Meira úr skýringar

Morgunblaðssamstæðan frestaði greiðslu á launatengdum gjöldum upp á 193 milljónir
Stjórnvöld buðu fyrirtækjum sem eftir því sóttust að fresta greiðslu launatengdra gjalda vaxtalaust í nokkur ár þegar kórónuveirufaraldurinn skall á. Morgunblaðssamstæðan nýtti þetta úrræði og þarf að greiða 193 milljónir til baka í ríkissjóð til 2026.
Kjarninn 28. maí 2022
Börn á aldrinum 5-11 stunda nám í Robb-grunnskólanum í smábænum Uvalde í Texas. 19 börn og tveir kennarar létu lífið í skotárás í skólanum á þriðjudag.
Hvað þarf til svo byssulöggjöf í Bandaríkjunum verði breytt?
Skotárás í grunnskóla í smábænum Uvalde í Texas kallar fram kunnuglegan þrýsting um herta byssulöggjöf. Pólitískar hindranir eru enn til staðar og ólíklegt verður að teljast að harmleikurinn í Uvalde leiði til raunverulegra breytinga.
Kjarninn 26. maí 2022
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist hafa lært marg af Partygate en sé nú tilbúinn til að horfa fram á veginn.
Drykkjumenning í Downingstræti afhjúpuð í lokaskýrslunni um Partygate
Stjórnmálaleiðtogar og háttsettir embættismenn verða að axla ábyrgð á drykkjumenningunni sem hefur viðgengst innan bresku ríkisstjórnarinnar. Lokaskýrsla um „Partygate“ hefur loks verið birt, fjórum mánuðum eftir að forsætisráðherra baðst fyrst afsökunar.
Kjarninn 25. maí 2022
Muhammad
„Íslensk stjórnvöld sjá mig ekki“
Muhammad Gambari, 23 ára Afgani, hefur verið á flótta frá því hann var 16 ára gamall. Eftir um fimm ára dvöl í Grikklandi kom hann til Íslands í ársbyrjun 2021 en er nú hópi tæplega 300 umsækjenda um alþjóðlega vernd sem vísa á úr landi á næstunni.
Kjarninn 25. maí 2022
Karlar ráða íslenskum peningaheimi en konur að mestu í aukahlutverkum
Kjarninn hefur í níu ár framkvæmt úttekt á kynjahlutföllum þeirra sem stýra þúsundum milljarða króna í ýmis fjárfestingaverkefni hérlendis. Í níu ár hefur niðurstaðan verið svipuð, karlar eru allt um lykjandi. Í ár eru karlarnir 91 en konurnar 13.
Kjarninn 23. maí 2022
Blikastaðalandið sem var í aðalhlutverki í ólögmætri einkavæðingu ríkisfyrirtækisins
Nýverið var tilkynnt um stórtæka uppbyggingu á jörðinni Blikastöðum, sem tilheyrir Mosfellsbæ. Þar á að byggja þúsundir íbúða og fjölga íbúum bæjarins um tugi prósenta. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áform hafa verið uppi um uppbyggingu þar.
Kjarninn 22. maí 2022
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Forsætisráðuneytið metur ekki hvort afhenda eigi gögn um ESÍ og fjárfestingaleiðina
Fjármála- og efnahagsráðherra lagði „sjálfstætt mat“ á almannahagsmuni af birtingu lista yfir þá sem keyptu nýverið í Íslandsbanka. Forsætisráðuneytið telur það ekki hlutverk sitt að leggja sambærilegt mat á birtingu gagna frá Seðlabankanum.
Kjarninn 18. maí 2022
Viðmiðunarverðið á bensínlítra yfir 300 krónur í fyrsta sinn
Hlutur olíufélaga í hverjum seldum bensínlítra er með lægsta móti um þessar mundir þrátt fyrir mjög hátt verð. Það bendir til þess að þau séu ekki að skila hækkunum á heimsmarkaðsverði nema að hluta út í verðlagið.
Kjarninn 17. maí 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, skrifar undir umsögnina ásamt aðalhagfræðingi samtakanna.
Samtök iðnaðarins vilja framlengja milljarða króna endurgreiðslur vegna byggingavinnu
Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á voru endurgreiðslur vegna „Allir vinna“ átaksins hækkaðar upp í 100 prósent. Á tæpum tveimur árum kostaði það ríkissjóð 16,5 milljarða króna í tekjum sem voru ekki innheimtar.
Kjarninn 16. maí 2022
Nýtt valdajafnvægi á Norður-Írlandi – Sögulegur kosningasigur en snúin staða
Í fyrsta skipti í hundrað ára sögu Norður-Írlands er lýðveldisflokkur með flestu sætin á þinginu í Stormont. Óljóst er hins vegar hvort kosning um sameiningu Írlands sé í sjónmáli.
Kjarninn 15. maí 2022
Ótvíræður sigurvegari kosninganna, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu, er Framsóknarflokkurinn.
Sigrar og töp sveitarstjórnarkosninganna
Framsóknarflokkurinn vann sveitarstjórnarkosningarnar, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu. Sjálfstæðisflokkur mátti þola nokkur erfið töp en vann sigra inn á milli. Vinstri grænum gengur ekkert ná fótfestu í stærstu sveitarfélögum landsins.
Kjarninn 15. maí 2022
Danska kvennasveitin Reddi komst ekki áfram á úrslitakvöld Eurovision á laugardag. Danmörku var eina Norðulandaþjóðin sem komst ekki áfram í úrslit og Danir velta fyrir sér hvað fór úrskeiðis.
Gangtruflanir í dönsku Eurovision vélinni
Í annað skipti í röð mistókst Dönum að komast í úrslit Eurovision söngvakeppninnar. Danskir Eurovision sérfræðingar segja ekki nóg að flytjendur standi sig vel, lagið þurfi að höfða til áhorfenda og dómara.
Kjarninn 15. maí 2022
Frá oddvitakappræðum í gærkvöldi.
Meirihlutinn í Reykjavík á tæpasta vaði – Framsókn á fleygiferð
Meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur á um helmingslíkur á því að halda velli, samkvæmt síðustu kosningaspá Kjarnans og Dr. Baldurs Héðinssonar. Framsókn virðist ætla að ná inn fjórum fulltrúum í borgarstjórn.
Kjarninn 14. maí 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Sjálfstæðismenn gætu verið að sleppa því að svara skoðanakönnunum
Doktorsnemi í félagstölfræði telur ólíklegt að fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík verði jafn lágt og kannanir sýna. Fyrir utan þætti eins og dræma kjörsókn ungs fólks, gæti Íslandsbankamálið hafa gert sjálfstæðisfólk afhuga skoðanakönnunum.
Kjarninn 13. maí 2022
„Staðan breytist frá degi til dags“
Flóttamannahópurinn frá Úkraínu er að vissu leyti öðruvísi en hinir sem hingað koma, segir forstöðumaður Fjölmenningarseturs, en ekki liggur fyrir hversu margir eru komnir í langtímahúsnæði. Búist er við 3.000 flóttamönnum á þessu ári.
Kjarninn 13. maí 2022
Stórsókn Pírata virðist ætla að halda meirihlutanum á floti
Sósíalistaflokkurinn bætir við sig einum manni í borgarstjórn samkvæmt nýjustu kosningaspá Kjarnans og Dr. Baldurs Héðinssonar. Sjálfstæðisflokkur tapar þremur mönnum, Viðreisn og Samfylkingin einum og Miðflokkurinn þurrkast út.
Kjarninn 12. maí 2022
Viljayfirlýsingar og loforðaflaumur í aðdraganda kosninga
Kjördagur sveitarstjórnarkosninga nálgast óðfluga.Svo mikið er víst, ekki síst þegar litið er til allra viljayfirlýsinga, lóðavilyrðasamninga og annarra samninga um uppbyggingu í húsnæðismálum sem undirritaðir hafa verið síðustu daga og vikur.
Kjarninn 12. maí 2022
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka, Haraldur Sverrisson bæjarstjóri í Mosfellsbæ og Þorgerður Arna Einarsdóttir framkvæmdastjóri Blikastaðalands ehf. við undirritun samningsins í síðustu viku.
Styr um samningagerð við Arion í bæjarstjórn Mosfellsbæjar
Níu dögum fyrir sveitarstjórnarkosningar undirritaði Mosfellsbær samkomulag við félag í eigu Arion banka um uppbyggingu Blikastaðalandsins. Minnihlutinn í bæjarstjórn sat ýmist hjá eða greiddi atkvæði gegn samningnum og taldi þörf á meiri umræðu.
Kjarninn 12. maí 2022
Sjálfstæðisflokkurinn langstærsta aflið á sveitarstjórnarstiginu
Sjálfstæðisflokkurinn á 117 af þeim 405 fulltrúum sveitarstjórna sem þar sitja í kjölfar kosninga á milli tveggja eða fleiri lista í sveitarfélögum landsins. Í stærstu 22 sveitarfélögunum á flokkurinn hartnær 4 af hverjum 10 kjörnum fulltrúum.
Kjarninn 11. maí 2022
Vötnin á Ófeigsfjarðarheiði yrðu að uppistöðulónum með Hvalárvirkjun. Náttúrufræðistofnun hefur lagt til aukna friðun fossa á svæðinu.
Rannsóknir vegna Hvalárvirkjunar „áfram á fullu“
Áfram er unnið að því að Hvalárvirkjun í Árneshreppi verði að veruleika. Margar hindranir eru þó í veginum sem gætu haft áhrif á áformin, m.a. friðlýsingar og landamerkjadeilur. Málið liggur því ekki bara og sefur, líkt og oddviti hreppsins sagði nýverið.
Kjarninn 10. maí 2022
Sjálfstæðisflokkur stefnir í sögulegt afhroð en Samfylking og Píratar með pálmann í höndunum
Baráttan um borgina virðist ekki ætla að verða sérstaklega spennandi. Núverandi meirihluti mælist með þrettán borgarfulltrúa og um 55 prósent fylgi. Stærstu flokkarnir í meirihlutanum eiga aðra kosti kjósi þeir að mynda annarskonar meirihluta.
Kjarninn 10. maí 2022
Frá einum af fjölmörgum neyðarfundum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem haldnir hafa verið eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar. Allsherjarþingið samþykkti nýverið breytingartillögu á beitingu neitunarvalds fastaríkjanna fimm í öryggisráðinu.
„Aldrei hugsunin að neitunarvaldinu yrði beitt með þessum hætti“
Fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands segir beitingu Rússa á neitunarvaldi eftir að stríðið í Úkraínu hófst skólabókardæmi um mikilvægi þess að breyta öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Breytingin sem samþykkt var nýverið muni þó duga skammt.
Kjarninn 9. maí 2022
Skömmu eftir að brúin milli Nýhafnar og Kristjánshafnar var opnuð.
Kossabrúin
Kossabrúin svonefnda milli Nýhafnarinnar og Kristjánshafnar í Kaupmannahöfn er aðeins 6 ára gömul. Við smíði hennar fór allt sem hugsast gat úrskeiðis. Nú þarf að ráðast í kostnaðarsamar viðgerðir á brúnni.
Kjarninn 8. maí 2022
Halli sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk þrefaldaðist á þremur árum
Rekstrarhalli íslenskra sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk þrefaldaðist á jafnmörgum árum og var tæpir 9 milljarðar árið 2020. Til stendur að skipa starfshóp um tillögur varðandi kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga vegna málaflokksins.
Kjarninn 7. maí 2022
Starfsfólk Landsbankans má ekki taka þátt í útboðum sem bankinn annast
Fjármálaeftirlitið rannsakar mögulega hagsmunaárekstra sem áttu sér stað þegar starfsmenn söluráðgjafa eða umsjónaraðila lokaðs útboðs í Íslandsbanka tóku sjálfir þátt í útboðinu.
Kjarninn 7. maí 2022
Stríðsrekstri Rússa í Úkraínu er mótmælt daglega víða um heim. Hér sjást mótmæli sem fóru fram í byrjun viku í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu.
Ef útflutningur við stríðandi Evrópulönd stöðvast gæti tapið verið 20 milljarðar á ári
Bein áhrif innrásar Rússa í Úkraínu eru ekki mikil á íslensk viðskiptalíf. Marel gæti orðið fyrir þrýstingi frá lífeyrissjóðum að draga úr starfsemi sinni á svæðinu. Óbeinu áhrifin af stríðinu eru mikil, sérstaklega vegna hækkunar á eldsneyti og hrávöru.
Kjarninn 6. maí 2022
Mótmæli hafa staðið yfir nær stanslaust við Hæstarétt Bandaríkjanna frá því á mánudag þar sem þess er krafist að réttur kvenna til þungunarrofs verði virtur.
Ríkin þrettán sem geta bannað þungunarrof strax – verði meirihlutaálitið samþykkt
Réttur til þung­un­ar­rofs verður ekki lengur var­inn í stjórn­ar­skrá lands­ins og fær­ist í hendur ein­stakra ríkja verði það niðurstaða Hæstaréttar Bandaríkjanna að snúa við dómi Roe gegn Wade frá 1973. Við það geta 13 ríki strax bannað þungunarrof.
Kjarninn 5. maí 2022
Rannveig Sigurðardóttir og Ásgeir Jónsson.
Segir Seðlabankann hafa öll spil á hendi til að hafa hemil á húsnæðismarkaðnum
Seðlabankastjóri sendi frá sér ákall til annarra, sérstaklega aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda, um að vinna með bankanum gegn verðbólgunni. Varaseðlabankastjóri segir mikilvægt að aðgerðir til að milda áhrif verðbólgu verði ekki almennar.
Kjarninn 4. maí 2022
Mótmælandi með skýr skilaboð við Hæstarétt Bandaríkjanna í dag.
„Mesta skerðing á réttindum Bandaríkjamanna í hálfa öld“
Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur samþykkt drög að meirihlutaáliti sem felst í að snúa við dómi sem snýr að stjórnarskrárvörðum rétti kvenna til þungunarrofs. „Mesta skerðing á réttindum Bandaríkjamanna í hálfa öld,“ segja leiðtogar demókrata á þingi.
Kjarninn 3. maí 2022
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Meirihlutinn næði þrettán borgarfulltrúum en Sjálfstæðisflokkur stefnir í verstu útreið sína frá upphafi
Píratar nánast tvöfalda fylgi sitt og Framsókn tekur til sín nær allt það fylgi sem Sjálfstæðisflokkurinn tapar frá síðustu borgarstjórnarkosningum. Staða Samfylkingarinnar og Pírata við myndun ýmis konar meirihluta virðist sterk.
Kjarninn 3. maí 2022
Tengsl á milli fjárframlaga til alþjóðastofnana og ráðninga Íslendinga
Fjárframlög íslenskra stjórnvalda til alþjóðastofnana og verkefna á þeirra vegum hafa aukist eftir að Íslendingar hófu þar störf. Utanríkisráðuneytið segir aukin framlög til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu skýra aukningu fjárframlaga.
Kjarninn 3. maí 2022
Það er dýrt að halda þaki yfir höfðinu.
Hlutfall þeirra heimila sem búa við íþyngjandi húsnæðiskostnað eykst milli ára
Tekjuhæstu heimili landsins eru að spenna bogann í húsnæðiskaupum mun meira en þau gerðu 2020 og stærra hlutfall þeirra býr við íþyngjandi húsnæðiskostnað. Staða leigjenda batnar á milli ára en staða eigenda versnar.
Kjarninn 2. maí 2022
Heiða Guðný ásamt tryggum vini sínum, hundinum Fífli.
Lítil ást heimamanna á náttúrunni stingur mest
„Það þýðir ekki að guggna,“ segir Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi og sveitarstjórnarfulltrúi í Skaftárhreppi sem berst gegn því að virkjað verði í Hverfisfljóti, einu yngsta árgljúfri heims.
Kjarninn 1. maí 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 1. maí 2022
Tíu staðreyndir um skoðun íslensku þjóðarinnar á sölu ríkisstjórnar á Íslandsbanka
Þann 22. mars seldi íslenska ríkið 22,5 prósent hlut í Íslandsbanka í lokuðu útboði til 207 fjárfesta á 52,65 milljarða króna. Kannanir hafa verið gerðar um skoðun þjóðarinnar á bankasölu.
Kjarninn 30. apríl 2022
Átta flokkar næðu inn í borgarstjórn samkvæmt nýjustu kosningaspánni.
Sjálfstæðisflokkurinn í frjálsu falli og Samfylkingin mælist stærst í Reykjavík
Sitjandi meirihluti í Reykjavík bætir við sig fylgi frá síðustu kosningum og gæti setið áfram kjósi hann svo. Framsóknarflokkurinn stefnir í að verða sigurvegari kosninganna og tekur nýtt fylgi sitt að mestu frá Sjálfstæðisflokknum.
Kjarninn 29. apríl 2022
Elon Musk, forstjóri Tesla, framkvæmdastjóri SpaceX og, ef allt gengur eftir, verðandi eigandi Twitter.
Hvað ætlar ríkasti maður heims að gera við Twitter?
Mörgum spurningum um framtíð Twitter er ósvarað eftir að stjórn fyrirtækisins samþykkti yfirtökutilboð Elon Musk. Verður ritskoðun afnumin? Verður tjáningarfrelsið algjörlega óheft? Mun Donald Trump snúa aftur?
Kjarninn 27. apríl 2022
Bankasýslan viðurkennir mistök – Umræðan sýni að almenningur hafi ekki skilið fyrirkomulagið
Bankasýsla ríkisins segir í minnisblaði til fjárlaganefndar að það hafi verið mikil vonbrigði að spurningar um mögulega bresti í framkvæmd lokaðs útboðs á hlutum í Íslandsbanka hafi vaknað strax í kjölfar þess.
Kjarninn 26. apríl 2022
Skipa á starfshóp til að stöðva notkun á félögum til að lækka skattgreiðslur
Ríkisstjórnin hefur opinberað hvernig skattmatsreglur verði endurskoðaðar til að koma í „veg fyrir óeðlilega og óheilbrigða hvata til stofnunar einkahlutafélaga“.
Kjarninn 26. apríl 2022
Emmanuel Macron var endurkjörinn forseti Frakklands í gær.
Macron ætlar að sameina sundrað Frakkland
Nýendurkjörinn Frakklandsforseti heitir að sameina sundrað Frakkland. Niðurstöður forsetakosninganna gefa þó til kynna að öfgavæðing franskra stjórnmála sé komin til að vera.
Kjarninn 25. apríl 2022