Traust til Seðlabanka Íslands hríðfellur milli ára en traust til Alþingis eykst lítillega

Traust almennings til níu stofnana dregst saman milli ára. Mest dregst það saman gagnvart Seðlabanka Íslands, alls um tíu prósentustig. Embætti forseta Íslands og heilbrigðiskerfið tapa líka töluverðu trausti en lögreglan bætir vel við sig.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Auglýsing

Alls bera 36 pró­­­sent lands­­­manna traust til Alþingis sam­­­kvæmt nýjum þjóð­­­ar­púlsi Gallup sem mælir árlega traust til stofn­anna sam­­­fé­lags­ins. Það eykst um tvö pró­­­sent­u­­­stig milli ára og hefur auk­ist um 18 pró­­sent­u­­stig á þremur árum. en Alþingi er samt sem áður í fjórða neðsta sæti yfir þær stofn­­­anir sem almenn­ingur treystir minnst. Traustið hefur enn ekki náð þeim hæðum sem það var í fyrir banka­hrun, en í síð­ust mæl­ingu Gallup fyrir það, sem fram­kvæmd var snemma árs 2008, mæld­ist traust þjóð­ar­innar til Alþingis 42 pró­sent. 

Fyrir neðan Alþingi eru ein­ungis annað stjórn­­­­­vald, borg­­­ar­­­stjórn Reykja­víkur (21 pró­­­sent traust), banka­­­kerfið (23 pró­­­sent) og þjóð­­kirkjan (29 pró­­sent). Allar þrjár stofn­an­irnar tapa trausti á milli ára. Traust til borg­ar­stjórn­ar, sem lækkar um eitt pró­sentu­stig milli ára, er þó enn nokkuð meira en það var 2020 (17 pró­sent) og miklu meira en það mæld­ist snemma árs 2008, þegar það mæld­ist níu pró­sent. Það er í eina skiptið sem stjórn­vald hefur mælst með undir tíu pró­sent traust í mæl­ingum Gallup. Þá hafði gengið mikið á í borg­­­ar­­­stjórn en alls fjórir meiri­hlutar sátu við völd það kjör­­­tíma­bil. 

Traustið lag­að­ist hægt og rólega og árin 2014 og 2015, við lok borg­­­ar­­­stjórn­­­­­ar­­­fer­ils Jóns Gnarr og við upp­­­haf borg­­­ar­­­stjórn­­­­­ar­­­fer­ils Dags B. Egg­erts­­­son­­­ar, mæld­ist það 31 pró­­­sent. 

Það hefur oft­­ast nær dalað á und­an­­­förnum árum og er þá þróun ugg­­­laust hægt að rekja til harð­vít­ugra átaka meiri­hluta og minn­i­hluta á vett­vangi borg­­­ar­­­stjórnar um flest mál sem þangað rata.

Auglýsing
Almennt hefur traust til stofn­anna íslensks sam­­fé­lags dreg­ist saman milli ára. Alls dregst það saman gagn­vart níu stofn­un­um, eykst gagn­vart fjórum og stendur í stað gagn­vart einn­i. 

Mest dregst traustið saman gagn­vart Seðla­banka Íslands, um tíu pró­sentu­stig milli ára og nú treysta 52 pró­sent honum vel. Það er breyt­ing frá þeirri þróun sem orðið hafði árin áður. Milli áranna 2019 og 2021 tvö­fald­að­ist það og mæld­ist í lok þess síð­ar­nefnda 61 pró­sent. Þetta gerð­ist sam­hliða seðla­banka­stjóra­skiptum sem urðu árið 2019 þegar Ásgeir Jóns­­­son tók við starf­inu af Má Guð­­­munds­­­syni, sem hafði gegnt því í ára­tug. Auk þess var Fjár­­­­­mála­eft­ir­litið sam­einað Seðla­­­bank­­­anum í byrjun árs 2020. Stýri­vextir lækk­uðu mikið framan af stjórn­­­ar­­tíð Ásgeirs og voru 0,75 pró­­sent, sem er það lægsta sem þeir höfðu nokkru sinni ver­ið, í upp­hafi síð­asta árs. Sú lækk­­un­­ar­hrina leiddi til þess að fjár­­­magns­­kostn­aður heim­ila og fyr­ir­tækja hefur lækkað mik­ið. Stór­aukin verð­bólga, sem nú stendur í 6,2 pró­sent, hefur hins vegar leitt af sér skarpa hækkun á stýri­vöxtum með til­heyr­andi við­bót­ar­kostn­aði fyrir heim­ili og fyr­ir­tæki. Þeir eru nú 2,75 pró­sent. 

Heil­brigð­is­kerfið og for­set­inn tapa trausti

Traust til heil­brigð­is­kerf­is­ins dregst líka umtals­vert saman milli ára, um átta pró­sentu­stig, en er samt sem áður 71 pró­sent. Sömu sögu er að segja um traust til emb­ættis for­seta Íslands, sem Guðni Th. Jóhann­es­son gegn­ir. Nú segj­ast 73 pró­sent lands­manna treysta því emb­ætti sem er sjö pró­sentu­stigum minna en í fyrra. Þá var for­seta­emb­ættið í öðru sæti yfir þær stofn­anir sem fólk treysti best en það fellur nú niður í fjórða sæt­ið. 

Dóms­kerfið tapar líka umtals­verðu trausti milli ára, alls sex pró­sentu­stig­um, og nú segj­ast 40 pró­sent lands­manna bera mikið traust til þess. 

Sú stofnun sem bætir við sig mestu trausti milli ára er lög­reglan, en alls segj­ast 78 pró­sent lands­manna treysta henni vel. Það er sjö pró­sentu­stigum meira en í fyrra. Land­helg­is­gæslan hefur árum saman verið sú stofnun sem nýtur mest trausts í sam­fé­lag­inu og á því er engin breyt­ing nú. Alls segj­ast 87 pró­sent aðspurðra í könnun Gallup að þeir beri mikið traust til henn­ar, sem er einu pró­sentu­stigi meira en í fyrra. 

Eina stofn­unin sem stendur í stað á milli ára í traust­mæl­ing­unni er Háskóli Íslands. Hann er í þriðja sæti yfir þær stofn­anir sem þjóðin treystir best og nýtur trausts alls 77 pró­sent lands­manna.

Auglýsing

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent