til hval­veiða
Sýna þarf fram á að það sé „efnahagslega réttlætanlegt“ að endurnýja veiðiheimildir til hvalveiða að mati Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra. Nú­ver­andi veiðiheim­ild­ir gilda út árið 2023.
4. febrúar 2022
Kísilverið í Helguvík hefur ekki verið starfrækt frá haustinu 2017.
„Raunverulega ekki boðlegur kostur“ að flytja kísilverið
Fulltrúar Arion banka segja það að flytja kísilverið úr Helguvík yrði „svo óskaplegt“ að það sé „raunverulega ekki efnahagslega boðlegur kostur“. Þeir segja „engar gulrætur frá ríkinu“ fylgja sölunni.
1. febrúar 2022
Engin leit að olíu er stunduð við Ísland í dag.
Kynna áform um bann við leit og vinnslu olíu við Ísland
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda áform um niðurfellingu laga um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis. Markmiðið er að tryggja að ekki fari fram olíuleit eða vinnsla í íslenskri efnahagslögsögu.
1. febrúar 2022
Í Lakaskörðum milli Tjarnarhnúks og Hrómundartinds er að finna jarðhita og á þessum slóðum áformar Orkuveitan Þverárdalsvirkjun.
OR leggur ekki til að virkjanakostir verði færðir úr biðflokki í nýtingarflokk
Orkuveita Reykjavíkur leggur áherslu á að halda öllum virkjanakostum á Hengilssvæðinu sem eru flokkaðir í nýtingarflokk þar áfram. Þrír kostur OR eru í nýtingarflokki tillögu að rammaáætlun og einn í biðflokki.
31. janúar 2022
Birgir Þórarinsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Eigendur kísilvers greiði til baka ríkisstyrki áður en þeir fjárfesti í mengandi verksmiðju
Birgir Þórarinsson gerði hugmyndir eigenda kísilversins á Bakka um kaup á kísilmálmverksmiðjuna í Helguvík að umtalsefni á Alþingi í vikunni.
29. janúar 2022
Hamarsvirkjun Arctic Hydro yrði í Hamarsdal í Djúpavogshreppi.
Sveitarfélög á Austurlandi vilja svör um virkjanakosti
Byggðaráð Múlaþings og bæjarstjórn Fjarðabyggðar vilja fá úr því skorið hvaða virkjanakosti í landshlutanum eigi að nýta. Lýst er yfir áhyggjum af þeirri stöðu sem rammaáætlun er komin í.
25. janúar 2022
Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Tryggja þurfi að „framvegis rati umframorka og ný orkuöflun til orkuskipta“
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að ríkja þurfi sátt um nýjar virkjanir og að áður en til þeirra komi þurfi að leita „allra leiða til þess að spara og fara betur með þá orku sem þegar er framleidd“.
24. janúar 2022
Efsti hluti Þjórsár yrði virkjaður yrði Kjalölduveita að veruleika.
Bíða tillagna stjórnvalda um hvernig stækka eigi biðflokk rammaáætlunar
Landsvirkjun vill á þessu stigi ekki taka afstöðu til þess hvaða einstaka virkjanakostir færist á milli flokka í tillögu að rammaáætlun sem lögð verður fram á Alþingi í mars. Fyrirtækið hefur áður sagt að færa ætti Kjalöldu úr vernd í biðflokk.
23. janúar 2022
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
22. janúar 2022
Segja Búlandsvirkjun eiga „fullt erindi í nýtingarflokk“
Að mati HS orku ætti að endurmeta þá þætti sem taldir voru neikvæðir og urðu til þess að Búlandsvirkjun í Skaftá var sett í verndarflokk þingsályktunartillögu að rammaáætlun. Tillagan verður lögð fram á Alþingi í fjórða sinn á næstunni.
20. janúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Bæjarstjórnin skorar á Arion banka að hætta við áform um endurræsingu kísilversins
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík og hefja viðræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir.
19. janúar 2022