200 færslur fundust merktar „stjórnsýsla“

Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, fyrrverandi forstjóri Skipulagsstofnunar.
Vind­orkan áskorun fyrir stjórn­kerfi skipu­lags- og orku­mála
Ásdís Hlökk Theodórsdóttir ræddi við Kjarnann fyrir skemmstu og fór þar yfir þau álitamál sem eru til staðar hvað vindorku varðar. Hún segir ekki sjálfgefið að nýta skuli þegar röskuð svæði, eins og til dæmis við hálendisbrúnina, undir vindmyllur.
5. janúar 2023
Veikleikar og brotalamir í skipulagsmálum á Íslandi
Eftir níu ár á forstjórastóli hjá Skipulagsstofnun söðlaði Ásdís Hlökk Theodórsdóttir um á árinu, yfir í kennslu og rannsóknir við Háskóla Íslands. Í viðtali við Kjarnann ræðir hún skipulagsmál á Íslandi, gæði byggðar og álitamál um beislun vindorkunnar.
30. desember 2022
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra.
Einn Héraðsdómur verði með yfirstjórn í Reykjavík en átta starfsstöðvar um landið
Starfshópur dómsmálaráðherra um sameiningu héraðsdómstólanna átta í eina stofnun leggur til að sameinaður dómstóll fái nafnið Héraðsdómur og hafi áfram starfsemi á þeim átta stöðum þar sem héraðsdómstólar starfa í dag.
16. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Ekki upplýst formlega en leitað til hennar „í krafti vináttu og persónulegra tengsla“
Forsætisráðherra segir að hún hafi ekki verið upplýst formlega um að ráðherra hafi sýnt af sér vanvirðandi framkomu. Þegar leitað sé til hennar sem trúnaðarvinar sé um persónuleg málefni að ræða sem kalli ekki á að hún setji þau í farveg stjórnsýslumála.
9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fullyrt að stjórnvöld hafi breytt reglugerð til að aðstoða Pussy Riot eftir beiðni Ragnars
Mikil leynd hefur ríkt yfir því hverjir hafa fengið útgefin sérstök íslensk vegabréf á grundvelli reglugerðarbreytingar sem undirrituð var í vor. Nú er fullyrt að hennii hafi verið breytt eftir að Ragnar Kjartansson leitaði til Katrínar Jakobsdóttur.
9. desember 2022
Mótmæli hafa orðið að nokkurskonar þjóðaríþrótt Íslendinga eftir bankahrunið.
Tíu atburðir og ákvarðanir sem okkur hefur verið sagt að læra af
Síðastliðin 14 ár hafa verið stormasöm. Margar rannsóknarskýrslur hafa verið gerðar sem sýndu aðra mynd en haldin var að almenningi. Stjórnmálamenn hafa tekið ákvarðanir sem hafa virst vera í andstöðu við gildandi lög eða þau viðmið sem eru ráðandi.
2. desember 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Umræður innan ráðuneytis leiddu til þess að leitað var til Hörpu
Í svari við fyrirspurn frá þingmanni Samfylkingar segir Lilja Alfreðsdóttir að einungis málefnaleg sjónarmið hafi ráðið för, að undangenginni ítarlegri rannsókn, er hún ákvað að skipa nýjan þjóðminjavörð án auglýsingar.
7. nóvember 2022
Nýr forstjóri Menntamálastofnunar ráðinn og tilkynnt um að stofnunin verði lögð niður
Þórdís Jóna Sigurðardóttir, fyrrverandi framkvæmdastýra Hjallastefnunnar, hefur verið ráðin forstjóri Menntamálastofnunar. Til stendur að leggja stofnunina niður og stofna aðra. Þórdís mun stýra nýju stofnuninni.
17. október 2022
Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar. Fjöldi verkefna á borði stofnunarinnar hefur aukist mikið á undanförnum árum.
Persónuvernd verði ekki skylt að rannsaka allar kvartanir sem berast
Dómsmálaráðuneytið hefur lagt fram frumvarpsdrög sem miða meðal annars að því að draga úr álagi á Persónuvernd. Stofnuninni er í dag gert að kveða upp úrskurð um hverja einustu kvörtun sem til hennar berst.
7. október 2022
Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður breytinga á lögum um stöðuveitingar.
Óheimilt verði að skipa í embætti ráðuneytisstjóra með flutningi
Þingmaður Samfylkingar fer fyrir frumvarpi um breytingar á lögum um stöðuveitingar þar sem ráðherra verður óheimilt að skipa í embætti ráðuneytisstjóra með flutningi. Einnig er lagt til að takmarka heimildir ráðherra til stöðuveitinga án auglýsingar.
3. október 2022
Frá 2009 hefur embættismaður verið fluttur til í annað embætti, án þess að starfið sem um ræðir sé auglýst.
Fimmtungur embættisskipana frá 2009 án auglýsingar
Á síðustu tólf árum hefur embættismaður 67 sinnum verið fluttur í annað embætti án auglýsingar, samkvæmt samantekt forsætisráðuneytisins yfir flutning embættismanna milli embætta frá 2009 til 2022.
2. október 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir skipaði Hörpu Þórsdóttur í embætti þjóðminjavarðar 25. ágúst.
Félag fornleifafræðinga vill að Lilja færi þjóðminjavörð aftur í fyrra starf
Því var haldið fram á forsíðu Fréttablaðsins í morgun að Lilja D. Alfreðsdóttir harmaði skipan nýs þjóðminjavarðar í síðasta mánuði. Ráðherrann hefur nú hafnað því að harma skipanina og segir að það standi ekki til að draga hana til baka.
27. september 2022
Ingvar Smári Birgisson, aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra, á einnig sæti í stjórn RÚV.
Meta hvort aðstoðarmanni ráðherra sé heimilt að sitja í stjórn Ríkisútvarpsins
Aðstoðarmaður dómsmálaráðherra sem hóf störf í vikunni situr einnig í stjórn Ríkisútvarpsins. Hann hefur tilkynnt forsætisráðuneytinu stjórnarsetuna sem mun meta hvort honum verði áfram heimilt að sitja í stjórn félagsins.
22. september 2022
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur lagt til breytingar á reglugerð sem heimila að dvalarleyfiskort, útgefin af Útlendingastofnun, verðti tekin gild sem rafræn skilríki.
Dvalarleyfiskort auðveldi aðgengi að rafrænum skilríkjum
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra leggur til að dvalarleyfiskort, útgefin af Útlendingastofnun, verði bætt á lista yfir viðurkennd persónuskilríki við útgáfu rafrænna skilríkja.
21. september 2022
Ingvar Smári Birgisson er nýr aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar.
Ingvar Smári leysir Teit Björn af hólmi hjá Jóni
Lögfræðingurinn Ingvar Smári Birgisson hefur verið ráðinn nýr aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, í kjölfar þess að Teitur Björn Einarsson var ráðinn yfir í stöðu aðstoðarmanns ríkisstjórnarinnar.
16. september 2022
Týr Þórarinsson
Áskorun til barnamálaráðherra!
6. september 2022
Þórrunn Sveinbjarnardóttir er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Nefndin aflar frekari gagna áður formleg skref vegna skipana án auglýsingar verða stigin
Skipun menningar- og viðskiptaráðherra á nýjum þjóðminjaverði án þess að starfið væri auglýst hefur vakið hörð viðbrögð. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoðar hvort hún ráðist í frumkvæðisathugun á skipun embættismanna án auglýsingar.
5. september 2022
Sigríður Víðis Jónsdóttir hefur verið ráðin tímabundið sem upplýsingafulltrúi félagsmála- og vinnumarkaðsráðuneytisins.
Sigríður Víðis ráðin upplýsingafulltrúi félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins
Sigríður Víðis Jónsdóttir hefur verið ráðin tímabundið til starfa sem upplýsingafulltrúi félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins. Fyrir nokkrum árum var hún aðstoðarmaður Guðmundar Inga Guðbrandssonar núverandi félags- og vinnumarkaðsráðherra.
2. september 2022
Harpa Þórsdóttir þjóðminjavörður og Lilja Alfreðsdóttir ráðherra menningarmála.
Grundvallarafstaðan til opinberra stöðuveitinga – og svo „heimurinn sem við búum við“
Lilja Alfreðsdóttir ráðherra menningarmála hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að skipa þjóðminjavörð án auglýsingar. Árið 2018 lýsti hún þeirri afstöðu sinni að almennt ætti að auglýsa störf forstöðumanna og segir þau orð standa, hvað sem öðru líði.
2. september 2022
Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.
Starfsmenn Þjóðminjasafnsins gagnrýna líka Lilju og segja verklagið lýsa metnaðarleysi
Enn eitt félagið hefur bæst á vagn þeirra sem opinberlega hafa lýst yfir andstöðu við það verklag sem ráðherra viðhafði þegar hún skipaði nýjan þjóðminjavörð án auglýsingar. Það beri „vott um ógagnsæja stjórnsýslu og kastar rýrð á málaflokkinn.“
1. september 2022
Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.
Hörð gagnrýni á Lilju fyrir að skipa þjóðminjavörð án auglýsingar
Það hefur verið meginregla í íslenskum lögum í tæp 70 ár að auglýsa laus embætti hja ríkinu laus til umsóknar. Það er æ sjaldnar gert. Ferlið í kringum skipan nýs þjóðminjavarðar er sagt „óvandað, ógegnsætt og metnaðarlaust“.
29. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Nú á að skila skýrslu ríkisendurskoðunar um bankasöluna í næsta mánuði
Þegar Ríkisendurskoðun tók að sér að gera stjórnsýsluúttekt á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka ætlaði hún að skila skýrslu í júní. Síðan átti að skila henni fyrir verslunarmannahelgi. Svo í ágúst. Nú er hún væntanleg í september.
26. ágúst 2022
Meirihluti ráðuneytisstjóra var skipaður án auglýsingar
Frá árinu 1954 hefur það verið meginregla í lögum á Íslandi að það skuli auglýsa opinberlega laus embætti hjá íslenska ríkinu. Eftir þessari meginreglu er þó ekki farið í mörgum tilvikum.
25. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Byggðarráð Skagafjarðar geldur varhug við því að héraðsdómstólum verði fækkað í einn
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni. Skagafjörður leggst að óbreyttu gegn áformunum.
24. ágúst 2022
Hreinn Loftsson, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Áslaug Hulda Jónsdóttir.
Hreinn tímabundið aðstoðarmaður ráðherra á ný og Áslaug Hulda fær fastráðningu
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur haft fjóra aðstoðarmenn á þeim tæpu níu mánuðum sem liðnir eru frá því að ný ríkisstjórn tók til starfa. Hreinn Loftsson, sem var aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar í tvær vikur í desember, er mættur aftur til starfa.
23. ágúst 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Stefán skipaður ráðuneytisstjóri í ráðuneyti Guðlaugs Þórs – Staðan ekki auglýst
Ráðuneytisstjórinn í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti hefur ráðið sig til starfa hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Ráðherra hefur þegar skipað næsta ráðuneytisstjóra á grundvelli laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.
22. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
17. ágúst 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
12. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
6. ágúst 2022
Guðmundur Björgvin Helgason er ríkisendurskoðandi.
Enn stefnt að því að skila úttektinni til þingsins í þessum mánuði
Ríkisendurskoðandi segir að ennþá sé stefnt að því að skila úttekt á sölu ríkisins á 22,5 prósenta hlut í Íslandsbanka til forseta Alþingis núna í ágústmánuði. Þá má vænta þess að þingmenn verði kallaðir úr sumarfríi til að fara yfir málin.
2. ágúst 2022
Tvö ráðuneyti ekki að birta upplýsingar úr málaskrám eins og lög gera ráð fyrir
Vegna uppstokkunar ráðuneyta innan hafa tvö ráðuneyti það sem af er ári ekki birt upplýsingar úr málaskrám sínum eins og þeim er skylt að gera samkvæmt upplýsingalögum. Það stendur þó til bóta.
1. ágúst 2022
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra.
Telur „álitaefni“ hvort sýslumannafrumvarp Jóns samræmist markmiðum byggðaáætlunar
Frumvarpsdrög frá Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra sem liggja frammi í samráðsgátt stjórnvalda hafa hlotið fremur dræmar undirtektir umsagnaraðila. Byggðastofnun er ekki sannfærð um að frumvarpið gangi í takt við nýsamþykkta byggðaáætlun.
29. júlí 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Katrín vill undanþágu frá lögum um varnir gegn hagsmunaárekstrum til að skrifa sögu
Frá því að lög um varnir gegn hagsmunaárekstrum tóku gildi í byrjun síðasta árs hafa tveir aðstoðarmenn, einn ráðuneytisstjóri og fjórir skrifstofustjórar beðið um undanþágu frá lögunum til að sinna öðrum störfum, með mismunandi árangri.
12. júlí 2022
Jákvæðni íslenskra kjósenda gagnavart aðild Íslands að Evrópusambandinu hefur stóraukist.
Íslenskir kjósendur ekki verið hallari undir markaðshyggju síðan árið 2007
Íslenskir kjósendur eru hallari undir markaðs- og alþjóðahyggju en þeir hafa verið í meira en áratug. Raunar mælist jákvæðni gagnvart aukinni markaðshyggju sú mesta frá 2007. Á sama tíma eru vinsældir einangrunarhyggju á undanhaldi.
9. júlí 2022
Magnús Júlíusson aðstoðarmaður háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráherra.
Mun hætta sem aðstoðarmaður ráðherra hljóti hann kjör í stjórn Festi
Aðstoðarmaður háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráherra, sem sækist eftir setu í stjórn Festi, segir að slík stjórnarseta samræmist ekki nýlegum lögum um varnir gegn hagsmunaárekstrum í Stjórnarráði Íslands – það sé alveg skýrt.
5. júlí 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
30. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
28. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
26. júní 2022
Páll Magnússon og Erna Kristín Blöndal
Páll hættir sem ráðuneytisstjóri og Erna Kristín tekur við keflinu
Nýtt skipulag mennta- og barnamálaráðuneytis tók gildi í dag og mun Erna Kristín Blöndal taka við af Páli Magnússyni sem ráðuneytisstjóri.
2. júní 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
20. maí 2022
Hans Miniar Jónsson
Það skiptir (ekki) máli hver stjórnar
23. apríl 2022
Lárus Blöndal stjórnarformaður og Jón Gunnar Jónsson forstjóri Bankasýslu ríkisins.
Ráðherrar hafi ekki gagnrýnt eitt né neitt í ferlinu og stjórnvöld verið ítarlega upplýst
Stjórn og starfsfólk Bankasýslunnar segir að framkvæmd útboðsins í Íslandsbanka hafi verið „í nánu samstarfi við stjórnvöld“, sem hafi verið „ítarlega upplýst um öll skref sem stigin voru“ og ekki komið fram með neina formlega gagnrýni.
19. apríl 2022
Ásdís Halla Bragadóttir verður áfram í embætti ráðuneytisstjóra í hinu nýja ráðuneyti.
Ásdís Halla skipuð ráðuneytisstjóri í ráðuneyti Áslaugar
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur skipað Ásdísi Höllu Bragadóttur í embætti ráðuneytisstjóra í háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðuneytinu.
13. apríl 2022
Til vinstri sést lóðin á milli Kleppsspítala og Holtagarða, þar sem björgunarmiðstöð á að rísa. Til hægri er svo afmörkuð með gulum línum sú ríkislóð sunnan við Borgarspítalann sem borgin fær til eignar. Þar á að þróa íbúabyggð.
Björgunarmiðstöð ríkisins við Holtagarða – Borgin fái stóra ríkislóð í Fossvogi á móti
Áformað er að stórhýsi fyrir viðbragðsaðila muni verða á 30.000 fermetra lóð Faxaflóahafna við Holtagarða, sem Reykjavíkurborg framselur til ríkisins. Í staðinn muni ríkið láta Reykjavíkurborg í té stærðarinnar lóð sunnan Borgarspítala undir íbúðir.
9. apríl 2022
Lilja Dögg Alfreðs­dótt­ir, ferða­mála-, menn­ing­ar- og við­skipta­ráð­herra, skipaði Skúla Eggert Þórðarson ríkisendurskoðanda í embætti ráðuneytisstjóra nýs menningar- og viðskiptaráðuneytis.
Umboðsmaður hættir athugun á skipun ríkisendurskoðanda í embætti ráðuneytisstjóra vegna aðkomu Alþingis
Umboðsmaður Alþingis hefur lokið athugun sinni á skipun ríkisendurskoðanda í stöðu ráðuneytisstjóra í nýju menningar- og viðskiptaráðuneyti í ljósi aðkomu Alþingis. Umboðsmaður tekur þó enga efnislega afstöðu til málsins.
22. mars 2022
Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar og viðskiptaráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir komin með efnahagsráðgjafa
Jón Þ. Sigurgeirsson hefur verið ráðinn til menningar og viðskiptaráðuneytisins. Á meðal hans helstu verkefna verður að veita ráðherra viðskipta ráðgjöf í efnahagsmálum.
17. mars 2022
Stjórnmálasamtök þurfa ekki að skrá sig formlega sem slík fyrir kosningar, en þurfa hins vegar að skrá sig ef þau ætla að fjárframlög frá sveitarfélögum eftir kosningar.
Ráðuneyti leiðréttir sig: Framboðum ekki skylt að skrá sig sem stjórnmálasamtök
Þvert á það sem dómsmálaráðuneytið sagði í gær er þeim stjórnmálasamtökum sem ætla að bjóða fram til sveitarstjórna í vor ekki skylt að skrá sig formlega sem stjórnmálasamtök hjá Ríkisskattstjóra fyrir kosningar.
17. mars 2022
Hér má sjá formenn stjórnmálasamtakanna tveggja sem skráð eru á Íslandi, Loga Einarsson formann Samfylkingar og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formann Viðreisnar.
Samfylkingin og Viðreisn eru einu skráðu stjórnmálasamtök landsins
Dómsmálaráðuneytið minnir á það í dag að vegna lagabreytinga þurfa öll stjórnmálasamtök sem ætla sér að bjóða fram til sveitarstjórna að skrá sig formlega sem stjórnmálasamtök hjá Ríkisskattstjóra. Í dag eru bara tveir flokkar búnir að skrá sig formlega.
16. mars 2022
Áslaug Arna braut gegn lögum með því að setja Ásdísi Höllu sem ráðuneytisstjóra
Umboðsmaður Alþingis segir að lögbundnar undantekningar frá því að auglýsa stöðu ráðuneytisstjóra í nýju ráðuneyti lausa til umsóknar, og að setja einhvern tímabundið í embættið á þeim grundvelli sem ráðuneytið byggði á, hafi ekki átt við.
4. mars 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Traust til Seðlabanka Íslands hríðfellur milli ára en traust til Alþingis eykst lítillega
Traust almennings til níu stofnana dregst saman milli ára. Mest dregst það saman gagnvart Seðlabanka Íslands, alls um tíu prósentustig. Embætti forseta Íslands og heilbrigðiskerfið tapa líka töluverðu trausti en lögreglan bætir vel við sig.
3. mars 2022
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Ásdís Halla og Sigríður Auður sækja um að verða ráðuneytisstjóri hjá Áslaugu Örnu
Á meðal þeirra átta sem sóttu um starf ráðuneytisstjóra í nýju ráðuneyti er sú sem var sett sem ráðuneytisstjóri þar nokkrum dögum áður sem staðan var auglýst og ráðuneytisstjóri í öðru ráðuneyti.
3. mars 2022
Þorgerður gagnrýnir Lilju harðlega í færslu á Facebook.
Eitt versta dæmi um valdníðslu í íslensku stjórnkerfi í lengri tíma
Þingmaður og formaður Viðreisnar gagnrýnir Lilju Alfreðsdóttur harðlega í færslu á Facebook og segir aðför þáverandi mennta- og menningarmálaráðherrans gegn einstaklingi, konu sem leitaði réttar síns, fordæmalausa.
26. febrúar 2022
Lilja Dögg Alfreðsdóttir ráðherra.
Hafdís Helga: Sært stolt Lilju „dýru verði keypt fyrir skattgreiðendur“
Hafdís Helga Ólafsdóttir skrifstofustjóri segir að málshöfðun Lilju Alfreðsdóttur á hendur sér sé dæmi um valdbeitingu á kostnað skattgreiðenda sem aldrei megi endurtaka sig.
25. febrúar 2022
Ásmundur Einar Daðason, Hafdís Helga Ólafsdóttir og Lilja Alfreðsdóttir.
Íslenska ríkið fellur frá málarekstrinum gegn Hafdísi Helgu og greiðir henni miskabætur
Kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu 2020 að Lilja Alfreðsdóttir hefði brotið jafnréttislög þegar hún skipaði Pál Magnússon í embætti ráðuneytisstjóra.
25. febrúar 2022
Á meðal þess sem Ríkisendurskoðun gagnrýnir í úttekt sinni er það að fyrrverandi dómsmálaráðherra hafi fengið að fljóta með þyrlu Gæslunnar til starfa í Reykjavík eftir að hafa verið í hestaferð úti á landi.
Olíukaup í Færeyjum, flugferðir ráðamanna og flugvél sem er sjaldnast heima
Ríkisendurskoðun finnur að ýmsum atriðum í rekstri Landhelgisgæslu Íslands í nýrri úttekt sem Alþingi bað um og kynnt var fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í vikunni. Flogið var með ráðamenn þjóðarinnar tíu sinnum í loftförum LHG á árunum 2018-2020.
25. febrúar 2022
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins.
Fasteignahluti Þjóðskrár færður til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar
Öll verkefni tengd fasteignaskrá og fasteignamati verða flutt frá Þjóðskrá Íslands til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Engar uppsagnir fylgja þessari uppstokkun, samkvæmt tilkynningu innviðaráðuneytisins.
24. febrúar 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Nefnd forsætisráðherra segir alla þrjá umsækjendur vera hæfa til að dæma við MDE
Þrjár umsóknir bárust frá íslenskum lögfræðingum um stöðu dómara við Mannréttindadómstól Evrópu og nefnd hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að þeir séu allir hæfir í starfið. Stjórnarformaður Landsvirkjunar er á meðal umsækjenda.
4. febrúar 2022
Skrifstofa Alþingis birti í gær minnisblað um álitaefni vegna skipunar Skúla Eggerts Þórðarsonar fv. ríkisendurskoðanda í embætti ráðuneytisstjóra.
Ekkert í lögum girði fyrir flutning embættismanna á milli greina ríkisvaldsins
Skrifstofa Alþingis segir ekkert í lögum girða fyrir flutning ríkisendurskoðanda í stöðu ráðuneytisstjóra. Ekki er tekin þó afstaða til þess hvort heppilegt sé að flytja embættismann sem kjörinn er af þinginu í embætti sem heyri undir ráðherra.
3. febrúar 2022
Skúli Magnússon er Umboðsmaður Alþingis.
Umboðsmaður krefur tvo ráðherra svara um ráðuneytisstjóraráðningar
Umboðsmaður Alþingis sendi í dag bréf á ráðherrana Lilju Alfreðsdóttur og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og óskaði eftir skýringum á skipan og setningu þeirra á æðstu embættismönnum nýrra ráðuneyta.
1. febrúar 2022
Ásdís Halla tímabundið sett ráðuneytisstjóri háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur sett Ásdísi Höllu Bragadóttur sem ráðuneytisstjóra til næstu þriggja mánaða.
31. janúar 2022
Skúli Eggert Þórðarson hefur verið skipaður ráðuneytisstjóri hins nýja menningar- og viðskiptaráðuneytis.
Ríkisendurskoðandi skipaður ráðuneytisstjóri
Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi hefur verið skipaður ráðuneytisstjóri í nýju menningar- og viðskiptaráðuneyti.
27. janúar 2022
Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður Landvirkjunar og fyrrverandi formaður kjararáðs er einn þriggja sem sækjast eftir dómaraembættinu í Strassborg.
Stjórnarformaður Landsvirkjunar og tvö til sækjast eftir dómaraembætti við MDE
Þrjár umsóknir bárust frá íslenskum lögfræðingum um stöðu dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Þing Evrópuráðsins tekur ákvörðun um skipan í embættið. Stjórnarformaður Landsvirkjunar er á meðal umsækjenda.
20. janúar 2022
Það að skipa stjórn yfir Landspítala var á meðal mála sem stjórnarflokkarnir náðu saman um í nýjum stjórnarsáttmála.
Sjö manna stjórn yfir Landspítala verði skipuð til tveggja ára í senn
Skipunartími stjórnarmanna í nýrri stjórn Landspítala verður einungis tvö ár, samkvæmt nýjum frumvarpsdrögum. Talið er mikilvægt að hægt verði að skipa ört í stjórnina fólk sem hefur sérþekkingu á þeim verkefnum sem Landspítali tekst á við hverju sinni.
17. janúar 2022
Óljósar ábendingar til ráðuneytis og réttarfarsnefndar tilefni til lagabreytinga
Drög að breytingum á lögum um réttarfar og dómstóla sem nýlega voru lögð fram í samráðsgátt voru sögð fram sett m.a. vegna ábendinga sem borist hefðu ráðuneyti og réttarfarsnefnd. Engar skriflegar ábendingar hafa þó borist, samkvæmt dómsmálaráðuneytinu.
15. janúar 2022
Frumvarpsdrög veiti stétt dómara of mikið vald yfir skipan dómara
Nýdoktor í lögfræði gerir athugasemdir við breytingar á lagaákvæðum um skipan dómara sem settar eru fram í frumvarpsdrögum frá dómsmálaráðuneytinu. Drögin voru sett fram á Þorláksmessu og athugasemdafrestur vegna þeirra rann út í gær.
11. janúar 2022
Iðunn Garðarsdóttir og Kári Gautason verða aðstoðarmenn Svandísar Svavarsdóttur í atvinnuvegaráðuneytinu.
Kári og Iðunn verða aðstoðarmenn Svandísar
Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ráðið þau Kára Gautason og Iðunni Garðarsdóttur sem aðstoðarmenn.
4. janúar 2022
Gylfi Arnbjörnsson hefur verið fenginn til ráðgjafarstarfa í tengslum við mótun framtíðarskipulags mennta- og barnamálaráðuneytisins.
Gylfi ráðinn sem ráðgjafi við mótun ráðuneytis Ásmundar Einars
Fyrrverandi forseti Alþýðusambandsins hefur verið ráðinn sem tímabundinn ráðgjafi við mótun framtíðarskipulags mennta- og barnamálaráðuneytisins.
15. desember 2021
Róbert segist meðal annars ætla að fara aftur í fjallaleiðsögn.
Róbert hættir sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar – „Frelsinu feginn“
Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar mun hætta störfum um áramótin. Hann segist vera þakklátur fyrir dýrmæta reynslu með frábærum vinnufélögum en líka frelsinu feginn.
8. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason mun taka við málinu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur af Lilju Alfreðsdóttur. Hér eru þau saman á kosningavöku Framsóknarflokksins í september.
Ásmundur Einar tekur við málarekstri Lilju gegn Hafdísi
Nýr mennta- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins hefur fengið í fangið mál sem varðar brot forvera hans í embætti og samflokkskonu gegn jafnréttislögum. Það bíður hans að taka ákvörðun um hvort málarekstri fyrir Landsrétti skuli haldið til streitu.
3. desember 2021
Ásdís Halla Bragadóttir.
Ásdís Halla ráðin til að koma að mótun nýs ráðuneytis Áslaugar Örnu
Ásdís Halla Bragadóttir fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ hefur verið ráðin sem verkefnastjóri við undirbúning nýs ráðuneytis vísinda, iðnaðar og nýsköpunar.
3. desember 2021
Róbert Marshall upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Innsláttarvilla í Stjórnartíðindum hafði engin lögformleg áhrif
Guðlaugur Þór Þórðarson verður ekki ráðherra lista og menningarmála auk þess að fara með umhverfismál í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Innsláttarvilla á vef Stjórnartíðinda gaf ranglega til kynna að svo yrði, en hún hafði engin lögformleg áhrif.
29. nóvember 2021
Reykjavíkurborg hefur prentað og dreift svipuðu kynningarblaði árlega undanfarin ár.
Borgin setti 11,7 milljónir í kynningarblað um íbúðauppbyggingu
Það kostaði Reykjavíkurborg rúmar 11,7 milljónir króna að koma 64 blaðsíðna kynningarblaði um íbúðauppbyggingu í borginni inn á rúmlega 60 þúsund heimili á höfuðborgarsvæðinu undir lok októbermánaðar.
18. nóvember 2021
Árni Páll Árnason.
Árni Páll skipaður í stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA
Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar hefur gengt starfi varaframkvæmdastjóra Uppbyggingarsjóðs EES undanfarið. Hann hefur nú verið skipaður í stjórn ESA.
28. september 2021
Magnús Rannver Rafnsson
Hnattræn hlýnun er knúin af mannvirkjagerð
17. september 2021
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Björn Þorfinnsson og Jakob Frímann Magnússon.
Ritstjóri DV: „Stórslys fyrir lýðræðið“ ef frambjóðandi Flokks fólksins næði inn á þing
Björn Þorfinnsson ritstjóri DV svarar athugasemdum Ástu Lóu Þórsdóttur, frambjóðanda Flokks fólksins, við fréttaflutning af máli Jakobs Frímanns Magnússonar fullum hálsi í dag. Ritstjórinn segir frambjóðandann gaspra af ábyrgðarleysi.
10. september 2021
Hæstiréttur Íslands hyggst framvegis auglýsa störf aðstoðarmanna dómara, eftir að hafa ráðið 23 án auglýsingar frá árinu 2006.
Dómsmálaráðuneytið sagði dómstólasýslunni að segja dómstólunum að fara eftir reglum
Eftir fyrirspurnir frá þingmanni Pírata sem leiddu í ljós að ekki var verið að fara eftir reglum við ráðningar aðstoðarmanna við dómstóla landsins skrifaði dómsmálaráðuneytið dómstólasýslunni bréf, með beiðni um að ræða við dómstólana.
28. ágúst 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, lagði fram frumvarpið sem lagði niður embætti skattrannsóknarstjóra í þeirri mynd sem það var.
Stór mál hjá skattrannsóknarstjóra setið föst síðan í maí og ekki færst til héraðssaksóknara
Lög sem lögðu niður embætti skattrannsóknarstjóra og gerðu það að deild innan Skattsins voru samþykkt í apríl og tóku gildi nokkrum dögum síðar. Setja þarf verklagsreglur svo hægt sé að færa rannsóknir til héraðssaksóknara. Þær hafa enn ekki verið settar.
26. ágúst 2021
Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata fékk ítarleg svör um ráðningar aðstoðarmanna við Hæstarétt frá ráðuneyti dómsmála.
Tuttugu og þrír aðstoðarmenn ráðnir inn í Hæstarétt án auglýsingar frá 2006
Frá árinu 2006 hafa 23 einstaklingar verið ráðnir í störf aðstoðarmanna dómara við Hæstarétt, án auglýsingar í hvert einasta skipti. Allir aðstoðarmennirnir hlutu lögfræðimenntun sína við Háskóla Íslands.
25. ágúst 2021
Gylfi Arnbjörnsson fyrrverandi forseti ASÍ er á meðal þeirra sem sækjast eftir embættinu.
Rúmlega tuttugu sækjast eftir skrifstofustjórastöðu í forsætisráðuneytinu
Fyrrverandi forseti ASÍ og fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins eru á meðal umsækjenda um auglýst starf skrifstofustjóra á skrifstofu stefnumála í forsætisráðuneytinu.
25. ágúst 2021
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Gunnar Smári kvartar til umboðsmanns Alþingis vegna framkvæmdar kosninganna
Sósíalistaflokkur Íslands telur að framboð sitt til Alþingis njóti ekki jafnræðis við kynningu á kjörstað. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafnar því að starfsmaður þess hafi sagt að ekki væri kominn listabókstafur fyrir flokkinn.
19. ágúst 2021
Ragnar Aðalsteinsson
Er Alþingi löglaus stjórnarskrárbrjótur?
14. ágúst 2021
Heiða Björg Pálmadóttir
Heiða Björg nýr skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að skipa Heiðu Björgu Pálmadóttur í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu innviða heilbrigðisþjónustu í ráðuneytinu.
13. ágúst 2021
Telja að stjórnsýslulög hafi verið þverbrotin með skipun Páls sem ráðuneytisstjóra
Það hefur vart farið framhjá mörgum að skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu kærði ráðningu á ráðuneytisstjóra í mennta- og menningamálaráðuneytinu til kærunefndar jafnréttismála, og vann.
11. ágúst 2021
Fjalar Sigurðarson ráðinn upplýsingafulltrúi dómsmálaráðuneytis
Fjalar var áður markaðsstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands en hún var lögð niður 1. júlí. Alls sóttu 34 um starf upplýsingafulltrúa sem var auglýst í vor.
5. ágúst 2021
Benedikt Árnason er nýr ráðuneytisstjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.
Benedikt Árnason skipaður ráðuneytisstjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur skipað Benedikt Árnason í embætti ráðuneytisstjóra í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.
23. júlí 2021
Meirihluti sveitarstjórnar í Borgarbyggð neitaði að láta íbúa hafa skýrslu sem KPMG vann um fjárhagsmálefni sveitarfélagsins.
Borgarbyggð skikkuð til að afhenda íbúa endurskoðunarskýrslu
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur skikkað Borgarbyggð til þess að afhenda íbúa í sveitarfélaginu skýrslu sem KPMG vann fyrir sveitarstjórnina undir lok síðasta árs. Oddviti minnihluta sveitarstjórnar segir það hið besta mál.
21. júlí 2021
Alls sóttu sjö um embætti dómara sem hefur starfsstöð við Héraðsdóm Reykjavíkur en sinnir störfum við alla héraðsdómstóla.
Björn Þorvaldsson metinn hæfastur til að verða skipaður í embætti héraðsdómara
Alls sóttu sjö um embættið sem var auglýst í maí. Björn hefur í tæplega 18 ár fengist við rannsókn sakamála og ákvörðun um saksókn og við flutning sakamála fyrir dómi, fyrst sem fulltrúi en síðar sem saksóknari.
19. júlí 2021
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
18. júní 2021
Sjúkratryggingar Íslands greiða stærstan hluta af þjónustu sem veitt er á Heilsustofnuninni í Hveragerði.
Lítið gerst í úttekt á Heilsustofnun í Hveragerði og óvíst hvort henni verði haldið áfram
Fyrir rúmum tveimur árum var gerður nýr þjónustusamningur við Heilsustofnunina í Hveragerði. Skömmu síðar var upplýst um rekstrarkostnað sem vakti upp spurningar. Ráðist var í úttekt á starfseminni í kjölfarið. Hún hefur engu skilað.
17. júní 2021
Fjöldi skjala sem send eru rafrænt hefur vaxiið hratt á nýliðnum árum.
Gögnum frá opinberum aðilum verði miðlað til einstaklinga með stafrænum hætti
Bréfpóstur verður enn í boði fyrir þá sem það kjósa en að meginreglu verða gögn frá hinu opinbera send einstaklingum og lögaðilum með stafrænum hætti í kjölfar nýrra laga. Breytingin er talin spara ríkissjóði 300-700 milljónir króna á ári.
16. júní 2021
Fyrirtækið Vörðuberg uppfyllti ekki skilyrði um hæfi í útboði borgarinnar.
Fengu ekki að laga gangstéttir borgarinnar vegna Landsréttardóms frá 2018
Verktakafyrirtækið Vörðuberg átti nýlega lægsta tilboðið í gangstéttaviðgerðir í Reykjavík. Tilboðinu var þó hafnað, þar sem eini hluthafi félagsins, samkvæmt síðasta ársreikningi, hlaut árið 2018 dóm í Landsrétti fyrir ýmis brot í rekstri annarra félaga.
14. júní 2021
Samskiptavandi þeirra Vigdísar Hauksdóttur borgarfulltrúa Miðflokksins og Helgu Bjargar Ragnarsdóttur, skrifstofustjóra á skrifstofu borgarstjóra var kveikjan að úttektinni.
Lang flestir viðmælendur telja einelti viðgangast á vettvangi borgarráðs
Í niðurstöðum úttektar á starfsumhverfi í borgarráði segir m.a.: „Það hlýtur að skapa mikið varnarleysi hjá starfsmönnum Reykjavíkurborgar að upplifa að hægt sé að niðurlægja einstaklinga með nafni í fjölmiðlum og geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér.“
10. júní 2021
Tesla-bifreið fyrir framan Hallgrímskirkju.
Hafa lokað tímabundið á níu lögmenn frá árinu 2016
Eftirlit Samgöngustofu með uppflettingum lögmanna í ökutækjaskrá fer fram með árlegu slembiúrtaki. Síðan 2016 hafa níu lögmenn verið staðnir að því að misnota víðtækan aðgang sinn að ökutækjaskránni og aðgangi þeirra verið lokað tímabundið.
4. júní 2021
Kristín Þorsteinsdóttir fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins er á meðal umsækjenda um stöðu upplýsingafulltrúa dómsmálaráðuneytisins.
Fyrrverandi ritstjórar sækjast eftir upplýsingafulltrúastöðu í ráðuneyti
Alls sækjast 34 einstaklingar eftir starfi upplýsingafulltrúa dómsmálaráðuneytisins, sem auglýst var á dögunum.
1. júní 2021
Vildu að Lilja útskýrði orð sín um að Samherji hefði gengið „of langt“
Lögmaður á vegum Samherja óskaði eftir því 27. apríl að Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra útskýrði nákvæmlega hvað hún átti við, þegar hún sagði á þingi deginum áður að Samherji hefði gengið „of langt“ í viðbrögðum sínum.
31. maí 2021
Skýrslan var kynnt á blaðamannafundi 12. maí. Hér sjást Sveinn Agnarsson, ritstjóri skýrslunnar, og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Engin formleg gögn til um afhendingu skýrslu til Morgunblaðsins og Fréttablaðsins
Kjarninn falaðist eftir því að fá gögn um samskipti starfsmanna ráðuneytis við blaðamenn Morgunblaðsins og Fréttablaðsins vegna skýrslu sem þessir miðlar fengu afhenta en Kjarnanum var synjað um. Engin formleg gögn eru til, segir ráðuneytið.
31. maí 2021
Skúli Magnússon var boðinn velkominn til starfa af þeim Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis og Rögnu Árnadóttur skrifstofustjóra þingsins fyrr í mánuðinum.
Nýr umboðsmaður ætlar í leyfi frá HÍ og vonast eftir meira fé frá pólitíkinni
Nýr umboðsmaður Alþingis er enn að ljúka síðustu verkunum við lagadeild Háskóla Íslands. Í bili. Hann segir við Kjarnann að stofnunin þurfi meira fé til að geta gert annað og meira en að „standa við færibandið“ og vinna úr kvörtunum.
18. maí 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
„Mér er hvoru tveggja ljúft og skylt að biðjast afsökunar á þessum leiðu mistökum“
Kjarninn óskaði eftir að fá afhenda skýrslu um stöðu og horfur í íslenskum sjávarútvegi í gær en fékk þau svör frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu að ekki væri hægt að verða við þeirri bón. Bæði Morgunblaðið og Markaðurinn fengu skýrsluna í gær.
12. maí 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, mun skipa í embættið.
Yfir hundrað manns sóttu um embætti skrifstofustjóra stafrænna samskipta
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra mun brátt skipa í stöðu þess sem mun leiða starfræna þróun í samfélaginu fyrir hönd stjórnarráðsins næstu fimm árin.
26. apríl 2021
Hluti þeirra sem eru ákærðir í málinu.
Namibísk stjórnvöld vilja fá þrjá Samherjamenn framselda
Íslensk lög heimila ekki að íslenskir ríkisborgarar séu framseldir. Því hefur vararíkissaksóknari hafnað beiðni namibískra stjórnvalda um að þrír núverandi og fyrrverandi starfsmenn Samherja verði framseldir til landsins.
23. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
21. apríl 2021
Halla Hrund Logadóttir.
Halla Hrund næsti orkumálastjóri
Hæfisnefnd mat fimm umsækjendur um starf orkumálastjóra hæfa. Eftir viðtöl við þá taldi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir að Halla Hrund Logadóttir væri hæfust þeirra til að gegna starfinu næstu fimm árin.
19. apríl 2021
Róbert Farestveit, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Vilhjálmur Hilmarsson
Samkeppni skiptir sköpum fyrir lífskjör á Íslandi
19. apríl 2021
Í bréfinu voru skipulagsbreytingar Þjóðskrár sagðar vanhugsaðar og gerðar í litlu samráði við starfsmenn.
Kraumandi óánægja hjá Þjóðskrá – starfsmenn kvörtuðu til ráðherra
Hluti starfsmanna Þjóðskrár sendi á dögunum bréf á samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, þar sem miklar aðfinnslur voru gerðar við skipulagsbreytingar og stjórnunarhætti hjá stofnuninni. Mikilvæg verkefni voru sögð í uppnámi.
17. apríl 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Sigurður Ingi ekki ánægður með leka á WOW-skýrslu Ríkisendurskoðunar
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra vill vita hvort það þurfi ekki að taka upp nýja verklagsreglu um trúnað þegar skýrslur sem trúnaður er á leka út.
15. apríl 2021
Sveitarfélög þar sem raforkuframleiðsla fer fram vilja geta lagt skatta á virkjanamannvirkin og segjast verða af milljörðum á ári vegna undanþágu, sem flokka megi sem ólögmæta ríkisaðstoð. Mynd frá Þeistareykjum..
Vilja fá skatttekjur af virkjanamannvirkjum og kvarta til ESA vegna ívilnana
Samtök orkusveitarfélaga ætla, með stuðningi Sambands íslenskra sveitarfélaga, að kvarta til eftirlitsstofnunar EFTA vegna undanþágu í lögum sem gerir það að verkum að ekki er hægt að leggja fasteignaskatta á virkjanamannvirki.
15. apríl 2021
Synjun borgarinnar byggði meðal annars á því að innsendu erindin, þar sem fram komu athugasemdir íbúa, félagasamtaka og fyrirtækja um breytingar á borgarskipulaginu, ætti að kynna kjörnum fulltrúum áður en þau væru afhent almenningi.
Innsend erindi teljast fyrirliggjandi gögn óháð því hvort borgarfulltrúar hafi séð þau eða ekki
Afgreiðsla Reykjavíkurborgar á gagnabeiðni frá Kjarnanum var haldin verulegum annmörkum, að mati úrskurðarnefndar. Borgin hélt því fram að innsend erindi um skipulagsmál gætu ekki talist fyrirliggjandi gögn fyrr en borgarfulltrúar hefðu kynnt sér þau.
10. apríl 2021
Lögfræðingur í forsætisráðuneytinu sagðist ekki telja vafa um lagaheimild vegna sóttvarnahúsa
Lögfræðingur í forsætisráðuneytinu sagði í minnisblaði til forsætisráðherra 29. mars að það léki ekki vafi á því að lagaheimild væri til staðar til þess að gera það sem Héraðsdómur Reykjavíkur sagði svo að mætti ekki.
9. apríl 2021
Ýmiskonar gögnum umfram ársreikninga um fyrirtæki landsins er safnað saman í hlutafélagaskrá. Í dag er hægt að kaupa þau gögn af einkaaðilum. Nokkrir þingmenn vilja gera það aðgengi gjaldfrjálst.
Vill að frumvarp um aukinn gjaldfrjálsan aðgang að gögnum verði endurskoðað
Þingmenn þriggja flokka hafa lagt fram frumvarp um að allar upplýsingar sem safnað er saman í hlutafélagaskrá verði aðgengilegar öllum án gjalds. Ríkisskattstjóri er ekki hrifinn af breytingunni.
4. apríl 2021
Þorsteinn Sigurðsson hefur verið skipaður forstjóri Hafrannsóknastofnunar.
Þorsteinn Sigurðsson skipaður nýr forstjóri Hafró
Kristján Þór Júlíusson hefur skipað Þorstein Sigurðsson í embætti forstjóra Hafrannsóknastofnunar. Sigurður Guðjónsson, sem stýrt hefur stofnuninni frá 2016, var á meðal umsækjenda um stöðuna en hlaut ekki skipan að nýju.
31. mars 2021
Páll Gunnar Pálsson
Samkeppniseftirlitið og hagsmunir af beitingu samkeppnislaga
31. mars 2021
WOW air féll 28. mars 2019.
Stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar vegna falls WOW air er tilbúin
Skýrsla Ríkisendurskoðunar þar sem rýnt er í aðgerðir Samgöngustofu og Isavia í aðdraganda þess að WOW air varð gjaldþrota í lok í mars 2019 er tilbúin. Gera má ráð fyrir að úttektin verði tekin til umræðu í þingnefnd eða -nefndum eftir páska.
26. mars 2021
Sif Gunnarsdóttir hefur verið skipuð nýr forsetaritari.
Sif Gunnarsdóttir nýr forsetaritari
Sif Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri menningarmála á menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar, hefur verið skipuð forsetaritari. Alls sóttust 60 manns eftir embættinu þegar það var auglýst í lok síðasta árs.
19. mars 2021
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, beindi fyrirspurn sinni til mennta- og menningarmálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma í dag.
Segir persónulegar skoðanir ráðherra ráða för en ekki hagsmuni ríkisins
Þingmaður Viðreisnar spurði mennta- og menningarmálaráðherra út í ákvarðanatöku um áfrýjun til Landsréttar í dómsmáli ráðherrans vegna ráðningar ráðuneytisstjóra. Faglega að öllu staðið að mati ráðherrans.
12. mars 2021
Benedikt Jóhannesson
Ráðherranum berst aldrei bréf
9. mars 2021
Lilja Alfreðsdóttir hafði ekkert tjáð sig um málið frá því dómur Héraðsdóms Reykjavíkur lá fyrir og var búin að gefa það út að hún ætlaði ekki að gera það.
Lilja rýfur þögnina og segir áfrýjunina byggja á lögfræðiálitunum
Ákvörðun Lilju Alfreðsdóttur um að áfrýja niðurstöðu í máli sínu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur til Landsréttar byggir á því sem fram kemur í lögfræðiálitum sem Lilja aflaði sér í sumar, áður en ákveðið var að sækja málið fyrir dómstólum.
9. mars 2021
Tíu staðreyndir um Ásmundarsalsmálið og eftirmála þess
Ráðherra varð uppvís að því að vera viðstaddur viðburð/samkvæmi/listaverkasölu á Þorláksmessu, þegar strangar sóttvarnarreglur voru við lýði. Grunur var um brot á þeim. Síðan þá hefur málið tekið marga pólitíska snúninga. Hér eru helstu staðreyndir þess.
6. mars 2021
Jón Þór Ólafsson þingmaður og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
Jón Þór vill að skrifstofa Alþingis kanni hvenær trúnaður geti talist brotinn
Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar telur sig ekki hafa brotið trúnað með ummælum um það sem fram fór á fundi nefndarinnar með lögreglustjóra í vikunni. Hann vill fá skrifstofu Alþingis til að kanna hvar formleg mörk um trúnaðarrof liggi.
5. mars 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra laut í lægra haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Menntamálaráðherra tapaði í Héraðsdómi Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um að úrskurði kærunefndar jafnréttismála yrði hnekkt. Úrskurðurinn í kærumáli Hafdísar Helgu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, stendur.
5. mars 2021
Ráðuneytin byrjuðu á föstudag að birta upplýsingar úr málaskrám sínum, eins og þeim ber að gera samkvæmt breytingum á upplýsingalögum.
Óvart of mikið gagnsæi hjá heilbrigðisráðuneytinu
Persónuverndarfulltrúi stjórnarráðsins tilkynnti í gær öryggisbrest til Persónuverndar vegna mistaka sem urðu við birtingu á upplýsingum úr málaskrá heilbrigðisráðuneytisins. Rangt skjal með of miklum upplýsingum fór á vefinn í skamma stund.
3. mars 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.
Segir það vekja furðu hvernig stjórnmálamenn og fjölmiðlar „hamast á dómsmálaráðherra“
Hreinn Loftsson segir dómsmálaráðherra ekki hafa gert neitt rangt þegar hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag vegna Ásmundarsalsmálsins. Fjölmiðlar hafi ekki virt helgifrið og heimtað svör frá ráðherranum.
2. mars 2021
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ritdómur um Spegil fyrir skuggabaldur
1. mars 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
27. febrúar 2021
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, er ein þeirra sem skráð voru sem hagsmunaverðir á vegum samtakanna.
Hagsmunasamtök heimilanna þau einu sem hafa tilkynnt hagsmunaverði
Ekkert stóru hagsmunasamtakanna í landinu hefur tilkynnt starfsmenn sína sem vinna við að hafa áhrif á ákvarðanir stjórnvalda sem hagsmunaverði, þrátt fyrir að lög sem krefjist þess hafi tekið gildi fyrir tveimur mánuðum.
26. febrúar 2021
Símon Sigvaldason
Dómsmálaráðherra gerir tillögu um að skipa Símon Sigvaldason í Landsrétt
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill að Símon Sigvaldason verði skipaður í eina lausa stöðu við Landsrétt. Það þýðir að Jón Finnbjörnsson, sem er í leyfi og sótti um endurskipun, fær hana ekki.
26. febrúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Einn hefur skráð sig sem hagsmunavörð
Þrátt fyrir að lög sem kveða á um skráningu hagsmunavarða hafi tekið gildi í byrjun árs hefur einungis einn skráð sig hjá hinu opinbera. Vinna við sérstakt vefsvæði, þar sem upplýsingar um skráða hagsmunaverði verða aðgengilegar, er á lokastigi.
26. febrúar 2021
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis lætur af störfum í lok apríl.
Tryggvi hættir sem umboðsmaður Alþingis eftir rúm 22 ár í starfi
Tryggvi Gunnarsson, sem skipaður var umboðsmaður Alþingis árið 1998, hefur beðist lausnar og forsætisnefnd Alþingis samþykkt beiðni hans. Nýr umboðsmaður verður kjörinn af Alþingi fyrir lok aprílmánaðar.
25. febrúar 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins.
Ólögleg skipan dómara í Landsrétt kostaði skattgreiðendur að minnsta kosti 141 milljón
Beinn kostnaður íslenska ríkisins vegna þess að Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt hefur verið birtur.
23. febrúar 2021
Dómnefnd metur Símon Sigvaldason hæfastan til að setjast í Landsrétt
Af þeim fjórum sem voru ekki metnir hæfastir til að setjast í Landsrétt sumarið 2017, en voru samt skipaðir í embætti við réttinn, er einungis einn sem hefur ekki fengið nýja skipun. Sá var ekki metinn hæfastur umsækjenda um lausa stöðu.
22. febrúar 2021
Alþingi Íslendinga.
Traust til Alþingis hefur ekki mælst meira frá því fyrir hrun
Traust til stofnanna jókst á síðastliðnu ári. Mest jókst það gagnvart heilbrigðiskerfinu og traust til Seðlabanka Íslands hefur aukist mjög mikið á tveimur árum. Um þriðjungur landsmanna treystir Alþingi.
20. febrúar 2021
Upplýsingafulltrúar ráðuneyta og undirstofnana kosta hátt í 400 milljónir króna á ári
Launakostnaður upplýsingafulltrúa ráðuneyta hefur aukist um 40 prósent á þessu kjörtímabili. Fyrir utan þá eru margar undirstofnarnir ráðuneyta með starfsmenn sem sinna upplýsinga- og kynningarmálum.
17. febrúar 2021
Ein spillingarmæling sker sig úr og dregur Ísland niður listann hjá Transparency International
Mat tveggja íslenskra fræðimanna sem fjalla reglulega um stöðu íslensks stjórnkerfis fyrir þýska hugveitu er að spillingarvarnir á Íslandi komi ekki í veg fyrir mögulega spillingu. Hin Norðurlöndin koma betur út í sambærilegu mati eigin sérfræðinga.
4. febrúar 2021
Tilkynningarskyldir aðilar, til dæmis bankar, eiga að framkvæma aukna áreiðanleikakönnun þegar viðskiptamenn þeirra eru háttsettir opinberir starfsmenn.
Fjármálaeftirlitið birtir lista yfir opinber störf sem teljast háttsett
Á vef Seðlabanka Íslands má nú nálgast lista yfir starfsheiti sem Fjármálaeftirlitið skilgreinir sem háttsett opinber störf. Listinn er settur fram vegna reglugerðar um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sem tók gildi í fyrra.
2. febrúar 2021
Eva Bergþóra Guðbergsdóttir mun leiða samskiptateymi Reykjavíkurborgar.
Eva Bergþóra ráðin teymisstjóri samskiptateymis Reykjavíkurborgar
Fyrrverandi aðstoðarfréttastjóri á Stöð 2 og Bylgjunni sem hefur starfað hjá háskóla í Kaliforníu í Bandaríkjunum undanfarinn áratug hefur verið ráðin til að leiða upplýsingagjöf Reykjavíkurborgar.
2. febrúar 2021
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
20. janúar 2021
Betri samgöngur ohf. hefur yfirumsjón með þeim samgönguframkvæmdum sem á að ráðast í á höfuðborgarsvæðinu á komandi árum og fjármögnun þeirra. Mynd úr safni.
Stjórn Betri samgangna réði Davíð eftir að þrír umsækjendur spreyttu sig á verkefni
Árni Mathiesen, stjórnarformaður Betri samgangna ohf., segir að stjórn félagsins hafi tekið lokaákvörðun um að ráða Davíð Þorláksson sem framkvæmdastjóra eftir ferli þar sem 18 manns sóttu um, sjö voru tekin í viðtöl og þrjú látin leysa verkefni.
14. janúar 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
60 manns vilja verða næsti forsetaritari Íslands
Á meðal þeirra sem vilja verða næsti forsetaritari er fyrrverandi þingmaður, aðstoðarmaður forstjóra Landsspítalans og upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins.
12. janúar 2021
Umboðsmaður Alþingis segir afstöðu fjármálaráðuneytisins ekki í samræmi við lög
Tveir forstöðumenn ríkisstofnana voru óánægðir með hvar fjármála- og efnahagsráðherra raðaði þeim á launakvarða. Þeir óskuðu eftir rökstuðningi en fengu ekki þar sem ráðherra taldi ákvörðunina ekki heyra undir stjórnsýslulög.
11. janúar 2021
Ómar H. Kristmundsson
Að gefnu tilefni: Hugleiðingar um skipanir dómara
17. desember 2020
Athugasemdir gerðar við aukastörf íslenskra dómara
Þrátt fyrir að meginreglan í lögum um dómstóla sé sú að dómarar skuli ekki sinna öðrum störfum eru margir dómarar sem sinna aukastörfum, til dæmis setu í stjórnsýslunefndum og háskólakennslu. Þetta þykir ekki öllum æskilegt.
16. desember 2020
Allar póstsendingar frá hinu opinbera verði stafrænar árið 2025
Gert er ráð fyrir að ríkið spari sér 300-700 millljónir á ári með því að senda öll gögn í stafræn pósthólf fremur en með bréfpósti. Frumvarpsdrög fjármálaráðherra um þetta hafa verið lögð fram í samráðsgátt stjórnvalda.
24. nóvember 2020
GRECO, samtök gegn spillingu, segja að Ísland verði að gera meira
Ísland þarf að gera meira til þess að koma í veg fyrir spillingu og efla heilindi hjá æðstu handhöfum framkvæmdavalds og innan löggæslustofnana, samkvæmt nýrri eftirfylgniskýrslu GRECO, samtaka ríkja innan Evrópuráðsins gegn spillingu.
16. nóvember 2020
Deilur um peninga koma í veg fyrir að Bræðraborgarstígur 1 verði rifinn
Félagið sem á Bræðraborgarstíg 1 sættir sig ekki við mat VÍS á tjóninu sem bruni þess olli. Það vill hærri fjárhæð frá tryggingafélaginu. Nokkur ár gætu liðið þar til að rústirnar verði rifnar.
15. nóvember 2020
Vildu bæta við hæð, byggja á milli og gera bílakjallara
Eigendur Bræðraborgarstígs 1 hafa á síðustu árum borið ýmsar tillögur að breytingum á húsinu undir borgina. Neikvætt var tekið í þær allar en engu að síður hafði notkun þess verið breytt er í því var kveikt í sumar.
15. nóvember 2020
Stjórn Ríkisútvarpsins neitaði að gefa upp hverjir það voru sem sóttust eftir starfi útvarpsstjóra í fyrra, en það var þvert á vilja löggjafans, samkvæmt nýju frumvarpi menntamálaráðherra.
Vilji löggjafans að almenningur hafi rétt til upplýsinga um starfsmannamál RÚV
Ríkisútvarpið mun þurfa að veita almenningi upplýsingar um starfsmannamál sín rétt eins og um stjórnvald væri að ræða, samkvæmt nýju lagafrumvarpi sem mennta- og menningarmálaráðherra hefur lagt fram í samráðsgátt stjórnvalda.
12. nóvember 2020
Svavar Guðmundsson
Að þvælast fyrir eigin getu
12. nóvember 2020
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Sendiherra segir Guðlaug Þór vega að starfsheiðri embættismanna í eigin ráðuneyti
Stefán Skjaldarson sendiherra fer hörðum orðum um frumvarp Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og framferði ráðherrans sjálfs í umræðum um málið. Segir hann ráðherra gera embættismönnum upp pólitískar skoðanir.
11. nóvember 2020
Það er þetta með lýðræðið
None
9. nóvember 2020
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lét Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra vita af málinu eftir að ráðuneyti hans fékk ábendingu um það.
Kristján Þór upplýsti Katrínu um samskipti skrifstofustjóra við Stjórnartíðindi
Sjávarútvegsráðherra upplýsti forsætisráðherra um það í júlímánuði síðastliðnum að í júlí í fyrra hefði þáverandi skrifstofustjóri ráðuneytis hans átt samskipti við Stjórnartíðindi og látið fresta birtingu nýrra laga um laxeldi, sem kom fyrirtækjunum vel.
31. október 2020
Neytendastofa er með aðsetur í Borgartúni.
Unnið að því að leggja niður Neytendastofu
Stjórnvöld sjá fyrir sér að hugsanlega verði hægt að færa öll verkefni frá Neytendastofu á næsta ári og leggja stofnunina niður, með mögulegum sparnaði fyrir ríkissjóð. Stofnunin tók til starfa árið 2005 og fær tæpar 240 milljónir úr ríkissjóði í ár.
28. október 2020
Kolbeinn Árnason var framkvæmdastjóri LÍU og síðar SFS, eftir að hafa leitt sameiningu LÍU og Samtaka fiskvinnslustöðva (SF).
Fyrrverandi framkvæmdastjóri LÍU og SFS á meðal nýrra skrifstofustjóra
Kolbeinn Árnason, Ása Þórhildur Þórðardóttir og Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir hafa verið skipuð skrifstofustjórar í atvinnuvegaráðuneytinu. Kolbeinn var framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka útgerðarmanna á árunum 2013-2016.
18. október 2020
Árni Már Jensson
Kæra Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra
17. október 2020
Sigríður Mogensen
Fjárfesting sem skilar arði – endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar
15. október 2020
Stefán Erlendsson
Hindranir í vegi nýrrar stjórnarskrár
5. október 2020
Úttekt Sjúkratrygginga á starfsemi Heilsustofnunar í Hveragerði ekki lokið
Úttekt Sjúkratrygginga Íslands á Heilsustofnuninni í Hveragerði hefur staðið yfir í ár, og er ekki lokið. Hún hefur tafist vegna COVID-19 og skipulagsbreytinga. Stofnunin fékk 875,5 milljónir króna úr ríkissjóði árið 2019.
5. október 2020
Haukur Arnþórsson
Nýtt almannatryggingakerfi
28. september 2020
Eyþór Eðvarðsson
Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum veldur miklum vonbrigðum
22. september 2020
Að minnsta kosti tveir austfirskir kjósendur höfðu ekki erindi sem erfiði þegar þeir gerðu sér ferð til þess að kjósa í sveitarstjórnarkosningum helgarinnar hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu.
Austfirskir kjósendur fóru í fýluferð til sýslumanns
Dómsmálaráðuneytið þurfti að minna embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á að það væru sveitarstjórnarkosningar í gangi í nýju sveitarfélagi á Austurlandi. Tveimur hið minnsta var vísað frá, er þeir reyndu að greiða atkvæði utan kjörfundar.
18. september 2020
Pólitísk stefna VG
Auður Jónsdóttir rithöfundur segir það pólitíska afstöðu, vilja og stefnu að leita ekki lausna með farsæld flóttamannabarna í huga.
16. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.
Þjóð föst í viðjum vanans
Framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins finnst ekki ganga nógu hratt að færa ýmsar stórar skipulagsheildir í samfélaginu til nútímahorfs. Íslendingum hafi heilt yfir mistekist að ná fram hagkvæmni í því sem verið er að gera.
11. september 2020
Þrjú sem voru í lykilhlutverkum í Landsréttarmálinu berjast um tvö sæti í Landsrétti
Dómnefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að þrír af sjö umsækjendum um embætti Landsréttardómara séu jafn hæf og að ekki verði gert upp á milli þeirra. Einn umsækjandi er þegar dómari við réttinn en má ekki dæma.
7. september 2020
Örn Bárður Jónsson
Ljósið græna
5. september 2020
Þögul mótmæli árið 2018 við þingsetningu til þess að minna á nýja stjórnarskrá á vegum Stjórnarskrárfélagsins.
Vandræði með skráningu á undirskriftalista – „Afhjúpandi fyrir gallað fyrirkomulag“
Nú stendur yfir undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að Alþingi virði niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu og lögfesti nýju stjórnarskrána. Margir hafa lent í vandræðum með að skrá nafn sitt á listann en söfnunin fer fram á Stafrænu Íslandi.
2. september 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Úrskurðarnefnd: Ráðherra þarf ekki að afhenda lögfræðiálitin
Mennta- og menningarmálaráðuneytið þarf ekki að afhenda lögfræðiálit sem aflað var þegar Lilja D. Alfreðsdóttir ákvað að stefna konu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál.
1. september 2020
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
Háskólamenntaðir starfsmenn Stjórnarráðsins hnýta í Lilju
Stjórn Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins furðar sig á því að Lilja Alfreðsdóttir hafi farið þá leið að stefna starfsmanni stjórnarráðsins persónulega til að reyna að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
21. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís ætlar ekki að afhenda kvittanir
Ráðherra ferðamála segir að ekki sé hægt að ætlast til þess að persónuleg útgjöld hennar séu opinber gögn. Kjarninn óskaði eftir því að fá að sjá kvittanir fyrir því sem hún greiddi sjálf í vinkonuhittingi um liðna helgi.
19. ágúst 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Vill stytta kynningarferli áformaðra friðlýsinga
Umhverfis- og auðlindaráðherra ætlar að stytta þann tíma sem þarf til að kynna áformaðar friðlýsingar og flytja heimild ráðherra til að veita undanþágur frá ákvæðum friðlýsinga til Umhverfisstofnunar.
4. ágúst 2020
Til stendur að breyta rukkun fargjalda í strætó með þeim hætti að sala fargjalda verður einungis utan vagna.
Hægt verður að leggja févíti á þá farþega sem borga ekki í strætó
Fyrirhugaðar eru breytingar á fyrirkomulagi fargjalda í Strætó sem mun leiða til þess að sala fargjalda verður ekki lengur í boði í vögnunum sjálfum. Farþegar sem greiða ekki fargjald, eða misnota kerfið með öðrum hætti, verða beittir févíti.
3. ágúst 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra óskaði eftir flýtimeðferð á boðuðu dómsmáli
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur óskað eftir flýtimeðferð á dómsmáli sínu gegn skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá hnekkt úrskurði kærunefndar jafnréttismála.
14. júlí 2020
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Menntamálaráðherra gleymdi meðalhófsreglunni
9. júlí 2020
Rafrænu ökuskírteinin voru kynnt á blaðamannafundi í síðustu viku.
Allir fæddust á Íslandi samkvæmt stafrænu ökuskírteinunum
Rúmur fjórðungur allra bílstjóra á Íslandi hefur þegar sótt stafræn ökuskírteini í símann. Í fyrstu útgáfu skírteinanna voru allir handhafar með Ísland sem skráðan fæðingarstað, en því mun hafa verið kippt í liðinn.
9. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Kærunefnd jafnréttismála verði einnig stefnt en ekki bara kæranda einum
Forsætisráðherra hefur lagt fram drög að breytingum á stjórnsýslu jafnréttismála, sem fela meðal annars í sér að kærendum í jafnréttismálum verði ekki lengur stefnt einum fyrir dóm, uni gagnaðili ekki niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála.
7. júlí 2020
Lárus Sigurður Lárusson er fyrsti stjórnarformaður nýs Menntasjóðs námsmanna.
Lilja skipar Lárus sem stjórnarformann Menntasjóðs námsmanna
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Lárus Sigurð Lárusson lögmann sem stjórnarformann nýs Menntasjóðs námsmanna. Hann leiddi lista Framsóknar í Reykjavík norður til síðustu alþingiskosninga.
7. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
3. júlí 2020
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Marshall-aðstoð ríkisstjórnarinnar orðin ótímabundin
Róbert Marshall hefur verið ráðinn ótímabundið í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, en áður hafði hann verið ráðinn tímabundið í stöðuna til þriggja mánaða.
3. júlí 2020
Lagt er til í frumvarpsdrögum að stjórnarskrárbreytingum að forseti megi einungis sitja tvö sex ára kjörtímabil að hámarki.
Lagt til að forseti megi aðeins sitja í 12 ár á Bessastöðum
Forseti Íslands má ekki sitja lengur en tvö sex ára kjörtímabil að hámarki, verði frumvarpsdrög um stjórnarskrárbreytingar sem lögð hafa verið fram til kynningar fram að ganga. Lagt er til að mælt verði fyrir um þingræði í stjórnarskránni.
1. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Fólki verði ekki stefnt fyrir að nýta sér rétt sinn
Forsætisráðherra tjáir sig um ákvörðun mennta- og menningarmálaráðherra um að höfða mál gegn konunni sem kærunefnd jafnréttismála sagði hann hafa brotið á. Katrín vill ekki að framkvæmd laganna hafi kælingaráhrif á vilja fólks til að leita réttar síns.
29. júní 2020
Hanna Katrín Friðriksson.
Kallar eftir afstöðu forsætisráðherra til dómsmáls Lilju
Þingflokksformaður Viðreisnar segir að mennta- og menningarmálaráðherra sé greinilega að störfum, sitji ríkisstjórnar- og þingflokksfundi, en mæti hins vegar ekki í þingsal til að svara fyrir brot sín á jafnréttislögum.
25. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja höfðar mál gegn konunni sem kærunefnd jafnréttismála sagði hana hafa brotið á
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að höfða mál til að ógilda úrskurð kærunefndar jafnréttismála um að hún hafi brotið jafnréttislög við skipun á ráðuneytisstjóra.
24. júní 2020
Árni Finnsson
Umhverfisráðherra fékk eitraðan arf
22. júní 2020
Líneik Anna Sævarsdóttir var framsögumaður frumkvæðisathugunarmálsins í nefndinni. Hún er ein þingmannanna sem skrifa undir yfirlýsinguna
Meirihlutinn segir allt verklag sitt við könnun á hæfi Kristjáns Þórs hafa verið eðlilegt
Þeir þingmenn stjórnarflokkanna sem sitja í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hafa sent frá sér sameiginlega tilkynningu í kjölfar afsagnar Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur sem formanns nefndarinnar.
20. júní 2020
Ráðuneytið lét héraðssaksóknara vita af eigendabreytingum hjá Samherja
Samherji sendi upphaflega tilkynningu um eignarhald erlends aðila í félaginu á rangan ráðherra, Kristján Þór Júlíusson. Erlendi aðilinn, Baldvin Þorsteinsson, á 20,5 prósent beinan hlut í Samherja.
19. júní 2020
Norrænu ráðuneytin svara því ekki hvað þeim þótti um afstöðu Íslands
Kjarninn er búinn að fá svör frá fjármálaráðuneytum Finnlands, Svíþjóðar, Danmerkur og Noregs vegna máls Þorvaldar Gylfasonar, sem íslenska ráðuneytið sagði að væri of virkur í pólitík til að viðeigandi væri að hann ritstýrði fræðatímariti.
18. júní 2020
Prófessorar við HR taka undir hörð mótmæli kollega sinna í ríkisháskólum
Félag prófessora við Háskólann í Reykjavík og Rannsóknaráð Háskólans í Reykjavík taka undir með yfirlýsingu Félags prófessora við ríkisháskóla vegna máls Þorvalds Gylfasonar.
18. júní 2020
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Brynjar segir hugmyndir Pírata vera „með þeim hætti“ að þeir eigi ekki að leiða nefndina
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem situr í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd ætlar ekki að styðja Jón Þór Ólafsson, þingmann Pírata, til formennsku í nefndinni. Hann mun taka við eftir að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir sagði formennskunni af sér á mánudag.
18. júní 2020
Þorvaldur Gylfason
Félag prófessora við ríkisháskóla mótmælir harðlega pólitískum afskiptum fjármála- og efnahagsráðuneytisins
Félags prófessora við ríkisháskóla hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ráðningar ritstjóra fræðitímaritsins Nordic Economic Policy Review.
16. júní 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Segir suma þingmenn fela sig á bak við trúnað og lokaðar dyr
Þingmaður Pírata hvetur þingmenn sem hafa orðið vitni af ofbeldi að segja frá því. „Ofbeldi þrífst í þögn þegar gerendur fá að komast upp með hegðun sína í skjóli þess að aðrir annað hvort þegi eða skilji ekki hvað sé í gangi.“
16. júní 2020
Gauti B. Eggertsson
Af hverju mál Þorvaldar Gylfasonar er bæði lítið og stórt
16. júní 2020
Calmfors segir Dagens Nyheter að málið gæti skaðað trúverðugleika NEPR
Sænska blaðið Dagens Nyheter fjallar um ráðningarmál Þorvalds Gylfasonar á vef sínum í kvöld og hefur eftir sænska hagfræðiprófessornum Lars Calmfors að málið gæti rýrt trúverðugleika fræðatímaritsins NEPR.
15. júní 2020
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Hann situr einnig í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Segir Þórhildi Sunnu hafa viljað breyta nefndinni í „pólitískan rannsóknarrétt“
Óli Björn Kárason bókaði á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fyrr í þessum mánuði að þáverandi formaður nefndarinnar, sem sagði af sér í dag, hefði það markmið að „nýta trúnaðar- og valdastöðu til að koma höggi á pólitíska mótherja.“
15. júní 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Þórhildur Sunna segir af sér sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar
Þingmaður Pírata segir meirihlutann í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hafa sýnt af sér valdníðslu. Hún segir hann sífellt draga persónu hennar niður í svaðið og nota hana sem blóraböggul. Hún sagði af sér formennsku í nefndinni í dag.
15. júní 2020
Bjarni Benediktsson sat fyrir svörum á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun og var meðal annars spurður út í gagnrýni fyrrverandi ritstjóra NEPR um afstöðuna sem sett var fram í garð Þorvalds Gylfasonar
Mögulega hafi „gamla góða kunningjasamfélagið“ ætlað að ráða för
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að mögulega megi skýra hörð viðbrögð sænska prófessorsins Lars Calmfors við því að Ísland lagðist gegn ráðningu Þorvaldar Gylfasonar með því að þeir séu kunningjar frá fornu fari.
15. júní 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Segir stórvirka fræðimenn sem fella dóma valda sér sjálfsskaða
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að fræðimenn sem fella stóra dóma um einstaklinga og stjórnmálaflokka gefi færi á því að tekið sé „á móti“. Þá séu menn komnir inn á nýtt svið sem hafi „ekkert endilega með akademíuna“ að gera.
15. júní 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra, mætti fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun.
Bjarni: Ekkert annað á ferðinni en frumhlaup starfsmanns stýrinefndarinnar
Fjármála- og efnahagsráðherra kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun til að ræða ráðningu ritstjóra tíma­rits­ins Nor­dic Economic Policy Revi­ew.
15. júní 2020
Þorvaldur Gylfason fékk starfstilboð á samnorrænum vettvangi sem ekki var heimilt að veita honum, áður en fjármála- og efnahagsráðuneytið lagðist gegn ráðningu hans á pólitískum forsendum.
Bjuggust ekki við mótbárum gegn hæfum manni sem var til í starfið
Sænski hagfræðiprófessorinn Lars Calmfors segir að norræni stýrihópurinn sem annast útgáfu tímaritsins NEPR hafi verið kominn í tímaþröng með að finna nýjan ritstjóra er Þorvaldi Gylfasyni var boðið starfið.
15. júní 2020
Sighvatur Björgvinsson
Þegar kamelljónin bregða lit
14. júní 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Vonar að Katrín verði ekki búin að gleyma nýlegri grein sinni eftir næstu kosningar
Formaður Samfylkingarinnar segir að það sé ekki nóg að setja falleg orð niður á blað. Það sé algjörlega tilgangslaust nema því sé framfylgt með því að mynda þannig ríkisstjórn. Slík sé ekki við völd í augnablikinu.
13. júní 2020
Að hafa ranga skoðun á Íslandi
None
13. júní 2020
Í finnska fjármálaráðuneytinu er Markku Stenborg fulltrúi í stýrihópi sem sér um útgáfu ritsins NEPR. Hann myndi ekki hleypa stjórnmálamönnum þar nærri.
Finnski fulltrúinn í stýrihópnum myndi ekki hleypa stjórnmálamönnum nærri NEPR
Markku Stenborg, sem er fulltrúi finnska fjármálaráðuneytisins í stýrihópi vegna útgáfu fræðiritsins Nordic Economic Policy Review, segir að hann myndi ekki leyfa stjórnmálamönnum að hafa afskipti af stjórnun ritsins.
13. júní 2020