Leggja til jarðstreng um Sprengisand

Með jarðstrengi yfir Sprengisand mætti þyrma friðlýstum og verðmætum útivistarsvæðum á leið Blöndulínu 3, tengja virkjanir sunnanlands og norðan stystu leið og styrkja flutningskerfið, segja Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi.

Á Sprengisandsleið.
Á Sprengisandsleið.
Auglýsing

SUNN, sam­tök um nátt­úru­vernd á Norð­ur­landi gera alvar­legar athuga­semdir við nýja umhverf­is­mats­skýrslu Lands­nets um Blöndulínu 3 og telja að hún upp­fylli í nokkrum grund­vall­ar­at­riðum „alls ekki“ lög.

Krefj­ast sam­tökin þess að raf­orku­flutn­ingur milli Blöndu og Akur­eyrar til fram­tíðar taki mið af teng­ingu virkj­ana á Suð­ur­landi við Norð­ur­land með 200 kíló­metra jarð­streng með­fram núver­andi og óbreyttum Sprengisands­vegi. Jarð­strengur þar muni ekki skerða víð­erni meira en orðið er og gæti tengst nýju loft­lín­unni úr Eyja­firði, Hóla­sands­línu 3, í Bárð­ar­dal. Með­fram teng­ing­unni mætti svo leggja streng til að tryggja orku­skipti á Sprengisands­leið sjálfri.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í umsögn SUNN til Skipu­lags­stofn­unar á umhverf­is­mats­skýrslu Lands­nets um Blöndulínu 3.

Auglýsing

Sam­tökin benda á að sú lausn að leggja streng með Sprengisands­leið komi að mati Lands­nets sjálfs umhverf­is­lega best út. Sú jarð­lína myndi styrkja flutn­ings­kerfið á Norð­ur­landi og auki mögu­leik­ana á því að lengja jarð­strengskafla fyr­ir­hug­aðrar Blöndulínu. Þannig yrði hægt að setja háspennu­línu um Hraun í Öxna­dal til dæmis í jörð í stað þess að við þetta frið­lýsta og verð­mæta úti­vist­ar­svæði yrðu reist þrjá­tíu möst­ur.

Umdeild fram­kvæmd í tvo ára­tugi

Í um tvo ára­tugi hefur verið stefnt að því að tengja Blöndu­stöð, fyrstu virkj­un­ina sem alfarið var hönnuð af Íslend­ing­um, með öfl­ugri háspennu­línu til Akur­eyrar og tengja þannig flutn­ings­kerfi raf­orku frá Suð­vest­ur­landi og Norð­ur- og Aust­ur­landi bet­ur. Orkan fer í dag um línu sem reist var fyrir um hálfri öld.

En Blöndulína 3 er afar umdeild. Og hefur verið lengi. Nú er komið að enda­punkti umhverf­is­mats henn­ar, og það í annað sinn. Því í fyrra skiptið voru margir þættir gagn­rýnd­ir, m.a. af Skipu­lags­stofn­un, sem gaf út álit sitt árið 2013, sem og fleiri aðil­um. Af hverju átti ekki að leggja stærri hluta Blöndulínu 3 í jörð? Og af hverju voru ekki fleiri val­kostir á línu­leið­inni metnir með til­liti til umhverf­is­á­hrifa?

Eig­endur jarða sem línan átti að fara um voru enda margir hverjir ekki par­hrifnir af áætl­un­unum af ýmsum ástæðum og sögðu lítið sem ekk­ert sam­ráð við þá haft. Sumir hafa kallað lín­una „stór­iðju­lín­u“, segja hana fyrst og fremst koma stór­iðju­fyr­ir­tækj­unum til góða og að tækni­lega séð væri vel hægt að leggja stóran hluta hennar í jörð, öfugt við það sem Lands­net hélt og heldur enn fram.

Lands­net hóf að lokum allt umhverf­is­mats­ferlið á nýjan leik. Með að eigin sögn meira sam­ráði við land­eig­end­ur, fjölda kynn­inga fyrir íbúa og aðra hags­muna­að­ila, fleiri val­kostum á línu­leið­inni og síð­ast en ekki síst með grein­ingu á mögu­leikum á jarð­strengjum í stað loft­línu á þessum rúm­lega hund­rað kíló­metrum sem eru frá Blöndu­stöð til Akur­eyr­ar.

Aðalvalkostur Landsnets fyrir Blöndulínu 3. Mynd: Umhverfismatsskýrsla Landsnets

Í nýrri umhverf­is­mats­skýrslu Lands­nets, sem er aug­lýst til umsagna til 16. maí, kemur fram að aðal­val­kostur fyr­ir­tæk­is­ins sé að leggja Blöndulínu í loft­línu alla leið­ina, um heið­ar, fjöll og dali, mela, móa og rækt­ar­lönd í fimm sveit­ar­fé­lög­um; Húna­vatns­hreppi, Sveit­ar­fé­lag­inu Skaga­firði, Akra­hreppi, Hörg­ár­sveit og Akur­eyri.

Sam­kvæmt grein­ingu Lands­nets getur lengd jarð­strengja í Blöndulínu mest verið á bil­inu 4-7 kíló­metrar af hinni rúm­lega 100 kíló­metra leið. Að auki er það nið­ur­staða fyr­ir­tæk­is­ins að val­kostir með jarð­strengjum hafi „ívið meiri nei­kvæð umhverf­is­á­hrif en hrein loft­lína“.

Þess­ari nið­ur­stöðu hafna Sam­tök um nátt­úru­vernd á Norð­ur­landi algjör­lega, jarð­rask vegna strengja­lagna jafni sig á 1-2 árum, en loft­lína, möstur sem henni fylgja og línu­veg­ir, blasi við um ókomna tíð. Þau gagn­rýna m.a. Lands­net fyrir að birta ekki nið­ur­stöður um hver tæki­færi til jarð­strengslagna nyrðra yrðu ef strengur yrði lagður um Sprengisand áður en Blöndulína 3 yrði reist. „Það er ámæl­is­vert, enda er ljóst að það myndi auka stórum jarð­strengs­tæki­fær­in.“

Öflug teng­ing milli lands­hluta

Í ítar­legri umsögn SUNN er bent á að Lands­net hafi talað fyrir hálend­is­leið í sínum kerf­is­á­ætl­unum í mörg ár. Í fyrri kerf­is­á­ætl­unum Lands­nets hafi sagt að strengur á Sprengisands­leið hefði „já­kvæð áhrif á mögu­lega lengd jarð­strengja á Norð­ur­land­i“.

Skýringarkort SUNN af núverandi flutningskerfi á Norðurlandi og tillögu að tengingu við virkjanasvæðið á Suðurlandi, unnið upp úr kerfisáætlunum Landsnets og tillögu Landsnets að Blöndulínu 3 úr umhverfismatsskýrslu.Mynd: SUNN

Í núgild­andi kerf­is­á­ætlun segir að styrk­leikar hálend­is­leiðar séu að um er að ræða stystu leið­ina á milli megin orku­öfl­un­ar­svæða lands­ins. Einnig er talið að um lítil óaft­ur­kræf áhrif á umhverfi sé að ræða, að með teng­ing­unni náist fram öflug teng­ing á milli Norð­ur- og Aust­ur­lands við virkj­ana­svæðið við Þjórsá- og Tungnaá, sem aftur auka mun nýt­ing­ar­mögu­leika virkj­ana og vatna­svæða auk þess sem það mun auka afhend­ingar­ör­yggi enn frek­ar. „Hægt verður að nýta tækni­legar lausnir til að vinna gegn umhverf­is­á­hrifum og ef farin verður sú leið að leggja jafn­straums­streng yfir hálendið mun það auka mögu­leika til stýr­ingar á kerf­inu sem talið er að muni auka nýt­ingu ann­ara orku­mann­virkja.“

Nið­ur­staða athug­unar SUNN er sú að það sé raun­hæfur kostur að leggja jarð­streng yfir hálend­ið, bæði út frá tækni­legum for­sendum Lands­nets, raf­orku­lögum og lögum um umhverf­is­mat og að við Blöndulínu 3 beri að taka áhrif þessa val­kosts inn í mynd­ina. „Frá­leitt sé að umhverf­is­mati geti lokið án þess að þessi val­kostur sé skoð­að­ur.“ Að halda hálend­is­leið­inni utan umhverf­is­mats Blöndulínu 3 „er mjög gagn­rýni­vert og ekk­ert í umhverf­is­mats­skýrsl­unni sem rök­styður rétt­mæti þess. Þess vegna er umhverf­is­mats­skýrslan ekki í sam­ræmi við lög og mats­á­ætl­un,“ segir SUNN í umsögn sinni.

Þyrfti ekki að taka langan tíma

Fólk og hópar sem lagst hafa ein­dregið gegn upp­bygg­ingu Sprengisands­leiðar og raf­línu­möstrum sem hvoru tveggja myndi skerða víð­erni, „gera sér auð­vitað grein fyrir að allt öðru máli gegnir um jarð­streng eins og hér er rætt um og óbreytta Sprengisands­leið,“ segir SUNN. Ekki sé lík­legt að máls­með­ferð­ar­tími slíkrar teng­ingar yrði lang­ur, en byrja þyrfti á mats­skyldu­fyr­ir­spurn til Skipu­lags­stofn­un­ar, þar sem jarð­strengir eru ekki sjálf­krafa umhverf­is­mats­skyld­ir. „Ekki verður séð hvernig slíkur jarð­strengur myndi valda tog­streitu því honum fylgir ekki aukið aðgengi að hálend­in­u.“

SUNN seg­ist svo geta „full­viss­að“ Skipu­lags­stofnun um það, að jafn­straums­strengur með­fram eða undir núver­andi Sprengisands­leið „mun sam­kvæmt nýj­ustu og bestu vís­inda­legum gögnum ekki skerða óbyggð víð­erni frekar en orðið er, en það myndu loft­línur ger­a“.

„Meint en ekki met­in“ áhrif jarð­strengja

Sam­tökin segj­ast ekki kom­ast hjá því að benda á hve hlið­holl umhverf­is­mats­skýrslan um Blöndulínu 3 er loft­línum en ýki „meint en ekki met­in“ umhverf­is­á­hrif jarð­strengja. Umfjöllun Lands­nets um umhverf­is­á­hrif hugs­an­legs 5,7 kíló­metra jarð­strengs fyrir framan fólk­vang­inn að Hrauni í Öxna­dal er að mati sam­tak­anna „til hábor­innar skammar“ því þar er full­yrt án rök­stuðn­ings um nei­kvæð áhrif á land­bún­að. Rök­stuðn­ing­ur­inn er hvorki mál­efna­legur eða sann­fær­andi, „allt rask er stór­lega ýkt“ án vís­inda­legs grunns. „Það fór ekk­ert raun­veru­legt umhverf­is­mat fram á jarð­streng við Hraun í Öxna­dal og eng­inn við­aukanna með umhverf­is­mats­ský­sl­unni fjall­aði heldur um þennan val­kost, heldur bara loft­lín­u.“

Auglýsing

Nið­ur­staða umhverf­is­mats­ins­skýrsl­unnar um að engin munur umhverf­is­á­hrifa yrði á lands­lag, ásýnd, ferða­þjón­ustu og úti­vist, hvort lagður yrði jarð­strengur eða loft­lína, „vekur sann­ar­lega upp áleitnar spurn­ingar um aðferð­ar­fræði þessa mats yfir höf­uð“.

Áhrif loft­lína ekki umhverf­is­metin

Lands­net kom­ist hins vegar að því í skýrsl­unni að þegar á heild­ar­leiðir val­kosta sé litið þá megni „við­kvæmni lands­lags­heild­ar­innar Hrauns og áhrifin af sýn á yfir 30 möstur og til­heyr­andi línu­vegi frá öllum 14 göngu­leið­unum í fólk­vang­inum ekki að hafa nein áhrif í umhverf­is­mat­i“.

Þessu hafnar SUNN alfar­ið. Nið­ur­staða SUNN er að áhrif loft­lína hafi ekki verið umhverf­is­metin með full­nægj­andi hætti fyrir fólk­vang­inum í Hrauni að því er varðar lands­lag, ásýnd, ferða­þjón­ustu og úti­vist. Þá hafi það sem sagt er val­kostur um jarð­streng annað hvort alls ekki verið metið eða á alls ófull­nægj­andi hátt.

Full­yrð­ing í sam­an­tekt umhverf­is­mats­skýrslu þar sem segir að val­kostir með jarð­strengjum hafi „ívið meiri nei­kvæð umhverf­is­á­hrif en hrein loft­lína“ er að mati SUNN byggð á svo vil­höllum grunni, að nið­ur­staðan er alger­lega ómark­tæk.

Skýrslan „í alvar­legum atrið­um“ í ósam­ræmi við lög

„Nið­ur­staða SUNN er að umhverf­is­mats­skýrslan sé í svo alvar­legum atriðum í ósam­ræmi við mats­á­ætlun og lög að öðru leyti, að hún geti ekki orðið grund­völlur lög­mæts fram­kvæmda­leyf­is. SUNN telur að ekki verði kom­ist hjá því að beita þeim úrræðum sem tæk eru, þar á meðal vísa skýrsl­unni frá, láta sjálf­stætt mat fara fram á þeim þáttum sem út af standa eða að minnsta kosti afgreiða hana með rök­studdri nið­ur­stöðu Skipu­lags­stofn­unar þar sem skýrt er að hvaða leyti umhverf­is­mat fram­kvæmd­ar­innar er veru­legum ann­mörkum háð og getur ekki orðið grund­völlur fram­kvæmda­leyfa.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent