Fimm ráð til að verjast lúsmýi og fimm ráð við bitum

Lúsmý sem sækir í mannablóð nam hér land fyrir sex árum og herjar á fólk á sífellt fleiri stöðum um landið. Engin von er til þess að bitvargurinn sé á förum þannig að við þurfum víst að læra að lifa með honum. Ýmis ráð hafa reynst vel í baráttunni.

Lúsmý er agnarsmátt en gerir mörgum lífið afar leitt. Bit eftir þennan varg geta valdið óbærilegum kláða og óþægindum.
Lúsmý er agnarsmátt en gerir mörgum lífið afar leitt. Bit eftir þennan varg geta valdið óbærilegum kláða og óþægindum.
Auglýsing

Fáir gestir hér á landi njóta við­líka óvin­sælda og lús­mý­ið. Þessi bit­glaði vágestur gerði sig heim­an­kom­inn á Íslandi fyrir ein­ungis örfáum árum, ef marka má frétt á vef Nátt­úru­fræði­stofn­unar frá 30.júní 2015, en þar seg­ir:

„Und­ar­leg atvik urðu um síð­ast­liðna helgi þegar lúsmý tók að herja á íbúa sum­ar­húsa beggja vegna Hval­fjarð­ar. Ekki er vitað til að slíkar atlögur hafi átt sér stað áður hér á landi. Lúsmý er ætt örsmárra mýflugna sem lang­flest sjúga blóð úr öðrum dýrum, allt frá skor­dýrum til mann­skepna. Þeir sem fyrir atlög­unum urðu voru flestir illa útleikn­ir.“

Auglýsing

Sögur af útbitnum ferða­löngum eru nú orðnar algengar og fólk beitir ýmsum ráðum til að forð­ast það að verða bitin af þessu skæða en nær ósýni­lega mýi. Fyrir 2015 voru sex teg­undir lús­mýs þekktar hér á landi, en eng­inn þeirra var þekkt fyrir að angra fólk. Sjö­unda teg­und­in, sem ber heitið Culicoides reconditus, er hins vegar skæð­ari en þær sem voru fyrir því hún vill sjúga blóð úr fólki.

Lík­legt er talið að lofts­lags­breyt­ingar hafi haft áhrif á þá ákvörðun lús­mýs­ins að nema hér land. Fyrst þegar það kom hingað var útbreiðslan bundin helst við ákveðna staði á Suð­ur- og Vest­ur­landi, en nú hefur varg­ur­inn sótt í sig veðrið og finnst víðar um land­ið, m.a. víða á Norð­ur­landi. Vest­firð­ir, Aust­ur­land og hálendið virð­ast þó hafa sloppið enn sem komið er.

Tvennt er það sem lands­menn sækj­ast helst eftir yfir sum­ar­tím­ann: sól og skjól. Við erum jafn­vel til í að keyra yfir landið þvert og endi­langt til að kom­ast í sum­ar­yl. Þessi tvenna, sól og skjól, er því miður það sama og lús­mýið elsk­ar. Það vill vera þar sem er hlýtt og vill hafa skjól, til dæmis af þéttum gróðri, en er ónýt­ara við að bíta ef blæs.

Hvernig er hægt að verj­ast lús­mýi?

En hvernig á að forð­ast að verða þessum litla vargi að bráð? Hér verða tekin saman ýmis ráð sem hafa dugað fólki vel í bar­átt­unni, þótt ekk­ert virð­ist hund­rað pró­sent öruggt.

Loka gluggum eða hafa tjald lokað ef fólk er á tjald­stæði

Þetta er auð­vitað hæg­ara sagt en gert þegar hit­inn er mik­ill og nauð­syn­legt að lofta út. Þá getur orðið óbæri­leg inn­an­dyra með allt lok­að. Gott ráð er að stilla viftu upp móti glugga þannig að blási út, með því eru minni líkur á að lús­mýið kom­ist inn. Mik­il­væg­ast er að hafa lokað seinni­part­inn og á kvöld­in, því þá er lús­mýið helst að leita inn.

Koma loft­inu á hreyf­ingu

Varg­ur­inn smá­vaxni kann best við sig í stillu, þess vegna er fólki ráð­lagt að hafa viftu í svefn­her­bergi ef hægt er svo loftið sé á hreyf­ingu í kringum þá sem eru sof­andi. Þannig má minnka líkur á að lús­mýið nái að athafna sig að næt­ur­lagi. Sumir vilja meina að best sé að hafa viftu í hverju her­bergi og hafa þær í gangi sem mest, dag og nótt. Aðrir nota ryksug­una og ryk­suga vel bæði gólf og glugga­kistur áður en farið er í hátt­inn.

Flugur af ættkvíslinni Culicoides en lúsmý og bitmý tilheyra þeirri ættkvísl. Mynd: Vísindavefurinn

Sofa í langerma­bol, síð­buxum og sokkum

Lús­mýið sækir í bert hold fremur en hul­ið, þess vegna verða berar axl­ir, ökklar eða and­lit væn­leg skot­mörk. Því minna hold sem er bert, því betra. Erf­ið­ast er auð­vitað að hylja and­lit­ið, enda fáir sem geta hugsað sér að sofa með lambús­hettu. En lús­mýið und­an­skilur ekki and­lit í leit sinni að manna­blóði.

Líma fín­riðið net fyrir glugga

Ef fólk er í húsi þá er ráð að nota flugna­net í glugga, þannig að hægt sé að hafa þá opna. Það sem þarf þá að passa er að netið sé nægi­lega þétt því lúsmý er ekki nema 1-2 milli­metrar að stærð.

Spreyja fælandi efnum í glugga, á rúm­föt og húð

Ýmsar leiðir eru í þessu og ekki allir sem nota sömu aðferð. En svo virð­ist sem mörgum reyn­ist vel að nota annað hvort lavand­er­ol­íu, lemongrass olíu eða tee trea olíu. Þá eru nokkrir dropar settir í vatn og spreyjað t.d. í glugga, yfir rúm­föt eða á húð í þeirri von að fæla óværuna frá. Einnig eru til ýmis konar fælandi sprey í apó­tekum og víðar sem oft gefa góða raun.

Þótt ráðin séu ótelj­andi og mörg þeirra góð þá getur svo farið að fólk verði bit­ið. Bitin eru gjarnan óþægi­leg og þeim getur fylgt mik­ill kláði og van­líð­an.

Hvað skal gera ef lúsmý bít­ur?

Ef bitin eru nú þegar komin fram þá er líka hitt og þetta sem fólki virð­ist gagn­ast vel til að minnka van­líðan og kláða.

Ofnæm­is­lyf og sterar í ýmsu formi

Ef fólk er virki­lega illa útleikið eftir lúsmý þá þarf að leita lækn­is. Ofnæm­is­lyf af ýmsu tagi, stera­töflur og stera­krem geta þá verið það eina sem dugar til að draga úr ein­kennum og van­líðan vegna bit­anna. Hægt er að fá mild stera­krem án lyf­seð­ils í apó­tekum og einnig eru til ofnæm­is­lyf í lausa­sölu, en ef ástandið er slæmt og bitin mörg þá er ráð­legt að leita aðstoðar hjá heilsu­gæslu og fá lækni til að meta hvað er best.

Auglýsing

Heit skeið á bitin

Óbæri­legur kláði er einn af fylgi­fiskum lús­mý­bita. Til að slá á kláð­ann og minnka óþæg­indin virð­ist reyn­ast vel að hita skeið undir renn­andi, sjóð­heitu vatni og bera hana í 5-10 sek­úndur að bit­un­um. Það getur slegið á kláða.

Græð­andi krem og eft­ir­bitspennar

Margs konar græð­andi krem og sára­gel hafa virkað til að draga út bólgum í bit­um. Sér­stakir eft­ir­bitspennar gera einnig gagn til að minnka sviða og kláða.

Kælikrem og hlaupa­bólu­á­burður

Kælikrem og kæli­pokar virð­ast stundum ná að minnka óþæg­indi hjá fólki sem er bit­ið. Þá hefur kalamín hlaupa­bólu­á­burður dugað vel til að draga úr kláða.

Eld­hús­skáp­ur­inn

Stundum er það sem hendi er næst það sem virk­ar. Þótt þetta sé sett fram án vís­inda­legrar stað­fest­ingar þá er sagt að hrár laukur geti virkað græð­andi á skor­dýra­bit, einnig er ban­ana­hýði (inn­an­vert) talið geta hjálpað sem og það að setja kart­öflu­mjöl eða hafra­mjöl í bað­vatnið og skella sér í bað.

Í það minnsta er ljóst að ekk­ert bendir til þess að lús­mýið sé á förum héð­an, það hefur komið sér vel fyrir og finnst nú víðar um landið heldur en þegar það nam land hér fyrir sex árum síð­an. Það er því full ástæða til að til­einka sér ein­hver ráð til að geta lifað með þess­ari óværu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent