Svona er afstaða þjóðarinnar í lykilmálum samkvæmt skoðanakönnunum ársins 2022

Ýmis fyrirtæki kanna reglulega skoðanir landsmanna á ýmsum málum. Margar þeirra snúast um stjórnmálaskoðanir, efnahagsleg málefni og traust til fólks, athafna, flokka, ríkisstjórna eða stofnana. Hér eru átta skoðanakannanir sem vöktu athygli á árinu.

Það hefur gustað um ríkisstjórnina það sem af er kjörtímabili og vinsældir þeirra sem hana skipa hafa hríðfallið.
Það hefur gustað um ríkisstjórnina það sem af er kjörtímabili og vinsældir þeirra sem hana skipa hafa hríðfallið.
Auglýsing

Breyt­ing á stuðn­ingi við aðild að Evr­ópu­sam­band­inu 

Í könnun sem birt var í Frétta­blað­inu 24. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn sögð­ust 42,8 pró­­sent lands­­manna vera hlynnt inn­­­göngu Íslands í Evr­­ópu­­sam­­bandið en 35,1 pró­­sent eru and­víg því og 22,1 pró­­sent eru óviss um afstöðu sína.

Þar kom líka fram að stuðn­­ingur við aðild væri afger­andi á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu, þar sem 47 pró­­sent styðja hana en 30 pró­­sent eru á móti. Á lands­­byggð­inni mælist and­­staða við aðild hins vegar nú meiri en stuðn­­ing­­ur, en 35 pró­­sent svar­enda á henni segj­­ast vilja ganga í Evr­­ópu­­sam­­bandið á meðan að 44 pró­­sent eru því mót­­fall­inn. Þetta var þriðja könn­unin í röð sem sýndi afger­andi meiri­hluta fyrir aðild að Evr­ópu­sam­band­inu á meðal ÍSlend­inga.

Í mars birt­ust nið­­ur­­stöður úr Þjóð­­ar­púlsi Gallup sem sýndu að 47 pró­­sent lands­­manna væru hlynnt aðild að Evr­­ópu­­sam­­band­inu en 33 pró­­sent mót­­fallin henni. Það var í fyrsta sinn frá árinu 2009 sem meiri­hluti mæld­ist fyrir aðild í könn­unum hér­­­lend­­is.

Hlut­­­fall þeirra sem eru hlynntir inn­­­­­göngu Íslands í sam­­­bandið hafði raunar ekki mælst meira en rúm­­­lega 37 pró­­­sent í mán­að­­­ar­­­legum könn­unum sem MMR fram­­­kvæmdi frá 2011 og út síð­­­asta ár. Í síð­­­­­ustu könnun fyr­ir­tæk­is­ins, sem var gerð í des­em­ber í fyrra, mæld­ist stuðn­­­ing­­­ur­inn 30,4 pró­­­sent en 44,1 pró­­­sent voru á mót­i. 

Auglýsing
Í könnun Pró­­sents í júní var nið­­ur­­staðan svipuð og hjá Gallup í mars, 48,5 pró­­sent sögð­ust hlynnt aðild en 34,9 pró­­sent voru and­víg. Alls 16,7 pró­­sent sögð­ust ekki hafa neina skoðun á mál­in­u.

Breyt­ing á fylgi flokka

Fylgi Sam­­fylk­ing­­ar­innar mæld­ist 21,1 pró­­sent sam­­kvæmt síð­asta birta Þjóð­­ar­púlsi Gallup. Það jókst 4,5 pró­­sent­u­­stig milli mán­aða og hafði þá rúm­­lega tvö­­fald­­ast frá síð­­­ustu kosn­­ing­um, en þá fékk flokk­­ur­inn 9,9 pró­­sent atkvæða. Þetta var í fyrsta sinn sem fylgi Sam­­fylk­ing­­ar­innar mælist yfir 20 pró­­sent í könnun Gallup frá því í lok árs 2014, þegar flokk­­ur­inn sat síð­­­ast í rík­­is­­stjórn, og mesta fylgi sem hann hefur mælst með í rúm­­lega tíu ár, eða frá því í októ­ber 2012. Þá sat Sam­­fylk­ingin í rík­­is­­stjórn með Vinstri grænum og var undir for­­mennsku Jóhönnu Sig­­urð­­ar­dótt­­ur.

Á sama tíma mæld­ist fylgi Vinstri grænna nálægt því minnsta sem flokk­­ur­inn hefur nokkru sinni mælst með hjá Gallup, eða 7,5 pró­­sent. Fram­­sókn­­ar­­flokk­­ur­inn mæld­ist  með 12,2 pró­­sent fylgi sem er minnsta fylgi sem hann hefur mælst með á kjör­­tíma­bil­in­u. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn var hins vegar við kjör­fylg­i. 

Sigurður Ingi Jóhannsson og Katrín Jakobsdóttir. Mynd: Eyþór Árnason

Sam­an­lagt fylgi rík­­­is­­­stjórn­­­­­ar­­­flokk­anna þriggja mæld­ist 43,5 pró­­­sent í nóv­em­berkönnun Gallup. Það fylgi myndi ekki duga fyrir meiri­hluta á þingi. Flokk­­­arnir þrír fengu 54,4 pró­­­sent atkvæða í kosn­­­ing­unum 2021 og því hafa þeir tapað 10,9 pró­­­sent­u­­­stigum af fylgi á fyrsta ári kjör­­­tíma­bils­ins. Það er minna en allt það fylgi sem Sam­­fylk­ingin hefur bætt við sig á því rúma ári sem liðið er frá síð­­­ustu kosn­­ing­um, en það er 11,2 pró­­sent.

Breyt­ing á trausti til ráð­herra

Á einu ári hefur traust á Sig­­urð Inga Jóhanns­­son, inn­­við­a­ráð­herra og for­­mann Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins, fallið um 24 pró­­sent­u­­stig, Katrínu Jak­obs­dótt­­ur, for­­sæt­is­ráð­herra og for­­mann Vinstri grænna, fallið um 18 pró­­sent­u­­stig og á Bjarna Bene­dikts­­son, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra og for­­mann Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins, um 14,4 pró­­sent.

Á sama tíma hefur van­­traust á Sig­­urð Inga auk­ist um 22,4 pró­­sent, á Katrínu um 18,3 pró­­sent­u­­stig og Bjarna um 17,4 pró­­sent­u­­stig. Katrín er samt sem áður sá for­­maður stjórn­­­ar­­flokks sem nýtur mest trausts, eða 43,2 pró­­sent, og Bjarni sá ráð­herra sem flestir van­­treysta, eða 61,5 pró­­sent.

Auglýsing
Þetta kom fram í könnun Mask­ínu í lok nóv­em­ber. Þar kom einnig fram að eng­inn ráð­herra í rík­­is­­stjórn Íslands njóti lengur trausts meiri­hluta þjóð­­ar­inn­­ar. Allir ráð­herrar Vinstri grænna og Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins hafa tapað trausti frá því í apríl en allir ráð­herrar Sjálf­­stæð­is­­flokks hafa bætt við sig trausti á sama tíma.

Breyt­ing á trausti til for­manna

Í könnun sem Pró­sent gerði fyrir Frétta­blað­ið, og var birt 18. nóv­em­ber, kom fram að Kristrún Frosta­dótt­ir, for­­maður Sam­­fylk­ing­­ar­inn­­ar, væri sá stjórn­­­mála­­leið­­togi sem lands­­menn treystu best. Alls naut hún trausts 25,4 pró­sent þeirra sem tóku afstöðu í könn­un­inn­i. 

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­­maður Vinstri grænna, var sá leið­­togi sem næst­flestir treystu, eða 17,5 pró­sent, og á hæla hennar kom Bjarni Bene­dikts­­son, for­­maður Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins, með 15,4 pró­sent. 11,3 pró­­sent treystu Sig­­urði Inga Jóhanns­­syni, for­­manni Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins, mest og 9,7 pró­­sent treysti Þor­­gerði Katrínu Gunn­­ar­s­dótt­­ur, for­­manni Við­reisn­­­ar, best.

Kristrún Frostadóttir Mynd: Samfylkingin

Í októ­ber í fyrra, rétt fyrir Alþing­is­­kosn­­ing­­arn­­ar, vildu 57,6 pró­­sent lands­­manna Katrínu sem for­­sæt­is­ráð­herra sam­­kvæmt könnun Mask­ínu. Eng­inn annar leið­­togi náði tíu pró­­sentum í þeirri könn­un.

Skoðun lands­manna á sölu á Íslands­banka

Salan á 22,5 pró­sent hlut rík­is­ins í Íslands­banka í mars var eitt af stóru frétta­málum árs­ins. Ýmsar kann­anir voru gerðar á skoðun þjóð­ar­innar á því hvernig tókst til. 

Sú umfangs­mest var gerð af Gallup í apr­íl. Í henni kom fram að 87,2 pró­­sent lands­­manna töldu að staðið hefði verið illa að útboði og sölu á hlut rík­­is­ins í Íslands­­­banka. Ein­ungis 6,4 pró­­sent töldu að það hefði vel tek­ist til. Kjós­­endur allra ann­­arra flokka en Sjálf­­stæð­is­­flokks voru nær alfarið á því að útboðið og salan hefði verið klúð­­ur, eða 89 til 97 pró­­sent þeirra. Hjá kjós­­endum flokks Bjarna Bene­dikts­­son­­ar, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, var staðan önn­­ur. Þar töldu 26 pró­­sent að útboðið og salan á hlutnum í Íslands­­­banka hefði verið vel heppnum en 62 pró­sent að illa hefði tek­ist til. 

Gallup spurði einnig að því hvort rann­­sókn­­ar­­nefnd Alþingis ætti að gera úttekt á söl­unni, líkt og þorri stjórn­­­ar­and­­stöð­unnar hefur lagt til. Nið­­ur­­staðan þar var sú að 73,6 pró­­sent lands­­manna töldu að það ætti að skipa rann­­sókn­­ar­­nefnd en 26,4 pró­­sent töldu nægj­an­­legt að Rík­­is­end­­ur­­skoðun gerði úttekt á söl­unni, líkt og fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra hafði þá þegar falið henni að gera. Aftur skári kjós­­endur Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins sig úr þegar kom að þessu, en 74 pró­­sent þeirra er á því að úttekt Rík­­is­end­­ur­­skoð­unar næg­i. 

Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri hennar.

Í könnun Gallup var líka spurt hvort fólk teldi að lög hefðu verið brotin við sölu á hlut rík­­is­ins í Íslands­­­banka. Mik­ill meiri­hluti lands­­manna, 68,3 pró­­sent, töldu að sölu­­ferlið hefði falið í sér lög­­brot, en 31,7 pró­­sent að svo sé ekki. Athygli vakti að 77 pró­­sent kjós­­enda Vinstri grænna töldu að lög hefðu verið brotin og 67 pró­­sent kjós­­enda Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins. Þegar kom að kjós­­endum þriðja stjórn­­­ar­­flokks­ins sner­ist staðan að venju við, en 77 pró­­sent kjós­­enda Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins voru sann­­færðir um að engin lög hafi verið brot­in. 

Aðspurð hvort óeðli­­legir við­­skipta­hættir hafi verið við­hafðir við söl­una sögðu 88,4 pró­­sent svar­enda svo vera. Ein­ungis 11,6 pró­­sent töldu við­­skipta­hætt­ina hafa verið eðli­­lega.

Nær allir kjós­­endur ann­­arra flokka en Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins (89 til 99 pró­­sent) töldu söl­una hafa verið fram­­kvæmda með óeðli­­legum við­­skipta­hátt­um, en 41 pró­­sent stuðn­­ings­­manna flokks fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra töldu að eðli­­legum háttum hafi verið beitt. 

Áður hafði Pró­­sent gerð könnun um söl­una á Íslands­­­banka fyrir Frétta­­blað­ið, en nið­­ur­­stöður hennar voru birtar 20. apr­íl. Þar kom fram að rúm­­lega átta af hverjum tíu lands­­­mönn­um, alls 83 pró­­­sent aðspurðra, sögð­ust óánægð með fyr­ir­komu­lag á sölu.

Traust til að selja rest­ina af Íslands­banka

Eftir að Rík­is­end­ur­skoðun skil­aði skýrslu sinni um sölu­ferlið í nóv­em­ber, þar sem nið­ur­staðan var að ann­markar sölu­ferl­is­ins hefðu verið fjöl­margir, spurði Mask­ína lands­menn hvort þeir treystu rík­is­stjórn­inni til að selja eft­ir­stand­andi 42,5 pró­­sent hlut rík­­is­ins í Íslands­­­banka. Alls sögð­ust 63 pró­­sent lands­­manna að þeir treystu núver­andi rík­­is­­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur illa til að selja hlut­inn. Ein­ungis 16 pró­­sent sögð­ust treysta henni vel til þess og 21 pró­­sent sögð­ust treysta henni í með­­al­lag­i. 

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Mynd: Bára Huld Beck

Þegar afstaða fólks til þess hversu vel það treysta rík­­is­­stjórn­­inni til að selja banka er flokkuð niður á stjórn­­­mála­­skoð­­anir kom í ljós að það voru ein­ungis kjós­­endur eins flokks sem treysta henni að meiri­hluta vel fyrir að selja rest­ina af Íslands­­­banka. Það voru kjós­­endur Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins, flokks Bjarna Bene­dikts­­sonar fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra. Alls sögð­ust 58,9 pró­­sent þeirra treysta rík­­is­­stjórn­­inni vel til að selja eft­ir­stand­andi hlut í bank­an­­um.

Athygli vakti að kjós­­endur hinna stjórn­­­ar­­flokk­anna treystu að upp­i­­­stöðu rík­­is­­stjórn­­inni alls ekki til slíkra verka. Ein­ungis 14,3 pró­­sent kjós­­enda Vinstri grænna gerðu það og 16,1 pró­­sent kjós­­enda Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins. Auk þess sögð­ust 56,7 pró­­sent kjós­­enda Vinstri grænna treysta rík­­is­­stjórn sem leidd er af for­­manni þeirra illa til að selja rest­ina af bank­­anum og 56,2 pró­­sent kjós­­enda Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins voru á sömu skoð­un. 

Skoðun lands­manna á kvóta­kerf­inu

Í febr­úar kann­aði Pró­sent afstöðu lands­manna til núver­andi kvóta­kerf­is. Þar kom fram að tutt­ugu pró­­sent þeirra sem tóku afstöðu í könn­un­inni sögð­ust vera mjög eða frekar hlynnt kerf­inu en 61 pró­­sent frekar eða mjög and­víg því.

Konur voru tölu­vert and­víg­­ari kerf­inu en karlar og íbúar höf­uð­­borg­­ar­­svæð­is­ins voru einnig and­víg­­ari því en íbúar á lands­­byggð­inni.

Mestur stuðn­­ingur við kerfið mæld­ist hjá þeim sem eru 65 ára eða eldri og þeim tekju­hæstu. And­­staðan við kvóta­­kerfið var mest í ald­­ur­s­hópnum 35 til 44 ára. 71 pró­­sent fólks á þeim aldri er and­vígt kerf­inu en þrettán pró­­sent styðja það.

Traust íbúa lands­ins til stofn­ana

Alls báru 36 pró­­­­sent lands­­­­manna traust til Alþingis sam­­­­kvæmt þjóð­­­­ar­púlsi í byrjun mars, en Gallup mælir árlega traust til stofn­anna sam­­­­fé­lags­ins. Það jókst um tvö pró­­­­sent­u­­­­stig milli ára og hefur auk­ist um 18 pró­­­sent­u­­­stig á þremur árum. en Alþingi var samt sem áður í fjórða neðsta sæti yfir þær stofn­­­­anir sem almenn­ingur treystir minnst. Traustið hefur enn ekki náð þeim hæðum sem það var í fyrir banka­hrun, en í síð­­ust mæl­ingu Gallup fyrir það, sem fram­­kvæmd var snemma árs 2008, mæld­ist traust þjóð­­ar­innar til Alþingis 42 pró­­sent. 

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Mynd: Bára Huld Beck

Fyrir neðan Alþingi voru ein­ungis annað stjórn­­­­­­­vald, borg­­­­ar­­­­stjórn Reykja­víkur (21 pró­­­­sent traust), banka­­­­kerfið (23 pró­­­­sent) og þjóð­­­kirkjan (29 pró­­­sent). Allar þrjár stofn­an­­irnar töp­uðu trausti á milli ára.

Almennt dróst traust til stofn­anna íslensks sam­­­fé­lags saman milli ára. Alls dróst það saman gagn­vart níu stofn­un­um, jókst gagn­vart fjórum og stóð í stað gagn­vart einn­i. 

Mest dróst traustið saman gagn­vart Seðla­­banka Íslands, um tíu pró­­sent­u­­stig milli ára og í ár treystu 52 pró­­sent honum vel. Það var mikil breyt­ing frá þeirri þróun sem orðið hafði árin áður. Milli áranna 2019 og 2021 tvö­­fald­að­ist það og mæld­ist í lok þess síð­­­ar­­nefnda 61 pró­­sent. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar