Hvað er Kjarninn margra kaffibolla virði á mánuði?

Styrktu óháða blaðamennsku með mánaðarlegri upphæð

Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.


Algengar spurningar

Athugasemdir og fyrirspurnir berist til takk@kjarninn.is

Hvað?

Margir lesendur hafa sett sig í samband við Kjarnann og óskað eftir því að fá að greiða fyrir þá þjónustu sem hann veitir. Vegna þessa, og metnaðar okkar til að bæta verulega í, höfum við ákveðið að bjóða áhugasömum upp á að greiða mánaðarlegt framlag til Kjarnans.

Af hverju?

Til að styðja við frjálsa, opna, gagnrýna og óháða fjölmiðlun. Öll framlög fara í að efla starfsemi Kjarnans: ráða fleira fólk, auka fréttaþjónustu og fjölga þeim fjölmiðlavörum sem við bjóðum upp á. Því hærri framlög, því stærri, metnaðarfyllri og umsvifameiri Kjarni.

Hvernig?

Með því að skrá sig fyrir föstu mánaðarlegu framlagi til Kjarnans. Hægt er að velja mismunandi leiðir: að greiða 1.990 krónur, 2.490 krónur,  3.990 krónur eða 9.900 krónur. Ef engin þessar upphæða hentar þá er hægt að smella á Önnur upphæð og velja sér upphæð. Framlagið endurnýjast sjálfkrafa mánaðarlega. 

Er aðeins hægt að greiða með kreditkorti?

Nei, við tökum einnig við debitkortum . Hægt er að skrá debitkortanúmer rétt eins og kreditkortanúmer á greiðslusíðunni. Viljir þú greiða með millifærslum á reikning okkar eða styrkja Kjarnann í eitt skipti þá vinsamlegast sendu okkur póst á takk@kjarninn.is og við finnum leið sem hentar.


Hægt er að segja upp hvenær sem er með því að senda póst á takk@kjarninn.is

Til að hækka framlagið sendið þá póst á takk@kjarninn.is og takið fram nafn styrkjanda og nýju upphæðina. 

Viðbót 21. desember 2022:

Við fyrirhugaða sameiningu Kjarnans og Stundarinnar mun styrkjendum Kjarnans bjóðast áfram að halda óbreyttum stuðningi. Þeir geta líka gerst áskrifendur að hinum nýja miðli. Hægt er að forskrá sig í áskrift hér.