Fimm ráð til að verjast lúsmýi og fimm ráð við bitum

Lúsmý sem sækir í mannablóð nam hér land fyrir sex árum og herjar á fólk á sífellt fleiri stöðum um landið. Engin von er til þess að bitvargurinn sé á förum þannig að við þurfum víst að læra að lifa með honum. Ýmis ráð hafa reynst vel í baráttunni.

Lúsmý er agnarsmátt en gerir mörgum lífið afar leitt. Bit eftir þennan varg geta valdið óbærilegum kláða og óþægindum.
Lúsmý er agnarsmátt en gerir mörgum lífið afar leitt. Bit eftir þennan varg geta valdið óbærilegum kláða og óþægindum.
Auglýsing

Fáir gestir hér á landi njóta viðlíka óvinsælda og lúsmýið. Þessi bitglaði vágestur gerði sig heimankominn á Íslandi fyrir einungis örfáum árum, ef marka má frétt á vef Náttúrufræðistofnunar frá 30.júní 2015, en þar segir:

„Undarleg atvik urðu um síðastliðna helgi þegar lúsmý tók að herja á íbúa sumarhúsa beggja vegna Hvalfjarðar. Ekki er vitað til að slíkar atlögur hafi átt sér stað áður hér á landi. Lúsmý er ætt örsmárra mýflugna sem langflest sjúga blóð úr öðrum dýrum, allt frá skordýrum til mannskepna. Þeir sem fyrir atlögunum urðu voru flestir illa útleiknir.“

Auglýsing

Sögur af útbitnum ferðalöngum eru nú orðnar algengar og fólk beitir ýmsum ráðum til að forðast það að verða bitin af þessu skæða en nær ósýnilega mýi. Fyrir 2015 voru sex tegundir lúsmýs þekktar hér á landi, en enginn þeirra var þekkt fyrir að angra fólk. Sjöunda tegundin, sem ber heitið Culicoides reconditus, er hins vegar skæðari en þær sem voru fyrir því hún vill sjúga blóð úr fólki.

Líklegt er talið að loftslagsbreytingar hafi haft áhrif á þá ákvörðun lúsmýsins að nema hér land. Fyrst þegar það kom hingað var útbreiðslan bundin helst við ákveðna staði á Suður- og Vesturlandi, en nú hefur vargurinn sótt í sig veðrið og finnst víðar um landið, m.a. víða á Norðurlandi. Vestfirðir, Austurland og hálendið virðast þó hafa sloppið enn sem komið er.

Tvennt er það sem landsmenn sækjast helst eftir yfir sumartímann: sól og skjól. Við erum jafnvel til í að keyra yfir landið þvert og endilangt til að komast í sumaryl. Þessi tvenna, sól og skjól, er því miður það sama og lúsmýið elskar. Það vill vera þar sem er hlýtt og vill hafa skjól, til dæmis af þéttum gróðri, en er ónýtara við að bíta ef blæs.

Hvernig er hægt að verjast lúsmýi?

En hvernig á að forðast að verða þessum litla vargi að bráð? Hér verða tekin saman ýmis ráð sem hafa dugað fólki vel í baráttunni, þótt ekkert virðist hundrað prósent öruggt.

Loka gluggum eða hafa tjald lokað ef fólk er á tjaldstæði

Þetta er auðvitað hægara sagt en gert þegar hitinn er mikill og nauðsynlegt að lofta út. Þá getur orðið óbærileg innandyra með allt lokað. Gott ráð er að stilla viftu upp móti glugga þannig að blási út, með því eru minni líkur á að lúsmýið komist inn. Mikilvægast er að hafa lokað seinnipartinn og á kvöldin, því þá er lúsmýið helst að leita inn.

Koma loftinu á hreyfingu

Vargurinn smávaxni kann best við sig í stillu, þess vegna er fólki ráðlagt að hafa viftu í svefnherbergi ef hægt er svo loftið sé á hreyfingu í kringum þá sem eru sofandi. Þannig má minnka líkur á að lúsmýið nái að athafna sig að næturlagi. Sumir vilja meina að best sé að hafa viftu í hverju herbergi og hafa þær í gangi sem mest, dag og nótt. Aðrir nota ryksuguna og ryksuga vel bæði gólf og gluggakistur áður en farið er í háttinn.

Flugur af ættkvíslinni Culicoides en lúsmý og bitmý tilheyra þeirri ættkvísl. Mynd: Vísindavefurinn

Sofa í langermabol, síðbuxum og sokkum

Lúsmýið sækir í bert hold fremur en hulið, þess vegna verða berar axlir, ökklar eða andlit vænleg skotmörk. Því minna hold sem er bert, því betra. Erfiðast er auðvitað að hylja andlitið, enda fáir sem geta hugsað sér að sofa með lambúshettu. En lúsmýið undanskilur ekki andlit í leit sinni að mannablóði.

Líma fínriðið net fyrir glugga

Ef fólk er í húsi þá er ráð að nota flugnanet í glugga, þannig að hægt sé að hafa þá opna. Það sem þarf þá að passa er að netið sé nægilega þétt því lúsmý er ekki nema 1-2 millimetrar að stærð.

Spreyja fælandi efnum í glugga, á rúmföt og húð

Ýmsar leiðir eru í þessu og ekki allir sem nota sömu aðferð. En svo virðist sem mörgum reynist vel að nota annað hvort lavanderolíu, lemongrass olíu eða tee trea olíu. Þá eru nokkrir dropar settir í vatn og spreyjað t.d. í glugga, yfir rúmföt eða á húð í þeirri von að fæla óværuna frá. Einnig eru til ýmis konar fælandi sprey í apótekum og víðar sem oft gefa góða raun.

Þótt ráðin séu óteljandi og mörg þeirra góð þá getur svo farið að fólk verði bitið. Bitin eru gjarnan óþægileg og þeim getur fylgt mikill kláði og vanlíðan.

Hvað skal gera ef lúsmý bítur?

Ef bitin eru nú þegar komin fram þá er líka hitt og þetta sem fólki virðist gagnast vel til að minnka vanlíðan og kláða.

Ofnæmislyf og sterar í ýmsu formi

Ef fólk er virkilega illa útleikið eftir lúsmý þá þarf að leita læknis. Ofnæmislyf af ýmsu tagi, steratöflur og sterakrem geta þá verið það eina sem dugar til að draga úr einkennum og vanlíðan vegna bitanna. Hægt er að fá mild sterakrem án lyfseðils í apótekum og einnig eru til ofnæmislyf í lausasölu, en ef ástandið er slæmt og bitin mörg þá er ráðlegt að leita aðstoðar hjá heilsugæslu og fá lækni til að meta hvað er best.

Auglýsing

Heit skeið á bitin

Óbærilegur kláði er einn af fylgifiskum lúsmýbita. Til að slá á kláðann og minnka óþægindin virðist reynast vel að hita skeið undir rennandi, sjóðheitu vatni og bera hana í 5-10 sekúndur að bitunum. Það getur slegið á kláða.

Græðandi krem og eftirbitspennar

Margs konar græðandi krem og sáragel hafa virkað til að draga út bólgum í bitum. Sérstakir eftirbitspennar gera einnig gagn til að minnka sviða og kláða.

Kælikrem og hlaupabóluáburður

Kælikrem og kælipokar virðast stundum ná að minnka óþægindi hjá fólki sem er bitið. Þá hefur kalamín hlaupabóluáburður dugað vel til að draga úr kláða.

Eldhússkápurinn

Stundum er það sem hendi er næst það sem virkar. Þótt þetta sé sett fram án vísindalegrar staðfestingar þá er sagt að hrár laukur geti virkað græðandi á skordýrabit, einnig er bananahýði (innanvert) talið geta hjálpað sem og það að setja kartöflumjöl eða haframjöl í baðvatnið og skella sér í bað.

Í það minnsta er ljóst að ekkert bendir til þess að lúsmýið sé á förum héðan, það hefur komið sér vel fyrir og finnst nú víðar um landið heldur en þegar það nam land hér fyrir sex árum síðan. Það er því full ástæða til að tileinka sér einhver ráð til að geta lifað með þessari óværu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ríkisstjórnin héldi ekki þingmeirihluta sínum ef niðurstöður kosninga yrðu í takt við nýja könnun Maskínu.
Ríkisstjórnarflokkarnir fengju einungis 30 þingmenn samkvæmt nýrri könnun Maskínu
Í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis dalar fylgi Sjálfstæðisflokksins um tæp þrjú prósentustig. Ríkisstjórnin myndi ekki halda þingmeirihluta sínum, samkvæmt könnuninni.
Kjarninn 28. júlí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir fyrri hluta þessa árs hafa verið viðburðaríkan.
5,4 milljarða hagnaður hjá Íslandsbanka á öðrum ársfjórðungi
Hagnaður bankans jókst umtalsvert á öðrum ársfjórðungi, og í raun á fyrri hluta ársins, miðað við sama tíma í fyrra. Útlán bankans hafa aukist um 8,2 prósent það sem af er ári vegna umsvifa í húsnæðislánum.
Kjarninn 28. júlí 2021
Benedikt Gíslason er forstjóri Arion banka og segir hann reksturinn ganga mjög vel.
Arion banki hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi
Bankinn hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi 2021 og arðsemi eigin fjár var 16,3 prósent.
Kjarninn 28. júlí 2021
Gunnar Alexander Ólafsson
Brunar lestin?
Kjarninn 28. júlí 2021
Stór hluti fólksfjölgunar hér á landi er tilkominn vegna fólksflutninga.
Færri Íslendingar flutt af landi brott í faraldri
Samsetning brottfluttra og aðfluttra hefur breyst töluvert í kórónuveirufaraldri. Í fyrra fluttu 506 fleiri íslenskir ríkisborgarar til landsins en frá því og hefur fjöldinn ekki verið meiri síðan 1987.
Kjarninn 28. júlí 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Hafa áhyggjur af þróun á fasteignamarkaði
Þróunin á húsnæðismarkaði var meðal þess sem var rætt á síðasta fundi fjármálastöðugleikanefndar en meirihluti nefndarmanna taldi hana benda til vaxandi ójafnvægis.
Kjarninn 28. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent