Stjórnmála- og fjölmiðlafólk reynir að draga úr áhrifum áreitni á netinu

Stjórnmála- og fjölmiðlafólk normalíserar netáreitni, reynir að draga úr áhrifum hennar og telur hana eðlilegan fylgifisk starfsins, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Vísbendingar eru um að áreitni á netinu sé algengari meðal kvenna en karla.

Tvær stjórn­mála­kon­ur, tvær fjöl­miðla­kon­ur, tveir stjórn­mála­menn og tveir fjöl­miðla­menn segja frá upp­lifun sinni á óvæg­inni umræðu og áreitni á net­inu í nýrri rannsókn..
Tvær stjórn­mála­kon­ur, tvær fjöl­miðla­kon­ur, tveir stjórn­mála­menn og tveir fjöl­miðla­menn segja frá upp­lifun sinni á óvæg­inni umræðu og áreitni á net­inu í nýrri rannsókn..
Auglýsing

Óvægin umræða og áreitni í garð stjórn­mála- og fjöl­miðla­fólks á net­inu er eðli­legur fylgi­fiskur starfs þeirra að eigin mati og vís­bend­ingar eru um að netáreitni sé mun algeng­ari meðal kvenna en karla. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri rann­sókn um upp­lifun stjórn­mála- og fjöl­miðla­fólks af óvæg­inni umræðu og áreitni á net­inu.

Bríet B. Ein­ars­dótt­ir, MA í fjöl­miðla- og boð­skipta­fræði frá Stjórn­mála­fræði­deild Háskóla Íslands, og Jón Gunnar Ólafs­son, nýdoktor við Stjórn­mála­fræði­deild Háskóla Íslands, standa að rann­sókn­inni. Greint er frá nið­ur­stöðum hennar í nýj­ustu útgáfu tíma­rits­ins Stjórn­mál og stjórn­sýsla og ber greinin yfir­skrift­ina „Drop­inn holar stein­inn: Upp­lifun stjórn­mála- og fjöl­miðla­fólks af óvæg­inni umræðu og áreitni á net­inu“.

Mark­mið rann­sókn­ar­innar er að kanna upp­lifun og við­horf stjórn­mála- og fjöl­miðla­fólks hér­lendis af óvæg­inni umræðu og áreitni á net­inu. Rann­sóknin varpar ljósi á þau áhrif sem óvægin umræða og áreitni getur haft í för með sér á fjöl­miðla- og stjórn­mála­fólk, bæði á líf þeirra og störf, en ekki síður á lýð­ræð­ið.

Auglýsing

„Slík umræða og áreitni hefur verið áber­andi að und­an­förnu og er af mörgum álitin vax­andi vanda­mál í ört breyti­legu fjöl­miðla- og stjórn­málaum­hverfi, sem ein­kenn­ist af breyttum sam­skipta­háttum fólks, meðal ann­ars á sam­fé­lags­miðl­u­m,“ segir í grein Brí­etar og Jóns Gunn­ars.

Ólík reynsla og skýr kynja­munur

Fram­kvæmd var eig­ind­leg rann­sókn þar sem tekin voru við­töl við ein­stak­linga úr hópi fjöl­miðla- og stjórn­mála­fólks, en um var að ræða áber­andi per­sónur í þjóð­fé­lag­inu. Við­mæl­endur komu til jafns úr hópi fjöl­miðla- og stjórn­mála­fólks, fjórir úr hvorum hópi fyrir sig, og voru allir starf­andi í sínu fagi þegar þeir tóku þátt í rann­sókn­inni.

Rætt var við fjórar konur og fjóra karla og var per­sónu­leg upp­lifun og reynsla við­mæl­enda af netáreitni mjög ólík og í frá­sögnum þeirra kom til að mynda skýr kynja­munur í ljós. Allar kon­urnar töldu sig hafa upp­lifað slíka áreitni, í mis­miklum mæli, á meðan ein­ungis einn karl­anna taldi sig hafa upp­lifað hana.

Tvær stjórn­mála­kon­ur, tvær fjöl­miðla­kon­ur, tveir stjórn­mála­menn og tveir fjöl­miðla­menn segja frá upp­lifun sinni á óvæg­inni umræðu og áreitni á net­inu í rann­sókn­inni. Aldur þeirra var á bil­inu 30-56 ára og með­al­aldur var 41 árs. Fjöl­miðla­fólkið starf­aði ýmist á ljós­vaka- eða prent­miðlum og vann hjá ólíkum fyr­ir­tækjum og stjórn­mála­fólkið var ýmist í stjórn eða stjórn­ar­and­stöðu og starf­aði ýmist á þingi eða í borg­ar­stjórn.

End­ur­tek­in, óæski­leg hegðun í gegnum netið sem veldur skaða

Netáreitni er oft­ast skil­greind sem end­ur­tek­in, óæski­leg hegðun í gegnum net­ið, sem veldur þeim sem fyrir henni verður skaða. Hún á sér margar birt­ing­ar­myndir og getur meðal ann­ars falist í dóna­legum eða óvið­eig­andi skila­boð­um, niðr­andi orð­ræðu, nei­kvæðum athuga­semdum og hót­unum um lík­am­legt eða kyn­ferð­is­legt ofbeldi.

Við­mæl­endur túlk­uðu með ólíkum hætti hvað teld­ist vera netáreitni. Flestir töldu áreitn­ina fel­ast í end­ur­teknum og óæski­legum skila­boðum eða athuga­semdum sem færu yfir mörk við­tak­anda. Hún gæti falist í skila­boðum sem létu fólk upp­lifa ógn eða óör­yggi, svo sem með hót­unum um ofbeldi. Allir voru sam­mála um að áreitni væri gjör­ó­líkt áreiti, þótt orðin væru svip­uð, og nauð­syn­legt væri að greina þar á milli.

Ein­stak­lingar sem vinna á opin­berum vett­vangi, líkt og stjórn­mála- og fjöl­miðla­fólk, eru starfs síns vegna sér­stak­lega útsett fyrir hvers kyns áreitni í gegnum netið og mörgum þykir það jafn­vel eðli­legur fylgi­fiskur þess að vera opin­ber per­sóna.

„Hér á landi hefur slík áreitni ekki endi­lega verið álitin stórt vanda­mál og ríkrar til­hneig­ingar gætt til að gera lítið úr henni. Nýleg umræða um hót­anir og hat­urs­orð­ræðu í garð stjórn­mála­fólks ber þess til að mynda glögg­lega merki,“ segja Bríet og Jón Gunnar í grein sinni og vísa í því sam­hengi meðal ann­ars í við­tal Kjarn­ans við Lenyu Rún Taha Karim, vara­þing­mann Pírata, í apríl á þessu ári.

Í við­tal­inu sagði Lenya meðal ann­ars frá því að hún hefði íhugað að hætta á þingi vegna per­són­u­árása sem hún varð fyrir eftir að hún tók fyrst sæti sem vara­þing­mað­ur. Kjarn­inn fjar­lægði frétt sem var unn­inn upp úr við­tal­inu vegna rasískra ummæla sem skrifuð voru við deil­ingu frétt­ar­innar á Face­book-­síðu Kjarn­ans.

Í grein Brí­etar og Jóns Gunn­ars segir að full ástæða sé til að veita þessu við­fangs­efni meiri athygli en hingað til hefur verið gert. Mark­mið rann­sókn­ar­innar er að dýpka skiln­ing á og skoða hvernig þessir til­teknu þjóð­fé­lags­hópar, stjórn­mála- og fjöl­miðla­fólk, upp­lifa netáreitni og þá óvægnu umræðu sem henni teng­ist. Ekki ein­ungis gagn­vart sjálfum sér heldur einnig sam­fé­lag­inu í heild, meðal ann­ars hvað varðar lýð­ræð­is­lega umræðu. Þetta er í fyrsta sinn sem rann­sókn af þessu tagi hefur verið fram­kvæmd á Íslandi.

Sam­fé­lags­miðl­ar: Tví­eggja sverð

Stjórn­mála- og fjöl­miðla­fólk sem rætt var við í rann­sókn­inni höfðu almennt sterkar skoð­anir á sam­fé­lags­miðlum og töldu þá tví­eggja sverð; þeir byggju yfir ýmsum kostum en einnig göll­um. Áhrif miðl­anna á sam­fé­lags­um­ræð­una væru bæði jákvæð og nei­kvæð.

Stjórnmála- og fjölmiðlafólk sem rætt var við í rannsókninni höfðu almennt sterkar skoðanir á samfélagsmiðlum.

Jákvæðu áhrifin voru helst að sam­fé­lags­miðlar hefðu gefið öllum tæki­færi til að láta rödd sína heyrast, skapað rými fyrir fólk til að koma saman og aukið gagn­sæi í opin­berri umræðu.

Á hinn bóg­inn töldu flestir nei­kvæð áhrif sam­fé­lags­miðla vera mikil og jafn­vel til þess fallin að valda sam­fé­lag­inu lýð­ræð­is­legum skaða, til dæmis með því að grafa undan trú­verð­ug­leika kosn­inga og hefð­bund­inna fjöl­miðla.

Upp­lifa verri netáreitni gagn­vart konum

Per­sónu­leg upp­lifun og reynsla við­mæl­enda af netáreitni var mjög ólík og í frá­sögnum þeirra kom til að mynda skýr kynja­munur í ljós. Allar kon­urnar töldu sig hafa upp­lifað slíka áreitni, í mis­miklum mæli, á meðan ein­ungis einn karl­anna taldi sig hafa upp­lifað hana. Sumir karl­kyns við­mæl­end­urnir bentu á kven­kyns sam­starfs­menn sína fyrir ítar­legri upp­lýs­ingar um mál­efnið og flestir þeirra töldu netáreitni vera meira vanda­mál gagn­vart konum en körl­um.

Að sama skapi bentu margar kvenn­anna á kven­kyns sam­starfs­menn sína sem þær vissu að hefðu lent í verri atvikum en þær sjálfar og reyndu þannig að draga úr sinni eigin upp­lifun af áreitn­inni.

Bæði þau sem starfa í fjöl­miðlum og við stjórn­mál upp­lifðu almennt að netáreitni væri verri gagn­vart konum sem störf­uðu á opin­berum vett­vangi heldur en körlum og töldu hana ann­ars eðlis en sú áreitni sem karl­arnir yrðu fyr­ir. Margir töl­uðu um að netáreitni í garð kvenna væri oft gróf­ari, svæsnari og per­sónu­legri en í garð karla og sneri frekar að útliti þeirra, hæfni eða til­finn­ing­um.

Þrír af fjórum kven­kyns við­mæl­endum töldu sig hafa upp­lifað ofbeld­is­fullar hót­anir með ein­hverjum hætti og þar af töl­uðu tvær þeirra um að hafa fengið morð­hót­an­ir. Áhrif áreitn­innar á við­mæl­endur voru marg­vís­leg og sneru einna helst að sál­rænum eða starfstengdum áhrif­um.

Rann­sak­endur segja áhuga­vert að sjá hversu hár þrösk­uldur við­mæl­enda var þegar kemur að netáreitni „þar sem öfga­fyllstu dæmin (t.d. morð­hót­an­ir) voru gjarnan notuð sem við­mið“.

„Þú getur ekk­ert verið að væla sko“

Orð­ræða við­mæl­enda ein­kennd­ist af því að óvægin umræða og áreitni í þeirra garð á net­inu væri eðli­legur fylgi­fiskur starfs þeirra. Þau nefndu flest að því væri nauð­syn­legt að hafa „þykkan skráp“ eða „brynju“ til að vernda sig.

„Þú getur ekk­ert verið að væla sko, þú ert bara í valda­stöðu, þú ert að breyta hlut­um, fólki mun finn­ast það alls konar og þú verður bara að þola það,“ sagði stjórn­mála­kona sem rætt var við í rann­sókn­inni.

Rannsóknin varpar ljósi á þau áhrif sem óvægin umræða og áreitni getur haft í för með sér á fjölmiðla- og stjórnmálafólk, bæði á líf þeirra og störf, en ekki síður á lýðræðið.

Þá not­uðu sumir ýmis orð yfir áreitn­ina til að draga úr alvar­leika hennar og mátti þar nefna orð eins og „skíta­storm­ur“, „fúk­yrða­flaum­ur“, „hakka­vél“ og „drulluma­sk­ína“.

Við­mæl­endur drógu þó ákveðna línu við hvers konar netáreitni færi yfir mörkin og í flestum til­vikum fól það í sér ein­hvers konar hót­anir um ofbeldi og jafn­vel morð­hót­an­ir.

Drop­inn holar stein­inn

Í nið­ur­stöðum rann­sókn­ar­innar kemur fram að orð­ræða við­mæl­enda af báðum stéttum og kynjum ein­kennd­ist tölu­vert af normalís­er­ingu á áreitn­inni, þar sem dregið var úr henni og hún að ein­hverju leyti álitin eðli­legur hluti af því að vera opin­ber per­sóna. Margir gerðu lítið úr vand­anum með marg­vís­legum hætti og og sumir töldu ekki væn­legt að vekja athygli á áreitn­inni, þar sem það væri merki um veik­leika. Slík umræða var sér­stak­lega áber­andi meðal kven­kyns við­mæl­enda.

Við­mæl­endur virt­ust flestir í ákveð­inni vörn í upp­hafi við­tala eftir því sem leið á við­tölin voru þeir til­bún­ari til að gang­ast við afleið­ingum áreitn­inn­ar. „Að end­ingu voru allir sam­mála um að ítrekuð áreitni í gegnum netið næði á end­anum í gegn og að drop­inn hol­aði þannig stein­inn,“ segir í grein Brí­etar og Jóns Gunn­ars.

Þau benda þó á að nokk­urra þver­sagna gætti þó hjá stjórn­mála- og fjöl­miðla­fólki um áhrif og afleið­ingar netáreitni og skör­uð­ust frá­sagnir oft á við þau við­horf sem komu fram fyrr í við­töl­un­um. Á meðan flestir töl­uðu um að hafa þykkan skráp var ljóst að áreitnin hefði sann­ar­lega haft ein­hver áhrif í för með sér.

Í upp­hafi við­tala gerðu margir við­mæl­endur lítið úr áreitn­inni og afleið­ingum hennar en þegar leið á við­tölin fóru þeir í auknum mæli að greina frá þeim áhrifum sem áreitnin hafði haft á þá. Áhrifin sem greina mátti á við­mæl­endum sneru helst að sál­rænum áhrifum eða tengdum starfi þeirra. Sál­rænu áhrifin fólust meðal ann­ars í ótta, kvíða, smánun eða annarri van­líð­an.

Það er mat rann­sak­enda að nið­ur­stöð­urnar tengj­ast stærri umræðu um mörk sam­fé­lags­ins hvað varðar netið almennt og hvernig þau mörk hafa ekki verið skil­greind.

„Líkt og nið­ur­stöður þess­arar rann­sóknar hafa ber­sýni­lega sýnt getur netáreitni í öllum sínum birt­ing­ar­myndum haft mikil og afdrifa­rík áhrif á þá sem fyrir henni verða og því er nauð­syn­legt að rann­saka og ræða málið nán­ar, en meðal ann­ars þarf að skil­greina betur þau mörk sem eðli­legt þykir að búa við á net­inu til að valda ekki öðrum skaða,“ segja Bríet og Jón Gunn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar