Meira úr skýringar

Ríkið lengir í lánum Vaðlaheiðarganga um 36 ár og eignast félagið að nánast öllu leyti
Þegar ákveðið varð að gera Vaðlaheiðargang átti að vera um einkaframkvæmd að ræða. Ríkið átti að lána fyrir framkvæmdinni en fá allt sitt til baka í eingreiðslu þremur árum eftir að þau yrðu opnuð.
Kjarninn 5. ágúst 2022
Hlutafjárútboð og skráning Íslandsbanka á markað voru valin viðskipti ársins 2021 á verðlaunahátíð Innherja sem fram fór miðvikudaginn 15. desember síðastliðinn.
Hluthöfum Íslandsbanka fækkað um næstum tíu þúsund frá skráningu á markað
Sá hlutur sem íslenska ríkið seldi í Íslandsbanka í fyrrasumar hefur hækkað um 33,6 milljarða króna frá því að hann var seldur. Sá hlutur sem ríkið seldi til 207 fjárfesta í lokuðu útboði í mars hefur hækkað um 4,3 milljarða króna.
Kjarninn 4. ágúst 2022
Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands.
Eitruð ræða Orbáns
Viktor Orbán forsætisráðherra Ungverjalands hefur reynt að lægja öldur vegna ræðu sem hann hélt í Rúmeníu undir lok júlímánaðar. Hann segist nú hreint ekki hafa verið að tala um að blöndun kynþátta væri óæskileg, þó að erfitt sé að lesa annað úr ræðunni.
Kjarninn 4. ágúst 2022
Vísir er með stóra hlutdeild í úthlutuðum þorskkvóta.
Kvóti Vísis var bókfærður á 13,4 milljarða í lok síðasta árs – Þungur gjalddagi lána á næsta ári
Í síðasta mánuði var tilkynnt um kaup Síldarvinnslunnar á útgerðinni Vísi á 31 milljarð króna. Kaupverðið virðist hátt miðað við að hagnað Vísis í fyrra og virði skipa og vinnslu. Það sem verið var að kaupa eru þó fyrst og fremst kvóti.
Kjarninn 3. ágúst 2022
Þessi langreyðartarfur var með alls fjóra sprengiskutla í sér, samkvæmt samtökunum Hard to Port. Á myndinni sjást þrír þeirra standa út úr dýrinu.
Fjórir sprengiskutlar notaðir til að granda einum langreyðartarfi
Hvalur 8, hvalveiðibátur Hvals hf., landaði í gær tveimur langreyðum í Hvalfirði. Annað dýrið var með hvorki fleiri né færri en fjóra sprengiskutla í sér við komuna til hafnar og hefur því líklega háð ansi langt dauðastríð.
Kjarninn 2. ágúst 2022
Fjármagnstekjur þeirra sem búa á Seltjarnarnesi og í Garðabæ eru miklu hærri en annarra á höfuðborgarsvæðinu
Þeir sem tilheyra við­skipta- og atvinnulífselítunni eru mun líklegri til að búa á Seltjarnarnesi eða í Garðabæ en í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 2. ágúst 2022
Mogens Nielsen býr í Holbæk í Danmörku.
Áttræður fyrir rétt út af smáaurum
Síðasta sumar þurfti áttræður Dani að mæta fyrir rétt. Stefnandinn var orkufyrirtæki sem vildi að maðurinn borgaði fyrir að segja upp samningi sem aldrei hafði verið gerður. Umboðsmaður neytenda sagði orkufyrirtækin einskis svífast.
Kjarninn 2. ágúst 2022
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
Léleg arðsemi Landsbankans tilkomin vegna þess að bankinn á stóran hlut í Marel
Stóru bankarnir þrír birtu nýverið uppgjör sín vegna fyrri hluta ársins 2022. Hagnaður Íslandsbanka og Arion banka jókst milli ára og arðsemi þeirra var yfir markmiðum. Hagnaður og arðsemi Landsbankans dróst hins vegar verulega saman.
Kjarninn 1. ágúst 2022
Jonas Vingegaard á leið á Radhuspladsen þar sem honum var fagnað af samlöndum sínum.
Danski brekkumeistarinn sem kom sá og sigraði Tour de France
Danir hafa eignast nýja þjóðhetju í hjólreiðamanninum Jonasi Vingegaard, sem kom sá og sigraði Tour de France, sem fór einmitt af stað frá Danmörku þetta árið. En hver er þessi ungi Dani sem hefur óvænt skotist upp á stjörnuhiminn hjólreiðanna?
Kjarninn 31. júlí 2022
Árið 2008, þegar hundrað ár voru liðin frá því að Toblerone kom á markaðinn, voru mikil hátíðahöld í Sviss. En brátt mun áletrunin „of Switzerland“ hverfa af pakkningum súkkulaðistykkjanna heimsþekktu.
Súkkulaðifjallið verður ekki lengur „Toblerone of Switzerland“
Toblerone er án efa eitt þekktasta vörumerki súkkulaðiheimsins og jafnframt helsta einkennistákn svissneskrar sælgætisgerðar. Slagorðið „Toblerone of Switzerland“ hverfur brátt af umbúðunum en mynd af fjallinu Matterhorn og lögun góðgætisins halda sér.
Kjarninn 31. júlí 2022
Geðsjúkdómar geri fólk ekki sjálfkrafa að vanhæfum foreldrum
Fjöldi danskra einstaklinga og para sem sótt hefur um frjósemismeðfer hefur verið neitað um hana vegna geðrænna vandamála sem þó eru ekki lengur talin hafa áhrif á hæfni þeirra sem foreldra. Sérfræðingar segja hæfnismatið ófullnægjandi og kalla eftir brey
Kjarninn 30. júlí 2022
Tsai Ing-wen, forseti Taívan, við vígsluathöfn nýs herskips í janúar síðastliðnum. Taívan hefur verið að auka varnir sínar vegna yfirvofandi átaka við Kína.
Er Taívan Úkraína Asíu?
Taívan hefur um áratugaskeið litið á sig sem sjálfstætt ríki þrátt fyrir takmarkaðan alþjóðlegan stuðning gegn kínverska stórveldinu, sem hyggst ná Taívan aftur á sitt vald með öllum ráðum.
Kjarninn 27. júlí 2022
Myndir af kynlífsathöfnum ekki krafa heldur örþrifaráð hinsegin hælisleitenda
Kærunefnd útlendingamála hefur óskað sérstaklega eftir því að gögn í formi mynda og/eða myndskeiða af kynlífsathöfnum verði ekki lögð fram sem gögn í málum hinsegin hælisleitenda.
Kjarninn 26. júlí 2022
Frægastur danskra leikara
Hann fæddist í Kaupmannahöfn, lærði ballett og var atvinnudansari í 10 ár. Þrítugur að aldri lauk hann leikaranámi og er í dag frægastur allra danskra leikara. Heitir Mads Mikkelsen. Gleymska hafði einu sinni næstum orðið honum dýrkeypt.
Kjarninn 26. júlí 2022
Bann við þungunarrofi hefur alvarleg keðjuverkandi áhrif á aðra heilbrigðisþjónustu
Fjölgun ófrjósemisaðgerða og tilfella þar sem læknar þurfa að fresta lífsbjargandi aðgerðum fyrir þungaða sjúklinga sína með alvarlegum afleiðingum er meðal þeirra keðjuverkandi áhrifa sem bann við þungunarrofi í Bandaríkjunum hefur.
Kjarninn 24. júlí 2022
Hattar voru eins konar einkennistákn danska tónlistarmannsins Povl Dissing, einkum ítalskir Borsalino hattar í seinni tíð.
Maðurinn með Borsalino hattinn er látinn
Honum var ekki spáð miklum frama á tónlistarbrautinni, til þess væri röddin alltof sérkennileg. En þeir spádómar rættust ekki og hann varð „sameign“ dönsku þjóðarinnar. Povl Dissing er látinn.
Kjarninn 24. júlí 2022
„Það er stórslys í uppsiglingu“
Tugir fólks sem ýmist býr í Norðurárdal og nágrenni hans eða á þangað reglulega erindi mótmæla harðlega hugmyndum um vindorkuver í dalnum. Forseti sveitarstjórnar Borgarbyggðar segir allt í biðstöðu þar til ríkið gefi tóninn fyrir nýtingu vindsins.
Kjarninn 23. júlí 2022
Bensínverð stendur í stað milli mánaða, innkaupaverð lækkar en hlutur olíufélaga eykst
Sá sem greiddi 15 þúsund krónur á mánuði í bensínkostnað í maí 2020 þarf nú að punga út rúmlega 137 þúsund krónum til viðbótar á ári til að kaupa sama magn af eldsneyti. Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði skarpt milli mánaða en bensínlítrinn hækkaði samt.
Kjarninn 23. júlí 2022
Forsætisráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið hafa unnið að greiningu á framtíðarskipan húsnæðismála Stjórnarráðsins.
Lagt til á ríkisstjórnarfundi að kaupa hluta af höfuðstöðvum Landsbankans á sex milljarða
Nýjar höfuðstöðvar Landsbankans við Austurhöfn eru nú að verða tilbúnar. Þær voru reistar þrátt fyrir nánast algjöra andstöðu hjá eigandanum, íslenska ríkinu. Byggingin átti að kosta níu milljarða króna en sá kostnaður er nú komin í tólf milljarða króna.
Kjarninn 22. júlí 2022
Kæling í vatnsúða í Andalúsíu.
Sex sjóðandi heitar staðreyndir um hitabylgjuna
Hann er runninn upp, dagurinn sem verður að öllum líkindum sá lang heitasti hingað til í sögu Bretlands. Hann kemur í kjölfar heitustu nætur sem sögur fara af. Banvæn hitabylgja sem geisar í Evrópu afhjúpar margt – meðal annars stéttaskiptingu.
Kjarninn 19. júlí 2022
Ný gullöld kaffivélarinnar og Melitta Bentz
Sam­kvæmt tölum danskrar neyt­enda­stofu seld­ust sam­tals 220 þúsund kaffi­vélar í Dan­mörku á árinu 2014, það svaraði til þess að tólfta hvert heim­ili í land­inu hafi eign­ast slíkt tæki. Af þeim voru tæp­lega 30 þús­und af gerð­inni Melitta.
Kjarninn 19. júlí 2022
Hver langreyður safnar um 33 tonnum af kolefni á lífsleiðinni
Hvalir binda kolefni. Eiga í samskiptum. Eru forvitnir, lausnamiðaðir og fórnfúsir. Veiðar á þeim eru óþarfar, ekki hluti af menningu Íslendinga og að auki óarðbærar. Þær snúast enda ekki um hagnað heldur völd. „Kristján Loftsson er síðasti kvalarinn.“
Kjarninn 18. júlí 2022
Langreyðurin með ósprungin skutulinn í sér.
Skot hvalveiðimanna geigaði og dýrið dó ekki strax
Við veiðar á langreyði hér við land í síðustu viku geigaði skot er sprengiskutull sem á að aflífa hvalinn samstundis hæfði bein og sprakk því ekki. Þetta lengdi dauðastríð dýrsins.
Kjarninn 17. júlí 2022
Aðeins má kalla ost feta innan Evrópu ef hann var framleiddur í Grikklandi.
Feta má ekki heita Feta
Evrópudómstóllinn hefur sett ofan í við Dani og bannað að hvítur mjólkurostur, sem Danir framleiða í stórum stíl til útflutnings, verði framvegis kallaður Feta. Einungis Grikkir og Kýpverjar mega nota feta nafnið.
Kjarninn 17. júlí 2022
Ríkustu tíu prósent landsmanna juku virði sitt í verðbréfum um 93 milljarða í fyrra
Efsta tekjutíundin á næstum 90 prósent af öllum verðbréfum í eigu einstaklinga á Íslandi. Verðbréf hennar voru bókfærð á 628 milljarða króna í lok síðasta árs en sú tala er vanmetin þar sem bréfin eru bókfærð á nafnvirði, ekki markaðsvirði.
Kjarninn 16. júlí 2022
Búrfellslundur gæti orðið fyrsta vindorkuverið sem rís á Íslandi
Er Alþingi ákvað að setja virkjanakostinn Búrfellslund í nýtingarflokk rammaáætlunar var stigið stærsta skrefið til þessa í átt að því að reisa fyrsta vindorkuverið á Íslandi. Ef tilskilin leyfi fást gætu framkvæmdir hafist innan fárra missera.
Kjarninn 16. júlí 2022
Ríkisstjórn Íslands kynnti nokkra efnahagspakka til að örva efnahagslífið á meðan að á kórónuveirufaraldrinum stóð.
Rúmlega helmingur alls nýs auðs sem varð til í fyrra fór til ríkustu Íslendinganna
Þau tíu prósent landsmanna sem höfðu mestar tekjur í fyrra tóku til sín 54,4 prósent allrar aukningar sem varð á eigin fé landsmanna á árinu 2021, eða 331 milljarð króna. Efsti fimmtungurinn tók til sín þrjár af hverjum fjórum nýjum krónum.
Kjarninn 14. júlí 2022
Bjarni Benediktsson lofaði því að styrkirnir yrðu endurgreiddir skömmu eftir að hann tók við formennsku í Sjálsftæðisflokknum árið 2009.
Sjálfstæðisflokkur ætlar að klára að greiða til baka styrkina frá FL Group og bankanum í ár
Tæpum 16 árum eftir að Sjálfstæðisflokkurinn þáði umdeilda styrki frá umsvifamiklu fjárfestingafélagi og einum stærsta banka landsins áætlar flokkurinn að hann muni ljúka við að endurgreiða þá á árinu 2022.
Kjarninn 12. júlí 2022
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, ásamt Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, við þingsetningu Alþingis í nóvember í fyrra.
Hlutfall Íslendinga sem skráðir eru í þjóðkirkjuna í fyrsta sinn undir 60 prósent
Hátt í 150 þúsund íbúar landsins standa utan þjóðkirkjunnar. Meirihluti þjóðarinnar hefur verið fylgjandi aðskilnaði ríkis og kirkju samkvæmt könnunum frá árinu 2007. Landsmenn treysta biskup og þjóðkirkjunni lítið.
Kjarninn 11. júlí 2022
Ríkustu tíu prósent landsmanna tóku til sín 81 prósent fjármagnstekna
Fjármagnstekjur einstaklinga jukust gríðarlega milli áranna 2020 og 2021, eða um 65 milljarða króna. Ríkustu tíu prósent landsmanna taka meginþorra fjármagnstekna til sín, eða 81 prósent þeirra. Alls er um að ræða tekjur upp á tæplega 147 milljarða króna.
Kjarninn 11. júlí 2022
Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar.
Síldarvinnslan kaupir Vísi á 31 milljarð – Fara sennilega yfir löglegt kvótaþak
Systkinin sem eiga Vísi munu hvert og eitt verða milljarðamæringar ef kaup Síldarvinnslunnar á útgerðinni verða samþykkt. Samþjöppun í íslenskum sjávarútvegi eykst enn frekar og Samherji og mögulega tengdir aðilar verða með um fjórðung kvótans.
Kjarninn 10. júlí 2022
Vítisengill genginn – „Til andskotans með Harley-Davidson“
Vélhjólaklúbburinn og glæpasamtökin Hells Angels eiga sér langa sögu en einn þekktasti meðlimur samtakanna Sonny Bar­ger lést fyrir stuttu. Líf hans var litað af glæpum.
Kjarninn 10. júlí 2022
Fjölmennt var á minningarathöfn um fórnarlömb skotárásarinnar í síðustu viku.
Harmleikurinn í Field‘s
Hátt á annað þúsund manns hafa leitað sérfræðiaðstoðar í kjölfar voðaverkanna í vöruhúsinu Field´s í Kaupmannahöfn 3. júlí. Margir spyrja sig hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir að sá grunaði gripi til örþrifaráða sem kostuðu þrjú mannslíf.
Kjarninn 10. júlí 2022
Fyrsta handbók þeirra Michelin bræðra kom út árið 1900.
Dekkjasalarnir sem eru orðnir samnefnari fyrir framúrskarandi matargerðarlist
Hugmyndin að baki Michelin handbókinni var í upphafi sú að koma Frökkum út á vegi landsins til þess að stuðla að aukinni sölu á bílum en fyrst og fremst dekkjum. Nýlega fjölgaði í hópi íslenskra veitingastaða sem geta státað af Michelin-stjörnu.
Kjarninn 9. júlí 2022
„Ég get ekki skrifað undir minn eigin dauðadóm“
Fyrir átta árum lagði Abdulrahman Aljouburi á flótta frá Mósúl í Írak. Undan sprengjuregni og vígamönnum ISIS. „Ég fæddist í stríði,“ segir hann, „slapp frá dauðanum. Það var kraftaverk.“
Kjarninn 9. júlí 2022
Hvað ætlar Samfylkingin að verða þegar hún er orðin stór?
Nýr formaður mun taka við Samfylkingunni í haust. Langlíklegast er að sá verði Kristrún Frostadóttir, ákveði hún að bjóða sig fram. Dagur B. Eggertsson virðist ekki sýna formennskunni neinn áhuga og aðrir frambjóðendur eru ekki á fleti.
Kjarninn 8. júlí 2022
Sundrungin í Festi sem leiddi til þess að kosið verður um hvort félagið eigi að heita Sundrung
Á þessu ári hefur Festi þurft að biðjast afsökunar á að hafa ofrukkað viðskiptavini og samþykkja að endurgreiða þeim. Stjórnarformaður félagsins þurfti að segja af sér vegna ásakana um alvarleg kynferðisbrot í heitum potti.
Kjarninn 7. júlí 2022
Boris Johnson segir af sér í dag – Skipan klíparans í háttsett embætti það sem felldi hann
Yfir 50 einstaklingar hafa sagt af sér embætti í Bretlandi á síðustu dögum vegna þess að þeir treysta ekki lengur Boris Johnson til að leiða landið, þar með talið margir ráðherrar.
Kjarninn 7. júlí 2022
Barón og eigendur Ófeigsfjarðar sýknaðir í landamerkjamáli
Ítalskur barón. Landanáma og Jarðabók Árna og Páls. Þrælskleif, Drangaskörð og Hrollleifsborg. Vörður og vatnaskil. Allt þetta og fleira kúnstugt kemur við sögu í dómi sem féll í Reykjavík í gær.
Kjarninn 6. júlí 2022
Bryndís Friðriksdóttir svæðisstjóri höfuðborgarsvæðisins og Arndís Ósk Ólafsdóttir Arnalds forstöðumaður verkefnastofu Borgarlínu.
Veitumál og stál- og steypuverð gætu helst aukið kostnað við Borgarlínu
Búast má við því að kostnaður við Borgarlínu og aðrar framkvæmdir í samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins verði eitthvað hærri en áætlað hefur verið. Næsta kostnaðaráætlun fyrstu lotu Borgarlínu lítur dagsins ljós eftir að forhönnun lýkur á næsta ári.
Kjarninn 5. júlí 2022
Ketanji Brown Jackson er 51 árs, fædd í Washington en uppalin í Miami.
Fyrsta svarta konan við hæstarétt – 232 árum eftir stofnun hans
Ketanji Brown Jackson veit að hún er fyrirmynd margra og að sú ábyrgð sé mikil. En hún er tilbúin að axla hana. Ég tekst á við þetta með gjöfum forfeðra minna. Ég er draumur og von þrælanna.“
Kjarninn 3. júlí 2022
Bryndís Friðriksdóttir svæðisstjóri höfuðborgarsvæðisins og Arndís Ósk Ólafsdóttir Arnalds forstöðumaður verkefnastofu Borgarlínu.
Áskorun að tryggja flæði á meðan það verður grafið og byggt
Á næstu árum fara í hönd miklar samgönguframkvæmdir víða á höfuðborgarsvæðinu. Kjarninn ræddi við svæðisstjóra Vegagerðarinnar og forstöðumann verkefnastofu Borgarlínu um stóru verkefnin sem eru á döfinni og hvernig á að láta umferðina ganga upp á meðan.
Kjarninn 3. júlí 2022
Herlufsholmen var áður munkaklaustur en í aldir var þar rekinn skóli.
Uppnám í elítuskólanum og prinsinn hættur
Herlufsholmskólinn á Sjálandi hefur verið talinn fyrirmynd annarra skóla í Danmörku, skóli hinna útvöldu og ríku. Ný heimildamynd svipti hins vegar hulunni af ýmsu sem tíðkast hefur í skólanum og nú er skólastarfið í uppnámi.
Kjarninn 3. júlí 2022
Í Reykjavík eru félagslegar íbúðir 5,3 prósent allra íbúða – Í Garðabæ eru þær 0,7 prósent
Áfram sem áður er Reykjavíkurborg, og skattgreiðendur sem í henni búa, í sérflokki þegar kemur að því að bjóða upp á félagslegt húsnæði. Þrjár af hverjum fjórum slíkum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu eru þar á meðan að eitt prósent þeirra er í Garðabæ.
Kjarninn 1. júlí 2022
Frá blaðamannafundi í aðdraganda myndunar nýs meirihluta í Reykjavík.
Enginn borgarfulltrúi með minna en 1.179 þúsund krónur í mánaðarlaun
Á kjörtímabilinu sem er nýhafið mun fastur mánaðarlegur launakostnaður Reykjavíkurborgar vegna borgarfulltrúa og fyrstu varaborgarfulltrúa að lágmarki nema 37,6 milljónum króna. Fyrstu varaborgarfulltrúar eru flestir með 911 þúsund krónur í laun.
Kjarninn 1. júlí 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022