Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs

Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.

Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Auglýsing

Smá­þorpið Lütz­er­ath í vest­ur­hluta Þýska­lands er á barmi hengiflugs. Í orðs­ins fyllstu merk­ingu. Fyr­ir­tæki sem starf­rækir opna kola­námu í næsta nágrenni þess ætlar að brjóta húsin nið­ur, múr­stein fyrir múr­stein, svo stækka megi námuna – gera hina gríð­ar­stóru holu sem fyrir er í jörð­inni enn stærri og dýpri.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sveita­þorp í grennd við námuna, á svæði sem er ríkt af kol­um, hverfa af yfir­borði jarðar vegna stækk­unar henn­ar. Langt frá því. En nú, á tímum mik­illar vit­und­ar­vakn­ingar um lofts­lags­mál og með til­komu sam­fé­lags­miðla þar sem hægt er að koma skila­boðum hratt og vel um allan hnött­inn ef því er að skipta, er komið babb í bát kola­fyr­ir­tæk­is­ins. Því síð­ustu vikur hafa akti­vistar hvaðanæva að úr heim­inum þyrpst til Lütz­er­ath. Og þetta fólk lætur ekk­ert stoppa sig. Það ætlar með öllum ráðum að stoppa jarð­ýt­urn­ar.

Auglýsing

„Það er gríð­ar­lega gott að finna fyrir stuðn­ingi þess­arar stóru hreyf­ing­ar,“ segir David Dres­en, tals­maður sam­tak­anna All Villa­ges Must Stay, sem berj­ast fyrir verndun þorp­anna á þessu helsta kola­svæði Þýska­lands. Sam­tökin starfa í þágu fólks og lofts­lags og hafa nú fengið mik­inn liðs­auka í bar­átt­unni fyrir til­veru Lütz­er­ath.

Flestir þeir sem leggja nú mót­mæl­unum lið eru frá Evr­ópu­lönd­um. En stuðn­ingur kemur mun víðar frá. Fólk ýmist mætir í eigin per­sónu og steytir hnef­ann eða berst fyrir mál­staðnum á net­inu.

Síðasti bærinn í dalnum. Honum á að fórna, ásamt litla þorpinu í kring. Efst á myndinni má sjá námuna gríðarstóru. Skjáskot: YouTube

Garzweiler-­náman er eins og sviðs­mynd af Tungl­inu. Rétt við Lütz­er­ath blasir við ógur­leg hola, allt að 200 metra djúp og um 80 fer­kíló­metrar að flat­ar­máli. Þess­ari stærð hefur hún náð á mörgum ára­tugum og á þeim tíma hafa um 20 þorp verið jöfnuð við jörðu.

Næsta þorp sem á að hljóta þau örlög er Lütz­er­ath.

Allt frá miðri 19. öld hefur verið grafið eftir kolum í Rín­ar­lönd­um, hér­uð­unum í vest­an­verðu Þýska­landi. Og nú hefur síð­asti bónd­inn við Garzweiler-­námuna selt jörð sína til þýska kol­aris­ans RWE. Hann hefur þegar yfir­gefið býl­ið.

Um þús­und mót­mæl­endur eru nú sam­an­komnir í Lütz­er­ath. Aðdrag­andi mót­mæl­anna hefur þó verið langur eða um tvö ár. Í þessi tvö ár hafa nokkrir þeirra dvalið í þorp­inu eða allt frá því að áform RWE voru kunn­gjörð. Fólkið hefur sest að í yfir­gefnum húsum í þorp­inu eða haf­ist við í trjá­húsum sem það hefur byggt á síð­ustu bújörð­inni.

Auglýsing

Umdeilt er hvort stækkun námunnar sé í anda háleitra lofts­lags­mark­miða þýskra stjórn­valda sem stefna að því að loka kola­verum sínum á næstu árum. Það var að minnsta kosti nið­ur­staða þýsku hag­fræði­stofn­un­ar­innar sem komst að því með rann­sókn sinni árið 2021 að stækk­unin bryti í bága við skuld­bind­ingar Þjóð­verja sam­kvæmt Par­ís­ar­sátt­mál­an­um. Í skýrslu stofn­un­ar­innar kom fram að stefnt væri að því að draga úr kola­fram­leiðslu og notk­un, ekki auka hana.

Í haust gerði hér­aðs­stjórnin á svæð­inu sam­komu­lag við RWE um að draga úr kola­fram­leiðslu og að henni verði hætt árið 2030. Það er átta árum fyrr en fyrra sam­komu­lag hafði gert ráð fyr­ir. Þetta nýja sam­komu­lag fól í sér að fimm þorpum sem ann­ars hefðu þurft að víkja fyrir stækk­unum kola­náma yrði þyrmt. En hins vegar er Lütz­er­ath ekki þeirra á með­al. Því „þarf að fórna“ sagði efna­hags- og lofts­lags­ráð­herra hér­aðs­ins af þessu til­efni. „Þótt ég hefði viljað hafa þetta öðru­vísi þá verðum við að við­ur­kenna raun­veru­leik­ann,“ sagði ráð­herr­ann.

Aftur horft til kol­anna

Orku­krísan sem herjað hefur á Evr­ópu­ríki frá inn­rás rúss­neskra herja í Úkra­ínu var að ná hápunkti er sam­komu­lagið var sam­þykkt. Í þeirri erf­iðu stöðu fóru að heyr­ast raddir um að draga þyrfti úr vænt­ingum um að ná lofts­lags­mark­miðum á til­settum tíma. Meðal ann­ars að fresta þyrfti lokun kola­vera og fýra aftur upp í þeim sem þegar var búið að loka.

Kol, kol og aftur kol. Kol voru hluti að lausn­inni út úr orku­krís­unni. Setja þyrfti orku­ör­yggi á odd­inn og tryggja að orkan feng­ist áfram á við­ráð­an­legu verði.

Og í ljósi alls þessa var samið við RWE um að þeir mættu stækka Garzweiler-­námuna gegn því að stækka ekki allar hin­ar. Fram­tíðin ein mun leiða í ljós hvort staðið verði við það.

Mótmælendur standa andspænis hópi lögreglumanna sem eiga að sjá til þess að framkvæmdir kolarisans nái fram að ganga í Lützerath. Mynd: Alexander Franz2

Claudia Kem­fert, sér­fræð­ingur í orku- og umhverf­is­málum hjá þýsku hag­fræði­stofn­un­inni telur ákvörðun hér­aðs­stjórn­ar­innar ill­skilj­an­lega. „Rann­sókn okkar sýndi svo ekki var um villst að ekki þarf að eyði­leggja Lütz­er­ath. Það er nóg af kolum í þeim kola­námum sem fyrir eru.“

Hún segir hins vegar að til fram­tíðar litið þurfi að marg­falda orku­fram­leiðslu í Þýska­landi til að halda orku­ör­yggi. En það þurfi og eigi að ger­ast með end­ur­nýj­an­legum orku­gjöf­um, þ.e. virkjun vinds og sól­ar. Hún gagn­rýnir enn­fremur skort á sam­ráði vegna stækk­unar námunn­ar.

Mót­mæl­end­urnir í Lütz­er­ath líta málið sömu aug­um. Þeir vilja að hér­aðs­stjórnin „taki í hand­bremsuna“ og stöðvi allar nið­ur­rifs­fram­kvæmd­ir. Þeir benda á að Lütz­er­ath sé orðið að tákn­mynd þeirra erf­ið­leika sem heims­byggðin stendur frammi fyrir við það að hætta notkun jarð­efna­elds­neytis líkt og að er stefnt í flestum ríkjum heims.

Nið­ur­rif þorps til að grafa megi eftir kolum og hreppa­flutn­ingar fólks af þessum sök­um, eigi ekki að líð­ast í sam­fé­lagi sem ætlar sér að verða leið­andi í lofts­lags­málum á heims­vísu.

Lützerath er smáþorp í nágrenni síðasta bóndabæjarins á svæðinu. Allt skal víkja fyrir námunni.

Kola­fyr­ir­tækið RWE hefur eign­ast hvert ein­asta hús í þorp­inu. Borgað fólki fyrir að flytja svo brjóta megi niður hús og grafa tugi metra ofan í jörð­ina eftir brún­kol­um, þeim mest meng­andi af öllum kol­um. Allir íbú­arnir sem þar bjuggu eru flutt­ir. En húsin þeirra eru ekki tóm því í þeim dvelja mót­mæl­endur nú í tuga­vís.

Og þessir nýju íbúar Lütz­er­ath ætlar sér ekki að fara þrátt fyrir að lög­reglan hafi verið kölluð á vett­vang, myndi múr á milli þeirra og vinnu­vél­anna sem berja á hús­unum til að brjóta þau nið­ur. Því hefur verið sagt að það hafi frest þangað til á morg­un, þriðju­dag, til að yfir­gefa svæð­ið. Ef það fari ekki sjálf­vilj­ugt verði það fjar­lægt með valdi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Nýr vegur um Öxi yrði mikil lyftistöng fyrir Múlaþing en einnig allt Austurland segir sveitarstjórinn. Á myndina er búið að tölvuteikna nýjan veginn fyrir miðju.
Myndu að „sjálfsögðu ekki“ sætta sig við verulegar tafir á Axarvegi
Sveitarstjórn Múlaþings mun ekki sætta sig við verulegar tafir á framkvæmdum við Axarveg. Sveitarstjórinn óttast reyndar ekkert slíkt enda hafi hann engin skilaboð fengið um að setja eigi framkvæmdina „í salt“ vegna þenslu.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent