Traust til Seðlabanka Íslands hríðfellur milli ára en traust til Alþingis eykst lítillega

Traust almennings til níu stofnana dregst saman milli ára. Mest dregst það saman gagnvart Seðlabanka Íslands, alls um tíu prósentustig. Embætti forseta Íslands og heilbrigðiskerfið tapa líka töluverðu trausti en lögreglan bætir vel við sig.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Auglýsing

Alls bera 36 pró­­­sent lands­­­manna traust til Alþingis sam­­­kvæmt nýjum þjóð­­­ar­púlsi Gallup sem mælir árlega traust til stofn­anna sam­­­fé­lags­ins. Það eykst um tvö pró­­­sent­u­­­stig milli ára og hefur auk­ist um 18 pró­­sent­u­­stig á þremur árum. en Alþingi er samt sem áður í fjórða neðsta sæti yfir þær stofn­­­anir sem almenn­ingur treystir minnst. Traustið hefur enn ekki náð þeim hæðum sem það var í fyrir banka­hrun, en í síð­ust mæl­ingu Gallup fyrir það, sem fram­kvæmd var snemma árs 2008, mæld­ist traust þjóð­ar­innar til Alþingis 42 pró­sent. 

Fyrir neðan Alþingi eru ein­ungis annað stjórn­­­­­vald, borg­­­ar­­­stjórn Reykja­víkur (21 pró­­­sent traust), banka­­­kerfið (23 pró­­­sent) og þjóð­­kirkjan (29 pró­­sent). Allar þrjár stofn­an­irnar tapa trausti á milli ára. Traust til borg­ar­stjórn­ar, sem lækkar um eitt pró­sentu­stig milli ára, er þó enn nokkuð meira en það var 2020 (17 pró­sent) og miklu meira en það mæld­ist snemma árs 2008, þegar það mæld­ist níu pró­sent. Það er í eina skiptið sem stjórn­vald hefur mælst með undir tíu pró­sent traust í mæl­ingum Gallup. Þá hafði gengið mikið á í borg­­­ar­­­stjórn en alls fjórir meiri­hlutar sátu við völd það kjör­­­tíma­bil. 

Traustið lag­að­ist hægt og rólega og árin 2014 og 2015, við lok borg­­­ar­­­stjórn­­­­­ar­­­fer­ils Jóns Gnarr og við upp­­­haf borg­­­ar­­­stjórn­­­­­ar­­­fer­ils Dags B. Egg­erts­­­son­­­ar, mæld­ist það 31 pró­­­sent. 

Það hefur oft­­ast nær dalað á und­an­­­förnum árum og er þá þróun ugg­­­laust hægt að rekja til harð­vít­ugra átaka meiri­hluta og minn­i­hluta á vett­vangi borg­­­ar­­­stjórnar um flest mál sem þangað rata.

Auglýsing
Almennt hefur traust til stofn­anna íslensks sam­­fé­lags dreg­ist saman milli ára. Alls dregst það saman gagn­vart níu stofn­un­um, eykst gagn­vart fjórum og stendur í stað gagn­vart einn­i. 

Mest dregst traustið saman gagn­vart Seðla­banka Íslands, um tíu pró­sentu­stig milli ára og nú treysta 52 pró­sent honum vel. Það er breyt­ing frá þeirri þróun sem orðið hafði árin áður. Milli áranna 2019 og 2021 tvö­fald­að­ist það og mæld­ist í lok þess síð­ar­nefnda 61 pró­sent. Þetta gerð­ist sam­hliða seðla­banka­stjóra­skiptum sem urðu árið 2019 þegar Ásgeir Jóns­­­son tók við starf­inu af Má Guð­­­munds­­­syni, sem hafði gegnt því í ára­tug. Auk þess var Fjár­­­­­mála­eft­ir­litið sam­einað Seðla­­­bank­­­anum í byrjun árs 2020. Stýri­vextir lækk­uðu mikið framan af stjórn­­­ar­­tíð Ásgeirs og voru 0,75 pró­­sent, sem er það lægsta sem þeir höfðu nokkru sinni ver­ið, í upp­hafi síð­asta árs. Sú lækk­­un­­ar­hrina leiddi til þess að fjár­­­magns­­kostn­aður heim­ila og fyr­ir­tækja hefur lækkað mik­ið. Stór­aukin verð­bólga, sem nú stendur í 6,2 pró­sent, hefur hins vegar leitt af sér skarpa hækkun á stýri­vöxtum með til­heyr­andi við­bót­ar­kostn­aði fyrir heim­ili og fyr­ir­tæki. Þeir eru nú 2,75 pró­sent. 

Heil­brigð­is­kerfið og for­set­inn tapa trausti

Traust til heil­brigð­is­kerf­is­ins dregst líka umtals­vert saman milli ára, um átta pró­sentu­stig, en er samt sem áður 71 pró­sent. Sömu sögu er að segja um traust til emb­ættis for­seta Íslands, sem Guðni Th. Jóhann­es­son gegn­ir. Nú segj­ast 73 pró­sent lands­manna treysta því emb­ætti sem er sjö pró­sentu­stigum minna en í fyrra. Þá var for­seta­emb­ættið í öðru sæti yfir þær stofn­anir sem fólk treysti best en það fellur nú niður í fjórða sæt­ið. 

Dóms­kerfið tapar líka umtals­verðu trausti milli ára, alls sex pró­sentu­stig­um, og nú segj­ast 40 pró­sent lands­manna bera mikið traust til þess. 

Sú stofnun sem bætir við sig mestu trausti milli ára er lög­reglan, en alls segj­ast 78 pró­sent lands­manna treysta henni vel. Það er sjö pró­sentu­stigum meira en í fyrra. Land­helg­is­gæslan hefur árum saman verið sú stofnun sem nýtur mest trausts í sam­fé­lag­inu og á því er engin breyt­ing nú. Alls segj­ast 87 pró­sent aðspurðra í könnun Gallup að þeir beri mikið traust til henn­ar, sem er einu pró­sentu­stigi meira en í fyrra. 

Eina stofn­unin sem stendur í stað á milli ára í traust­mæl­ing­unni er Háskóli Íslands. Hann er í þriðja sæti yfir þær stofn­anir sem þjóðin treystir best og nýtur trausts alls 77 pró­sent lands­manna.

Auglýsing

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Breytingatillögur ríkisstjórnarinnar á fjárlagafrumvarpinu milli umræðna liggja fyrir.
Bæta þarf fjórum milljörðum króna í endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar
Á milli umræðna um fjárlög hefur ríkisstjórnin ákveðið að bæta fimm milljörðum króna í útgjöld vegna flóttamanna og fjóra milljarða króna í endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar, sem verða rúmlega þrisvar sinnum hærri en áður var reiknað með.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Ingrid Kuhlman
Að rækta með sér von er lykillinn að farsælu lífi
Kjarninn 28. nóvember 2022
Isabel dos Santos er elsta dóttir fyrrverandi forseta Angóla.
Forríka forsetadóttirin: „Ég er ekki í felum“
Dóttir fyrrverandi forseta Angóla, milljarðamæringurinn Isabel dos Santos, segist ekki á flótta undan réttvísinni. Stjórnvöld í heimalandi hennar hafa beðið alþjóða lögregluna, Interpol, um aðstoð við að hafa uppi á henni.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hún skrifar undir umsögnina.
SFS styðja frumvarp Svandísar um að hækka veiðigjöld á næsta ári en lækka þau árin á eftir
Ríkisstjórnin setti inn heimild fyrir útgerðir til að fresta skattgreiðslum á meðan að á kórónuveirufaraldrinum stóð. Sjávarútvegur skilaði methagnaði á meðan. Allt stefndi í að veiðigjöld yrðu fyrir vikið mun lægri en fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Litla-Sandfell í Þrengslum myndaðist í gosi undir jökli fyrir þúsundum ára.
„Til að búa til sement og steypu þarf að fórna“ Litla-Sandfelli
Eden Mining, sem ætlar að mylja Litla-Sandfell niður til útflutnings, er virkilega annt um loftslag jarðar ef marka má svör fyrirtækisins við gagnrýni stofnana á framkvæmdina. „Það er óraunhæft að öll íslensk náttúra verði ósnortin um aldur og ævi.“
Kjarninn 28. nóvember 2022
Ferðamenn við íshellana í Kötlujökli.
Vísa ásökunum um hótanir á bug
EP Power Minerals, fyrirtækið sem hyggur á námuvinnslu á Mýrdalssandi segir engan fulltrúa sinn hafa hótað ferðaþjónustufyrirtækjum svæðinu líkt og þau haldi fram. Skuldinni er skellt á leigjendur meðeigenda að jörðinni Hjörleifshöfða.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði sem situr í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Ætti ríkið að greiða hverri nýrri kynslóð „heimanmund“ til þess að byrja ævina á?
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, veltir fyrir sér þriðju leiðinni sem sameini hagkvæmni húsnæðismarkaðar og réttlætiskennd okkar gagnvart því að allir eigi rétt á þaki yfir höfuðið.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, var í viðtali í Silfrinu á RÚV. Mynd / Aðsend.
Hugmyndir um útbreidd vindorkuver „alls ekki raunhæfar”
Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur varar við því að reist verði mörg vindorkuver á skömmum tíma. Hann segir fyrirtæki sem sækist eftir því að reisa vindorkuver ekki gera það til að bjarga loftslaginu heldur hugsi um ágóða.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent